Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 Utvarpsráð lýsir vonbrigðum með skilningsleysi stjómvalda EFTIRFARANDI ályktun var gerð á fundi 25. janúar sl.: „Útvarpsráð lýsir miklum von- brigðum með það skilningsleysi stjórnvalda á fjárhagsstöðu Ríkisút- varpsins sem afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1991 sýnir. Enn á ný er Ríkisútvarpið svipt lögbundnum tekjustofni sínum, að- flutningsgjöldum af innfluttum út- varps- og sjónvarpstækjum. Sá tekjustofn var ætlaður til að standa að miklu leyti undir nauðsynlegum fjárfestingum svo sem dreifikerfi og endurbyggingu langbylgjustöðv- ar. Langbylgjustöðin að Vatnsenda, sem reist var fyrir rúmum sextíu árum, gegnir mikilvægu hlutverki í öryggiskerfi og almannavörnum landsins. Stöðin er nú að hruni kom- in og illmögulegt lengur að fá vara- hluti í hana. Því ber að átelja harð- lega það ábyrgðarleysi, sem stjórn- völd sýna með því að tryggja ekki fjárframlög til endurbyggingar. A undanförnum árum hefur þrengt að Ríkisútvarpinu fjárhags- lega og stofnunin verið rekin með halla. Til að sinna því menningar- og þjónustuhlutverki, sem lög kveða á um og stjórnvöld ætlast til að farið sé eftir, hefur verið lögð áhersia á að tryggja eins mikjð fé til dagskrárgerðar og kostur héfur verið. Þetta hefur haft þær afleiðingar að ijármagn til endurnýjunar og viðhalds tækja og búnaðar hefur verið langt innan þeirra marka sem eðlilegt má teljast. 1 Öllu lengra verður ekki gengið í þeim efnum og ef svo fer fram sem horfir verður ekki hjá því komist að fjárhagserfiðleikar bitni verulega á dagskrárgerð og þjónustu Ríkis- útvarpsins. Útvarpsráð gagnrýnir harðlega þá afstöðu ríkisstjórnarinnar að leyfa ekki hækkun afnotagjalds í samræmi við hækkanir verðlags og væntir þess að stjórnvöld tryggi ijárhagsgrundvöll Ríkisútvarpsins þannig að það geti uppfyllt þær kröfur sem bæði stjórnvöld og ai- menningur gera.“ Stykkishólmur: Góðir gestir í heimsókn HÓLMARAR fengu góða gesti guðþjónustuna önnuðust þeir báðir, úr Húnavatnssýslu í heimsókn sl. sóknarprestarnir, Kristján og séra sunnudag. Gísli Kolbeins. Það var sóknarpresturinn, séra Á eftir bauð-kirkjukórinn í Stykk- Kristján Björnsson úr Breiðaból- ishólmi komumönnum öllum til staðarsókn og kirkjukórinn á kaffisamsætis. Veður var eitt hið Hvammstanga ásamt söngstjóra fegursta sem komið hefur hér frá sínum og stjórnanda, Helga Ólafs- áramótum og viðraði því vel til ferð- syni. Flutti Kristján stólræðu en alaga. Árni Morgunblaðið/Þorkell Trausti Valsson (t.v), höfundur bókarinnar Framtíðarsýn-Island á 21. öld, ásamt Þorsteini Thorarensen hjá bókaútgáfunni Fjölva, sem gefur bókina út. Fjölvaútgáfan: Bók um framtíðarþróun í atvinnu- og byggðamálum FJÖLVAÚTGÁFAN hefur sent frá sér bókina Framtíðarsýn- ísland á 21. öld eftir Trausta Valsson arkitekt og doktor í skipulagsfræðum. Bókin fjallar um skipulagsmál á Islandi en höfundurinn hefur árum saman unnið að mótun hugmynda, sem miða að því að gera sér grein fyrir hvernig framtíðarþróunin verði hér í atvinnu- og byggða- málum, segir í frétt frá Fjölva. í bókijmi heldur höfundurinn því fram að íslendingar verði að fylgj- ast með tímanum. Mestu verðmæti landsins séu annars vegar fólgin í þeirri miklu orku, sem felist í nátt- úrunni, en hins vegar hreinleik og fegurð landsins, sem verði æ dýr- mætari eftir því sem veröldin mengist. Hér sé sá griðastaður, sem fólk frá fjölmennu ríkjunum sækist eftir í æ ríkari mæli. Það sé reiðubúið að gjalda mikið fyrir að mega anda að sér hreinu lofti, drekka hreint vatn og njóta nátt- úrufegurðar. Trausti varar við tilgangslausri milljarðasóun, sem nú eigi sér stað í gersamlega misskildri byggða- stefnu. Hann bendir aftur á móti á leiðir til að styrkja og endurreisa byggðir dreifbýlisins með hálendis- vegum, stórbrotnum ferðamið- stöðvum og tengingu borgar- byggðar á Reykjavíkursvæðinu við dreifbýlissvæðin með tvöfaldri bú- setu. Bókin er 108 blaðsíður og í henni eru teikningar, línurit, afstöðukort og ljósmyndir. (Úr fréttatilkynningu) -------------- Húsavíkur- lögreglan: 50 óskoðað- ir bílar úr umferð frá áramótum MIKIÐ átak við að finna óskoð- aða bíla stendur yfir á Húsavík og í Þingeyjarsýslum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík voru klippt númer af sex bifreiðum á þriðjudag og alls hafa um 50 bíl- ar verið teknir úr umferð frá áramótum. Lögreglan telur óvenjumikið um óskoðaða bíla í umferð og hefur farið um báðar sýslurnar til að leita þá uppi en ekki hefur áður verið farið út í svo umfangsmikla her- ferð. Eru þetta bæði bílar sem ekki komu í skoðun á síðasta ári og margir hafa einnig trassað endur- skoðun frá árinu 1989. -----»-H------ ■ STJÖRNUSKOÐUNARFÉ- LAG Seltjarnarness heldur í kvöld kl. 20.30 fræðslufund í Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi. Dr. Þor- steinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur heldur erindi sem hann nefn- ir Sjón og stjörnuskoðun. Þor- steinn ætlar m.a. að segja frá hvers beri að gæta þegar sólin er skoðuð, mikilvægi þess að láta augun venj- ast myrkrinu við stjörnuskoðun og hversu breytileg sjón manna getur verið. Félagsmenn og aðrir áhuga- menn eru hvattir til að mæta. Kaffi- veitingar verða á boðstólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.