Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1991 HRESSTU UPPÁ UTLITIÐ fclk í fréttum Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Þátttakendur á námskeiði um viðhald og viðgerðir húsa, ásamt leiðbeinendum, fulltrúum félag- anna og skólameistara FS. VIÐHALD 55 smiðir á námskeiði Vogum. Alls 55 húsasmiðir á Suðurnesjum tóku þátt í nám skeiði um viðhald og viðgerðir húsa, sem Iðnsveinafélag Suðumesja, Meistarafélag bygginga- manna á Suðumesjum og Fjölbrautaskóli Suður- nesja efndu til 21.-23. janúar. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru verkfræðing- amir Pétur Sigurðsson, Björn Marteinsson og Jón Sigur jónsson, Gestur Friðjónsson sem fjallaði um öryggismál og Hulda Ólafsdóttir um líkamsbeitingu. Talið er að viðhald húsa eigi eftir að aukast hér á landi eftir því sem meðalaldur húsanna eykst. Ef viðhald húsa hér á landi er 1,5-2,5% af stofnverði og talið er eðlilegt erlendis, nemur viðhaldskostnað- ur 12-21 milljarði króna á ári. Aðilarnir sem stóðu að námskeiðinu hafa ákveðið að halda framhaldsnámskeið um sama efni 4.-6. mars en þeir lýstu allir ánægju sinni með samstarfið. - E.G. Við bjóðum uppá: Húðhreinsun fyrir unglinga og aðra sem eru með óljireina húð. Andlitsböð fyrir þá sem vilja hreinsun og andlitsnudd. Fótaaógerðir fyrir þá sem líður illa í fótunum. Förðun fyrir þær sem vilja slá í gegn á árshátíðinni. Handsnyrtmg, litun, vaxmeðferð o.fl. Láttu nú verða af því að gera eitthvað fyrir þig. Hringdu og pantaðu tíma. Rakel Sigrún jóna Ath. Rakel er nýbyrjuð hjá okkur og veitir hún 20% afslátt af allri snyrtingu út febrúar. Snyrtistofan Laugavegi 163 Sími 629988 5^ Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 2. febrúar verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, í borgarráði, hafnarstjórn, stjórn sjúkrastofnana, stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins og bygginganefnd aldraðra, og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar. KANADA Vestur-íslensk kona verður öldungadeildarþingmaður Janis Guðrún Johnson hefur tekið sæti í öldungadeild stjórnarinn ar í Ottawa í Kanada. Hún er þriðji kanadíski „senatorinn“ af íslensk- um ættum. Fyrirrennarar hennar voru Willima Benediktsson og Gunnar Sólmundur Þorvaldsson. Janis Guðrún, öldungadeildar- þingmaður, er stjórnmálafræðingur og hefur hin síðari ár rekið eigið ráðagjafarfyrirtæki í Winnipeg og Toronto. Ilún hefur starfað innan vébanda íhaldsflokksins'í Kanada m.a. sem kosningastjóri Brian Mulroney, núverandi forsætisráð- herra Kanada, í kosningunum 1984. Janis Guðrún er Islendingur í báðar ættic. Hún fæddist í Winnpeg 27. apríl 1946. Foreldrar hennar eru dr. George Johnson, fylkisstjóri í Manitóba, og kona hans, Doris Blöndal Johnson. Janis dvaldist á íslandi og vann hjá Landsbanka Janis Guðrún Johnson, senator í Ottawa. íslands. Hún hefur starfð að félags- málum Vestur-íslendinga og á nú sæti íf íslendinganefnd ( og( vann ásamt öðrum að gerð kvikmvndar sem gerð var á vegum nefndarinnar er forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir; heimsótti Islendingabyggðir í kanadá.' ' * ' *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.