Morgunblaðið - 24.01.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 24.01.1991, Síða 17
MORGUNBLAPIÐ F.IMMTUDAGU.R 24... JANÚAR 1991. 17 Framboðsfundur í Dagsbrún: Helst deilt um kjara- baráttu og lýðræði Á ÞRIÐJA hundrað Dagsbrúnarfélaga sátu sameiginlegan kosninga- fund framboðslistanna fyrir stjórnarkosningarnar í Dagsbrún sem haldinn var í Bióborginni í gær. Frummælendur á fundinum voru Guðmundur J. Guðmundsson, formaður og efsti maður A--listans, og Jóhannes Guðnason formannsefni mótframboðsins, B-listans. All- margir fundarmenn tóku til máls og hvöttu Dagsbrúnarmenn til að taka þátt í kosningunum. Sökuðu stuðningsmenn A-listans mótfram- bjóðendur um reynsluleysi og óábyrgan málflutning. Mótframbjóðend- urnir ásökuðu stjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og fyrirlitningu í sinn garð. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að Dagsbrúnarforystan hefði barist gegn hækkunum til að vetja þjóðar- sáttina, m.a. með verðgæslu. „Mót- mæli Dagsbrúnar gegn hinum ýmsu verðhækkunum hafa verið fleiri og áhrifameiri en allra annarra verka- lýðsfélaga samanlagt. Svo langt hefur þetta gengið að nú eru tvær verslanir að hefja málaferli gegn Leifi Guðjónssyni, starfsmanni okk- ar í verðgæslunni. Hann hefur unn- ið frábært starf. Ég hef aldrei orðið var við frambjóðendur B-listans í stuðningi við þessa baráttu. Þeir hafa eytt kröftum sínum til að níða og ófrægja stjórn Dagsbrúnar," sagði hann. VerkfÖll í haust? Guðmundur sagði að framundan væri harður slagur við að halda verðlagi niðri út samningstímann og að í haust verði gengið til nýrra kjarasamninga. „Strax I næsta mánuði förum við að undirbúa næstu samninga. Þetta verða erfiðir samningar en við verðum umfram annað að hækka kaup þeirra sem hafa 40 - 70 þúsund á mánuði. Jöfn prósentuhækkun á öll laun kemur ekki til greina. Við skulum meta skattalækkanir og verðlækkanir til aukins kaupmáttar. Við skulum krefjast ráðstafana í húsnæðismál- um. Ég kalla ykkur alla til starfa. Við náum ekki fram þessum áfanga nema hönd í hönd og við skulum gera okkur grein fyrir að það getur komið til verkfalls að hausti,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að meirihluti fram- bjóðenda B-listans væru óreyndir unglingar og ekkert þýddi að tefla slíkum mönnum fram til foiystu þó rétt sé að veita forystunni ákveðið aðhald. Forystan þreytt og dofin Jóhannes Guðnason, efsti maður B-listans, rakti stefnuatriði mót- framboðsins. Sagði hann að kosn- ingarnar mörkuðu tímamót hjá fé- laginu. „Nú er kominn tími til að gera eitthvað til að bæta kjörin. Eftir þá reynslu sem ég hef fengið í þessu framboði er ég sannfærður um að nauðsynlegt er að breyta lög- um félagsins," sagði hann. Sagði Jóhannes að Dagsbrún ætti að tryggja mönnum á eldri árum tryggingar fyrir áframhald- andi atvinnu því framkoma sumra fyrirtækja við gamalreynda starfs- menn væri til skammar. „Sitjandi forysta Dagsbrúnar er orðin þreytt og hefur dofnað. Hún hefur staðnað og brugðist launa- mönnum. Óánægja og gagnrýni á núverandi forystu og með síðustu samninga hefur fyllt mæli okkar. Lægsti taxti fiskverkunarfólks hjá Dagsbrún er 40.200 krónur á mán- uði.“ Jóhannes mótmælti því að mót- framboðið kynni að kljúfa félagið. Þá mótmælti hann því að aðstand- endur listans væru flestir óreyndir. „Við höfum flestir starfað lengi að hinum ýmsu félagsstörfum og margir okkar eru trúnaðarmenn á vinnustöðum, meðal okkar eru stjórnarmenn í Dagsbrún og sumir hafa verið formenn verkalýðsfélaga út á landi,“ sagði hann. Guðfaðir verkalýðshreyfingarinnar Sigurður Bessason, stuðnings- maður A-listans, sagði að kósið yrði um trúnaðarráð í félaginu. Spurði hann fundarmenn hvort þeir hygð- ust fella út ýmsa þrautreynda trún- aðarmenn á flestum vinnustöðum Dagsbrúnarmanna með því að Á þriðja hundrað manns sótti sameiginlegan framboðsfund frambjóð- enda í Dagsbrún í Bíóborginni í gær en á kjörskrá eru nokkuð á fjórða þúsund manns. Kosningar verða í Dagsbrún um helgina. Hádegisverður á Hötel Holti l A Hótel Holti verður áfram tilboð í hádeginu, sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver og einn velur af seðli dagsins. HOLTSVA GNINN Holtsvagninn er kominn aftur. Úr honum bjóðum við heilsteiktan svínahrygg með puru, ásamt forrétti og eftirrétti. Verð kr. 995,- Forréttur, aðalréttur og eftirréttur á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á í gæðum. Bergstaðastræti 37, Sími 91-25700 styðja B-listann. Þórarinn Víkingur, stuðnings- maður B-listans, lét hörð orð falla í garð Guðmundar og sakaði hann um að hafa upphafið skítkast í kosn- ingabaráttunni í viðtölum við fjöl- miðla. Sagði hann að Guðmundur liti á sig sem guðföður íslenskrar verkalýðshreyfingar og liti á kosn- ingarnar sem valdabáráttu. „Við erum ekki í valdabaráttu. Við erum í lífsbaráttu," sagði Þórarinn. Sagði hann það óskiljanlega efnahags- skekkju að launafólk á íslandi væri meðal hinna lægst launuðu í ríkjum OECD á sama tíma og ísland væri annað auðugasta ríkið í heimi. Leifur Guðjónsson sakaði mót- framboðsmenn um að styðja ekki brýn hagsmunamál sem félagið væri að betjast fyrir. Einar Sigurðs- son, sem sæti á á Iista mótframboðs- ins, sagðist vera meðal elstu félaga Dagsbrúnar og því væri fráleitt að segja að mótframboðið samanstæði eingöngu af óreyndum unglingum. CHATDMJX. HEV1LAUÓS í ALTURGLLIGGA ÖRYGGISBLINAÐLR SEM BORGAR SIG Auóveld og fljótleg ísetning. — Lestingar og leióslur fylgja meó. SAE, DOT og E vióurkenningar. — Passar í flestar tegundir bifreióa. Tryggöu öryggi þitt fyrir þeim, sem á eftir kemur — kauptu þér gluggahemlaljós! Eæst á bensínstöóvum Skeljungs. Mjög hagstætt veró.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.