Morgunblaðið - 24.01.1991, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991
ísland er gluggi Lit-
háa að mannúðinni
- sagði Zingeris að loknum fundahöldum í gær
EMANUELIS Zingeris, formaður utanríkismálanefndar þjóðþingsins í
Litháen, ræddi í gær við ýmsa íslenzka sljórnmála- og ráðamenn um
stuðning við sjálfstæðisbaráttu lands síns. Þegar dagur var að kveldi
kominn sagði hann í samtali við Morgunblaðið: „Það er stórkostlegt
hvernig allir hér spyija hvernig þeir geti hjálpað okkur. Viðbrögðin
eru allt önnur en í öðrum löndum. Þar erum við jafnvel sakaðir um
þjóðrembu. I raun ber íslandi engin skylda til að hjálpa og það var
óvænt og gleðilegt að finna, að hér eigum við hauk í homi. Island er
gluggi okkar að mannúðinni."
Zingeris gekk snemma morguns á
fund forseta Alþingis. Þar var rætt
um samskipti þjóðþinga íslands og
Litháens og hugsanleg skipti á sendi-
mönnum. Hann hitti síðan utanríkis-
málanefnd þingsins og bauð nefndar-
mönnum formlega í heimsókn til Lit-
háens. Meðal annars var rætt um
að nefndin myndi koma til Litháens
9. febrúar, en það er þjóðhátíðardag-
ur Litháens.
Jóhann Einvarðsson, formaður
utanríkismálanefndar, segir að rætt
hafi verið um ýmiss konar föst sam-
skipti á milli þjóðþinganna, meðal
annars til þess að Litháar geti feng-
ið frá íslendingum góð ráð um fram-
kvæmd lýðræðis, sem þeir hafa ekki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Zingeris hittir Ólaf G. Einarsson og Pái Pétursson. í barminum ber
hann litháenska fánann með áföstum svörtum borða, sem ber því vitni
að hann syrgi þá félaga sína, sem fallið hafa fyrir ofbeldi Rauða hersins.
kynnzt síðan land þeirra var innlimað
í Sovétríkin. .
„Ég tel að mikil samstaða sé í
utanríkismálanefnd um að mæla með
því að þingið sendi fulltrúa sína til
Eystrasaltsríkjanna," sagði Jóhann.
Hann sagði að Danir, Norðmenn og
Svíar hefðu þegar ákveðið að senda
þingmenn til þjóðþinga allra Eystra-
saltsríkjanna og væru sænsku nefnd-
imar þegar lagðar af stað. Finnar
hafa hins vegar ekki ákveðið að
senda sína fulltrúa til nágrannaríkj-
anna. „Við viljum ekki vera í hópi
Finna og gera ekki neitt. Formleg
ákvörðun um hverjir fara og hvenær
hefur ekki verið tekin, en ég mun
væntanlega gera tillögur um það í
lok heimsóknar Zingeris og ég tel
fulla samstöðu um slíkt,“ sagði Jó-
hann.
Síðdegis ræddi Zingeris við Svavar
Gestsson menntamálaráðherra um
að efla menningartengsl landanna.
Hann sagðist í samtali við Morgun-
blaðið vera mikill aðdáandi íslenzkrar
sögu og bókmennta, en hann er próf-
essor í bókmenntum að starfi.
Zingeris er einn þeirra Litháa, sem
dvelja nú erlendis og eru tilbúnir að
mynda útlagastjóm, ef Sovétmenn
taka völdin af ríkisstjóminni og setja
leppa sína á valdastóla. Hann segist
ekki vita hvenær hann geti snúið
aftur til föðurlands síns, en hann
þrái að komast heim. „Fjölskylda
mín hefur fengið hótanir í síma og
henni hefur verið ógnað á ýmsan
hátt. Ef þessir sovézku glæpamenn
eiga að ná mér, þá vildi ég frekar
að þeir tækju mig heima með fjöl-
skyldu minni.“
Morgunblaðið/Sverrir
Fagnaðarfundir urðu með Þorsteini Pálssyni og Zingeris, sem var
einn af fylgdarmönnum Þorsteins er hann heimsótti Litháa.
Tel Þorstein lýsa af-
stöðu þjóðarinnar
EMANUELIS Zingeris gekk eftir hádegið í gær á fund Þorsteins
Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Zingeris sagðist að lokn-
um fundi þeirra vera afar ánægður með afstöðu sjálfstæðismanna
til Litháens. „Þorsteinn Pálsson segir að það verði að ítreka viður-
kenningu á Litháen og gera það strax, annars geti það orðið of
seint. Stuðningur Þorsteins er okkur mikils virði siðferðilega. Eg
tel að afstaða hans sé afstaða íslenzku þjóðarinnar," sagði Zingeris.
Meðan á fundi Zingeris og Þor-
steins stóð náðu þeir símasam-
bandi við Vytautas Landsbergis,
forseta Litháens. Að sögn Þor-
steins sagði Landsbergis: „Reynið
að stofna til þessa stjómmálasam-
bands í dag, geymið það ekki til
morguns.“ ._______
„Landsbergis lagði eins og fyrr
alla áherzlu á að árétta viðurkenn-
ingu á sjálfstæði Litháens og taka
ákvörðun um stofnun stjómmála-
sambands,“ sagði Þorsteinn.
„Hann sagði að staðan væri svo
kröpp að hann myndi meta það
mikils ef við ynnum hratt í mál-
inu.“
Þorsteinn og Zingeris ræddu
ýmsar tæknilegar hliðar á stofnun
stjórnmálasambands. „Þeir tejja
eðlilegt að einhver sendiherra Is-
lands, jafnvel á Norðurlöndum,
fari með þessi mál. Þeir gera sér
ljóst að ekki er hægt að stofna
sendiráð í Vilnius við þessar að-
stæður, en þeir hafa þegar velt
því fyrir sér og rætt sín á milli,
hann og Landsbergis, með hvaða
hætti þeir muni skipa sendimann
hér ef af verður og hafa velt fyrir
sér ýmsum nöfnum í því sam-
bandi, jafnvel að Zingeris myndi
framlengja dvöl sína hér,“ sagði
Þorsteinn.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar:
Skyriiiga krafizt frá
stjórninni í Moskvu
Fulltrúar íslands á alþjóðavettvangi beiti sér
FORMENN ríkisstjórnarflokkanna, þeir Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Júlíus Sólnes umhverfisráð-
herra, kynntu á blaðamannafundi í gær ákvarðanir ríkissljórnarinnar
til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Litháens og hinna Eystrasaltsríkjanna.
Sendiherra íslands í Moskvu var í gær falið að krefja sljórnina í Kreml
upplýsinga og skýringa á athæfi sovézkra hersveita gegn lýðræðislega
kjörnum ríkisstjómum og þegnum Eystrasaltsríkjanna.
Ólafur Egilsson sendiherra hefur verði um pólitíska lausn á ágreinings-
málum Eystrasaltsríkjanna og Sovét-
stjómarinnar, á grundvelli þjóðarétt-
ar. Þá segir ríkisstjómin að verði um
frekari ofbeldisaðgerðir að ræða í
Eystrasaltsríkjunum muni ísland
fara þess formlega á leit að Öryggis-
ráð SÞ verði kallað saman. Aðspurð-
ir hvort hertaka pappírsgeymslna
litháenskra dagblaða í gær teldist
ofbeldisaðgerð og hvort ríkisstjómin
myndi framfylgja þessu í því fram-
haldi, sögðu ráðherrarnir að það mál
yrði rætt sérstaklega. Ólafur Ragnar
Grímsson benti á að Sovétmenn
hefðu neitunarvald í Öryggisráðinu
og því væri mikilvægt'að ríkisstjórn-
in hefði ákveðið að beita þrýstingi á
öðrum vettvangi. Júlíus Sóines sagð-
ist telja að það eina, sem Sovétmenn
myndu skilja, væru efnahagslegar
þvinganir.
Fulltrúar íslands á
alþjóðavettvangi tali fyrir
málstaðnum
Ríkisstjómin vill að fulltrúar ís-
lands á alþjóðavettvangi beiti sér
fyrir málstað Eystrasaltsríkjanna.
Fastanefnd íslands hjá Atlantshafs-
bandaiaginu hefur verið falið að
vinna að því að bandalagið og aðild-
arríki þess láti málefni þessara ríkja
' til~sín"'tákáT áúknum 'rnæli.' ÞVf ér
þegar farið í sovézka utanríkisráðu-
neytið og komið orðsendingu ríkis-
stjórnarinnar til skila. Krafizt er
svara innan fjögurra vikna, og ber
Sovétmönnum að veita þau sam-
kvæmt ákvæðum samþykkta Ráð-
stefnunnar um samvinnu og öryggi
í Evrópu (RÖSE), sem Sovétstjómin
hefur undirritað. Jón Baldvin
Hannibalsson sagði að fjórar vikur
væru langur tími í pólitík, en hann
legði áherzlu á að ætti að binda trún-
að við hinar nýju stofnanir RÖSE,
væri afar mikilvægt að stofnanir
þeirra reyndust ekki dauður bókstaf-
ur og því ætti að gefa Sovétstjórn-
inni færi á að svara fyrir sig.
Ríkisstjórnin beinir því til Alþingis
að sendinefnd þingmanna fari þegar
til Eystrasaltslandanna og að gengið
verði frá gagnkvæmum samningi
millí Alþingis og þjóðþinga Eystra-
saltsríkjanna um skipti á fastafull-
trúum þinganna.
Aðgerðir á vettvangi SÞ
Utanríkisráðherra mun formlega
leita samvinnu við utanríkisráðherra
Norðurlanda um sameiginlegar að-
gerðir þjóðanna til styrktar Eystra-
saltslöndunum á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna, meðal annars að SÞ
‘ boði'til ráðstefnu,'þar sem fjahafr-
beint til fulltrúa íslands á þingi Evr-
ópuráðsins að hafa frumkvæði að
ályktun þingsins um málefni Eystra-
saltsríkja. Mælzt er til þess að form-
aður forsætisnefndar Norðurlandar-
áðs, Páll Pétursson, beiti sér fyrir
þvi að ráðið taki skýra afstöðu með
sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj-
anna. Þá á að hefja undirbúning að
nánara sambandi Islands við ríkin á
syiði viðskipta- og menningarmála.
Rætt um stjórnmálasamband
Loks var frá því skýrt að ríkis-
stjórnin hefði fjallað um stjómmála-
samband við Litháen. Jón Baldvin
Hannibalsson sagði að Alþingi og
hann, fyrir hönd ríkisstjómarinnar,
hefðu margítrekað afstöðu íslands
til sjálfstæðis Litháens. ísland hefði
aldrei viðurkennt innlimun landsins
í Sovétríkin og þetta sjónarmið um
réttarstöðu Litháens hefði í raun
verið samþykkt á sovézka þinginu í
desember 1989, er samningur Molot-
ovs og Ribbentrops og fylgiskjöl
hans, var lýstur ólöglegur frá upp-
hafi.
Þá skýrði utanríkisráðherra frá
því að á ríkisstjórnarfundi hefði ver-
ið staðfestur sá skilningur stjórnar-
innar að með opinberri heimsókn
sinni til Eýstrasaltslandanna hefði
framkvæmd stjórnmálasambands við
Litháen verið staðfest í verki. Ákveð-
ið hefði verið í framhaldi af form,-
legri bón, sem stjórninni hefði borizt
í bréfi frá Landsbergis, forseta Lithá-
ens, að taka upp viðræður milli ríkis-
stjórna beggja landa um frekara
stjórnmálasamband.
„Þrátt fyrir mjög ánægjulega sam-
stöðu íslendinga og milli stjórnmála-
flokka' um þessi’ mál, • hafa Ttqkkuð
Morgunblaðið/Emilía
Zingeris á fundi með forsetum Alþingis og formanni utanríkismála-
nefndar þingsins. Frá vinstri: Árni Gunnarsson forseti neðri deild-
ar, Zingeris, Jörundur Hilmarsson túlkur, Guðrún Helgadóttir for-
seti sameinaðs þings, Jón Helgason forseti neðri deildar og Jóhann
Einvarðsson formaður utanríkismálanefndar.
verið skiptar skoðanir um hvemig á
þessu skuli haldið," sagði Jón Bald-
vin. „Ég vil taka það skýrt fram að
við viljum á engan hátt koma fram
á þann veg að teljast megi bein eða
tilefnislaus ögrun gagnvart sovézk-
um stjómvöldum." Hann sagði að
viðu'rkenning rússneska lýðveldisins
á sjálfstæði Eystrasaltslanda gæfi
tilefni til að endurmeta stöðuna.
„I fyrsta lagi er enginn ágreining-
ur um að viðurkenning Islands á
sjálfstæði Litháens er í fullu gild’i og
þarfnast ekki þess að við áréttum
hana út af fyrir sig'með formlegum
hætti. Ef við endurtækjum hana
værum við í raun að viðurkenna að
við hefðum hvikað frá henni,“ sagði
Jón Baidvin. „Næsta mál er síðan
að taka upp formlegt stjómmálasam-
band, sem gerist þá með nótuskiptum
ríkisstjómanna. Það kallar á samráð
þeirra í milli og skoðun á lagalegum
grundvelli þess. Þriðji áfangi máls-
ins, sem líka þarf að byggjast á sam-
komulagi ríkjanna, er að skiptast á
sendifulltrúum. Það er mál, sem fer
eftir Vínarsamningnum og hlýtur að
verða niðurstaðan af viðræðum land-
anna."
Viðræður geta tekið
skamman tíma
Jón Baldvin sagði að viðræður um
stjórnmálasamband þyrftu ekki að
taka langan tíma. „Það sem um er
að ræða er að þjóðréttarfræðih'gáF í “
utanríkisráðuneytum beggja
ríkjanna hafi samband sín á milli og
skiptist á þeim gögnum, sem þarf
að skoða. Það þarf að líta á ákvæði
litháensku ríkisstjórnarinnar. Ef sú
skoðun leiðir enga meinbugi í ljós,
er hægt að hafa þessi nótuskipti, að
ósk beggja ríkisstjóma, tiltölulega
fljótlega. Síðan verðum við einnig
að hafa samráð við stjórnvöld í Lithá-
en ef við ætlum að stíga næsta
skref, sem er að skiptast á sendifull-
trúum. Ég legg áherzlu á að þetta
er ekki bara ákvörðunarefni einhliða
fyrir annan aðilann." Jón Baldvin
sagði að nótuskiptum mætti koma á
innan fáeinna daga.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra tók fram að hann teldi
aðrar aðgerðir á alþjóðavettvangi
miklu mikilvægari en stjórnmála-
samband við Litháen. „Á stjórnmála-
sambandi eru margir erfiðleikar. Það
er hægt að skiptast á nótum, en það
sem Litháar voru að tala um var að
skiptast á sendiherrum. Við getum
vitanlega ákveðið að einhver sendi-
herra Islands gegni þarna störfum,
en kemst -bann til landsins að af-
henda skilríki? Hvaða fulltrúi Litháa
erlendis er með diplómatísk réttindi
og svo framvegis? Þetta er því miður
miklum praktískum erfiðleikum háð,
þótt við vildum undirstrika stuðning
okkar með þessum hætti. Það mikil-
væga er að vekja hið alþjóðlega sam-
'félag til gagnráðstafana."