Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 37 „Tennur barna - okkar ábyrgð eftir Aðalheiði Auðunsdóttur Á undanförnum árum hefur fyrsti föstudagur í febrúar verið helgaður tannvernd í grunnskólum landsins. Þá er reynt með ýmsu móti að vekja áhuga nemenda á tannvernd og réttu mataræði, um- fram það sem gert er í daglegu skólastarfi. Tannverndarráð hefur m.a. staðið fyrir gerð fræðsluefnis sem notað hefur verið í þessu skyni í skólunum. Undir merkjum tannverndardags hafa síðan birst blaðagreinar með margs konar fræðsluefni og upplýs- ingum um tannheilsu okkar íslend- inga, foreldrum og almenningi til fróðleiks. Þar fyrir utan er ekki haldið uppi miklum áróðri til almennings um bættar neysluvenjur, heldur er forvarnarstarfi og fræðslu beint meir til barna og foreldra þeirra. Hér erum við e.t.v. komin að kjarna málsins. Mikilli orku er eytt í að leiða börnum fyrir sjónir að rétt fæðuval og reglubundnar mál- tíðir er forsenda góðrar tannheilsu og að „sífellt nart skemmir tenn- ur“. Það er hins vegar ekki trúverð- ugur boðskapur fyrir börnin ef neysluvenjur okkar fullorðna fólks- isn eru allt aðrar og ekki í sam- ræmi við það sem við boðum þeim. Börn taka meira mark á því sem fyrir þeim er haft en því sem við þau er sagt. Það var því vel til fundið þegar ákveðið var að í ár skyldi tann- verndardagur helgaður ábyrgð for- eldra og uppalenda á tannheilsu barna sinna. Auk þess legg ég til að vakin sé athygli á ábyrgð almennings, ábyrgð okkar allra á þeim fyrir- myndum sem við gefum börnum okkar í daglegu lífi. Það á ekki síst við um matarvenjur okkar. Oft er vitnað í slæmar neyslu- venjur stálpaðra barna og unglinga. Talað er um að mörg hver borði mat mjög óreglulega, sleppi gjarnan morgunverði en borði þess í stað lélegan skyndimat, mikið af sæl- gæti og gosdrykkjum. Segja má að þetta séu þær neysluvenjur sem alls staðar blasa við unglingum, fjöldi fólks hugsar lítið um á hveiju það nærist og gefur sér hvorki tíma til að annast innkaup eða eldamennsku á heimili sínu en grípur það sem hendi er næst, „eitthvað fljótlegt“. Ég er ekki með þessu að segja að fljótleg máltíð geti ekki verið góð máltíð. Það tekur t.d. varla meiri tíma en 30 mín. að matbúa fisk, kartöflur og gott grænmetissalat, enginn dregur í efa hollustu þeirrar mál- tíðar. En það eru skýr skilaboð til barna okkar ef við gefum okkur ekki tíma til að vanda fæðuval okk- ar 'vegna þess að við höfum svo margt annað mikilvægara að gera. Það __ er umhugsunarvert fyrir okkur íslendinga, sem viljum kalla okkur menningarþjóð, ef manneld- ismál okkar eru í slíkum ólestri að ekki þyki tiltökumál þótt börn og Skemmtikvöld í Bústaða- kirkju í kvöld SKEMMTIKVÖLD verður í Bú- staðakirkju í kvöld, fimmtudags- kvöld, fyrir unglinga. Allir ungl- ingar eru velkomnir. Skemmtikvöldið hefst kl. 20.00 og mun byggjast upp á léttum söng sem allir geta tekið þátt í auk þess sem nokkrir aðilar munu láta nokk- ur yel valin orð flakka. Á eftir verður opin sjoppa í safn- aðarheimili þar sem hægt verður að tylla sér niður, spjalla við vini og kunningja og e.t.v. kynnast ein- hveijum nýjum. Strætisvagnar nr. 6, 7 og 11 stoppa beint fyrir neðan kirkjuna og nr. 8 og 9 spölkorn frá. (Préttatilkynning) Aðalheiður Auðunsdóttir unglingar sæki stóran hluta nær- ingar sinnar í sjoppur. Það hefur mörgum foreldrum, sem flutt hafa til íslands með stálp- uð börn, brugðið illilega þegar þeir hafa staðið frammi fyrir því taum- Ieysi sem ríkir í neysluvenjum ungl- inga hér á landi. Margir gefast fljót- lega upp fyrir ofureflinu, því það er erfitt að vera metnaðarfullt for- eldri og synda á móti straumnum. Setjum okkur í spor uppalandans: Ég (foreldrið) vil barninu mínu vel. Ég vil að það fái gott uppeldi og verði hamingjusamt og heilbrigt til líkama og sálar. Þetta er örugg- lega ósk allra foreldra og upp- alenda, en við fáum ekki allar óskir uppfylltar og margt sem ekki stend- ur í okkar valdi að hafa áhrif á. Eitt af því sem ég vil barninu mínu til handa er að það geti skart- að heilum og óskemmdum tönnum á fullorðinsaldri. Til þess að svo megi verða þarf barnið að fá öll þau næringarefni sem byggja upp bein og tennur, allt frá því að það er fóstur í móðurkviði. Góð tann- hirða skiptir miklu máli, sérstaklega fyrstu æviárin. En er þetta nokkurt mál? Ung- barnaeftirlit og ráðgjöf til mæðra (foreldra) er með ágætum hér á landi og stendur öllum til boða, það er bara að viðkomandi kunni að fara eftir þeim ráðleggingum. Því eitt er að vita og annað að fara eftir því. Það skiptir miklu máli að móta frá upphafi hjá barninu góðar neysluvenjur. Börn sem alast upp við að borða hollan mat á regluleg- um matmálstímum verða einnig síður sælgætisfíkn að bráð. Þetta ætti að vera foreldrum og uppalend- um í lófa lagið og auðveldar þeim til muna að halda sömu neysluvenj- um þegar barnið kemst á unglings- árin, en þá reynir hvað mest á stefnufestu og vilja foreldranna. Sjálfsagt ætti að vera að börnin hafi skyldum að gegna á heimilinu. Það fer allt eftir aldri og þroska hvaða störf þeim eru falin. Víða er sá háttur hafður á, þegar börnin hafa náð unglingsaldri, að heimilis- fólk skiptist á að elda matinn og vinna önnur heimilisstörf. Pað þarf ekki mörg orð um hvaða æfingu unglingurinn fær með þessu móti. Nemendur grunnskóla eiga að fá kennslu í heimilisfræði í 1.-10. bekk. Markmiðið með kennslunni er m.a. að þeir fái undirstöðu í næringar-, neytenda- og vörufræði og læri að beita þeirri kunnáttu við að matreiða holla fæðu þannig að hún haldi hollustu sinni. Til þess að ná þessum markmiðum er nauð- synlegt að þau fái uppörvun að æfa sig heima og til að beita kunnáttu sinni. En þá má spyrja hvað þetta snerti kjörorð tannverndardaga. Sífellt kemut' betur í ljós þýðing hollrar fæðu til að fyrirbyggja margvíslega sjúkdóma og viðhalda góðri heilsu. Tannskemmdir er sjúk- dómur sem stafar af röngu matar- æði. Það ætti að vera metnaður hvet's foreldris að hjálpa börnum sínurn að temja sér reglulega lifnað- arhætti ásamt góðri tannhirðu. Hér þat f að inóta nýtt almenn- ingsálit, álit sem hafnar kæru- leysinu en setur ábyrgar neyslu- vettjur í öndvegi. Á síðasta ári var Lista- og menn- ingarhátíð barna haldin. Hátíðin fór fram í nýja Borgarleikhúsinu og var í alla staði hin glæsilegasta og að- standendum sínum til sóma þar til kom að veitingunum. Þá má segja að orðið hafi magalending á menn- ingunni, boðið var upp á súkkulaði- kubba og sykurdrykki sælgætis- fælnu foreldrunum, sem þarna voru viðstaddir, til sárrar gremju. Hér hefði mátt leyfa börnunum og kenn- urum þeirra að spreyta sig á að gera tillögur urn veitingar sem væru hollar og góðar. Ég tek þetta dæmi vegna þess að það sýnir svo augljóslega að við erum ekki sjálf- um okkur samkvæm þegat' kemur SÍFELLT NART V SKEMMIR J TENNUR að manneldismálum. Óþarft þykir að hugsa um hollustu þegat' við gerum okkur dagamun. Höfundur er námstjóri ílist- og verkgreinum (heimilisfræði). Gott fyrír meltínguna íslensk framleíðsla Dreifíng: Faxafell hf. símí 51775 ÞRÖSTUR OLAFSSON hefur á fjölbreyttum statfsferli og með framlagi sínu til þjóðmálaumræðunnar áunnið sér mikið traust og álit langt útfyrir raðir pólitískra samherja. Við undirrituð berum mikið traust til Þrastar og teljum að á Alþingi íslendinga muni kraftar hans og þekking nýtast þjóðinni vel. Hörður Zóphaníasson skólastjóri; stjómarformaður KRON Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar Halldór Björnsson varafonnaður Dagsbrúnar Leifur Guðjónsson í stjórn Ðagsbrúnar Ragna Bergmann fonnaður Verkakvennafélagsins Framsóknar Örlygur Geirsson skrifstofustjóri, fyn v. varaformaður BSRB Hildur Kjartansdóttir varaformaður Iðju, félags verksmiðjufólks Lára V. Júlíusdóttir framkvæmdastjóri ASI Bjarni P. Magnússon sveitarstjóri, fynverandi borgarfulltrúi Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri, fyrrv. borgarfulltrúi Ásgeir Jóhannesson forstjóri, í stjórn KRON Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri Smjörlíki-Sól hf. Óli Kr. Sigurðsson forstjóri OLÍS hf. Víglundur Þorsteinsson fonnaður Félags íslenskra iðnrekenda Ámi Kr. Einarsson framk væ mdastj óri Máls og menningar Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambands íslenskra Samvinnufélaga Þórður Sigurðsson verslunarstjóri Miklagarði Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins Magnús H. Magnússon fyrrverandi ráðherra Elías Kristjánsson forstjóri KEMIS l OPIÐ PROFKJÖR ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJAVÍK 2.-3. FEBRÚAR 1991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.