Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.01.1991, Blaðsíða 9
IVIQIÍG)ÍJ,N5,LA1.>IE) FIMMT.UQAGVIt 2.4, JAIýÚAR 1991 9 Vill kaupa gallsteina úr nautgripum BÚNAÐARFÉLAGI íslands hefur borist bréf frá aðila í Hong Kong, sem óskar eftir að að fá keypta gallsteina úr naut- gripum. Býðst hann til að borga 3,6 sterlingspund fyrir hvert gramm af óskemmdum gall- steinum, eða um 380 krónur, en nokkru minna ef þeir eru brotnir eða í mylsnu. í bréfinu kemur fram að gall- steinunum sé safnað í „læknis- fræðilegum tilgangi“. Þeir eigi að vera vel þurrkaðir áður en þeir séu sendir til viðtakanda, en helst megi ekki geyma þá lengur en 1-2 ár, því þá missi þeir áhrifamátt sinn. Bréfritari segist hafa keypt gallsteina hvaðanæva úr heimin- um í rúmlega 40 ár, og hann tryggi viðskiptavinum sínum fljóta og örugga þjónustu, enda sé áreið- anleiki honum í blóð borinn. Flogið er frá Keflavik tii Balítmore á miðvikudegi og þaðan áfram til Miami, þar sem dvalið er á góðu hóteli í tvær nætur. Þá er haldið í lúxussiglínguna á föstudegi og komið til baka á mánudegi. Dvalið í tvær nætur á Miami og síðan haldið heim á leið. Verdid tfyrir þessa frábæru ferð er aðeins frá 76.530,- Hafi fólk áhuga, er hægt nnuMiDsmnn lengri siglingar með skipum Carnival Cruise. Látið ekki happ úr hendi. sleppa, því ótrúlega hagstæðir samningar okicar gera okkur kleift að bjóða þessar ferðir á þessu frábæra verði. Austurstrstil7 Sfmar (91)622 011 & 62 22 00 Svavar og Guðrún í efstu sætum Alþýðubandalagsins: Staðfest bil milli verka- lýðshreyfingar og flokks - segir Guðmundur Þ. Jónsson sem ekki er ákveðinn i að taka fjórða sæti listans í Reykjavík Flótti frá G-listanum Þegar gengið var til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík á síðastliðnu vori, hafði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, ekki meiri áhuga á lista flokksins, G-listanum, en svo, að hann studdi hann ekki. Sömu sögu er að segja um Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, sem skipað hefur 2. sæti G-listans í þingkosning- um — hún hafði einnig horn í síðu listans í borgarstjórnarkosningunum. Um síðustu helgi sást á dræmri þátttöku í forvali Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík að áhuginn á flokkn- um er ákaflega lítill. Öhagstæðnr samanburður Áður en gengið var til forvalsins í Reykjavík urðu hörð átök um það, hveijir mættu kjósa. Nið- urstaðan varð sú að binda atkvæðisréttinn við félaga í Alþýðubanda- lagsfélagi Reykjavíkur (ABR). Eftir þá ákvörðun sleit Birting stjómmála- sambandi við Alþýðu- bandalagið. í þann mund sem framboðsfrestur var að renna út varð uppi fótur og fit til að tryggja að Olafur Ragnar Grímsson gæti séð um að einhver hollur sér tæki þátt í forvalinu. Skömmu síðar tilkyimti ehm af pólitískum starfs- mönnum Ólafs Ragnars í fjármálaráðuneytinu, Már Guðmundsson, um framboð sitt. Minnti það enn á, að fjármálaráðu- neytið eða hirðin um- hverfis flokksformaim- inn innan þess starfar eins og sella í Alþýðu- bandalaginu og þaðan sækja útsendarar for- mannsins í mismunandi gervum eftir því sem hentar hveiju sinni. Þegar ákveðið hafði verið hveijir máttu taka þátt í forvalinu og flokks- fomaðurinn hafði fengið tækifæri til að hlutast til um málin, var gengið til atkvæða. Alls voru 1.190 félagar í ABR á kjörskrá eða um 10 sinnum færri en rétt höfðu til þátttöku í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík í októ- ber sl., þar sem um 12.000 manns voru á kjörskrá en þátttakan var bundin við flokks- buiidna sjálfstæðismenn. í Alþýðubandalaginu var þáttteka í forvalinu afar dræm þar sem að- eins 456 greiddu at- kvæði, eða 38%. í próf- kjöri sjálfstæðismanna tóku hins vegar 8.480 manns þátt, um 20 sinn- um fleiri en í forvali al- þýðubandalagsmanna, og hlutfallslega um helm- higi fleiri en hjá Alþýðu- bandalaginu. Þessar tölur staðfesta hinn litla áhuga félaga í ABR á forvalinu og segja raunar meira um stöðu Alþýðubandalagsins í Reykjavík á þessari stundu en það, hveijir náðu kosningu. Ekki varð nein breythig á efstu sætunum, þvi að þar sitja þau áfram Svav- ar Gestsson með 289 at- kvæði, 66%, í fyrsta sætið og Guðrún Helgadóttir með 177 atkvæði, 40%, í annað sætið. Þættu þess- ar atkvæðatölur fremur lágar á sæmilega fjöl- mennum fundi í sjálf- stæðisfélagi í Reykjavík. Enn ber að hafa í huga, þegar þessar tölur eru skoðaðar að sam- kvæmt frétt Þjóðvi(jíuis um forvalið nú greiddi 891 atkvæði í því fyrir fjórum árum á móti 456 núna, eins og áður sagði. Flokkur í sárum Alþýðubandalagið er flokkur í sárum eftir rúmlega tveggja ára setu í ríkisstjóm Steingrims Hermánnssonar. Fram- ganga ráðherra flokks- ins hefur orðið til þess að splundra fylginu á sama tima og mörgum sem áður hafa lagt Al- þýðubandalaginu lið blö- skrar, að flokkurinn skuli ekki hafa gert upp við fortíðina. Innan Al- þýðubandalagsins hafa menn í raun forðast allar umræður um stjórnmál um nokkurt skeið; þar skiptast forystumenn andstæðra fylkinga á skoðunum án þess að ganga þó það langt, að umræðumar eða afleið- ingar þeirra ógni valda- aðstöðu forystumann- anna. Helsta einkenni flokks- forystunnar er að láta eins og lítið fylgi við flokkinn sé helsta styrk- leikamerki hans. Þegar miðstjómarmenn yfir- gáfu fund miðstjómar Alþýðubandalagsins á Akureyri _ fyrr í vetur, hrósaði Ólafur Ragnar sér af því að hhi breiða miðja væri eftir i flokkn- um og hami væri betur settur en nokkm shini fyrr. Var það hin breiða miðja sem fylkti sér um flokkinn í forvalinu í Reykjavík? Að fela for- tíðina Forystumönnum Al- þýðubandalagsins er nú sérstakt kappsmál að ganga fram fyrir skjöldu í gagnrýni á Sovétstjóm- ina vegna yfirgangsins gagnvart Eystrasalts- þjóðunum. Láta þeir manna hæst á Alþhigi um örlög þjóðamia. Hvemig væri að þeir litu á sögu flokks síns og skoðuðu, hver stefna hans hefur verið í málum þessara þjóða? Alkunna er að þeim mun (jótari sem fortíðin er því háværari em menn, ef þeir vilja fela hana. Getur það orðið að einskonar áráttu að keppast við að þvo af sér (jóta bletti og verður mörgum hugsað til lafði Macbeth, þegar slíkt ber á góma. Með öllu er óþarft að sleppa þeim alþýðu- bandalagsmönnum við umræður um fortíð flokks þeirra og komm- úniskan uppruna hans. Hvorki Hjörleifur Gutt- ormsson né aðrir mál- svarar Alþýðubandalags- ins geta talað af fullum heilindum um örlög Eystrasaltsþjóðanna án þess að gera á afdráttar- lausan hátt upp við fyrri stefnu eigin flokks. Áður en þingmenn Alþýðu- bandalagsins hefja eins- konar yfirboðakapp- hlaup um stuðningsað- gerðir við Eystrasaltsrík- in ættu þeir að kanna stuðnhiginn við þá stefnu á flokksvettvangi. Með hliðsjón af þátttökunni í forvalinu í Reykjavík ættí ekki að taka langan tima fyrtí þá að hafa samband við áhrifafólk- ið. I I I I I Láttu sparifé þitt bera góðan arð á öruggan og einfaldan hátt. l Gengi Einingabréfa 24. janúar 1991. I U Einingabréf 1 5,322 [ Einingabréf 2 2,880 J Einingabréf 3 3,497 1 Skammtímabréf 1,785 | Auðlind 1,018 I Sparifjáreigendur þurfa ekki lengur að hugsa sig urn tvisvar þegar þeir velta fyrir sér ávöxtunarleiðum sem í boði eru. Ef þeir kjósa að vita af sparifé sínu í tryggum höndum og góðri ávöxtun og njóta jafnframt kunnáttu sérfræðinga í 'verðbréfa- viðskiptum, festa þeit kaup á Einingabréfum Kaupþings. Við bjóðum nú þrjár tegundir Einingabréfa: Einingabréf 1 - fjárfest í verðtryggðum skuldabréfum, tryggðum með fasteignaveði. Einingabréf 2 - fjárfest í spariskírteinum ríkissjóðs, bankatryggðum skuldabréfum og öðrum sambærilegum verðbréfum. Einingabréf 3 - fjárfest í óverðtryggðum skuldabréfum, skammtíma- kröfum og öðrum verðbréfum sem gefa hæstu mögulega ávöxtun. Hafðu strax samband við sérfræðinga okkar. Þú getur treyst á Einingabréf Kaupþings. Sjá auglýsingu um hlutabréf í Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Gengi erlendra verðbréfasjóða 21. janúar 1991. Akkumula Eurovista Re-Inrenta DB Tiger Fund sölugengi kauþgengi 295,40 281,31 79,65 76,92 201,90 196,94 211,41 201,34 KAUPÞING HF Kringlunni 5, st'tni 689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.