Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 31
MORG'WNBLAÐIÐ HMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 81 Borgarfj örður: Áiján hross dauð úr torkennileg- um sjúkdómi Líklegasta skýringin að um hastar- lega fóðureitrun sé að ræða EKKI hefur enn fundist skýring á því hvers vegna átján hross Magnúsar bónda Magnússonar á Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði hafa drepist. Talið er að hastarleg fóðureitrun í einum heybagga sé ástæðan fyr- ir dauða hrossanna. Það var fyrir rúmum hálfum mánuði sem Magnús varð var við að eitthvað amaði að hrossunum. Þrátt fyrir að strax væru gerðar viðeigandi ráðstafanir svo sem með pensilíni.-inngjöf og fleiru, drápust þau hvert af öðru, og nú eru átján dauð og þijú veik. Þetta eru hross á öllum aldri, tvítugir klárar, merar og tryppi. Þegar hafa verið tekin sýni og send að Keldum en ekki hefur enn tekist að greina sjúkdóminn sem lýsir sér í því, að þau hætta að geta étið og síðan líður yfirleitt skammur tími þar til þau drepast. Eggert Gunnarsson, dýralæknir, segir .að ekki sé um svokallaða Hvanneyrarveiki að ræða. Líkleg- asta skýringin sé vel þekkt fóður- eitrun, sem sé mjög hastarleg. „Hún hefur verið kölluð spergileitr- un á íslensku og er í raun mata- reitrun,“ sagði Eggert. Hann sagði að mjög erfitt væri að staðfesta þetta og óvíst að það tækist að örðu leyti en því að öll einkenni bentu til að um þessa eitr- un væri að ræða. Dæmi sé um að í Bretlandi hafi 13 hross drepist úr þessari sömu eitrun án þess þó að tekist hafi að staðfesta það. Eggert sagði að þessi eitrun geti vel verið bundin við einn heybagga. Að sögn Magnúsar bónda leggst þetta aðeins á hrossin hjá honum. Hann segist gefa fénu hey úr sömu böggum og hrossunum. Ein kind veiktist á sama tíma og veikinnar varð vart hjá hrossunum, en hún varð strax algóð. Magnús sagðist ráðþrota. „Ég gaf rúllurnar miklu meira í fyrra og þá var allt í lagi. Ég held að þetta hey sé mun betra en í fyrra. Ég veit ekki hvað hefur gerst,“ sagði Magnús. Flj ótsdalsvirkjun: Heimamenn á fundinum um Fljótdalsvirkjun. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Heimamenn Qfasfnrýna Landsvirkiun Egilsstöðum. VERULEG gagnrýni kom fram á Landsvirkjun og Náttúrverndar- ráð á mjög fjölmennum kynning- arfundi um Fljótsdalsvirkjun sem Landsvirkjun boðaði til á Egils- stöðum á mánudagskvöld. Beind- ist gagnrýni heimamanna einkum að því hversu seint kynningar- fundurinn var haldinn og að ekk- ert samráð hefði verið haft við heimamenn um virkjunarfram- kvæmdir og val á línustæðum. Töldu heimamenn að verið væri að stilla þeim upp við vegg varð- andi legu raflínunnar frá virkjun- inni því tíminn væri orðinn naum- ur til að endurskoða hugmyndir um línustæði. Undirbúningsfram- kvæmdir við línulagnir þurfa að hefjast í sumar ef álver á að taka til starfa á árinu 1994. Ymislegt bendir þó til að álver taki ekki til starfa fyrr enn um mitt ár 1995 ef af því verður á annað borð. Raflínur frá 210 MW virkjun í Fljótsdal eiga að liggja norður í land um Bárðardal og til Akureyrar. Það- an verða þær lagðar suður yfir há- lendið og tengjast virkjunum á Þjórs- ársvæðinu. I þeim áætlunum um lín- ustæði sem Landsvirkjun kynnti á fundinum er gert ráð fyrir að línan liggi um mörg viðkvæm svæði frá náttúruverndarsjónarmiði og fjöl- menna ferðamannastaði s.s. við Herðubreiðarlindir, Dyngjuijöll og Öskju auk Mývatnssveitar. Möstrin Breiðdalsvíkurhreppur: Óskað eftir aðstoð ríkis við skólabyggingu SVEITARSTJÓRN Breiðdalsvíkurhrepps hefur leitað eftir aðstoð rík- isins við að fullgera skólabyggingu á staðnum en drög að byggingu hússins voru fyrst lögð fyrir hálfum öðrum áratug. Húsið er nú fok- helt og er gróflega áætlað að það kosti 67 milljónir kr. og að full- gert kosti það um 127 milljónir kr. Skipuð hefur verið nefnd á vegum þriggja ráðuneyta til að fjalla um óskir sveitarfélagsins og átti Sva- var Gestsson menntamálaráðherra von á því að ákvörðun um þetta mál yrði tekin fyrir lok næsta mánaðar. Samkvæmt lögum um verkaskipt- hófst 1978 og var það gert fokhelt ingu ríkis og sveitarfélaga skiptist kostnaður við byggingu skólahús- næðis til jafns á milli þessara aðila og sagði Lárus Sigurðsson, sveitar- stjóri í Breiðdalsvík, að 30 milljónir kr. væru of stór biti fyrir 360 manna sveitarfélag að kyngja, en þá upp- hæð vantar frá sveitarfélaginu til \að ljúka húsinu. Bygging hússins 1985. Um sama leyti stóð sveitarfé- lagið að kostnaðarsamri vatnsveitu- gerð og lágu framkvæmdir því niðri við skólahúsið næstu þijú árin. Lagðir voru ofnar í húsið og hluti þess gleijað 1989 en mestöll vinna innanhúss er ólokið. Lárus sagði að við gerð fjárlaga fyrir árið 1991 hefði verið sett inn ákvæði þar sem menntamálaráð- herra er veitt heimild til að veita sveitarfélaginu sérstaka aðstoð til að ljúka við skólabygginguna. „Það er nánast viðurkenning á því að þessar framkvæmdir eru ofviða 360 manna sveitarfélagi. Hins vegar er ekki fullfrágengið hvernig aðstoðin verður útfærð," sagði Lárus. Nú fer skólahald í Breiðdalsvík fram í Staðarborg, í sex km fjarlægð frá þéttbýliskjarnanum, en húsið þar var tekið í notkun 1958. Vegna fjár- skorts hefur ekkert verið unnið að viðhaldi á húsinu og sagði Láms að miklar viðgerðir væru óumflýjanleg- ar ef kennsla á að halda áfram þar. sem bera uppi línurnar eru 20 til 30 metra há og um 300 metrar á milli þeirra. Línurnar setja því veru- legan svip á það landsvæði sem þær liggja um. Fundarmenn gagnrýndu harðlega að ekki hefði verið haft samband við hagsmunaaðila fyrr. Búið væri að eyða um 20 milljónum í hönnun raflínunnar en ekki væri farið að ræða við landeigendur þeirra jarðaí sem línan á að liggja um. Ekki hefði heldur verið haft samband við Nátt- úruverndarsamtök Austurlands varðandi þessar framkvæmdir. Taldi fulltrúi Náttúruverndarráðs það al- varleg mistök. Heimamenn gagnrýndu einnig það línustæði sem valið hefur verið og vildu að línan lægi samhliða Kröflulínu. Það töldu fulltrúar Landsvirkjunar dýrari kost sem næmi milljónatugum vegna lengri línulagna og afskrifta á hönnunar^t, kostnaði sem þegar hafa verið fram- kvæmda. Agnar Olsen hjá Landsvirkjun sagði að haft hefði verið samráð við Fljótsdælinga um virkjunarfram- kvæmdirnar og samráðsnefnd Landsvirkjunar og Fljótdælinga væri starfandi. Samningaviðræður væru að fara í gang við landeigendur um vatnsréttindi og línustæði. Bjóst hann við að á næstunni yrði gengið frá samræmdum samningum við alla þá jarðeigendur sem málið varðar. Varðandi línustæðið yrði farið með málið skv. skipulagslögum og línu- stæðið auglýst. Fólk hefði þá rétt á að skila inn skriflegum athugasemd- um um staðsetninguna sem síðan yrðu afgreiddar af SkipulagsstjónA ríkisins áður en framkvæmdir hæf- ust. V - Björn Hvað segja þeir um söluverð Þormóðs ramma? HARÐAR deilur um sölu ríkisins á hlutabréfunum í Þormóði ramma hf. á Siglufirði, hafa að undanförnu einkum snúist um virði fyrir- tækisins og mismunandi sjónarmið um hvernig hefði átt að standa að mati á fyrirtækinu. Morgunblaðið leitaði álits nokkura einstakl- inga sem hafa reynslu og þekkingu á útgerð og rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja á landsbyggðinni. Fara svör þeirra hér á eftir: Söluverðið áreiðanlega sanngjarnt -segir Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður í Grindavík „Mér fannst Ólafur Ragnar standa sig vel þegar hann seldi Þormóð ramma. Fyrirtækið hefði kannski selst fyrir heldur hærri upphæð á fijálsum markaði, en hængurinn á þessu er að aflann verður að vinna á Siglufirði. Það er ókosturinn. Ef þú ert ekki fijáls að ráðstafa aflan- um á þann hagkvæmasta hátt sem þú getur, horfir málið allt öðru vísi við,“ sagði Eiríkur. „Ég er sammála því að á fijálsum markaði hefði ráðherra getað feng- ið 300 milljónir króna fyrir hluta- bréfin en vegna skilyrðanna sem sett voru um að binda þetta við Siglufjörð er söluverðið áreiðanlega sanngjarnt," sagði hann. Ekki hægt að miða við upp- boðsverð kvóta -segir Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdasljóri Samherja „Þegar verið er að selja hlutabréf í félagi þýðir lítið að búa sér til ímyndað uppboðsverð á kvóta og fá einhveija svimandi háa upphæð út frá því. Það hefur ekkert með rekstur viðkomandi fyrirtækis að gera, hann gæti aldrei staðið undir slíkum tölum,“ sagði Þorsteinn. „Hins vegar tel ég ljóst að Þor- móður rammi hefur ekki verið seld- ur á háu verði en þó er mest gagn- rýni vert hvernig staðið var að söl- unni. Það hefði örugglega verið hægt að starfrækja þetta fyrirtæki áfram á Siglufirði án þess að gera það með þessum hætti. Það má til samanburðar benda á söluna á Hafþóri. Þar beitti sjávarútvegs- ráðuneytið mun faglegri vinnu- brögðum," sagði hann -Hefði Samheiji verið tilbúinn til að kaupa fyrirtækið fyrir hærra verð en heimamenn keyptu fyrir? „Ég hefði ekki haft áhuga,“sagði Þorsteinn. Mat Ríkisendur- skoðunar nokkuð rétt -segir Guðmundur Malmquist, forsljóri Byggðastofnunar „Það má skoða þetta mál frá ólíkum sjónarmiðum en mér finnst samt Ríkisendurskoðun taka hógværlega á þessu og meta fyrirtækið nokkuð rétt,“ sagði Guðmundur. „Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að ríkið hefur ekki fengið arð af þessari eign sinni á undanförnum árum. Aðstæður eru samt að breytast hjá sjávarútvegs- fyrirtækjum og það verður fróðlegt að sjá þetta fyrirtæki borið saman við ársreikninga Útgerðarfélags Akureyringa ef nýju eigendurnir munu skrá Þormóð ramma á hluta- bréfamarkaði, eins og þeir hafa lýst yfir. Þau vandamál sem snúa að Byggðastofnun, í sambandi við kvótamál, eru aðallega áhyggjur okkar gagnvart kynslóðaskiptum á þessum sjávarútvegsstöðum þegar fyrirtækin eru í höndum fárra ein- staklinga. Út frá því sjónarmiði finnst mér að fjármálaráðherra hefði mátt hugsa sig betur um,“ sagði hann. Guðmundur benti á að málið ætti sér ýmsar hliðar. „Þormóður rammi hefur sótt æði mikið fjár- magn til ríkisins í gegnum árin og var mál að linni,“ sagði hann. Söluverð bygg- ist á framtíðinni -segir Sigurður Stefánsson endurskoðandi „Mér finnst mat Ríkisendurskoðun- ar hógvært og heldur í lægri kantin- um. Ef litið er á eignamatið má deila um virði kvótans, en það hef- ur rokkað á bilinu 120 - 140 krqn- ur kílóið," sagði Sigurður. „Það er erfitt fyrir endurskoð- endur að ákveða söluverð þegar búið er að gefa upp hver er kaup- andinn. Endurskoðendurnir, sem veittu ráðherra ráðgjöf, hljóta að hafa verið í vanda vegna þessa, en þarna eru menn að kaupa sig inn. í auðlindina. Hvað er hægt að gefa fyrir hana? Söluverðið hlýtur að byggjast á framtíðinni. Það má ekki aðeins horfa á fortíðina við svona mat. 6.000 tonna kvóti sem fylgir skipunum, ásamt frystihúsi, er mjög þægileg eining sem hefði mátt selja fyrir gott verð. Vandinn er sá víða út á landi, að hús af sambærilegri stærð og Þormóður rammi eru kannski með 1 - 2.000 tonna kvóta og þau lenda í vanda,“ sagði hann. Sigurður sagði að eftir að ríkis- sjóður færði skuldir fyrirtækisins niður um tæpar 400 milljónir á síðasta ári væri skuldabyrði þess ekki mjög erfið. „Arðsemisútreikn- ingur Ríkisendurskoðunar miðar við 10% arðsemi og þá er fyrirtækið 300 milljóna króna virði. Þjóðhags- stofnun gerir ekki ráð fyrir nema 3 - 6% arðsemi í þessari atvinnit- grein.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.