Morgunblaðið - 24.01.1991, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1991
CNN vonast til að frétta-
flutningnrinn frá Bagdad
færi varanlegar vinsældir
Irakar biðja sjónvarpsmenn að vera áfram í landinu
STRÍÐIÐ við Persaflóa gæti auðveldað bandarísku sjónvarps-
stöðinni Cable News Network að ná þeim vinsældum sem
hún hefur sóst eftir undanfarin ár. Lýsing CNNá sprengjuár-
ásum á Bagdad aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku gaf
bandamönnum einstakt tækifæri til að fylgjast með því hvern-
ig árásirnar heppnuðust. Fregnir herma að George Bush
Bandaríkjaforseti hafi getað sannfærst um að fyrstu árásirn-
ar væru byrjaðar með þyí að horfa á CNN í Hvíta húsinu.
Ted Turner, eigandi CNN (í miðjunni), ásamt leikkonunni Jane
Fonda og þáttastjórnandinn Larry King.
CNN hefur nú fengið einstakt
tækifæri til að auka hróður sinn.
írösk stjórnvöld hafa beðið
þriggja manna lið sjónvarps-
stöðvarinnar að vera áfram í
Bagdad á meðan allir aðrir er-
lendir blaðamenn voru reknir
heim. Þau rökstuddu þessa
ákvörðun með því að segja að
CNN hefði fjallað á sanngjarnan
og nákvæman hátt um málið.
Þótt Peter Arnett, fréttamaður
CNN í Bagdad, sé ekki frjáls
ferða sinna og sæti ritskoðun
íraskra stjórnvalda hefur hann
frá upphafi sent lýsingar sjónar-
votts á _ sprengjuárásunum á
Bagdad. í gær sagði hann frá
því að honum væri ekki heimilt
að skýra frá því hvaða bygging-
ar yrðu fyrir sprengjum og hann
mætti heldur ekki lýsa liðsflutn-
ingum í borginni en annars gerðu
írakar ekki miklar athugasemdir
við fréttaflutning sinn.
Þýtt ef þörf krefur
En fréttir CNN sjást vícfar en
í Bandaríkjunum. Þeim er ekki
einungis sjónvarpað um allan
heim heldur er þeim endurvarpað
af öðrum sjónvarpsstöðum til
sinna hlustenda með þýðingum
ef nauðsyn krefur að sögn
bandaríska dagblaðsins Wall
Street Journal. BBC og fleiri
stöðvar í Vestur-Evrópu eru á
meðal þeirra sem nota fréttir
CNN.
CNN hefur miklu hlutverki að
gegna í Persaflóastríðinu. Tariq
Aziz, utanríkisráðherra íraks,
segist fylgjast með stefnu
Bandaríkjastjórnar með því að
horfa á sjónvarpið. Og margir
halda því fram að bæði bandarísk
og írösk stjómvöld hafi skipst á
yfirlýsingum og skilaboðum áður
en átökin hófust með því að
senda þær til CNN.
Talsmenn CNN segja að nú
þegar hafi orðið vart stóraukins
áhuga áhorfenda. Spurningin er
einungis sú hvort það varir eftir
að Persaflóastríðinu lýkur. Und-
anfarið Vh ár hafa stjórnendur
stöðvarinnar reynt að vinna
henni sess á meðal hinna þriggja
stóru. Þetta hefur meðal annars
verið gert með því að auka hlut
rannsóknarblaðamennsku. En
árangurinn hefur látið á sér
standa. Einungis 0,7% banda-
rískra áhorfenda horfðu á CNN
að jafnaði fyrstu níu mánuði árs-
ins 1990 sem er sama hlutfall
og árið áður.
Símasamband við Bagdad
Starfsmenn 'annarra stöðva
hafa enn ekki komist að því hvers
vegna einungis CNN hafði not-
hæft símasamband út úr Bagdad
aðfaranótt fimmtudags. NBC,
ABC og CBS máttu við það una
að missa sambandið á miðnætti
og það er óljóst hvort orsökin
var tæknilegt vandamál eða
íhlutun íraskra stjórnvalda.
CNN naut þess að hafa fjórar
símalínur til afnota sem rikis-
stjómin sá þeim fyrir, að sögn
Wall Street Journal. Tvær lágu
inn í landið og tvær út. Stöðin
hafði ennfremur afnot af ör-
bylgjudiski sem sendi áfram til
Amman í Jórdaníu þar sem síma-
sambandið var framlengt til
Bandaríkjanna. Hinar stóru
bandarísku stöðvarnar þrjár
höfðu beðið íraka um svipaða
þjónustu en því var hafnað að
sögn talsmanns NBC.
Kunnáttumenn \ fjölmiðlun
segja að e.t.v. hafi írakar veðjað
á CNN vegna þess að stöðin njóti
mikillar virðingar meðal ráða-
manna víða um heim. „CNN er
tengiliður Saddams við umheim-
inn,“ sagði ónafngreindur frétta-
stjóri.
Keppinautarnir velta því fyrir
sér hvort CNN hafi boðið ein-
hvern greiða í skiptum fyrir
símalínuna. Talsmenn CNN
harðneita þvi og segjast hafa
fengið leyfi til að nota símann
fyrirfram.
Heimild: Wall Street Journal.
Kafbófum beitt
gegn Irökum
Bandamenn beita njj kafbátum
qean skotmörkum í Irak.
Nafoátamir eru á Raubahafi og
skjóta Tomghawk-stýriflaugum a
skotmörk í Irak.
Tomahawk-stýriflaug er
frá kafbátnum, en hán
ar fljótlega flugið til þess
að birtast ekki á ratsjá
óvinarins.
Stýriflaugin flýgur á 900 km hraða og
nýtur leiðsagnar tölvu, sem ber saman
upplýsingar um landslagið fyrir neðan
við eigin Kort.
Hán dregur 2.200 km
leið og getur hæft skot-
mark sitt frá hvaða horni
sem
toíei
HELGARFERÐIR í JANÚAR FEBRÚAR OG MARS
'& (
Skemmtiskrepp um helgi,
kostar ekki mikið...
...með Flugleiðum.
/
Scud-flaugamar
hafa mikil áhrif
Stokkhólmur er horg andstæöna, þar sem skiptast á gömul hús og nýtískulegar
hyggingar. Lista-, menningar-, og skemmtanalíf er mjög fjölskrúöugt i
Stokkhólmi. Helstu verslunargöturnar eru í grennd við Sergels torg og Hötorget.
Helgarferö til Stokkhólms meö Flugleiöum.
Kaíró. Reuter.
ÞÓTT Scud-eldflaugarnar, ættaðar frá Sovétríkjunum, þyki fremur
klunnalegt vopn hafa þær mikið pólitískt og sálrænt gildi fyrir Sadd-
am Hussein Iraksforseta.
Með því að senda Scud-eldflaug-
arnar á skotmörk í Israel hefur
Saddam Hussein tekist að efla
stuðning við sig í arabaheiminum,
ergja bandamenn, greiða alþjóðleg-
um fjármálamörkuðum þungt högg
og gera lítið úr flugheijum fjöl-
þjóðaliðsins. „Hernaðarlega eru
Scud-eldiiaugarnar gagnslausar,"
sagði ónefndur hermálafulltrúi í
Kaíró. „Þær eru of ónákvæmar til
þess að þeim sé hægt að miða ná-
kvæmlega á skotmörk. En sem
stjórnmálalegt og sálrænt vopn eiga
þær vart sinn líka.“
En Scud-eldflaugarnar hafa
komið bandamönnum á óvart. T.d.
hélt herforingi úr liði bandamanna
því fram áður en átök brutust út
að ef írakar skytu á ísrael væri
eins líklegt að flaugin hafnaði í
Jórdaníu. En raunin hefur orðið
önnur og óstaðfestar fregnir sem
bárust áður én ísraelar hertu rit-
skoðun sína herma að ein Scud-eld-
flaug hafi lent nærri ísarelska varn-
armálaráðuneytinu í Tel Aviv.
5
FIMMTUDAGUR TIL SUNNUDAGS
HÓTEL MALMEN
TVEIR í HERB. KR. 44.280 Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið
Söluskrifstofur Flugleiða:
Laekjarqötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum FÍugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum