Morgunblaðið - 20.02.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 20.02.1991, Síða 16
teei ítÁúflSER .os auoA«'iinveíiM aiðAjaiíuoflOM MORGUNBLAÐIÐ 'MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1091 U— Tölvuhorn í grunnskóla. Notaðar við lestrarnám og sögugerð. WCCE90: Frá sýningunni á WCCE90. Þarna er verið að sýna samtengingu LEGO-kubba og tölvu. Hlutum úr LEGO-kubbum er stýrt með tölvu- forriti. Alþjóðaráðstefna um tölvm* og skólahald anda í fjörutíu ár opnaðist nýr og spennandi heimur. Þá má ekki gleyma þeim kerfum sem í boði voru til notkunar í skóla- stofuna. Prime Computer sýndi fjöl- notendatölvu með tilheyrandi hug- búnaði, bæði fyrir stjómun og kennslu en margir aðilar aðrir sýndu nettengingar sem sérstaklega eru gerðar fyrir skóla. En það voru fleiri sýningar í gangi en þessi tækja- og tæknisýning. í eins konar hliðarsal höfðu skólar úr nágrenninu einn dag (eða hluta úr degi) hver til að sýna gestunum á hvern hátt tölvur voru notaðar við kennsluna. Þar komu fimm og sex ára böm með kennurum sínum og kennslan fór fram í Darling Harbour þann daginn. Einnig nemendur úr efstu bekkjum grunnskóla, t.d. verknámsbekkur sem sýndi kúnstir með AutoCAD og AutoSketch. Allt tekur enda og þegar ráðstefn- unni lauk var pakkað saman og flog- ið norður á bóginn til Brisbane. Við íslendingarnir fómm með öðram norðurlandabúum til fylkisins Que- ensland til að heimsækja skóla og kynnast með eigin augum hvernig tölvur era notaðar á hinum ýmsu skólastigum í landi andfætlinganna. Við heimsóttum einn barnaskóla, þrjá framhaldsskóla og einn háskóla, Bond University, sem hefur þá sér- stöðu að vera fyrsti og eini einka- rekni háskólinn í Ástralíu. Var okkur vel tekið og fengum við að fylgjast með kennslu og aðferðum. Sem - í Sydney, Ástralíu 9.-13.júlí 1990 Seinni grein eftirArnlaug Guðmundsson Ferðamálaráð íslands og flerri ' hafa vakið athygli á íslandi sem „ráðstefnulandi", þ.e.a.s. stað þar sem gott er og skynsamlegt að smala saman fólki til þess að ræða í nokkra daga um starf sitt og vandamál því tengdu. Það er „hið besta mál“ því vissulega er ísland „öðruvísi" og þess vegna kannske spennandi. í júlí sl. sótti ég hins vegar and- fætlinga okkar heim og var tilefnið alheimsráðstefna uin tölvur í skóla- starfi. Fyrir mér var Ástralía „öðrav- ísi“ og ef vera skyldi að aðrir hefðu gaman af því að lesa um hvemig þarlendir halda ráðstefnur bið ég þá hina sömu að halda áfram að lesa því um það fjallar þessi grein. Allir sem staðið hafa í skipulagn- ingu mannamóta, þar sem þátttaka er ekki þekkt fyrirfram, hafa staðið frammi fyrir því vandamáli að spá. Og mikill sannleikur er fólginn í orðum hins danska Storm P.: „Það er erfitt að spá, einkum um fram- tíðina." Undirbúningurinn að ráðstefn- unni tók fimm ár. Framkvæmdin fimm daga. Og þegar mánuður var til stefnu áttu meira en fimm hundr- uð ráðstefnugestir eftir að skrá sig. En John Hughes, formaður skipu- lagsnefndar WCCE90, hafði haft fimm ár og það dugði, ég fullyrði að enginn ráðstefnugestur hafi orðið var við óróleika eða vandræði vegna þess að flytja þyrfti dagskrárliði úr einum sal í annan. Það hefur kannski skipt sköpum að John Hughes og Sandra Wills, formaður dagskrár- nefndar ráðstefnunnar, komu til Is- lands sumarið 1989 og tóku þátt í vinnuráðstefnu á vegum Skýrslu- tæknifélags íslands og Kennarahá- skólans! WCCE90 var haldin í Darling Harbour í Sydney, en það er nýtt ráðstefnusetur og verslanamiðstöð í miðborginni. IFIP, International Federation for Information Process- ing, sem Skýrslutæknifélag Islands á aukaaðild að, stóð fyrir ráðstefn- unni og var þetta fimmta ráðstefnan af þessu tagi sem haldin er og hin þriðja sem Islendingar sækja, mér vitanlega. Setning og slit ráðstefnunnar auk allra helstu fyrirlestra fóra fram í stóram sal sem minnti á grísk leik- hús að lögun. Aðalsalurinn virtist þó ekki vera hálfhringur og við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að allur salurinn var hálfhringur en honum hafði verið skipt í tvennt með létt- um, hljóðeinangrandi millivegg. Þannig fengust tveir salir og rúmaði annar u.bþ. 3.000 manns en hinn 1.500. Hljómburður var mjög góður og allur tæknibúnaður óaðfinnanleg- ur ef litið er fram hjá þeirri stað- reynd að þeir sem notuðu myndvarpa vora upp til hópa lengi að átta sig á því að hann var í raun bæði sjón- varpstökuvél og sýningartæki og því nokkuð flóknari í meðföram en venjulegur myndvarpi. Sem hluti af skráningu þátttak- enda var myndataka af hvetjum og einum. Voru myndimar teknar með sjónvarpstökuvél og vistaðar í tötvu. Þegar ég spurði til hvers ætti að npta myndimar var fátt um svör en það kom í ljós síðar. Á ráðstefnu- svæðinu vora nokkrar Macintosh- tölvur sem gestir höfðu aðgang að. Tölvurnar vora nettengdar og mátti sækja upplýsingar um eftirfarandi í sameiginlegan gagnabanka: Dagskrá ráðstefnunnar; þar var hægt að „fletta upp“ lýsingu á dag- skránni eftir dögum og tíma. Húsnæði: þar var hægt að sjá teikningu af salarkynnum, nöfn sala og fundaherbergja, staðsetningu símtækja, salerna o.þ.h. auk upplýs- inga um hvar hægt væri að fá mat og/eða kaffí. Þá var einnig sérstakt kort af sýningarsvæðinu og upplýs- ingar um staðsetningu sýnenda. Sydney; um var að ræða stutta kynningu á 20 til 30 þekktum stöð- um/byggingum í Sydney. Birtist lit- mynd af viðkomandi stað á sérstök- um hliðarskjá en upplýsingatexti á aðalskjá. Þátttakendur: hægt var að fletta upp í listanum yfir þátttakendur eft- ir nafni, eftimafni eða þjóðemi. Fá mátti mynd af viðkomandi fram á skjáinn. Einnig var mögulegt að leggja inn skilaboð til viðkomandi og var þetta mikið notað. Reyndar svo mikið að yfirleitt þurfti að standa í biðröð til að komast að tölvunum. Kerfi þetta var mjög einfalt í notkun en öryggið ekki haft í fyrirrúmi, all- ir gátu logið til um nafn og lesið skilaboð til hvers sem þeir óskuðu. Það vakti athygli mína að starfs- fólk Darling Harbour var mjög gæ- tið og hleypti ekki fólki inn í funda- sali éftir að fundir hófust nema þar sem engin hætta var á að umgangur truflaði. Þannig var hægt að „koma of seint" án þess að trufla. Einnig var mjög auðvelt að finna rétt fund- arherbergi þrátt fyrir að mörg væra í notkun samtímis og fólksfjöldinn mikill. Einungis þrír fyrirlestrar höfðu þá sérstöðu að vera einir á dagskrá. Annars vora þetta tveir upp í ellefu samtímis og var oft vandi að velja. Reyndar má segja að ráðstefnan hafi að hluta til verið safn nokkurra smærri sem fjölluðu hver um sig um afmarkaðra svið svo sem „Böm og skólastofan 90“, „Prolog Education Group 90“ og „Fjarkennsla 90“. Auk þessa vora í tengslum við WCCE90 haldnar „fyrir“- og „eftir“-ráðstefn- Greinarhöfundur um vetur meðal nokkurra fjallhressra grunnskólanemenda. Svipmynd frá Bond-háskólanum, fyrsta og eina einkarekna háskóla í Ástralíu. Hann er í grennd við ströndina „Surfer’s Paradise". „Það sem mér fannst at- hyglisverðast var sú breyting sem hefur átt sér stað frá því að tölvur komu fjnrst inn í skóla- kerfið. Ahersla er mun minni á kennslu í forritun en var, þó er LOGO und- antekning svo og Pascal í framhaldsskólum.“ ur. Annars vegar „National Perspec- tive on Computers in Education" sem haldin var á Nýja Sjálandi og hins vegar „Advanced Research on Computers in Education" sem haldin var í Japan. Hluti ráðstefnu af þessu tagi er sýning á ýmiss konar búnaði sem tengist því sem um er rætt. Samtals tóku þátt 68 sýnendur. Þar sýndu fyrirtæki eins og IBM, Apple, Mic- rosoft og Commodore en þessi fyrir- tæki voru aðal stuðningsaðilar WCCE90. Auk þeirra Prime Comp- uters, Atari Computers, Fujitsu, Toshiba, Autodesk, Kodak, Rank Xerox, LEGO Dacta og norska kirkju- og menntamálaráðuneytið svo nokkrir séu nefndir. Eins og gefur að skilja þá var þama sýndur búnaður til notkunar við kennslu fyrst og fremst. Og kenndi þar ýmissa grasa. Meðal annars var rit- vinnslukerfi fyrir kínverskt og jap- anskt letur, mikið um hugbúnað til tungumálakennslu, nokkur fyrirtæki sýndu upplýsingakerfi sem nýttu geisladiska (CD-ROM). Norðmenn- irnir sýndu hugbúnað til að þróa kennsluhugbúnað auk ritvinnslu- kerfis sem er sérhannað fyrir fatl- aða. Frændur okkar Danir tefldu fram LEGO Dacta en þetta dóttur- fyrirtæki LEGO framleiðir vél- og hugbúnað sem gerir nemendum frá níu ára aldri til háskólastigs kleift að byggja með LEGO-kubbum margskonar búnað, svo sem færi- bönd, róbóta o.s.frv. og stýra þeim með tölvum. Fyrir Mecchano-eig- dæmi þá voru tölvur notaðar við íþróttakennslu í Aspley State High School og við lestrarkennslu í Kings- ton Infants. En við voram ekki bara þiggjendur; með fyrirlestram og myndasýningum sýndum við upp- byggingu skólakerfisins á Norðurl- öndunum og hvemig tæknin er not- uð þar. Það sem mér fannst athyglisverð- ast var sú breyting sem hefur átt sér stað frá því að tölvur komu fyrst inn í skólakerfið. Áhersla er mun minni á kennslu í forritun en var, þó er LOGO undantekning svo og Pascal í framhaldsskólum. Forritun er lítið kennd nema helst þeim sem stunda tölvunarfræði. Tölvurnar era orðnar sjálfsögð tæki sem nota má til að vinna ritgerðir og skýrslur, annast gagnasöfnun og úrvinnslu á þeim, aðstoða við tungumála- og tónlistarnám og svo mætti lengi telja. Hvað tölva er og hvernig hún vinnur er ekki málið heldur hvernig hægt er að nota hana til að fá upp- lýsingar, vinna úr þeim óg skila rétt- um og vel fram settum niðurstöðum. Að lokum má til gamans geta þess að fyrirlestrar á WCCE90 voru yfir 370 og frá 38 þjóðlöndum. Þátt- takendurnir voru hins vegar 2.312 frá 58 löndum. Fyrirlestrarnir hafa verið gefnir út í bókarformi. Er bók- in prentuð með smáu letri hjá North-Holland-útgáfufyrirtækinu og er hún 1.090 síður, í stóru broti (195x263 mm!). Bókin er til á bóka- safni Kennaraháskóla íslands. Hér lýkur frásögn af ráðstefnunni WCCE90 og heimsókn í ástralska skóla en freistandi er að deila reynslu af ýmsu fleiru með lesendum í þriðju greininni, Ástralía 1990. Höfundur er tæknifræðingur og starfarhjá Örtölvutækni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.