Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.01.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1991 41 Steingrímur Erlends- son — Minning Fæddur 1. mars 1919 Steingrímur var. Það var hrein un- Dáinn 25. januar 1991 un að vera með honum í fjalla- og Hér er kvaddur drengur góður, vinafastur og fram úr máta hjálp- samur. Hann lét sín eigin verk sitja á hakanum til að hjálpa öðrum, þó hann fengi litla eða enga borgun. Það var algert aukaatriði hjá hon- um. Margur naut hans hjálpar við húsbyggingar og lagfæringar af ýmsu tagi. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast míns kæra vin- ar og veiðifélaga, Steingríms Er- lendssonar. Vinátta okkar hefur spannað yfir því nær hálfa öld. Það er mikill söknuður að .sjá á bak svo traustum vini og ferðafélaga sem veiðiferðum. Sérstaklega eru mér minnisstæðar ferðir inn á Veiðivötn á fyrstu árunum þegar bílar kom- ust þangað upp. Reyndi þá á dug- lega og örugga ökumenn. Okkar kæra vin kveðjum við með sárum trega. Ég mun alltaf minn- ast míns trygga og góða félaga. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Megi sú hugsun hugga þau, hversu góður og hrein- skilinn maður Steingrímur var. Hvíli hann í friði Guðs. Haukur B. og fjöl- skyldan Glæsibæ 17. Minning: Guðbjörg Stígsdóttir Fædd 15. febrúar 1904 Dáin 13. desember 1990 Fimmtudaginn 20. desember 1990 var frænka mín, Guðbjörg Stígsdótt- ir, jarðsungin á Akureyri eftir kveðjuathöfn í Kópavogskirkju. Hún var fædd á Klyppsstað í Loð- mundarfirði 15. febrúar 1904 ogvar íjórða í röðinni af 5 börnum hjón- anna Magneu Guðrúnar Sigurðar- dóttur frá Yijum í Landsveit í Rang- árvallasýslu og Stígs Jónssonar frá Teigagerði í Reyðarfirði. Elstur systkina hennar var-Ingólfur, fæddur 26. apríl 1900, dáinn 20. október 1919, önnur Árný Sigríður, fædd 1. janúar 1902, þriðji Sigurður, fæddur 15. mars 1903, dáinn 20. október 191 og yngst var Stígrún Helga, fædd 11. júlí 1905, dáin 22. maí 1974. Nokkrum dögum eftir fæðingu Stígrúnar lést Stígur úr lungnabólgu og stóð ekkjan þá ein með 5 börn á aldrinum nokkurra daga til 5 ára. Systir Magneu, Sigríður, og maður hennar, Kristinn Björn Sigfússon, tóku þá Sigurð til fósturs og uppeld- is. Næstu 6 árin bjó Magnea á Klyppsstað með 4 böm sín og gekk sá búskapur vonum framar. Klypps- staður var kirkjujörð og annexía frá Dvergasteini í Seyðisfirði og var tvíbýli á jörðinni. Dvergastein sátu þá frú Björg Einarsdóttir frá Stakkahlíð í Loðmundarfírði og séra Björn Þoriáksson. 1911 var Magneu sagt upp jarðnæði á Klyppsstað og við ábúð tóku frú Elísabet Baldvins- dóttir frá Stakkahlíð og maður henn- ar, Hjálmar Guðjónsson. Frá Klyppstað flutti Magnea til Seyðisfjarðar með þær Árnýju og Stígrúnu. Ingólfur fór í Eiríksstaði á Jökuldal til Steinunnar Vilhjálms- dóttur og Einars Eiríkssonar, en Guðbjörgu kom Magnea fyrir hjá mótbýlisfólki sínu á Klyppsstað. Mik- ið óyndi setti að Guðbjörgu eftir brottför móður sinnar og systkina og naut hún hvorki svefns né matar. Loks sá Magnea sér ekki annað fært en að sækja bamið. Á Seyðisfirði hafði Magnea ekki að öðru að hverfa en stopulli og illa launaðri kvennavinnu og gekk henni illa að vinna fyrir þremur börnum. Endaði sú barátta með því, að hún lét tvær eldri telpurnar frá sér. Árný fór í Hauksstaði á Jökuldal og Guð- björgu var komið fyrir á Stórabakka í Hróarstungu hjá hjónunum Antoniu Jónsdóttur og Benedikt Kristjánssyni Kröjer. Á Stórabakka var Guðbjörg til 17 ára aldurs og undi hag-sínum vel. Minntist hún fósturforeldra sinna æ síðan með hlýhug og þakklæti. Fyrstu árin eftir að Guðbjörg fór frá Stórabakka var hún á Seyðisfirði í félagsbúskað með móður sinni og Stígrúnu. Þær Guðbjörg og Stígrún urðu fljótt mjög samrýndar og góðar vinkonur og hélst það trygga sam- band ávallt meðan báðar lifðu. Um eða rétt eftir 1930 fluttist Guðbjörg til Akureyrar. Stígrún hafði flutt þangað 1929 ásamt móður sinni, er hún giftist þangað. Hún og maður hennar, Jakob Lilliendahl, höfðu stofnað þar heimili fyrir sig og Magneu ömmu. Jakob var bókbind- ari ,og vann Guðbjörg nokkuð hjá honum á bókbandsstofunni en þess á milli var hún í vistum eða útivinnu þegar hún fékkst, svo sem síldarsölt- un eða í annarri fiskvinnslu. Hún var eftirsótt á heimili sængurkvenna vegna þess hve vandvirk hún var og þrifin og lagin við börn. Guðbjörg var lágvaxin, grönn, fín- gerð kona, hæg og prúð í fasi, vön- duð og orðvör. Hún var sparsöm, hagsýn og vandvirk, en seinvirk, svo orð var á haft. Kunningjarnir hentu gaman að orðaskiptum sem áttum sér stað milli hennar og einnar vin- konu hennar á síldarárunum. Þær vinkonurnar hittust skömmu eftir að báðar höfðu ráðið sig til síldarsöltun- ar og vinkonan sagði: „Ekki veit ég til hvers þú ert að ráða þig í síld Guðbjörg mín eins og þú ert sein og afkastalítil. Það veit ég, að þú verður varla hálfdrættingur á við mig í sölt- uninni." En Guðbjörg ansaði með hægðinni: „O-já, ég get nú sennilega búist við því, en það gerir ekki svo mikið til, ég eyði aldrei nema tveim- ur krónum á meðan þú eyðir fimm og hvernig sem það má nú vera, þá virðist þú lítið betur sett fjárhagslega en ég, þrátt fyrir allan dugnaðinn." Seinvirkni slna bætti Guðbjörg sér upp með hagsýni og gætni í fjármál- um og öllum framkvæmdum. Hinn 20. september 1942 giftist Guðbjörg Sigmari Hóseassyni, fædd- ur 6. júní 1900, frá Efstalandskoti í Öxnadal. Hann var áður giftur Hólm- fríði Kristjánsdóttur en hafði misst hana nokkrum árum áður en þau Guðbjörg kynntust. Nokkru eftir giftinguna festu þau kaup á litlu býli nálægt Reykjavík, Melstað í Vatnsendalandi, og bjuggu þar öll sín búskaparár. Mann sinn missti Guðbjörg 22. nóvember 1985. Þau hjón Guðbjörg og Sigmar áttu barnaláni að fagna, eignuðust þrjú mannvænleg börn. Elstur er Sigurð- ur Ingi, fæddur 20. mars 1942, ket- il- og plötusmiður, kona hans er Fanney Stefánsdóttir og eiga þau 4 böm og 2 barnabörn. Ónnur í röð- inni er Magnea Stígrún, fædd 12. júní 1943, sjúkraliði, gift Karli Mar- teinssyni. Börn þeirra eru 4 og barna- börn 3. Yngst er Guðlaug fædd 14. desember 1948, sjúkraliði. Hún var gift Lárusi Óskarssyni og eiga þau 2 böm, þau skildu. Sambýlismaður Guðlaugar nú er Hafliði Hafliðason og eiga þau 2 börn. Guðbjörg undi hag sínum vel á Melstað. Þar var sumarfagurt en nokkuð afskekkt á vetrum. Börnin gátum leikið sér innan um blóm og tré í garðinum á sumrin meðan hún dútlaði við gróðurinn. Þangað var gott að koma í heimsókn og spjalla í ró og næði við Guðbjörgu, sem var margfróð og kunni frá mörgu merki- legu að segja. Þó var jafnvel enn skemmtilegra að vera með henni á ferðalögum. Ferðagleði hennar var hreint smitandi og fróðleikur hennar um ýmsar sveitir og staði alveg ótrú- legur. Nú er þeim samverustundum lokið. Eftir stutta en harða sjúkdómsbar- áttu, sem lengst af var háð í heima- húsum, lést Guðbjörg á Borgarspíta- lanum 13. desember sl. Móðir mín, Árný, og ég og fjölskylda mín kveðj- um kæra systur og frænku með sökn- uði og þökk fyrir samfylgdina. Við vottum börnum hennar og fjölskyld- um þeirra innilega samúð. Ökkur er harmur í huga eins og þegar við misstum Stígrúnu frænku fyrir 16 árum. Þær elsklegu systur, Guðbjörg og Stígrún, voru traust mitt og fast- ur punktur i tilverunni á skólastigi mínu á Akureyri forðum daga. Þökk sé þeim báðum og blessuð sé minn- ing þeirra. Inga Björnsdóttir t Minningarathöfn um eiginmann minn, föður og son, DAGBJART MÁ JÓNSSON, sem fórst þann 25. nóvember sl., verður haldin í Áskirkju í dag, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 13.30. Jórunn Jóhannesdóttir, Jórunn Ólafsdóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dr. KATRÍNAR GUÐRÚNAR FRIÐJÓNSDÓTTUR. Maria Þorsteinsdóttir, Bo Gustafsson, Þorsteinn Rögnvaldsson, Lena-Karen Erlandsson, Herborg Friðjónsdóttir. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR vélstjóra, sem andaðist á Borgarspítalanum 24. janúar 'sl., verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Ólafur Sigurðarson, Ellen Einarsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Helga Rut Júliusdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN JÓNSSON, Álftamýri 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. febrúar kl.' 13.30. Sólveig Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför EINARS SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Leynisbraut 12, Grindavík. Guð blessi ykkur öll. Eiginkona, börn, foreldrar og systkyni. t Þökkum auðsýnda velvild og samúð við andlát og útför föður okkar, tendaföður, bróður og afa, GUNNARS MEKKINOSSONAR húsgagnabólstrara. Börn, tengdabörn, systkini og barnabörn. t Þökkum samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar GUNNARS S. GUÐMUNDSSONAR trésmiðs. Stefán Gunnarsson, Erla Guðjónsdóttir, Almarr Gunnarsson, Inga Ingvarsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og margskonar hjálpsemi vegna andláts og útfarar móður okkar, SIGNÝJAR BENEDIKTSDÓTTUR, Balaskarði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsliðs Héraðssjúkrahússins á Blönduósi. Fyrir hönd ættingja og vina, Björg, Elsa og Geirlaug Ingvarsdætur. Lokað - vegna jarðarfarar frá kl. 14.30-16.30. Hraunhamar, fasteigna- og skipasaia, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. Lokað Afgreiðslur Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 og Reykjavíkurvegi 66, verða lokaðar í dag, fimmtudaginn 31. janúar, milli kl. 14.30-16.30 vegna jarðarfarar ÁGÚSTS FLYGERING. Afgreiðslan á Strandgötu verður opin milli kl. 16.30-18.00. Sparisjóður Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.