Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 47
MQRGUNBLAÐIÐ -FI.MMTUDAGUR 3I. JANUAR 1991
47
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
_L _______i__J____i _i__i_____J—T_____i
HORNSÓFINN
Ný íslensk framleiðsla sem kemur þér í sólskinsskap
Friður getur verið of dýru verði keyptur
Til Velvakanda.
Það er vonandi að þeir sem taka
að sér að kenna börnum allt um
frið, gleymi ekki að kenna blessuð-
um börniinum, að ofbeldi og yfír-
gangur eru oft orsakir stríðs. Ef
enginn sýnir ofbeldi, þá er hægt
að varðveita friðinn.
í mínu ungdæmi gengu menn
um alla heimsbyggðina, og boðuðu
fagnaðarerindi Karls Marxs með
byltingu, þá fögnuðu friðardúfurn-
ar og sáu ekki eftir mannslífunum.
Þegar Hitler hafði verið sigraður
þá áttu Sameinuðu þjóðirnar að
halda uppi lögum og reglum í
heiminum. Allar smáþjóðir gátu
verið öruggar, því ef á þær yrði
ráðist, þá kæmu Sameinuðu þjóð-
irnar til bjargar. Þetta hafa þær
svikið í áratugi. Stríð hafa geysað
hér og þar, þangað til einn fantur-
inn enn ætlaði að loka á olíuna,
þá loksins tóku þær við sér, og
nú berst allur heimurinn við slátr-
arann frá Bagdad.
Hvað meina friðardúfurnar
núna? Austur-Evrópa liti öðruvísi
út núna ef Sameinuðu þjóðimar
hefðu tekið í taumana 1956 þegar
ráðist var inn í Ungveijaland.
Saga Caucescus væri öðruvísi,
mengunin minni og fólkið hraust-
ara.
Hér á landi gerðist það að frið-
ar- og þjóðfrelsisfylking Þjóðvilj-
ans heimtaði lögregluvernd við rit-
stjórnarskrifstofurnar svo að þeir
í rólegheitum gætu lofað og prísað
innrásina og dáðst að stjórnarað-
gerðunum í Kreml. Ef Vaka, félag
lýðræðissinnaðra stúdenta, hefði
ekki unnið kosningarnar um
haustið 1956 hefði lsland verið
eina landið í veröldinni þar sem
ekki voru mótmæli við rússneska
Ánægjuleg heimsókn
Til Velvakanda.
Við fengum ánægjulega heim-
sókn i Hjallaskóla í byrjun desem-
ber.
Þá kom leikhópur úr Þjóðleik-
húsinu undir stjóm Þórhalls Sig-
urðssonar og sýndi Næturgalann
eftir H.C. Andersen. Svo frábær
var sýningin að hún höfðaði jafnt
til 1. sem 10. bekkinga. Yngri
nemendur hrifust af efni ævintýr-
isins og eldri nemendur jafnframt
af einfaldari, hugmyndaríkri sviðs-
mynd.
í framhaldi af sýningunni settu
9. bekkingar leikþætti úr ævintýr-
um H.C. Andersen á svið á dönsku
fyrir foreldra nú í janúar. Nem-
endaráð hefur eindregið óskað eft-
ir leiklistarnámskeiði í tómstund-
atilboði.
Það er von okkar að leikhópum
verði áfram gert kleift að heim-
sækja skólana og þannig ýta und-
ir eigið fmmkvæði nemenda á sviði
leiklistar og tjáningar. s.G.
Hver er höfundurinn?
Þá herrann í minna hátta líki
hér um gekk í jarðarríki
og lærisveinar um fold honum fylgdu,
sem fremur sjaldan orð hans skildu.
Greint er þá setti hann gjaman fundi,
á gðtum og strætum best hann undi,
því himins í augliti alla daga
menn orðunum fijálsar og betur haga.
Því mátti heyra á hversdags svæði
af heilögum munni hin æðstu fræði.
í dæmum og líkingum mjög svo margt tjáði,
i musteri torg hvert svo breytast náði.
Eitt sinn gekk hann í anda rór,
til einhverrar borgar og með þeim fór,
þá sá hann i götunni að eitthvað skein á,
þar undan dottin hálfskeifa lá.
Við sankti Pétur svo hann kvað:
Samstundis taktu upp skeifubrot það.
En Pétur var ei til vika þá,
svo vakur draumgáll var honum á.
Hann vék því til hliðar og leið fram hjá lagði
og lét sem hann heyrði ei hvað Drottinn sagði.
En Drottinn með langlundar gæsku geði
af götu það skeifubrot hirða réði
og síðan ei þesskonar sinnti meir,
en sem inn í borgina komu þeir,
hann inn í smiðju til smiðs sér brá
og seldi þar brotið fyrir aura þijá.
Síðan um sölutorg eitt þeir fóru,
þar sá hann að kirsber á boðstólum vóru.
Af þeim keypti hann svo þar um bil,
sem þrir aurar gátu hrokkið tii.
Á heimleið þeir fóru um auðnar vegi,
en eldheit skein sól á heiðríkum degi,
svo fyrir einn vatnsdrykk utan efa
menn allmikið hefðu til viljað gefa.
Á undan gekk Drottinn ljúfur með létta
og lætur eitt kirsber óvænt detta.
Þá hljóp til Pétur og hirti berið
sem hefði það ljómandi gullepli verið.
Og eftir þeim beijum, sem ört nú hrundu
hann oft lét hann bogra niður að grundu.
Svo vel lengi strit hans vara náði,
uns viðmóts blíðastur Drottinn tjáði:
Hefðirðu í tíma hreyft þig Pétur,
þá hefði allt fallið ijúfar og betur.
Sá lítið ei þyggiif, né því vill sinna
oft þola má strit fyrir annað minna.
Kvæði þetta lærði ég í bernsku
fyrir sjötíu árum. Hef rifjað það
upp með iöngum millibilum. Það
hefur af einhveijum ástæðum orð-
ið mér hugstætt, fundist það fal-
legt og lærdómsríkt og vel ort
meir en í meðallagi. Ekki er mér
kunnugt að þessa sögu sé að fínna
í Nýja testamentinu eða öðrum
ritum er ég hef séð, en allt um
það er þetta vel kveðið. Spurt hef
ég fróða menn þar á meðal nokkra
presta en enginn kannast við að
hafa heyrt. Vera kann að ég fari
ekki að fullu rétt með kvæðið,
vona þó að ekki skeiki miklu.
Vonandi kemur höfundur í leitirn-
ar.
Ragnar Halldórsson
---------------
Væri skyn-
samlegast
að hætta?
Til Velvakanda.
Mér leist ekki nógu vel á þau
fimm lög sem kynnt voru í Söngva-
keppni sjónvarpsins um síðustu
helgi og ekki var sviðsframkoman
uppá marga fiska. Margir hafa
sjálfsagt verið bjartsýnir vegna vel-
gengninnar í fyrra en ég efast um
að sú bjartsýni sé lengur til staðar.
Vonandi verða seinni lögin fimm
þó betri.
Ekki veit ég hvað það kostar
okkur að taka þátt í Evrópusörigva-
keppninni en sé það veruleg upphæð
teldi ég skynsamlegast að hætta
þátttöku. Það er ekki hægt að
leggja út í keppni þar sem hæpið
er að við náum einu sinni 16. sæti,
betur heima setið að mínu áliti.
Hinn frábæri árangur sem okkar
fólk náði í fyrra verður víst ekki
endurtekinn.
Áhorfandi.
sendiráðið. Time Weekly sagði frá
mótmælunum hvaðanæva að. Allir
frönsku þingmennirnii' fóru í mót-
mælagönguna og herforingja-
stjórnir í Suður-Ameríku mót-
mæltu líka, því að þær ráðast ekki
á nágranna sína.
Nú segir vonandi enginn að inn-
limun Eystrasaltsríkjanna sé fagn-
aðarefni, því þá urðu engar blóðs-
úthellingar. Nú sér heimurinn að
friðurinn getur verið of dýru verði
keyptur. Orrusturnar við Maraþon
og Salamis borguðu sig því að
gríska menningin hélt velli.
Húsmóðir
FLORIDA homsófinn er fáanlegur í
mismunandi stserðum og í úrvali áklæða
s.s. bómul, leður og leðurlM
o|Ȓ
&
húsgögn
SÝNINGARSALUR, BÍLDSHÖFÐA 8, SÍMI: 686675
AUGLYSING
Kolaportið:
Síbreytilegt og
alltaf spennandi
Kolaportið er nú að verða tveggja ára gamalt og ekkert lát virð-
ist vera á vinsældum markaðstorgsins. Þangað koma á hverjum
laugardegi á annað hundrað söluaðilar með hinn fjölbreyttasta
varning og ekki stendur á áhugasömum kaupendum, því talið er
að fjöldi gesta sé um 15.000 að meðaltali.
Kolaportið breytir sífellt um svip og
varning á hveijum' laugardegi, því
flestir seljendur eru nýir og aðeins
örfáir teljast til fastra seljenda, sem
hafa verið með frá upphafí. „Þannig
viljum við líka hafa þetta," segir
Helga Mogensen, stjórnandi Kola-
portsins. „Urvalið þarf stöðugt að
breytast svo fólk geti alltaf fundið
eitthvað nýtt og spennandi, þó það
komi í Kolaportið á hveijum laugar-
degi.“
Eitthvað fyrir alla
Sælgæti, harðfiskur, gi'ænmeti og
hákarl er meðal þeirrar- matvöru,
sem alltaf má finna í Kolaportinu
og þar bjóða Kiwanismenn líka upp
á ný brauð og kökur til styrktar
sínum málefnum. En næstu laugar-
daga má þar einnig finna stóran
bókamarkað með yfir þúsund bó-
katitlum frá tíu útgefendum, bása
með blómum og pottaplöntum, húsá-
höldum, leikföngum og handverk-
færum, svo eitthvað sé nefnt.
Skipulagt stjórnleysi
„Við höfum tekið þá ákveðnu stefnu
að vera með sem minnsta afskipta-
semi af seljendum í Kolaportinu,"
segir Helga Mogensen, „og má segja
að við ástundum þannig skipulagt
stjórnleysi. Seljendur eru hér á eigin
ábyrgð og geta selt hvað sem er,
innan ramma laga og velsæmis, og
það hefur aldrei komið til neinna
vandræða í þeim efnum.“
Markaðssala er jafngömul mannin-
um en hefur lagað sig að breyttum
tímum. í kolaportinu fná að jafnaði
finna fjölmarga sölubása með notuð-
um munum, skrýtnum hlutum, sem
dregnir eru niður af háalofti, drasl
í sumra augum en fjársjóður í augum
annarra. En þar er einnig saman-
safn af sölubásum sem bjóða nýja
vöru, allt frá nauðsynjavörum til
skemmtilegs óþarfa.
Ótrúlega skemmtileg
sölustemmning
Það hefur oft verið sagt um íslend-
inga að þeir séu miklir kaupahéðnar
og innflutningsfyrirtæki séu rekin
hér í öðrum hveijum bílskúr. í kola-
portinu gétur hinn venjulegi íslend-
ingur fengið útrás fyrir kaupsýslu-
langanir sínar með lítilli fyrirhöfn,
en það hefur einnig færst í vöxt að
reynd og gamalgróin fyrirtæki leigi
þar sölubása.
„Fólk kemur á markaðstorg með
öðru hugarfari en í venjulegar versl-
anir og í kolaportinu skapast alveg
ótrúlega skemmtileg sölustemmn-
ing,“ segir Sævar Svavarsson, for-
stjóri Normex. „Við höfum oft verið
með kynningar í Kolaportinu og ár-
angurinn er mjög góður“.
Beinn innflutningur í
Kolaportið
Nú er einnig farið að bera á því að
fyrirtæki séu jafnvel stofnuð með
aðsetur í Kolaportinu, þannig að
vörur eru sérstaklega fluttar inn til
sölu þar. Innflytjendur selja þannig
vörur sínar beint til neytenda með
lágmarkskostnaði og allir njóta góðs
af. „Hér í Kolaportið fæ ég fleiri
viðskiptavini á einum degi en alla
vikuna í verslun við Laugaveginn
og allur kostnaður, t.d laun og húsa-
leiga, er aðeins brot af því sem ann-
ars væri,“ segir einn slíkur innflytj-
andi.
Gullkeðjur í metratali
í einum sölubásnum getur fólk valið
sér ekta gullhúðaðar hálskeðjur,
armbönd og öklabönd í hvaða lengd
sem er af tuttugu mismunandi gerð-
um, sem Lísa Ingóifsdóttir gengur
frá á staðnum. „Þetta eru vandaðir
og fallegir skartgripir með 14 kar-
ata gullhúð, sem framleiðandinn
ábyrgist ævilangt,“ segir Lísa, sem
hefur varla undan í afgreiðslunni.
Verkfæri á Kolaportsverði
A markaðstorgum erlendis má jafn-
an finna sölubása með ódýrum hand-
verkfærum. Nú eru komnir þrír slíkir
í Kolaportið þar sem hægt er að
birgja sig upp af öllum mögulegum
handverkfærum fyrir lítinn pening.
„Nú fara karlarnir að draga konurn-
ar í Kolaportið," varð einum við-
skiptavininum að orð,i þar sem hann
stóð með fangið fullt við einn verk-
færabásinn.
Handagangur í öskjunni
Vaskurinn er hið besta mál
Virðisaaukaskatturinn ætti ekki að
fæla neinn frá því að fá sér sölubás
í Kolaportinu, því allar skattareglur
eru mjög einfaldar, að sögn Helgu
Mogesen. „Þeir, sem selja notaða
muni, þurfa ekkert um virðisauka-
skattinn að hugsa og ekki heldur
þeir, sem selja fyrir minna en
155.000 krónur. Verslanir og önnur
fyrirtæki þurfa hins vegar bara að
taka þetta inn í venjulegt uppgjör
sitt, svo þetta er ekkert mál.“
Agæt gróðavon
Það er lítil áhætta því samfara að
fá sér sölubás í Kolaportinu, því fyr-
irhöfnin og kostnaðurinn er lítill.
Vnejulegur sölubás, á stærð við bíla-
stæði, kostar 3.800 krónur, en minni
bás 2.800. Borð og fataslár er hægt
að fá leigðar á staðnum á 500 krón-
ur, en auðvitað getur fólk komið
með slíka hiuti sjálft.
„Mér finnst sjálfsagt að taka til öðru
hveiju og koma því í verð, sem
maður vill ekki eiga,“ segir Heiga.
„Og það er ánægjulegt að sjá alls
konar fólk koma hingað og fá jafn-
vel tugþúsundir í vasann fyrir alla
vega hluti, sem það hefði annars
bara hent. Þetta gæti t.d. verið fast-
ur liður hjá saumaklúbbum sem
gætu svo gert eitthvað sniðugt fyrir
afraksturinn. Klúbbar eða vinahópar
geta slegið sér saman um einn eða
fleiri bása og venjulega skemmtir
fólk sér alveg konunglega við þetta.“
Kolaporlið - vinsæll samkomustaður á laugardögum