Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 22
22
MÖfcGÚNfeUAÐlÐ FIMMTUDÁGÚR Síi JANÚÁfe'lð9l
■nr
Bretar vilja aukin
framlög Þjóðveija
London. The Daily Telegraph.
BRETAR hafa gefið upp á bátinn
hugmyndir um að reyna að setja
á laggirnar fjölþjóðlegan sjóð til
að greiða kostnaðinn af stríðs-
rekstrinum við Persaflóa. Þeir
te(ja að slík ráðstöfun yrði of tíma-
frek og munu senda ráðherra til
ýmissa höfuðborga til að biðja um
fjárhagsaðstoð. Búist var við að
Douglas Hurd utanríkisráðherra
færi til Bonn í Þýskalandi í gær.
Ætlunin er að fara fram á saman-
lagt milljarð punda (rúmlega 100
milljarða ÍSK) frá nokkrum Evró-
puríkjum, arabaríkjum við Persaflóa
sem styðja aðgerðimar gegn Irökum,
og Japan. Bent er á að Bandaríkja-
menn hafi þegar fengið loforð um
mikinn fjárhagsstuðning frá þessum
löndum til að fjármagna kostnaðinn
fyrstu mánuði ársins. Bretar eru sú
Evrópuþjóð sem leggur fram mest
lið til hemaðaraðgerðanna og emb-
ættismenn þeirra segja það vera um
10% af þeim sem taki þátt í beinum
aðgerðum gegn óvinunum. Fjárfram-
lag Þjóðveija til stríðsrekstrarins
hefur allt runnið til Bandaríkja-
manna.
Hurd mun ræða við þýskan starfs-
bróður sinn, Hans-Dietrich Genseher,
og Helmut Kohl kanslara í Bonn.
Bretar hyggjast benda á að Þýska-
land og önnur, umrædd ríki muni
hagnast mjög á því að írakar verði
sigraðir og þannig tryggt að olíuvið-
skipti við Persaflóalönd verði með
eðlilegum hætti í framtíðinni. Sýnt
verður fram á það með tölulegum
írösku flugvél-
arnar í Iran:
Var reynt að
steypa Sadd-
am Hussein?
London. Reuter.
AFTÖKUR háttsettra foringja í
íraska flughernum í síðustu viku
kunna að eiga rót sína að rekja
til byltingartilraunar gegn Sadd-
am Hussein forseta, að því er
breska dagblaðið The Times sagði
í gær.
Blaðið hafði éftir leyniþjónustu-
heimildum að talið væri að samband
kynni að vera á milli byltingartilraun-
arinnar og flótta írösku herflugvél-
anna til Irans. „Ef Saddam hefur
haft ástæðu til að draga í efa tryggð
háttsettra foringja í íraska flughem-
um, hefur honum ef til vill þótt ör-
uggara að vita af fullkomnustu orr-
ustuþotum sínum á öruggum stað,“
sagði í forsíðufrétt The Times.
Samkvæmt fréttum frá óháðu so-
vésku fréttastofunni Interfax í
Moskvu í síðustu viku voru yfírmenn
flughers og loftvama íraka skotnir
vegna lélegrar frammistöðu við upp-
haf lofthernaðar bandamanna. Aldrei
hefur fengist staðfest hvort mennim-
ir voru teknir af lífi, en samkvæmt
leyniþjónustuheimildunum bendir
ýmislegt til þess að enn fleiri yfir-
menn í íraska hemum hafi verið
skotnir.
staðreyndum hve ríkin eigi mikið
undir því að olía á heimsmarkaði sé
næg og á viðráðanlegu verði. Ríkjun-
um beri því siðferðisleg skylda til að
láta fé af hendi rakna.
Tollað
Fæstum kæmi víst í hug að rekast á gasgrímur i
tískunni
Reuter
’ tískuvöruverslun en þessi hugmyndaríka afgreiðslukona í
Tel Aviv í Israel þar sem menn óttast eiturvopnaárásir íraka sýnir hvernig tolla megi í tískunni þrátt fyrir
hinn óþægilega höfuðbúnað.
100 íröskum herflugvélum flogið til írans:
Saddam talinn hafa ályktað að
flugherinn kæmi ekki að gagni
Lundúnum, Washington. The Daily Te-
legraph, Reuter.
ÝMSAR tilgátur hafa komið fram
um hvers vegna um hundrað ír-
öskum flugvélum hefur verið
flogið til írans. Fæstir telja nú
að flugmennirnir hafi gerst lið-
hlaupar og flúið. Ennfremur er
talið ólíklegt að írönsk stjórnvöld
standi ekki við loforð sín um að
vélamar verði kyrrsettar. Komið
hefur fram að þetta voru bestu
flugvélar Saddams Husseins ír-
aksforseta, af gerðunum Su-24,
MiG-29 og Mirage. Einnig er ljóst
að heilu flugvélasveitirnar fóru
til írans. Þetta þykir benda til
þess að Saddam hafi sent bestu
flugvélar sínar þangað til að
tryggja að hann geti notað þær
að stríðinu loknu.
Þetta merkir annaðhvort að Sadd-
am telur sig öruggan um sigur í stríð-
inu - jafnvel þótt Irakar verði að
heyja harðar orrustur á landi án
aðstoðar flughersins - eða að hann
hafi komist að þeirri niðurstöðu að
ósigur sé óhjákvæmilegur en hann
geti þó haldið völdum í írak.
Saddam virðist halda ró sinni, að
minnsta kosti ef marka má frásögn
fréttamanns bandaríska sjónvarpsins
CNN, sem ræddi við hann í Bagdad
á mánudag. Því má ganga út frá því
að hann hafí ekki ákveðið að senda
vélamar úr landi í algjörri örvænt-
ingu. Ákvörðunin virðist þó hafa
verið tekiri í flýti og undir miklum
þrýstingi. Ef hann hefði ráðgert
þetta fyrirfram hefði hann að öllum
líkindum sent flugvélamar í burtu
fljótlega eftir að loftárásir banda-
manna hófust. Þar sem það var ekki
gert hlýtur niðurstaðan að vera sú
að hann hafi í upphafi vonast til
þess að geta beitt flughemum að
fullu en síðan neyðst til að senda
bestu vélar sínar á ömggan stað.
Hann hafí ályktað að þær komi hon-
um ekki að gagni í stríðinu.
Fjórþættar loftárásir
Ef svo er virðast loftárásir fjöl-
þjóðahersins á undanfömum tveimur
vikum hafa tekist fullkomlega. Til-
gangur þeirra hefur verið fjórþættur.
I fyrsta lagi hafa sprengjuþotur
Bandaríkjamanna tryggt fjölþjóða-
hemum algjöra yfirburði í lofti, þann-
ig að þeim stafar engin hætta af ír-
aska lofthemum lengur. Þær fáu ír-
ösku flugvélar sem komast á loft em
skotnar niður. I öðm lagi hafa árás-
ir á ratsjárstöðvar, loftvarnabyssur
og fjárskiptastöðvar lamað nær al-
gjörlega loftvamir á íröskum flug-
Árásarþota af gerðinni Sukhoi Su-24 (,,Fencer-C“). íröskum herþot-
um af þeirri gerð hefur verið flogið til írans.
völlum. í þriðja lagi hafa flugvélar
fjölþjóðahersins, einkum Tomado-
þotur Breta, valdið miklu tjóni á flug-
brautum íraka. Og í fjórða lagi hafa
flugvélar fjölþjóðahersins nýlega
hafið árásir á byrgi, þar sem bestu
herþotur íraka hafa verið faldar.
Saddam stóð sem sagt frammi fyrir
þeim möguleika að flugvélaflota hans
yrði eytt.
Ólíklegtað íranir gangi til liðs
við Iraka
Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort
flutningurinn á flugvélunum til írans
sé fyrirboði þess írönsk stjómvöld
komi til liðs við íraka í stríðinu. Frétt-
askýrendur í Bandaríkjunum eru
langflestir þeirrar skoðunar að það
sé ólíklegt.
Þeir telja að írönsk stjómvöld hafi
viljað friða róttæka múslima heima
fyrir með .því að heimila írösku flug-
vélunum að lenda í íran. Ef þau
hefðu meinað þeim að lenda hefðu
þau átt á hættu að verða sökuð um
að styðja bandamenn í stríðinu gegn
Irökum.
Habib Labjevardi, prófessor við
Harvard-háskóla og sérfræðingur í
málefnum írans, sagði að staða Alis
Akbars Hashemis Rafsanjanis, for-
seta írans, virtist styrk og sáralitlar
líkur væm á því að írönsk stjórnvöld
hvikuðu frá hlutleysisstefnu sinni.
Fréttaskýrendurnir segja að íranir
sjái sér hag af því að vera áfram
hlutlausir í stríðinu. Þeir séu líklegir
til að stamja uppi sem einir af helstu
signrvegnmm stríðsins. Þeir geti
komið ár sinni vel fyrir borð eftir
stríðið þegar þeim stafi ekki lengur
hætta af Irökum.
*
Vopnabúr Iraka:
Dregið í efa að Saddam geti
staðið við allar hótanir sínar
London. The Daily Telegraph.
ÞRÁTT fyrir viðvaranir Saddams Husseins íraksforseta um að hann
muni mæta árás fjölþjóðahersins á landi með því að beita óhefðbundn-
um vopnum draga vestrænir sérfræðingar í efa að hann geti fram-
fylgt öllum hótunum sínum.
Nýjasti leikur Saddams í sálræna
hemaðinum var sá að staðhæfa í
viðtali við bandarísku sjónvarpsstöð-
ina CNN að hann byggi yfír kjam-
orku-, eiturgass- og sýklahleðslum
sem hann gæti sett í Scud-eldflaugar
sínar. Gaf hann til kynna að þennan
búnað gæti hann notað ef írakar
fæm halloka. En menn draga í efa
að Saddam geti framfylgt þessum
hótunum. Jafnvel áður en banda-
menn byijuðu að ráðast á kjarnorku-
ver íraka er talið að þá hafi skort
tvö ár til að vera í stakk búnir til
að framleiða kjarnorkuvopn. Áætlað
er að þeir eigi 14 kg af hreinu úrani
235 sem er um helmingur þess sem
þeir þurfa til að búa til einföldustu
kjamorkusprengju.
En árásir með efnavopnum og
sýklavopnúm er taldar raunhæfari
möguleiki. Saddam hefur notfært sér
þýska og franska tækni til að koma
sér upp einhveiju ógnvænlegasta
efna- og sýklavopnabúri heims. Frétt
sovéska sjónvarpsins um að hann
hafí reynt að kaupa efnaavopn af
Sovétmönnum hefur aukið á efa-
semdir um að hann geti að svo stöddu
skotið Scud-flaugum hlöðnum slíku
eitri. En því má ekki gleyma að írak-
ar voru ósparir á efnavopnin á með-
an stríðið við Irana stóð. Þá var þeim
skotið í fallbyssukúlum eða varpað í
sprengum úr flugvélum.
Verksmiðjur Saddams sem fram-
leitt geta kjamorku-, efna- og sýkla-
vopn hafa að mestu verið eyðilagð-
ar. En talið er að hann hafi látið flytja
vopnabirgðir sínar af þessu tagi á
trygga staði. Sovéskir sérfræðingar
segja að írakar hafí átt 2.000-4.000
tonn af eiturgasi, einkum sinneps-
og taugagasi áður en stríðið hófst.
írakar ráða yfir fjölda flugskeýta
sem geta skotið eiturhleðslum. Ógn-
vænlegastar em taldar svokallaðar
Layth-flaugar sem era í raun endur-
bættar Frog-7 skammdrægar land-
flaugar og írösk útgáfa af hinum
kínversku silkiorms-flugskeytum
sem notaðar eru gegn skotmörkijm
á hafi. Haft er eftir Henry Dodds,
ritstjóra Jane’s Soviet Intelligence
Review, að írakar hafi einnig endur-
bætt íjölda loftvamaflauga til þess
að þær henti í landhernaði.
Eins og áður er vikið að geta írak-
ar fyllt fallbyssukúlur með eiturgasi.
En sérfræðingar segja ólíklegt að
þeir geti sett slíka sprengihleðslu á
Scud-eldflaugamar. Skilyrði þess að
sprengioddur hlaðinn eiturgasi hafi
tilætluð áhrif er að hann springi í
loftinu yfír skotmarkinu áður en
flaugin lendir. Ef oddurinn fellur
ósprunginn til jarðar veldur hann til-
tölulega litlum skaða. Ekki er vitað
hvort Irákar ráða yfír tækni til þess
að gera Scud-flaugarnar svo úr garði