Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 51
igoi haOmai. rs''lL'J'l/JI Lrtf lil eiöAjaviijOHOM ---“MOKGOTTBESÐIÐ-IPKUTtBK KMMTtJOA'ŒR -8T JANUAR-1991 - ÚRSLIT Handknattleikur 1. deild kvenna Leikir í gærkvöldi: FH-Valur..................... 19:20 Frám-Grótta....................29:14 Selioss - Stjarnan.............18:28 Staðan: Stjaman........24 20 0 4 549:409 40 Fram...........20 17 1 2 420:329 35 Víkingur.......21 12 2 7 417:360 26 FH.........j..23 11 2 10 434:425 24 Valur..........23 10 0 13 438:464 20 Grótta.........22 6 3 13 376:415 15 ÍBV............24 6 1 17 435:519 13 Selfoss........21 2 1 18 368:516 5 Knattspyrna England Bikarkeppnin, 4. umferð. Þriðjudagur: Southampton - Coventry...........2:0 Jimmy Case (37.), Rod Wallace (78.). 17.000. RSouthampton mætir Newcastle eða Nott- ingham Forest á heimavelli. Miðvikudagur: Brighton - Liverpool.............2:3 Small (37.), Byme (98.) - McMahon 2 (10., 114.), Rush (106.). 14.392. ■Liverpool mætir Everton á Goodison Park í 5. umferð. Leeds - Arsenal.............. ...1:1 Chapman (59.) - Limpar (60.). 27.753 RLiðin mætast þriðja sinni eftir þálfan mánuð, á heimavelli Arsenal. Sigurvegarinn mætir svo Shrewsbury á útivelli. Sheff. Wed. - Millwall............2:0 Anderson (36.), Hirst (57.). 25.140 JBSheff. Wedn. leikur á útivelli gegn Cam- bridge í 5. umferð. West Ham - Luton..................5:0 Parris (44.), Bishop (53.), McAvennie (55.), Morley 2 (68., 83.). 25.659 BWest Ham fær Crewe Alexandra í heim- sókn í næstu umferð. Frakkland 1. deild: Nancy - Sochaux...................2:0 Lyon - Nantes.....................2:0 HM á skíðum Tvíkeppnissvig karla: (Fallhæð 180 metrar, braut í fyrri umferð var 58 hlið, en 56 i þeirri síðari). Stefan Eberharter (Austurr.).......1:33.87 .......................(47.44/46.43) Paul Accola (Sviss)....-..........1:34.10 .......................(48.03/46.07) Hubert Strolz (Austurr.)...........1:34.65 .......................(48.41/46.24) Gúnther Mader (Austurr.)...........1:34.90 .......................(48.77/46.13) Kiminobu Kimura (Japan)............1:35.02 .......................(48.51/46.51) Steve Locher (Sviss)............:..1:35.49 ..................... (48.69/46.80) Rieardo Galindo Camo (Spáni).......1:35.68 .................y.....(48.66/47.02) Didrik Marksten (Noregi)...........1:36.12 .......................(49.59/46.62) Rob Crossart (Kanada)..............1:36.52 ..................... (49.07/47.45) Tvfkeppni karia (svig og brun): stig 1. Stefan Eberharter (Austurríki)..16,28 2. Kristian Ghedina (Italíu)...26,41 3. GúntherMader (Austurríki)...27,54 4. Paul Accola (Sviss)..... ...29,58 5. Steve Locher (Sviss)........43,03 6. Hubert Strolz (Austurríki)..44,30 7. Peter Runggaldier (ftalíu)..48,70 8. Didrik Marksten (Noregi)....57,50 9. Ed Podivinsky (Kanada)......60,79 10. Rob Crossan (Kanada)........64,20 Körfuknattleikur IMBA-deildin Þriðjudagur: Cleveland — Charlotte Homets..125:106 Orlando Magic — Phoenix Suns..114:112 Washington Bullets — Miami Heat ..105:101 Houston — San Antonio Spurs....91: 89 Dallas Mavericks — Seattle....117:112 Denver Nuggets — Milwaukee....126:122 Utah Jazz — Atlanta Hawks.....116:105 New York Knicks — LA. Clippers ....108:107 (Eftir framlengingu) LA. Lakers —NewJerseyNets.....110: 89 Rall Monte Carlo rallinu lauk f gær. Heimsmeist- arinn, Carlos Sainz frá Spáni, sigraði. Hann ekur Toyota Celica. Frakkinn Delecour, sem var að taka þátt f fyrsta ralli sem stig gefur í heimsmeistarakeppninni, hafði þægilega forsytu á síðustu leiðinni - 41 sek. forskot á Sainz. En bfll Frakkans (Lancia Delta) bilaði, rúmar sex mínútur tók að koma honum f gang og hann náði aðeins þriðja sæti. Lokastaðan í rallinu: 1. Carlos Sainz (Spáni).....6:57.21 klst. 2. Massjmo Biasion (Italíu) á Lancia Delta - 4 mfíí. og 59 sek. á eftir. 3. Francois Delecour (Frakklandi) á Ford Sierra, 5.12 mín. á eftir. Ikvöld KÖRFUKNATTLÉIKUR Tveir leikir verða í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Haukar og ÍBK eigast við í Hafnarfírði og Snæfell og í»ór leika í Stykkishólmi. Báðir leikimir heQast kl. 20:00. HANDKNATTLEIKUR Leikur Stjömunnar og ÍBV, í 1. deild karla, sem frestað var f gærkvöldi, hef- ur verið settur á f kvöld kl. 20.30. HANDKNATTLEIKUR Júlíus hafnaði tilboði frá Grosswallstadt Bidasoa vill fá Júlíus sem arftaka Alfreðs Gíslasonar. Grosswallstadt hefur augastað á Sigurði Bjamasyni úr Stjömunrri Júlíus Jónasson, landslidsmaður í handknattleik, sem leikur • með franska liðinu Asnieres, hef- ur hafnað tilboði frá þýska félag- inu GrosswaJlstadt — sem var besta tilboð sem íslenskur hand- knattleiksmaður hefur fengið frá þýsku félagsliði, skv. heimildum Morgunblaðsins. „Að vel athug- uðu máli sá ég að ég hafði það betra hér í París,“ sagði Júlíus i viðtali við Morgunblaðið i gær- kvöldi. Júlíus er nú undir smásjánni hjá spænska félaginu Bidasoa, sem eftinnaður Alfreðs Gíslason- ar, en hann mun þjálfa og leika með KA næsta keppnistímabil. Forráðamenn Bidasoa vilja ólmir fá Júlíus til liðs við sig. „Það er rétt að Spánverjarnir hafa haft samband við mig. Forráðamenn ■ Bidasoa óskuðu eftir því að ég myndi ekki semja við annað félag innan fímmtán daga, en þá hafa þeir aftur samband við mig. Ég mun ræða við forráðamenn Asni- eres nú næstu daga. Mér líður vel hér og það þarf að vera mjög gott tilboð sem ég fæ - til að ég fari frá París,“ sagði Júiíus, en hann sagðist skoða öll tilboð vel og vandlega. Grosswallstadt er ekki búið að gefast upp á að fá íslending til liðs við sig. Félagið hefur auga- stað á Sigurði Bjamasyni, lands- liðsmanni úr Stjömunni, og er forseti félagsins og þjálfari vænt- —- Júlíus Jónasson. anlegir til landsins fljótlega til að ræða við Sigurð og forráðamenn Stjömunnar. KNATTSPYRNA EyjóHur skor- aði sigurmark- ið í Brasilíu - en var rekinn útaf í síðari hálfleik Eyjólfur Sverrisson í leik með Stuttgart. Hann kom mikið við sögu í fyrsta leik liðsins á mótinu í Brasilíu. SKIÐI / HM I SAALBACH Eberharter kemur enn á óvart: Lék á harmonikku og renndi sér svo til sigurs Sigraði ítvíkeppni og vann þar með önnur gullverðlaun sín á HM STEFAN Eberharter frá Aust- urríki varð fyrsturtil að vinna tvenn gullverðlaun á HM í Saal- bach er hann sigraði í alpa- tvíkeppni i gær, en áður hafði hann unnið risasvigið. Marc Girardelli f rá Lúxemborg, sem talinn var sigurstranglegastur, datt í síðari umferð og var þar meðúrleik. Eberharter var með níunda besta tímann í bruninu, en í sviginu í gær náði hann besta tímanum í fyrri ferð og setti þar með mikla pressu á Marc Girardelli, sem var með næst besta tímann. Eberharter fór næstur á eftir Girardelli niður brautina í síðari umferð og vissi því hvernig fór fyrir Girardelli áður en hann lagði af stað. Austurríkismað- urinn ungi lét ekki slá sig út af laginu, enda vel studdur af fjöl- mörgum áhorfendum, keyrði af miklu öryggi og annað HM-gullið var hans. ítalinn Kristian Ghedina, sem var með besta tímann í bruninu, náði besta árangri sínum í svigi á ferlin- um og hafnaði í öðru sæti saman- lagt. Gúnther Mader, Austurríki, varð þriðji. „Ég fór niður brautina með það í huga að taka áhættu. Ég var næstum farinn útúr efst í brautinni í síðari umferð, en þegar ég nálgað- ist markið vissi ég að mér tækist að vinna,“ sagði Eberharter, sem er 21 árs. Hann sagðist ekki hafa verið taugaóstyrkur. „Ég spilaði á harmonikkuna mína,“ sagði sigur- vegarinn er blaðamenn spurðu EYJÓLFUR Sverrisson gerði sigurmark VfB Stuttgart er liðið sigraði brasilíska liðið Corinthi- ans, 2:1, í fyrsta leik á fjögurra liða æfingamóti í Poos de Cald- as í Brasilíu í gær. Eyjólfur skoraði markið á 43. mínútu. Hann fékk síðan að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. Eyjólfur var sparkaður niður í síðari hálfleik og fór í fram- haldi að því út fyrir hliðarlínu til að láta huga að meiðslum sínum. Læknir Stuttgart sagði Eyjólfi síðan að fara aftur inná, en dómari leiksins hafði ekki gefið honum merki um að hann mætti koma inná og gaf honum því gula spjaldið. Eyjólfur spurði hvers vegna, en þá tók dómarinn upp rauða spjaldið og vísaði honum útaf. hvernig hann hefði haldið ró sinni milli umferðanna. Eberharter sagði að sigurinn í risasviginu hafi komið sér á óvart; „en sigurinn í tvíkeppninni kom mér enn meira á óvart." Karlarnir eiga eftir að keppa í stórsvigi og á Eberharter möguleika á að verða fyrstur til að vinna þrenn gullverð- laun á stórmóti síðan Frakkinn, Jean-Claude Killy, vann það afrek á Ólympíuleikunum 1968. Konurnar keppa í tvíkeppnissvigi í dag. Petra Kronberger, sem var talin sigurstranglegust, verður ekki með vegna meiðsla á hné sem hún hlaut við fallið í risasviginu. Reikn- að er með að hún verði með í svig- inu á morgun og stórsviginu á laug- ardag. Stuttgart átti upphaflega að far^ í æfingaferð til Flórída, en þegar liðinu var boðið að koma til Brasilíu vaí ákveðið að fara þangað frekar. Stuttgart tekur því þátt í þessu fjögurra liða mót í Poos de Caldas. Asgeir Sigurvinsson er með lið- inu í Brasilíu. Hann er orðinn hægri hönd Höness, framkvæmdastjóra Stuttgart, var sendur á undan liðinu á sunnudaginn til að undirbúa komu þess. Miðvallarleikmaðurinn Maurizio Gaudino fór ekki með liðinu í æf- ingaferðina þar sem hann gekkst undir uppskurð á hné. Hann verður frá í minnst sex vikur. Stuttgart tók þátt i innanhúss- móti í Dortmund um síðustu helgMM og hafnaði í 3. sæti, vann Borussia Galdbach í úrslitaleik um 3. saétið, 4:2. Dortmund sigraði Werder Bremen í úrslitum. KARFA ÍR-Valur 93:83 Seljaskóli. Úrvalsdeildin í körfuknattleik, miðvikudagur 30. janúar 1991: Gangur leiksins: 0:9, 9:16, 23:23, 30:28, 41:36 51:43, 63:46, 73:56, 85:71, 93:83. Stig IR: Franc Booker 59, Karl Guðlaugs- son 8, Bjöm Steffensen 6, Hilmar Gunnars- son 6, Halldór Hreinsson 6, Ragnar Torfa- son 6, Gunnar Örn Þorsteinsson 2. Stig Vals: Magnús Matthíasson 28, David Grissom 18, Ari Gunnarsson 12, Guðni Hafsteinsson 10, Ragnar Þór Jónsson Matthías Matthíasson 4, Símon Ólafsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Guðmundur Stefán Maríasson og dæmdu þeir ágætiega. Áhorfendur: 135. Booker fór á kostum IR-ingar héldi sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi. Valsmenn urðu fómarlömb þeirra og þá sérstaklega hins frábæra Franc Booker, sem fór á kostum. Hann skoraði 40 stig í fyrri hálfleik - af 51 sem ÍR-ingar skoruðu. Þar af 11 þriggja stiga körfur. Booker gerði „aðeins" stig í seinm hálfleik, en átti þess í stað fjölda stoðsendinga. Hann var heppinn að fá ekki brottvísun um miðjan síðari hálfleik er hann sló Ara Gunnarsson í andlitið. Ágætur dómari leiksins Jón Otti Ólafsson lét sér nægja að dæma sóknarvillu á Booker en flestir hefðu rekic^. Booker útaf fyrir brotið. Pétur H. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.