Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 11 Hvenær rofar til í íslenskum skóla- og menningarmálum? eftir Hilmar Jónsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson er hugrakkur maður. Sem dæmi um það er fullyrðing hans frá í sumar að goðsagnapersónur okkar í bókmenntum: Halldór Kiljan, Þórbergur og Sigurður Nordal séu ekki æskilegar fyrirmyndir. Máli mínu til stuðnings benti Hannes á þjónkun þessara manna við erlent kúgunarvald. Svona uppákoma er sjaldgæf hér á landi. Arið 1990 — árið, sem Austur-Evrópa kastaði kommúnismanum fyrir róða, er ekki komið til landsins. Hér starfa fjölmiðlar og skólar enn í anda Stalíns, enda þótt söfnuður hans fari hraðminnkandi með þjóðinni. Dæmi: Höfuðleiðbeinandi í bók- menntum og skólakerfi okkar er Heimir Pálsson. Bók hans Straum- ar og stefnur er inn á gafli í sér- hverri menntastofnun landsins, enda þótt sérhveijum manni ætti að vera ljóst að hér er um enga bókmenntasögu að ræða heldur marklaust rugl, sem á að fara sömu leið og Samsærið gegn Sovétríkj- unum — á ruslahaugana. Heimi þessum er ókunnugt um Guðmund Daníelsson sem rithöfund og í fyrstu útgáfu verksins var Gunnar Gunnarsson heldur ekki hafður með. Gerðust þá þau undur og stór- merki að nokkrir marxistar mót- mæltu lyginni og snillingurinn sá sig tilneyddan að láta Gunnars getið í næstu útgáfum. Mun skárra og marktækara verk er bók Silju Aðalsteinsdóttur um barnabækur. Þar er þó reynt að kryfja skáld- verk til mergjar og komast að nið- urstöðu, enda þótt sú niðurstaða sé oft pólitísk og ætíð eftir for- skrift Marx og Engels eða eigi að vera það. En fáfræði og sleggju- dómar vaða uppi. Dæmi: Einn af frumkvöðlum sósíalisma og rót- tækni hér á landi er talinn ónýtur höfundur, þótt hann hafi orðið að flýja land vegna stjórnmálaskoð- ana og sé löngu viðurkenndur sem höfundur sígildra barnaljóða. Hér er talað um Sigurð Júl. Jóhannes-" son lækni og skáld, fyrsta ritstjóra Hilmar Jónsson „Munurinn þá og nú er bara sá að óháðir eru núna hvergi viður- kenndir og hvarvetna réttdræpir, einkum í málgögnum hægri manna, sem aðallega heyja sína baráttu við vinstri menn austur í Rússlandi og Kína.“ barnablaðsins Æskunnar og rógs- grejn Silju um hann. Ég sagði áður að 1990 eða at- burðir þess árs virtust ekki hafa náð augum og eyrum íslendinga. Hvar í íslensku skólakerfi hefur t.d. verið fjallað sérstaklega um bækur eins og Myrkur um miðjan dag eða 1984 svo aðeins tvö dæmi séu tekin af erlendum höfuðverk- um? Þvert. á móti vaða trúboðar Moskvuvaldsins uppi. Er Silja Að- alsteinsdóttir ekki leiklistargagn- rýnandi Útvarpsins? Og er ekki Njörður P. Njarðvík fastur dálka- höfundur á Morgunblaðinu — mað- urinn, sem klauf Rithöfundasam- bandið og rak þar óháða rithöfunda á dyr? Að maður tali nú ekki um Miðvangur - 4ra herb. íb. Nýkomin mjög falleg 105,1 fm nt. 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Björt og skemmtileg íb. með nýrri eldhúsinnrétt- ingu og parketi á gólfi. Verð 7,8 millj. HRAUNHAMARhf A A FASTEIGNA-OG _■ ■ SKIPASALA aA Reykjavikurvcgl 72. ■ llafnarflrði. S- 54511 Simi54511 Magnús Emilsson lögg. fasteignasali, kvöldsími 53274. Sólheimar - 3ja herb. Skrifstofu okkar hefur verið falið að selja 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi við Sólheima. íbúðin er 80 fm í góðu standi, m.a. parket á gólfum. Útgangur er út í stóran, gróinn garð. Áhvílandi 3 milljóna kr. lán við Byggingasjóð ríkisins. Verð kr. 6,3 milljónir. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Lögmannastofa Ásgeirs Björnssonar hdl. og Jóhannesar Sigurðssonar hdl., Laugavegi 178, Reykjavík, sími624999. DV. Hvern er þar að hitta annan en Örn Ólafsson, harðlínumarxista, sem hótaði undirrituðum öllu illu á ráðstefnu á Loftleiðum, ef hann hætti ekki stuðningi við bannfærð skáld og listamenn á íslandi. Nýlega ritaði Sigurður Guðjóns- son rithöfundur athyglisverða grein í Pressuna 13. des. sl. um þá kynslóð, sem Heimir Pálsson og Örn Ólafsson hafa hampað mest og-íslenskum unglingum hef- ur verið uppálagt að læra. Sigurð- ur segir m.a. í greininni: „Einu sinni voru rithöfundafélögin tvö. Annað var til hægri, hitt til vinstri. Þau áttu í sífelldum illdeilum, oft um frelsi og ófrelsi. Og þó þær eijur hafi verið helst til kaldastríðs- legar snerust þær alla vega um hugsjónir . .. En svo sameinuðust rithöfundafélögin. Þá dóu hugsjón- irnar og samkenndin með lífinu ... Og nú eru yngri höfundamir hinir verstu uppar. Skítsama um allt og alla nema eigin hag .. . Mig langar til að nefna ykkur nöfn svo þið skiljið hvaða kynslóð höfunda ég á við ... Og hér koma nöfnin: Ein- ar Már og Einar Kára, Gyrðir (sem leikur sér að bréfbátunum sínum) Sjón, Steinunn Sig. (sú stelpa ætti að skammast sín fyrir forsetadað- rið, hefði verið andskotans nær að segja sögu einhverrar einstæðrar móður sem allir traðka á, Þórarinn Eldjárn, Ólafur Haukur (guð minn góður) Pétur og Óli Gunn, Siggi Páls (sem er nú alltaf smart) og mín yndislega vinkona, hún Vigdís Grímsdóttir. Þeir sem ekki eru nefndir skulu ekki halda að þeir séu hótinu skárri.“ Að einu leytinu er rangt með farið í þessari ágætu grein Sigurð- ar. Rithöfundar eru enn klofnir. Óháðir og hægri sinnaðir rithöf- undar sögðu sig flestir úr Rithöf- undasambandinu eftir mikinn yfir- gang kommúnista. Munurinn þá og nú er bara sá að óháðir eru núna hvergi viðurkenndir og hvar- vetna réttdræpir, einkum í mál- gögnum hægri manna, sem aðal- legá heyja sína baráttu við vinstri menn austur í Rússlandi og Kína. Hvenær rofar til í íslenskum skóla- og menningarmálum? Höfundur er bóka vörður í Keflavík og stórtemplar. VITA5TÍG 13 26020-26065 Hverafold. 2ja herb. íb. 56 fm. Góð verönd fyrir framan. Parket. Gott áhv. húsnlán. Frakkastígur. 2ja herb. íb. á 1. hæð 50 fm auk 28 fm bílskýlis. Sér- inng. Verð 5,3 millj. Laus. Einarsnes. 3ja herb. ib. 53 fm í risi. Verð 3,5-3,7 millj. Kóngsbakki. 3ja herb. ib. 72 fm. Suðursvalir. Verð 5,6 millj. Stóragerði. 3ja-4ra herb. íb. 110 fm. Suðursv. Háaleitisbraut. 4ra herb. 105 fm íb. á 3. hæð. Nýl. gler. Fallegt útsýni. Hraunbær. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. Suðursv. Fallegt útsýni. Verð 7,0-7,2 millj. Rauðarárstígur. 4ra herb. íb 100 fm. Mikið endurn. Sauna. Verð 5,6 millj. Kaplaskjólsvegur. 4ra herb. íb. 95 fm á 1. hæð. Parket. Verð 7,5 millj. Laufbrekka. Raðh. á tveimur hæðum 235 fm auk 195 fm iðnaðar- húsn. undir húsinu. Hjallasel. Endaraðhús 244 fm með innb. bílsk. Mögul. á sérib. á jarð- hæð, einnig á garöstofu. Verð 12,5 millj. Fýlshólar. Glæsil. einbhús 300 fm á tveimur hæðum. Fráb. útsýni. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Svavar Jónsson hs. 657596. GIMLIGIMLI .Þorsgata 26 2 haid Smii 25099 Þorsgata 26 2 hæð Simi 25099 VILTU SELJA? - HAFÐU SAMBAND? - Höfum fjölmarga kaupendur að góðum eignum Reykjavíkursvæðinu. Traust og örugg þjónusta. Sf 25099 Einbýli - raðhús NUPABAKKI Glæsil. 216 fm endaraðhús á pöllum. Innb. bílsk. Nýstandsettur garður. Heitur pottur. Vandað og vel skipulagt hús. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 13,8 millj. VANTARRAÐHUS - GRAFARV. - SELÁS Höfum kaupanda að raðhúsi í Graf- arvogi eða Seláshverfi. Má kosta allt að 15 millj. Þarf ekki að vera fullb., má vera á byggstigi. Nánari uppl. gefur Bárður á skrifsttíma. NYBYLAVEGUR - KOP. Ca 134 fm timburhús, hæð og ris, ásamt ca 20 fm bílsk. Stór 1000 fm garður. Nýl. parket á stofu. Góð staðsetn. Verð 8,6 millj. SKRIÐUSTEKKUR Ca 245 fm einbhús á tv'eimur hæð- um með innb. bílsk. Mögul. á séríb. á neðri hæð. Nýtt eldhús, endurn. bað. Nýtt þak. 15 fm garðstofa. Verð 16,6 millj. Mögul. að taka íb. uppí. VANTARRAÐHUS - SELJAHVERFI Höfum kaupendur að raðhúsum í Seljahverfi. Ef þið eruð í söluhug- leiðingum þá vinsamlega hafið samband. I smíðum GARÐHUS - SERHÆÐ - FOKH. í DAG Glæsil. 4ra herb. efri sérhæð ásamt góð- um bílsk. Skilast fokh. innan, frág. utan. Teikn. á skrifst. Verð 6,5 millj. BYGGMEISTARAR - VANTAR RAÐHÚS Höfum kaupendur að raðhúsum á byggstigi í Grafarvogi og Suður- hlíðum Kópavogs. Fjársterkir kaup- endur. Nánari uppl. veitir Bárður á skrifsttíma. MELABRAUT - SÉRH. - 45 FM BÍLSK. Góð ca 130 fm sérhæð á tveimur hæðum í tvíbhúsi ásamt ca 45 fm mjög góðum bílsk. m/3ja fasa rafm. Gæti hentað f. iðnaðarmenn eða aðra sjálfst. starfsemi. Hæðin er mikið endurn. Parket á gólfum. Nýl. hurðir. Endurn. gler. Ákv. sala. Verð 10,2 millj. HRAUNBÆR - 4RA Falleg rúmgóð 4ra herb. íbúð á 2. hæð. 3 stór svefnherb. Hús í topp- standi. Ákv. sala. Verð 6,6 millj. SMAIBUÐAHVERFI ois) Góð mikið endurn. 4ra-5 herb. risíb. Park- et á herb. Suðursv. Fráb. staðsetn. Verð 5,8 millj. KAPLASKJÓLSVEGUR Falleg 4ra herb. íb. á 3. hæð í nýju fjölb- húsi. Tvennar svalir. Sauna í sameign. Glæsil. útsýni. Áhv. lán við húsnstjórn ca 2 millj. TEIGAR - LAUS (1025) Falleg 3ja-4ra herb. sérhæð í fjórbhúsi á rólegum stað í Grónu hverfi. íb. er mikið endurn. með nýl. gleri. Mögul. að hafa sér herb. í kj. Laus strax. Verð 6,9 millj. 3ja herb. íbúðir HAFNARFJ. - SÉRH. Glæsil. ca 110 fm sérhæð á fallegum út- sýnisst. ásamt 33 fm bílsk. og 15 fm geymslu. Skilast tilb. u. trév. að innan. Er fokh. í dag. Verð aðeins 8,9 millj. 5-7 herb. íbúðir VANTAR 4RA - SAFAMÝRI - STÓRAGERÐI Höfum traustan kaupanda að rúmg. 3ja eða 4ra herb. ib. i Safa- mýri eða Stóragerði. STANGARHOLT - NÝLEG Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð með sérgarði í glæsil. nýl. fjölbhúsi. 2 svefnherb. Sérgarður. Áhv. ca 2,2 millj. við húsnstjórn. Verð 7,2 millj. SOLHEIMAR - LAUS Góð mikið endurn. 93 fm íb. á 1. hæð í lyftuhúsi. Húsvörður. Endurn. eldhús og bað. Lyklar á skrifst. Verð 6,5 millj. VIÐ TJÖRNINA (979) 3ja herb. íb. í kj. á fráb. stað. Stutt í mið- bæinn. Verð 5,3 millj. MJÓAHLÍÐ Góð 3ja herb. íb. 73 fm nettó. Endurn. bað og gler. Góð staðsetn. Ákv. sala. Verð 5,3 millj. NJÁLSGATA Góð 3ja herb. íb. í steinhúsi, ca 70 fm nettó. Laus stax. Nýl. rafmagn. Endurn. sameign. Verð 5 millj. HRÍSMÓAR - NÝL. Glæsil. 3ja herb. íb. á 2. hæð í lyftuhúsi. Nýjar innr. Sérgeymsla og -þvhús í íb. Húsvörður. Áhv. 2,2 millj. við húsnstjórn. Verð 7,5 millj. NÝLENDUGATA - ÚTB. 1,7 MILU. Snotur 3ja herb. íb. á 2. hæð í timbur- húsi. Áhv. við húsnstjórn ca 2 millj. Verð 3,7 millj. SPITALASTIGUR - LAUS STRAX Glæsil. 3ja herb. íb. Öll endurn. í hólf og gólf. Allt nýtt að utan sem innan. Lyklar á skrifst. V. 5,7 m. VIÐIHLIÐ - 3JA HB. Glæsileg 80 fm 2ja-3ja herb. íbúð á jarðhæð. Parket. Allt sér. Mjög vandaðar innr. Suðurgarður. Áhv. ca 2 millj. við húsnæðisstjórn Ákv. sala. Verð 6,8 millj. REYKJAVIKURV. -6HB.-ÁHV. 3.5MILU. Skemmtilega skipulögð 6 herb. efri sér- hæð í nýlegu þríbhúsi. Glæsilégt útsýni. 4 svefnherb. Sérþvottahús. Suðursvalir. Ákv. sala. Áhv. ca 3 millj. við húsnæðis- stjórn og ca 500 þús. við lífeyrissjóð. FELLSMÚLI - 5 HERB. - ÁHV. 4,9 MILLJ. Falleg 5 herb. íb. á 2. hæð í góðu fjölb- húsi sem er nýviögert að utan og málað. Stór stofa og borðst. Nýtt rafmagn. Áhv. húsbréf ca 4.9 millj. til 25 ára með 5.75% vöxtum. Ákv. sala. Verð 7,8 millj. SUÐURGATA - HF. Góð efri hæð og ris í fallegu steinhúsi með glæsil. útsýni. 4 svefnherb. Áhv. 3 millj. við húsnæðisstj. Góður garður. Verð 7,5-7,7 millj. 4ra herb. íbúðir suðurhLíðar - KÓP. - VANTAR - VANTAR Höfum kaupanda að 4ra-6 herb. ib. í Suðurhlíðum. Þarf ekki að vera fullfrág. Uppl. veitir Bárður á skrifsttíma. SNORRABRAUT Falleg, mikið endurn. 3ja herb. tb. á 3. hæð í góðu steinh. Einnig fylgir 20 fm einstaklíb. í kj. Nýtt eldhús. Parket. End- urn. gler. Brunabmat 8,1 millj. V. 6,5 m. ENGIHJALLI - 3JA Falleg ca 90 fm íb. á 1. hæð í sex íb. stigagangi. Glæsil. útsýni. Verð 5950 þús. ÞÓRSGATA Mikiö endurn. 3ja herb. ib. á tveimur hæðum. Ákv. sala. HÁAGERÐI - RIS - HAGSTÆÐ LÁN 3ja herb. risíb. í góðu steinhúsi. Suðursv. Nýtt þak. Áhv. ca 2,2 millj. hágst. lang- tímalán. Nýjar ofnalagnir. Verð 4,7 millj. 2ja herb. íbúðir DIGRANESVEGUR Falleg 2ja herb. íb. á 1. hæð í nýl. fjórb- húsi. Suðursv. Glæsil. útsýni. Parket. Verð 5350 þús. HRINGBRAUT - NÝTT Mjög falleg 96 fm íb. á 4. hæð i nýl. endur- byggðu fjölbhúsi. Vandað eldhús. Góðar svalir. Laus fljótl. Stæði í lokuðu bílskýli. Verð 5 millj. VESTURBERG Falleg 63 fm nettó 2ja herb. íb. á 1. hæð. Góðar innr. Lyftuhús. ■ LjWÍlt DRAFNARSTIGUR - 2JA Falleg 63 fm risib. í góðu steinhúsi. End- urn. eldhús og bað. Fallegt útsýni. Verð 4,3 millj. LEIRUBAKKI - 2JA Mjög góð 2ja herb. íb. á sléttri jarðhæð. Sérinng. Hús endurn. að utan. Árni Stefánsson, viðskiptafr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.