Morgunblaðið - 24.01.1991, Side 31

Morgunblaðið - 24.01.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANUAR 1991 31 NEYTENDAMAL Geiviosturinn ÞAÐ hefur vakið furðu margra landsmanna að leyfður skyldi inn- flutningur á gerviosti, undir því yfirskyni að hann yrði til hagræð- is fyrir neytendur. Margir neytendur hafa eðlilega spurt, hvers- vegna ekki hafi verið fluttir inn erlendir gæðaostar, úr því farið var að flytja inn ost á annað borð. Gerviostar hafa ekki átt upp á pallborðið hjá neytendum þar sem þeir fyrst voru settir á markað, þ.e. í Bandaríkjunum, en það mun hafa verið á áttunda áratugnum. Neytendur sýndu þessum gerviost- um svo lítinn áhuga að þeir hurfu brátt af hinum almenna markaði. Þar með er ekki sagt, að ekki sé hægt að kaupa þar gerviosta í sér- verslunum. Ostar með lágu fitu- innihaldi eru þeir ostar sem hinn almenni bandaríski neytandi leitar eftir nú á dögum. Neytendur þar í landi sem hérlendis gera auknar kröfur um framboð á sem náttúru- legustum afurðum og hafna í vax- andi mæli umbreyttum matvælum. En undir þann flokk fellur gervi- osturinn. Af honum munu vera til margar tegundir, sumar unnar m.a. úr mjólkurpróteini þ.e. undan- rennudufti o.fl. Þessi tegund sem hingað hefur verið flutt inn inni- heldur, að sögn innflytjenda, soja- prótein, sojaolíur, vatn og bindiefni sem er umbreytt sterkja (modified starches) og er hún flokkuð hér undir hráefní. Þessi sterkja hefur þann hæfileika að geta bundið betur vatn og olíur en önnur sterkja. í þessum gerviosti eru einnig kemisk bragðefni (artificial fiavour) sem enginn veit hvaða efni eru, en slík bragðefni ei'u leyfi- leg í matvæli hér samkvæmt íslensku aukefnareglugerðinni. Til gamans má geta þess að í Bandaríkjunum, þar sem einnig er leyfð notkun kemiskra bragðefna, eru framleiðendur að hverfa frá notkun þeirra vegna þess að neyt- endur kreijast náttúrulegra bragð- efna í matvælin og framleiðendur telja sér bæði ljúft og skylt, þó ekki væri nema vegna samkeppn- innar, a.ð uppfylla óskir neytenda. Þess er að vænta að íslenskir matvælaframleiðendur taki á sama hátt tillit til óska íslenskra neyt- enda. Við neytendur gerum kröfu til þess, að sú framleiðsla sem kemur til með að innihalda þennan gei-viost verði sérmerkt, þannig að innihaldslýsing verði á umbúðun- um. Neytendur verða að geta átt val um það hvort þeir vilji neyta hans eða ekki. Verðlagi verður vart að treysta sem viðmiðun. Þeir eru ekki marg- ir sem láta sér til hugar koma að gervimatvæli komi til með að lækka hið háa verðlag sem er á matvælum hér á landi. Framleið- endur geivimatvæla almennt ræða yfirleitt ekki um verðið, þeir reyna fremur að halda því að neytendum hve þessi matvæli geti verið holl eða megrandi eins og plast-steik- urnar ómeltanlegu sem fundnar voru upp fyrir nokkru. Kannski verða þær fluttar inn næst fyrir neytendur - í sparnaðarskyni! M. Þorv. Djúpsteikingarpottar geta valdið eldsvoða Á síðustu 10 árum hafa djúpsteikingarpottar í atvinnueldhúsum valdið 30 eldsvoðum hér á landi, segir í fréttablaði Rafmagnseftir- lits ríkisins 3. tbl. 1990. Ástæðan er sögð vera ófullnægjandi örygg- isbúnaður. Djúpsteikingarpottar fyrir atvinnueldhús eru prófunar- skyldir, en innkaupastofnanir sem sjá um innflutning þessara tækja eru sagðar hafa sniðgengið lög um prófunarskyldu. í skrá yfir prófunarskyld rafföng er sérstaklega tekið fram að djúpsteikingar- pottar fyrir atvinnueldhús séu prófunarskyldir. Eldsvoði á skyndibitastað í upphafi síðasta árs varð bruni á skyndibitastað í Reykjavík og voru eldsupptök rakin að djúpsteik- ingarpotti staðarins, öryggisbún- aður pottsins reyndist hafa verið ófullnægjandi. Nánari athugun á skýrslum hjá Rafmagnseftirliti ríkisins leiddi í ljós að 30 eldsvoðar þessum skyldir hafa átt sér stað hér á síðastliðnum áratug. Prófunarskylda raftækja ekki virt Atvinnueldhús eru starfrækt víða. Auk hótela og veitingahúsa er fjöldi iðnfyrirtækja um land allt sem reka eins konar atvinnueldhús fyrir mötuneyti sín, einnig eru full- komin atvinnueldhús í mötuneyt- um skóla, vinnustaða og ýmissa stofnana. Fjölmargir skyndibita- staðir nota einnig djúpsteikingar- potta fyrir starfsemi sína. I frétta- blaðinu segir að umfangsmiklar opinberar stofnanir eins og Inn- kaupastofnun ríkisins og Reykjavikurborg flytji inn djúp- steikingarpotta og önnur rafföng fyrir stofnanir ríkis og bæja - oft án þess að sjá til þess að rafföng- in fái áður gildingu Rafmagnseftir- lits ríkisins. Öryggisbúnaður oft ófullnægjandi Raftækin eru pöntuð eftir er- lendum sölulistum, án þess að leit- að sé umsagnar fagmanna. Raf- verktakar fylgja síðan teikningum við lagnir og eigandinn setur tæk- in í samband, án þess að prófunar- skyldu sé sinnt. Þó er í skrá yfir prófunarskyld rafföng sérstaklega tekið fram að djúpsteikingarpottar fyrir atvinnueldhús séu prófunar- skyldir. Þar sem óhöpp hafa orðið, hafa afleiðingar orðið þær, að ör- yggisbúnaður í djúpsteikingarpott- um hefur verið ófullnægjandi, - þó færa megi rök að því, að hann hafi e.t.v. ekki verið með öllu ólög- legur, segir í fréttabréfinu. Varðandi fyrrgreindan eldsvoða á skyndibitastaðnum kom í ljós, að innflytjandi búnaðarins hafði breytt fyrirkomulagi öryggisbún- aðarins á þann veg að setja höfuð- rofa fyrir pottinn sem yfirhitavar (öryggis-thermostad) vinnur á. Bruninn var rakinn til þess að seg- ulrofi fyrir hitöld (hitaelement) hafði brunnið fastur og snertur (kontaktar) fluttu straum þrátt fyrir að yfirhitavar hafði rofið hann. Efri rofarnir tveir á myndinni eru rekstrarrofar sem stjórna hita- stiginu á olíunni í pottinum. Ann- ar stjórnar grunnhitastiginu og heldur olíunni við ákveðið hita- stig, hinn vinnur þegar skerpa þarf á hitanum við steikingu. Þeg- ar eldur kviknaði í pottinum á Háaleitisbraut 68, brann annar þessara rofa saman og varð óvirk- ur. Þegar olían hitnaði um of, sendi yfirhitavar boð til rofans um að rjúfa straum. En þar sem hann var brunninn hélt feitin áfram að hitna þar til kviknaði hafði í henni. Til að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur, var settur aukarofi (hægra megin á myndinni) sem myndar tvöfalt rof á sama streng, fari hitinn yfir ákveðið mark. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dcemis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur VcröiB miðast viö skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 SKÓÚfSALA Tölvuvetrarskóli 10-16 ára © <%> Frábært 12 vikna námskeiö fyrir börn og unglinga 10 - 16 ára! v Sæti laus 13-16 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum! *b Næstu námskeið hefjast 26. og 27. janúar. Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu Skóverslun Þóröar, Laugavegi 41, simi 13570 Kirkjustræti 8, sími 14181 SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL... SMkHIH.MIII HELGARPERÐ FIMMTUDAGUR TIL SUNNUDAGS HÓTEL MALMEN TVEIR í HERB. KR. 44.280 Á MANN Söluskrifstofur Flugleiöa: Lækjarqötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir i síma é 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, I............ FLUGLEIÐIR , hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum Þjónusta alla leið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.