Morgunblaðið - 18.01.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 18.01.1991, Síða 44
FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Eldhafið séð frá Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Himmháar eldsúlur og hraunflóð í hlíðum Heklu Sautjánda Heklugosið frá landnámi ELDGOS hófst í Heklu síðdegis í gær. Er það sautjánda Heklugosið og það fjórða á þessari öld. Páll Einarsson jarðfræðingur segir það umhugs- unarefni hvað stutt er á milli gosa. I gærkvöldi gaus á þremur stöðum og var hraunrennslið mest til vesturs úr einni sprungunni. Gosmökkurinn lá norður hálendið, á virkjanasvæðinu við Hrauneyjafoss var allt að þriggja sentímetra vikurlag og öskufall var einnig í Bárðardal og Mý- vatnssveit. Bjarmi frá eldgosinu sást víða á Suður- og Vesturlandi, m.a. frá nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þessu gosi er talið svipa í ýmsu til gossins 1980, en það er þó talið kröftugra. Jarðhræringa varð fyrst vart á skjálfta- og þenslumælum um klukkan 16.30 og hálfri stundu síðar hófst gosið. Klukkan 17.10 hafði gosmökkurinn þegar náð 11,5 kílómetra hæð og náð norður fyrir Hofsjök- ul. Svo virðist, sem sprungurnar þijár hafi verið að opnast á tímanum milli kl. 17 og 18, en úr því fór að draga úr kviku- streymi. Gossins varð vart úr tveimur flug- vélum á þessum tíma og klukkan 16.30 var Almannavörnum ríkisins gert viðvart um gosið, en ekki var talin þörf á því að gefa út opinbera viðvörun vegna þess. Þriggja arma gígastjaki Seint í gærkvöldi gaus á þremur stöðum í fjallinu, mest í suðvesturhlíðinni í sprungu niður úr Axlargíg. Þáðan rann talsvert hraun tii vesturs. í' norðausturhlíðum fjalls- ins gaus einnig á sprungu og rann hraun þaðan til austurs inn á öræfin. Loks var sprunga austan í Ijallinu við toppinn og þaðan rann lítið hraun til suðurs. Nokkuð dró úr gosóróa á skjálftamælum er leið á kvöldið og benti það til minnkandi kviku- streymis. Undir miðnætti var Hekla eins og þriggja arma gígastjaki og það var stórkostlegt að sjá hraunstrókana úr sprungunum í eldfjall- inu, Hraunið rann hægt og sígandi niður Hekluhlíðar og sandöldurnar undir Heklu- rótum. Hraunelfurin var um sex kílómetra löng og 300 metra breið. Um fimm til sex metra þykkur hraunkambur ruddist fram. Mikil umferð var um Landsveit að Heklu og nokkur Qöldi fólks ók vel búnum fjallabíl- um í um það bil 200 metra fjarlægð frá jaðri hraunsins sem rann hægt niður norð- urhlíðar fjallsins. Vindur bar gjósku fram- hjá fólkinu og mjöllin norðan við fjallið var skjannahvít. Nokkurn hita lagði af hrauninu en milli hvassra élja, sem öðru hvoru byrgðu sýn að ijallinu, sást logandi hraunið langt að bera við stjörnubjartan himin. 500 metra eldsúlur Fólk í nágrenni Heklu var ekki í hættu í gær, að mati Almannavarnanefndar Rang- árvallasýslu. Næsti bærinn er Næfurholt, 11 km frá gígnum. Páll Siguijónsson á Galtalæk á Landi, sem býr skammt frá eld- fjallinu, sagði er Morgunblaðið ræddi við hann um tíuleytið í gærkvöldi, að hraun- rennslið væri æði mikið og væri komið nið- ur hlíðar fjallsins. Þetta væri óvenjuhratt, hraunið virtist þunnfljótandi og öðruvísi en venjulega. Hann sagði að um áttaleytið í gærkvöldi hefðu sést sprengibólstrar, sem virtust vera að færast í suðurátt. Eldsúlurn- ar hefðu verið feiknaháar á meðan gosið var öflugast. „Eg giska á að eldsúlurnar hafi verið 500-600 metra háar, en það var aðeins stuttan tíma. Síðan hefur það verið lágt,“ sagði hann. „Við sáum feiknalega mikinn strók stíga hratt upp í ioftið, gífurlega sveran stólpa. Hann hækkaði mjög ört en síðan hægði hann á sér þegar vindurinn beygði hann. Það kom eins og haus á hann, og svo fór hann fljótlega að halla í norðUr,“ sagði Sig- rún Runólfsdóttir í Botnum í Meðallandi, sem varð vitni að fyrstu mínútum gossins. Heimilisfólk í Botnum varð gossins vart klukkan fimm mínútur yfir fimm síðdegis, og hefur það þá líkast tii verið alveg nýhaf- ið. Botnar eru um 70 km í beina loftlínu frá Heklu. Sjá fréttir á bls. 2,3, 5,26, 27 og 28. Vegnm að Hekiu lokað LÖGREGLAN í Rangárvallasýslu lok- aði seint í gærkvöldi öllum vegum að Heklu í öryggisskyni. Umferð var gífurleg í uppsveitum Rangárvalla- sýslu í gærkvöldi. Eggert Pálsson, bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð og fréttaritari Morgunblaðsins, sem staddur var í Skjólkvíum, sagði að þjóðvegurinn upp Landsveit væri eins og Laugavegurinn í Reykjavík að sjá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.