Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991
21
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Gatnagerðaframkvæmdir í Grindavík.
Við getum nú boðið lúxussiglingu á
Karabískahafinu á hreint ótrúlega hagstæðu
verði i samvinnu við hið þekkta skipafyrirtæki
Carnivai Cruises.
Flogið erfrá Keflavíktil Baltimore á miðvikudegi og
þaðan áfram til Miami, þar sem dvalið er á góðu
hóteli í tvær nætur. Þá er haldið í lúxussiglinguna á
föstudegi og komið til baka á mánudegi. Dvalið í
tvær nætur á Miami og síðan haldið heim á leið.
Verðid ffyrir þessa frábæru fferð
er aðeins frá 76.530,-
Grindavík:
Gangstéttalagning í byijun þorra
Grindavík
LAGNING gangstétta hefur að öllu jöfnu talist til sumarverka og
heldur fátítt að slíkar framkvæmdir séu í gangi í byrjun þorra,
um hávetur.
Góðviðrið í Grindavík var þó í
liðinni viku notað til að leggja
gangstéttir í þeim götum sem urðu
útundan í haust þegar byijaði að
fiysta.
Jón Gunnar Stefánsson sagði við
Morgunblaðið að samkomulag
hefði tekist við verktakann um að
ljúka þessum gatnagerðarfram-
kvæmdum en þær hefðu dregist
lengra fram á haustið 1990 af
ýmsum ástæðum. Allar gangstétt-
arhellurnar voru komnar og stóðu
á hafnarbakkanum og því hefði
verktaki sóst eftir að ljúka verkinu
nú heldur en að bíða vorsins. Að
sögn Jóns er verið að ljúka við að
leggja 4.000 fermetra í þessum
áfanga og að því loknu mun vera
lokið 'við nýsmíði gatna og gang-
stétta í eldri hverfum bæjarins sem
hafa staðið undanfarin 2-3 ár.
„Það er ljóst að framkvæmdir
bæjarins beinist í aðrar áttir á
þessu ári og næstu árum svo sem
sundlaugarframkvæmdir sem eiga
eftir að taka vænan skerf af fram-
kvæmdafé," sagði Jón Gunnar,
„undirbúningsvinnu lýkur nú í febr-
úar og útboð verður líklega á vor-
dögum.“
FÓ
Hafi fólk áhuga, er hægt
að framlengja dvölina í
Miami eða komast í
lengri siglingar með
skipum Carnival Cruise.
Látið ekki happ úr hendi
sleppa, því ótrúlega
hagstæðir samningar
okkar gera okkur kleift
að bjóða þessar ferðir á
þessu frábæra verði.
mmi n iðs mi i n
mnQ
Austurstrætil7 Sfmar (91)622 011 & 62 22 00
Framsóknarflokkurinn á Vesturlandi:
Davíð býðst til að
víkja fyrir Sigurði
VOLKSWAGEN
AN VSK
SÉRBÚINN SENDIBÍLL
HENTUGUR FYRIR
ALLAR STÆRÐIR
FYRIRTÆKJA
(gi) Sparneytinn
'H) Gangviss
® Þægilegur í notkun
Auðveldur í endursölu
DAVÍÐ Aðalsteinsson bóndi og
fyrrv. alþingismaður á Arnbjarn-
arlæk í Borgarfirði hefur boðist
til að víkja úr öðru sæti á fram-
boðslista Framsóknarflokksins á
Vesturlandi, en að sögn Ernu
Einarsdóttur, formanns kjör-
dæmisráðs, gerir hann það í
trausti þess Sigurður Þórólfsson
í Innri Fagradal í Dölum taki það
sæti. Svar hefur ekki borist frá
Sigurði, sem nú er staddur er-
lendis, en hann er væntanlegur
til landsins í dag, fimmtudagi.
Sigurður lenti í þriðja sæti þegar
raðað var á lista Framsóknarflokks-
ins á' Vesturlandi að undangengnu
foi-vali, en hann hafnaði því sæti,
og færðist þá Ragnar Þorgeirsson
frá Rifi upp í þriðja sætið. Óán-
ægja hefur veið meðal Dalamanna
með að eiga ekki mann í efstu
sætum á framboðslistanum, og
sagði Erna Einarsdóttir að Davíð
hefði boðist til að víkja fyrir Sig-
urði í trausti þess að byggðatog-
streita í kjördæminu yrði þar með
úr sögunni.
Stgr.verð kr. 727.080
Vsk kr. 143.080
= kr. 584.000
Fjöldi fyrirtækja hefur valið
VW POLO ÁN VSK
Tæplega 5.000 erlendir
ríkisborgarar búsettir hér
TÆPLEGA 5.000 erlendir ríkisborgarar áttu lögheimili Iier á landi
þann 1. desember síðastliðinn, en alls eru hér búsettir 9.666 einstakl-
ingar sem fæddir eru erlendis. Tæplega helmingur þessa Iióps á
ríkisborgararétt á Norðurlöndum eða er fæddur þar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Islands voru búsettir hér
á landi 9.666 einstaklingar fæddir
erlendis þann 1. desember, en það
eru 3,8% landsmanna. Af þessum
hópi eru flestir fæddir á hinum
Norðurlöndunum eða 4.317, 2.819
annars staðar í Evrópu og 1.418 í
Ameríku. 191 einstaklingur hér er
fæddur í Afríku, 765 í Asíu og 153
í Eyjaálfu.
Ef tekin eru einstök ríki, þá eru
flestir þessara einstaklinga fæddir
í Danmörku eða 2.153, í Bandaríkj-
unum 1.129, í Svíþjóð 1.081, í
Þýskalandi 844, 718 í Noregi, 680
í Bretlandi og 278 í Póllandi.
Stór hluti þeirra, sem fæddir eru
erlendis, eru börn íslenskra for-
eldra, sem dvalist hafa erlendis við
nám eða störf.
Þann 1. desember áttu 4.812
erlendir ríkisborgarar lögheimili hér
á landi. Þar af voru 1.578 Norður-
landabúar, 1.698 frá öðrum Evróp-
ulöndum, 861 frá Ameríku, 125 frá
Afríku, 404 frá Asíu og 144 frá
Eyjaálfu.
Af einstökum þjóðum eru Danir
flölmennastir eða 1.030, þá koma
717 Bandaríkjamenn, 454 Bretar,
319 Norðmenn, 310 þjóðveijar, 249
Pólveijar og 182 Svíar.
í þessum tölum um erlenda ríkis-
borgara eru erlendir sendiráðsmenn
og varnarliðsmenn ekki teknir með,
enda eiga þeir ekki lögheimili hér
á landi.