Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 25 Reuter George Bush Bandaríkjaforseti flytur stefnuræðu sína á bandaríska þinginu. Stefnuræða Bandaríkjaforseta; Segist viss um sigur án lang- varandi átaka Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti lofaði því í stefnuræðu sinni i fyrrakvöld að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra færu með sigur af hólmi í stríðinu fyrir botni Persaflóa og að Saddam Huss- ein íraksforseta tækist ekki tefja lyktir þess. Þetta er önnur stefnuræða for- setans frá því hann tók við emb- ættinu og var hún flutt á sameigin- legum fundi beggja deilda þings- ins. „Ég hef þá ánægju að skýra frá því í kvöld að stríðið gengur okkur í hag. Við höfum afstýrt því að írakar þoli langvarandi stríð. Fjárfestingar okkar, þjálfun og hernaðaráætlanir eru famar að skila sér. Saddam tekst ekki að bjarga sér með því að vinna sagðist telja að stríðið væri réttlæt- anlegt vegna hinnar alþjóðlegu samstöðu gegn hernámi Kúveits. „Þetta er stríð gegn ranglætinu, til að ná aftur landi sem hrifsað hefur verið brott. En stríð felur i sér eyði- leggingu og því standa engir uppi sem sigurvegarar." Einn vinstrisinnaður Saudi-Arabi sagði að andstaða við stríðið færi vaxandi á meðal skoðanabræðra sinna. Þeir teldu að Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra hefðu enga heimild til að sprengja írak í loft upp og að Bandaríkjamenn hefðu villt á sér heimildir hvað markmiðið með stríðinu áhrærði. Hann sagðist sérlega uppnæmur yfir fréttaflutningi bandarískra sjónvarpsstöðva sem nú er hægt að fylgjast með í Saudi-Arabíu því þar sæju menn tæknilega yfirburði Bandaríkjamanna í dýrðarljóma. Einnig hefði farið fyrir bijóstið á fólki að heyra Colin Powell, forseta bandaríska herráðsins, segja stefnt væri að því að loka íraska herinn af í Kúvæt og „ganga frá“ honum. tíma,“ sagði forsetinn. Þingmenn stóðu upp og klöpp- uðu í tvær mínútur þegar Bush lofaði framgöngu bandarískra her- manna í stríðinu og fagnaðarlætin urðu enn meiri er hann lofaði sigri. „Ég er fullviss um hvernig stríðinu lýkur. Við förum með sig- ur af hólmi til að friðurinn sigri,“ sagði hann. Bush tilkynnti einnig að ráðgert væri að takmarka geimvarnaáætl- un Bandaríkjanna - sem Sovét- menn hafa sagt hindra árangur í afvopnunarviðræðum - vegna þess hversu vel Patriot-gagnfiaug- arnar hafa reynst í stríðinu. „Eg hef mælst til þess að áhersla verði lögð á varnir gegn takmörkuðum árásum meðaldrægra eldflauga - hvaðan sem þeim verður skotið," sagði Bush. Forveri hans, Ronald Reagan, lagði til árið 1983 að geimvörnum yrði beitt til að koma í veg fyrir langdrægar eldflauga- árásir frá Sovétríkjunum. Forsetafrúin, Barbara, og eigin- konur Colins Powells, forseta bandaríska herráðsins, og Nor- mans Swartzkopfs, yfirmanns her- afla fjölþjóðahersins við Persaflóa, hlýddu á ræðuna af svölum þing- hússins. Ráðherrar í stjórn hans voru á fundinum, svo og hæstirétt- ur Bandaríkjanna og stjórnarer- indrekar, þar á meðal sendiherra íraks. Bush varð alls 52 sinnum að gera hlé á máli sínu vegna fagnað- arláta þingmanna, demókrata jafnt sem repúblikana. Flugfélög innan EB eiga í rekstrarerfiðleikum: Líkur taldar á undanþág- um frá samkeppnisreglum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. A FUNDI forstjóra flugfélaga innan Evrópubandalagsins (EB) með framkvæmdastjórn þess í Brussel í gær var fjallað um rekstrarerfiðleika flugfélaganna vegna styrjaldarinnar við Persa- flóa. Samkvæmt heimildum í Brussel hefur flugfarþegum innan EB fækkað um 30% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Fækkun far- þega yfir Norður-Atlantshaf er að- eins minni. Líkur eru taldar á því að EB samþykki að fresta um tíma aðgerðum til að tryggja heilbrigða samkeppni í flugi til að flugfélögin geti fleytt sér yfir erfiðasta hjall- ann. Fundinn með forstjórunum sátu framkvæmdastjórarnir Karel van Miert, sem fer með samgöngumál, og Leon Brittan, sem ber ábyrgð á samkeppni innan EB. Það þykir ljóst að eigi að forða flugrekstri í Évrópu frá umtalsverðum erfiðleik- um verði að gera félögunum kleift að vinna meira saman en nýsam- þykktar samkeppnisreglur EB gera ráð fyrir. Búist er við að fram- kvæmdastjórnin samþykki að flug- félögin hafi samráð um fækkun ferða á flugleiðum og þau geti í sumum tilfellum sameinað ferðir og skipt með sér tekjunum. Talið er líklegt að þessar undanþágur verði einungis heimilaðar til skamms tíma og þá taki reglur EB gildi aftur nema ástandið hafi ekk- ert batnað. Nýjar samkeppnisreglur EB frá síðasta ári banna alla sam- vinnu flugfélaga að þessu leyti. Reuter Hinn alþjóðlegi hálfviti Hinn umdeildi franski rithöfundur Jean-Edern Hallier býður hér til sölu vikublað sitt Hinn alþjóðlega hálfvita fyrir framan franska varnar- málaráðuneytið þar sem menn biðu eftir nýja ráðherranum Pierre Joxe sem tók við af Jean-Pierre Chevenement sem sagði af sér vegna Persaflóastríðsins. Fyrirsögn aðalfréttarinnar sem fjallar um stríðið gæti útlagst: „Bandarísku ofsóknirnar" Kafarar látnir rannsaka flak kóresku farþegaþotunnar Moskvu. Reuter. SOVÉSKA dagblaðið Izvestía hefur birt greinaflokk um atburð þann og aðdraganda þess þegar kóresk farþegaflugvél var skotin niður yfir Sovétríkjunum árið 1983. í síðustu greininni, sem birtist á þriðjudag, var greint frá því að kafarar hefðu verið látnir dvelj- ast klukkustundum saman undir yfirborði sjávar, nokkrum vikum eftir að vélin var skotin niður, í leit að einhveiju því er sannað gæti að vélin hefði verið í lyósnaflugi. Vélina, sem var í eigu Korean Airlines, var á leið frá Anchorage í Alaska til Seoul í Suður-Kóreu með 269 manns innanborðs. Vél- inni hafði verið flogið í nokkrar klukkustundir í sovéskri lofthelgi þegar heryfirvöld gáfu skipun um að vélin ætti að lenda og síðan um að skjóta hana niður. Fjórir kafarar lýstu bæði af hrifningu og hryllingi sem þeir upplifðu er þeir unnu á 174 metra dýpi Japanshafs í nærri mánuð. „Okkur var ekki sagt að ná í líkamsleifar, aðeins minnisblokkir, segulbönd, skjöl og svarta kass- ann,“ sagði einn kafaranna. „Okk- ur hafði aldrei verið sýndur slíkur kassi, við höfðum aðeins fengið lýsingu á því hvernig hann hætti að líta út.“ Kafararnir fundu lítið af líkamsleifum og þeim tókst ekki að koma neinum þeirra upp á yfirborðið. Atburðurinn varð til þess að samskipti risaveldanna stirnuðu til muna og var gagnkvæm tor- tryggni mjög ríkjandi í alþjóða- samskiptum, allt þar til Míkhaíl Gorbatsjov tók við völdum í Sov- étríkjunum. Sovétríkin og Kórea tóku upp stjórnmálasamband á síðasta ári og undirrituðu samn- inga um samvinnu og viðskipti. Nokkrir af viðmælendum íz- vestíu töldu að lítill fjöldi líka sem fundust tiltölulega óskemmd virt- ist benda til þess að aðeins hefði átt að líta svo út sem vélin væri í farþegaflugi og að líklega hefði mun færra fólk verið um borð. „Takið eftir takið eftir“ KALLKERFI BODKERFI Stórmarkaðir, stórfyrirtæki, vinnusvæði, íþróttabyggingar, sjúkrahús. Boðkerfi; hægt er að hafa tónlist, eða útvarp inn á kerfinu, jafnframt því að nota það sem kallkerfi. TÆKNIDEILD Simi: 691500 ö Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 Flýðu bandarískt skóla- kerfi og fóru til Islands Á SEYÐISFIRÐI eru búsett hjónin Edward og Louise Heite frá Camden í Delaware í Bandaríkjunum. I nýjasta tölublaði bandaríska vikuritsins Business Week birtist eftirfarandi lesendabréf frá hjónun- um undir yfirskriftinni „Eina von bandariskra skóla“. „Úttekt yðar á starfsmenntun í Bandaríkjunum hitti nákvæmlega í mark. („Hvers vegna ættum við að fjárfesta í mannauði?", sérstök umfjöllun, 17. desember.) Upp- bygging miðstýrðs kerfis, eins og þér leggið til, þar sem þlanda má bóklegum og verklegum fögum og þau eru metin jafnmikilvæg, hefur sannað gildi sitt í Evrópu. Það gæti einnig gefið góða raun í Bandaríkjunum, ef kennarar hefðu meiri áhuga á niðurstöðum en því að afneita eigin annmörkum. Þar til þessu rótgróna fyrirkomulagi verður breytt innanfrá er engin von til að almennri menntun í Banda- ríkjunum verði bjargað. Fjölskylda okkar flýði skóla í Delaware sem var í molum og við sendum barn okkar í almennan skóla á íslandi. Fyrir þá sem ekki hafa möguleika á að flýja eru róttækar breytingar eina svarið. Edward og Luise Heite, Seyðisfirði, íslandi, og Camden, Ðelaware.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.