Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 13 Gamanmálin lengi lifi eftir Sigurjón Valdimarsson Helga Thorberg, dálkahöfundur og leikari. Nú er orðið alllangt síðan þú sendir mér línu í Morgunblaðinu og ég er orðinn æði seinn til svars. Því er þó ekki um að kenna að ég virði þig ekki svarsins, heldur ber ég fyrir mig hefðbundinni afsökun pennalatra manna, þeirri að annir síðustu vikna fyrir jól hafi aftrað mér. Ég bið afsökunar á seinagang- inum. í minningu minni stendur glögg mynd af ömmu minni sem viturri konu. Hún átti það til, gamla kon- an, að segja um andlegt atgervi þessa undirritaðs dóttursonar síns: „Ekki er vitið meira en guð gaf.“ Því rifja ég þetta upp hér að ég verð að viðurkenna — nú sem stund- um áður — að vit mitt nægir ekki til að skilja allt sem mér er ætlað að skilja. Undir það fellur bréfið sem þú sendir mér í Mogga 20. nóvember sl. Ég skil t.d. ekki enn, þrátt fyrir ábendingu þína, að í bréfi mínu til þín hafi ég haft í frammi „svona munnsöfnuð", sem vafamál er að sé svara verður. Mér er líka hulið hver sé kjarni málsins, fyrst bréfið mitt var ekki um hann. Síst af öllu skil ég hvað þú meinar þegar þú skrifar: „Þú hefur kannski ætlað mér það skítverk að birta hér nokkur sýnishom úr Sjómannablað- inu. En ... ég læt ekki_ draga mig niður á jafnlágt plan.“ Á hinn bóg- inn er mér nokkuð Ijóst hvað þér liggur á hjarta í klausunni: „Þarna er ritstjórinn einungis að reyna að bæta skáldlegu ívafi við jafnréttis- lega ímynd sjálfs sín,“ og aðrar viðlíka hugleiðingar þínar um mína persónu og skoðanir. Þar sem sú staðreynd liggur fyrir að við höfum engin persónuleg kynni haft hvort af öðru, er útilokað að þar metir þú af þekkingu. Því sýnist mér lík- legast að þar farir þú þá troðnu slóð að afbaka, mistúlka og snúa út úr orðum viðmælandans þegar þig þrýtur rök, enda þótt þú segir í næstu millifýrirsögn: „Við eigum að virða manneskjur." Kjarni málsins Ég skildi Bakþanka þína svo að kjarni máls þíns væri að í gaman- málaþættinum Frívaktinni í Sjó- mannablaðinu Víkingi væri birt klám, sem væri niðurlægjandi fyrir konur og sjómenn og bæri að stöðva. Jafnframt taldi ég mig gera grein fyrir því í svari mínu að mín skoðun væri á öndverðum meiði við þína. í Frívaktinni eru birt gaman- mál af ýmsu tagi, þar á meðal um nánustu samskipti kynjanna. Ég benti á að gamanmál af því tagi mætti finna í skráðum heimild- um langt aftur í aldjr, bæði í bundnu og óbundnu máli. Ég lít ekki á slík gamanmál sem klám og sé ekki ástæðu til að þessi stóri þáttur mannlífsins ætti að vera undanþeg- inn gamansemi öðrum fremur. Eg hef meira að segja fýrir satt að opin umræða um kynlíf, hvort sem er í gamni eða alvöru, hafi hjálpað mörgu fólki til að losna við fordóma og hömlur, sem þröngsýnir og skyn- helgir siðferðispostular hafa skap- að, og öðlast þannig hamingjusam- ara líf. Þess vegna hafna ég því algjörlega að gamanmálin í Frívakt- inni séu niðurlægjandi fyrir einn eða neinn, enda falla þau ekki undir skýringu á orðinu klám, í þeim orða- bókum sem ég hef undir höndum. Þar segir að orðið klám þýði gróf orð eða klúryrði, en ekkert stendur Sigurjón Valdimarsson „Það væri nefnilega illa komið fyrir þjóð sem tæki sjálfa sig svo há- tíðlega að gamansemi um lífið og tilveruna væru forréttindi ör- fárra manna með snilli- gáfu.“ um að gamanmál um kynlíf falli undir þá skilgreiningu. Staðreynd er að margir af helstu listamönnum þessarar þjóðar, og reyndar alls heimsins, hafa tekið kynlífið fyrir í verkum sínum, hver á sinn hátt í gamni eða alvöru, og heimurinn dáist að verkum þeirra. Er það ekki svo að listamenn endur- spegli hugsanir og gerðir fjöldans og klæði í listrænan búning? Því endurtek ég spurninguna sem þú komst þér hjá að svara: Eru gaman- mál um kynlíf list og menning ef viðurkenndur listamaður fjallar þar um, en klám og refsivert athæfi ef almúgamaður sem ekki hefur yfir snilligáfu listamannsins að ráða, segir söguna eða yrkir vísuna? Mig grunar að mat okkar hreinlífra sálna byggist á þessu. Þessháttar dóma kalla ég skinhelgi, sýndar- mennsku og snobb, ef ekki hreina og tæra heimsku. Það væri nefni- lega illa komið fyrir þjóð sem tæki sjálfa sig svo hátíðlega að gaman- semi um lífíð og tilveruna væru forréttindi örfárra manna með snilligáfu. Þetta var að mínu mati kjarni málsins. Ekki vil ég gera þér upp skoðanir, en hafi ég ráðið rétt í rúnir bréfsins þíns, hefur þú þar skapað nýjan kjarna, sem ég hef ekki skopskyn til að taka létt á. Um skítverk Eins og fram kom hér að framan skil ég ekki við hvað þú átt þegar þú skrifar að þú látir ekki draga þig niður á svo lágt plan að þú farir í slík skítverk að birta sýnishorn úr Sjómannablaðinu Víkingi. Ef skítverkin eru í því fólgin að svara mér uiri hvort vísumar sem ég lét fylgja með í bréfínu til þín séu list eða „lágkúrulegir hallærisbrandar- ar“ og höfundarnir listamenn eða lágkúmlegir og hallærislegir klám- kjaftar, er rétt að upplýsa þig um hveijir höfundarnir em. Þeir eru, í sömu röð og vísurnar: Kristján Eld- járn, einn ástsælasti og virtasti ís- lendingurinn á þessari öld, Þura í Garði, Bólu-Hjálmar og mjaltakona, sem mér hefur ekki tekist að hafa upp á hvað hét. Þú hefur kannski gaman af að vita um örlítinn mein- ingarmun sem kom upp á ritstjórn Moggans, þegar ég kom með grein- ina þangað. Mogginn er sómakært blað og birtir ekki klám. Þessvegna hafnaði starfsmaður þar greininni á þeirri forsendu að vísurnar væru klám, en ritstjóri úrskurðaði að þær væru svo snilldarlega ortar að ekki væri stætt á að neita að birta þær. Ef þú á hinn bóginn ert að rit- dæma Víkinginn í heild með þessu skítverkatali þínu, eins og helst lít- ur út fyrir, leyfi ég mér að fullyrða að þú vitir ekki hvað þú ert að dæma, frekar en þessi sonur þinn, sem þú kýst að blanda í málið. Það virðist nokkuð augljóst að hvomgt ykkar hefur lesið nokkuð í blaðinu annað en Frívaktina. Hefðuð þið gert það, vissuð þið nú að þar eru „ ... myndir af skútum og skipum og svo sögur frá sjómönnum,“ ásamt fjölbreyttu úrvali af öðru efni sjómönnum til fróðleiks og/eða dægradvalar. Þér til upplýsingar er rétt að geta þess að á síðasta ári kom Víkingurinn út á samtals 648 blaðsíðum. Þar af voru 15 merktar Frívaktinni. Á íjölda hinna 633 síðnanna eiga efni margir af ágæt- ustu sjómönnum, vísindamönnum, listamönnum og blaðamönnum þjóðarinnar, ásamt ýmsum öðmm áhugamönnum um sjómennsku, sjávarútveg og siglingar. Og þú lít- ur ekki smærra á sjálfa þig en svo að þú afgreiðir það sem skítverk, sem þú lætur ekki draga þig niður í, að vitna í þá. Það má mikið vera ef ekki finnst á þér óhreinindaarða eftir þetta skítkast þitt yfír menn og málefni sem þú þekkir greinilega ekki til. Ég læt þessu nú lokið. Við píslar- vætti þitt, innansvigafyndni og ann- að í þeim dúr nenni ég ekki að elta ólar. Ég geri því heldur ekki skóna að ég svari frekari skrifum frá þér um þetta efni, enda held ég að nú sé nóg skrifað af litlu tilefni. Höfundur er ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings. Nautnin að horfa á óperur... Hugleiðing í tilefni af Rígólettó Islensku óperunnar eftir Sigrúnu Davíðsdóttur Það hefur verið og verður vísast enn um hríð umdeilt hvort og þá hvernig eigi að halda uppi óperu- rekstri á íslandi. Hér er ekki ætlun- in að velta því máli upp, heldur aðeins að minna á að áður en ís- lenska óperan kom til sögunnar var stopult um ópemsýningar. Síðustu árin hafa ópemunnendur getað glatt sig við eina og jafnvel fleiri sýningar á ári, stundum góðar og jafnvel mjög góðar sýningar. Hvað sem um ópemreksturinn má segja, þá væri dauflegt ef horfið yrði aft- ur til fyrra ástands, þegar orðið er svo mikið af góðum, íslenskum söngvurúm, sem hafa haft tækifæri til að spreyta sig, ekki síst vegna tilurðar íslensku ópemnnar. Látum það hagræna í ópemflutn- ingi liggja milli hluta og hugum að tilfinningamálunum. Eftir hveiju er verið að sækjast, þegar farið er á óperusýningu? Þeir sem hafa ekki ánetjast ópemnautninni, tauta vís- Fyrra námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í Ten Sing-klúbbnum í Breiðholtskirkju og það síðara fyr- ir þá sem hafa áhuga á að vera með í Ten Sing í Áskirkju. Innrit- un . fer fram í Breiðholtskirkju fimmtudagpnn 31. janúar milli kl. ast eitthvað um að það sé fáránlegt að horfa á fólk syngja og"það uppi á háa c-i í stað þess að tala. Hvern- ig er hægt að trúa því að tæringar- veik stúlka rísi upp á dánarbeði sín- um, syngi hunderfiða aríu og líði svo útaf, eða að helsærð stúlka í strigapoka geri það sania? Það er hægt að afskræma allt með því að rífa hlutina úr sam- hengi. Það níðist enginn á listrænu gildi Njálu þó þar segi að Gunnar á Hlíðarenda stykki hæð sína í öll- um herklæðum, eða Grettlu þó Grettir hafí glímt við jafn óáþreifan- legan andstæðing og drauginn Glám. Ótrúverðug atriði rýra ekki listrænt gildi íslendingasagna. Sama má segja um óperur. Það sem gildir eru heildaráhrifin. Þegar við sjáum vel flutta og vel uppsetta óperu renna yfir sviðið, þá ánetjast áhorfandinn og trúir öllu sem þar ber fyrir augu og eyru. Þar rennur allt saman, efni og tónlist, sviðs- mynd og búningar, og myndar heild, sem er sönn í samhengi sínu, þegar vel er að staðið. 17.00 og 20.00 og í Áskirkju fyrir seinna námskeiðið fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17.00 til 20.00. Nánari upplýsingar eru veittar á aðalskrifstofu KFUM og KFUK, Holtavegi, og á skrifstofu ÆSKR, Laugameskirkju. ■ ‘ ' í Íi'L v’ l J ) ; (Fréttatilkynníng) Sálarhreinsandi tilfinningahiti Eitt af því sem einkennir mörg meginverk óperubókmenntanna, óperur tónskálda eins og Verdis, Wagners og Puccinis, eru þungar og ólgandi ástríður, tryllingsleg og blind ást, kæfandi hatur, óheft reiði. Það er ekki nema um ein öld, gróf- lega sagt, síðan þessi verk voru samin. Samt eru þessar vellandi til- finningar óralangt frá rólegu og oft makindalegu lífí okkar flestra og það skrifar enginn, hvorki tónskáld né rithöfundar, verk nú undir þessi aldamót, sem eru svo bullandi af tilfinningum og þegar áðurnefnd tónskáld skrifuðu sín verk. En mannskepnan breytist tæplega á svo skömmum tíma. Þunglyndi er algengur kvilli og það getur meðal annars stafað af bældum tilfinning- um sem ekki fá útrás. Tilfinningalífið er örugglega jafn ákaft og forðum, en því eru settar þröngar skorður í daglega lífinu. Á sælustundum geta fæstir leyft sér að gráta og góla af fögnuði, því bömin geta orðið hrædd og ná- grannarnir kallað á lögregluna. Ef við reiðumst við okkar heittelskaða og langar að blóta honum í sand og ösku og óska honum norður og niður með háværum formælingum, er heldur ekkert svigrúm til þess af sömu ástæðum og áður eru nefndar, fyrir utan að við erum flest hrædd um að styggja viðkomandi með of óheftri framkomu. Hvað er þá eftir annað en að rausa og þusa yfir tannkremstúbunni, yfir því að eldhúsgólfið sé ekki nógu vel þveg- ið eða yfir öðru því sem skiptir auðvitað engu máli, en er nærtækt til ergelsis. Og ef við reiðumst yfir heimsku starfsfélaga er fátt annað til ráða en að tauta honum á bak við aðra. Ekki getum við lagt á ráðin um blóðuga hefnd. í þessu hvunndagsJega hfi á, lágu Sigrún Davíðsdóttir „En okkur er annt um óperurnar sjálfar, um tónlistina og allt það. Ef okkur er annt um að slíkri starfsemi sé haldið uppi, þá er ein- falt mál að koma þeirri ósk á framfæri. Það getum við best með því að sækja þær óperusýn- ingar sem er boðið upp nótunum getur það verið sálar- hreinsandi að setjast kvöldstund inn á óperusýningu og horfa og hlusta á þessar sterku grundvallartilfinn- ingar mannskepnunnar, ást, hatur, afbrýðisemi og illsku renna yfir sviðið og geta um stund andað og fundið til með persónunum á svið- inu, elskfið og hatað, inpijega og , fppdjð; ^terj^t til með þeim. Geta um stund látið tilfinningarnar reika eftir öllum skalanum inni í okkur sjálfum. Góð list hristir upp í þeim sem nýtur hennar og engin list- grein getur náð jafn öflugum tökum á þeim sem hennar nýtur og óp- eran. Þar er svo margt sem hjálp- ast að. Þegar vel tekst til, er augað glatt með sviðsmynd og búningum, góður leikur skilar textanum áleiðis og söngur og hljóðfæraleikur lyftir þessu öllu upp í æðra veldi. Sýnum áhuga með því að fylla stólana Hvert og eitt okkar getur vart gert upp við sig hvemig eigi að haga óperuflutnipgi á íslandi. Hvort ríki, borg eða báðir aðilar eigi að borga og hversu mikið og við hvaða skilyrði og hvenær og hvemig. Fæst okkar hafa kannski heldur áhuga á hinstu rökum þess máls. En okkur er annt um óperurnar sjálfar, um tónlistina og allt það. Éf okkur er annt um að slíkri starf- semi sé haldið uppi, þá er einfalt mál að koma þeirri ósk á fram- færi. Það getum við best með því að sækja þær óperusýningar sem er boðið upp á. Fara jafnvel tvisv- ar, ef okkur líkar vel.' Það er auðvelt að láta heillast af sögunni um krypplinginn Rígól- ettó, sem skríður fyrir hertoganum, bakar sér óvild hirðmanna og er að lokum hæddur og smáður, svipt- ur því eina, sem er honum kært í lífinu og því eina sem ljær lífi hans birtu og yl. Tónlist Verdis í Rígól- ettó hefur öll þau einkenni, sem gera hann svo heittelskaðan sem tónskáld. Hún er full af innihalds- ríkri fegurð, fyrir utan tilfinning- arnar og allt annað. Ef við viljum halda áfram að eiga kost á að heyra óperur hans og annarra tónsnill- inga, þá getum við sýnt það í verki, með því að sjá ágæta sýningu á Rígólettó, til styrktar óperuflutn- ingi á Islandi, en einkum og sér- ílagi til að hreinsa úr skúmaskotum eigin tilfinningalífs. Höfundur er fréttaritari , Morgupblflðsiifs í ,,, w , „ KaupmaimahÖfn. , ,íru->/ Skálholt: Ten Sing-námskeið í TENGSLUM við „Ten Sing“-átak KFUM og KFUK og kirlqunn- ar verða haldin námskeið í Skálholti helgarnar 1. til 3. febrúar og 15. til 17. febrúar. Á námskeiðinu verður unnið með söng, hljóð- færaleik, dans og leikræna tjáningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.