Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 Atlantshafsbandalagið: Fasteflotmn fer ekki inn á Miðiarðarhaf Brussel. Reuter. TALSMAÐUR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) bar í gær til baka fréttir þess efnis að ákveðið hefði verið að senda fastaflota banda- lagsins á Atlantshafi (Stanavforl- ant) inn á Miðjarðarhaf. Hins veg- ar hefur verið ákveðið að senda Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna: Gefa Irökum færi á að binda enda á stríðið Lofa að beita sér fyrir lausn á deilu ísraela og araba Washington. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gáfu írökum í gær nýtt tækifæri til að binda enda á stríðið fyrir botni Persaflóa með því að kalla hersveitir sínar i Kúveit heim. Þeir lofuðu einnig að beita sér fyrir því að deila ísraela og araba yrði leyst að stríðinu loknu. Svo virtist sem Bandaríkjastjórn hefði hér gengið lengra en áður til móts við Saddam Hussein íraks- forseta, sem hefur krafist þess að Kúveitmálið verði tengt Palestínu- málinu. Marlin Fitzwater, tals- maður Bandaríkjaforseta, sagði þó að Bandaríkjastjórn hefði ekki breytt stefnu sinni í þessu máli og George Bush hefði ekki lesið yfirlýsingu utanríkisráðherranna áður en hún var gefin út. Alexander Bessmertnykh, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, og James Baker, starfsbróðir hans í Bandaríkjunum, gáfu yfirlýsinguna út sameiginlega eftir að þriggja daga viðræðum þeirra í Washington lauk í gær. „Ráðherrarnir telja enn að hægt sé að binda enda á stríðið ef írakar gefa ótvíræð loforð um brott- flutning hermanna sinna úr Kúveit," sagði í yfírlýsingunni. Bandaríkja- stjóm hefur ekki áður léð máls á því að loforð um brottflutning nægi. Saddam Hussein sagði í viðtali við fréttamann CNNá mánudag að írak- ar færu aldrei úr Kúveit. Ráðherramir sögðu að það yrði eitt af helstu forgangsmálum stór- veldanna að tryggja frið í Miðaustur- Reuter Alexander Bessmertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Jam- es Baker, starfsbróðir hans í Bandaríkjunum, eftir fund þeirra í Washington í gær. þangað ótiltekinn fjölda flugvéla til að efla enn frekar varnir flota- deilda sem halda uppi eftirliti á Miðjarðarhafi. Á þriðjudag var það haft eftir varnarmálaráðherra Italíu, Virginio Rognoni, að afráðið hefði verið að senda fastflotann til Miðjarðarhafs- ins í 'næsta mánuði. Talsmaður bandalagsins í Brussel sagði hins vegar í gær að engar slíkar áætlanir væru uppi. Heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar í höfuðstöðvum NATO í Brussel sögðu í gær að líklega yrðu um 30 flugvélar frá nokkrum NATO-ríkjum fluttar til Miðjarðar- hafsins til að halda uppi eftirliti þar og til að tryggja öryggi á helstu sigl- ingarleiðum. Mörg þeirra skipa sem eru að öllu jöfnu á Miðjarðarhafi hafa verið send inn á Persaflóa og er haft fyrir satt að ráðamenn innan NATO óttist að stöðugleiki kunni að raskast af þeim sökum. Hafa nokkr- ir tundurduflaslæðarar sem heyra undir Ermarsundsflotastjómina verið sendir inn á Miðjarðarhaf auk þess sem átta freigátur og tundurspillar eru þar til taks. í Tyrklandi, eina NATO-ríkinu sem á landamæri að írak, eru nú þegar 42 flugvélar frá Belgíu, Þýska- landi og Ítalíu og heyra þær undir svonefnt Hraðlið bandalagsins. Er þeim ætlað að gegna fælingarhlut- verki gagnvart írökum, sem haft hafa í hótunum við Tyrki vegna þess að bandarískar _ þotur hafa gert sprengjuárásir á írak frá flugvöllum í Tyrklandi. Að auki hafa nokkur NATO-ríki þ. á m. Holland, Þýska- land og Bandaríkin ýmist sent eða boðað að flutt verði loftvarnarflug- skeyti til Tyrklands. Þýskaland: Senda Isra- elum Patr- iot-skeyti Bonn. Reuter. ÞÝSK stjórnvöld sögðust í gær myndu senda ísraelum Patriot- flugskeyti og „Fuchs“-efnavopna- skynjara til að verjast árásum Ir- aka. Þjóðveijar hafa verið gagnrýndir fyrir að liggja á liði sínu í Persa- flóastríðinu en samþykktu í fyrradag víðtækar aðgerðir til stuðnings bandamönnum. Jafnframt var í gær skýrt frá því hvaða aðstoð ísraelar fengju. Vart hefur orðið reiði þar í landi í garð Þjóðverja vegna vopna- sölu og hernaðaraðstoðar þýskra fyr- irtækja við íraka. Háttsettir þýskir heimildarmenn segja að aðstoðin við Israela nemi einum milljarði marka (37 milljörðum ÍSK). löndum að stríðinu loknu. Slíkt yrði aðeins hægt með því að leysa hin ýmsu deilumál Miðausturlanda, þar á meðal deilu ísraela og araba. Bessmertnykh kynnti yfiriýsing- una á blaðamannafundi áður en hann fór frá Washington. Hann neitaði því að ráðherrarnir hefðu með yfirlýsing- unni tengt deilu ísraela og araba við lausn Kúveitmálsins með formlegum hætti. „Hafi einhveijir áhyggjur af þessu munum við vissulega ieggja fram skýringar því við viljum að öllum sé ljóst að engin stefnubreyting hefur orðið af okkar hálfu,“ sagði Marlin Fitzwater. Bush og Baker voru spurðir að því, er þeir tóku á móti utanríkisráð- herra Grikklands í Hvíta húsinu, hvort forsetinn væri reiður utanríkis- ráðherranum vegna yfirlýsingarinn- ar. „Það er enginn ágreiningur á milli okkar,“ svaraði þá Bush. „Hann hefur aldrei reiðst mér,“ bætti Baker við. Frönsk stjórnvöld fögnuðu yfírlýs- ingunni enYitzhak Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, fordæmdi hana. „Ég finn yfírlýsingunni það til for- áttu að með henni hefur verið tekin pólitísk ákvörðun sem snertir okkur Israela, örlpg okkar og framtíð, án þess að við séum spurðir álits eða okkur gert viðvart," sagði Shamir. Stuðningur Sovétmanna hefur verið mikilvægur fyrir ríkin, sem hafa sameinast gegn Saddam Huss- ein, þótt þeir hafi ekki viljað senda hersveitir til Persaflóa. Sovéskir embættismenn hafa að undanförnu varað Bandaríkjastjóm við því að ekki megi valda of miklu tjóni í loft- árásunum á írak á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt of- beldisverk Rauða hersins í Eystra- saltsríkjunum. Vaxandi smygl vestrænna fyrir- tækja til Iraks Los Angeles. Reuter. LÖGREGLA hefur ljóstrað upp um 700 tllfelli þar sem fyrirtæki og einstaklingar um allan heima hafa reynt að selja írökum vopn og annan varning þrátt fyrir við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna og ófriðinn við Persaflóa, að því er dagblaðið Los Angeles Times sagði í gær. Samkvæmt frétt blaðsins hafa 20 tilfellanna átt sér stað í Bandaríkjun- um. Hernaðarátökin við Persaflóa hafa aukið á áhættu smyglaranna, en um leið möguleika þeirra á stór- felldum gróða. Blaðið sagði að tilfell- unum hefði fjölgað úr 500 í 700 á nokkrum vikum. Blaðið hafði eftir ónafngreindum embættismönnum að erlend fyrir- tæki, einkum í Vestur-Evrópu, hefðu átt langstærstan hlut í þessum smygltilraunum. Times sagði að stjórnvöld í Wash- ington, hefðu afhent þýskum stjórn- völdum lista yfir 50 þýsk fyrirtæki sem grunuð væru um að hafa brotið viðskiptabannið. Á undanfömum vik- um hefði tala þeirra meira en tvöfald- ast vegna kvartana frá Bandaríkjun- um og öðrum löndum. Reuter Lausleg skoðanakönnun í Saudi-Arabíu: Meirihlutinn styður að- gerðir fjölþjóðahersins Khobar í Saudi-Arabíu. Reuter. SCUD-eldflaugar íraka og horf- urnar á því að átök dragist á langinn hafa ekki dregið úr stuðningi í Saudi-Arabíu við við- leitni bandamanna til að lama herveldi Iraka og ná Kúveit úr höndum írakshers. Ef vinstrisinnar og e.t.v. heittrú- aðir múslimar eru undanskildir virð- ist svo sem stærstur hluti þjóðfé- lagsins í Saudi-Arabíu líti á stríðið sem skárri kostinn af tveimur illum. Þessar ályktanir dregur fréttamað- ur Reu lers- fréttasto fu n n ar eftir að hafa rætt við íbúa borgarinnar Khobar í austurhluta Saudi-Arabíu. Meirihlutinn sagðist ekki geta um fijálst höfuð strokið á meðan Saddam Hussein eða einhver svip- aður færi með völd í Bagdad. „Við viljum að írakar séu öflugir en ekki undir stjórn núverandi valdhafa. Þeir arabar sem eru á móti stríðinu hafa enga reynslu af því því hversu grimmúðugir írakar voru í Kúveit,“ sagði Faisal, starfsmaður ríkisolíu- félagsins Saudi Aramco. „Saddam hafði öll spil í hendi sér. Hann hefði getað haldið styrk sínum með því að hörfa frá Kúveit í tæka tíð. Þá hefðu allir arabar fylkt sér að baki hans,“ bætti hann við. Sölumaðurinn Mahmoud sagði að viðleitni íraka til að láta líta svo út sem stríðið væri í raun barátta Vesturlanda við araba hefði mistek- ist. „Hann hefur ekkert að gera með íslam. Það var hann sem hóf árásir á Saudi-Arabíu til að skelfa óbreytta borgara. Ég held að honum sé alveg sama um Palestínu. Hann vill úthella blóði.“ Ahmed sem rekur verslanakeðju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.