Morgunblaðið - 20.02.1991, Page 35

Morgunblaðið - 20.02.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1991 35 Þegar Omar Sliarif hitti ís- lenska hryðjuverkamanninn _________Brids__________ GuðmundurSv. Hermannsson íslandsheimsókn Omars Sharifs á örugglega eftir að verða honum minnisstæð. Hann vann Flugleiðamótið í sveita- keppni, en þrátt fyrir að hann taki þátt í fjölda bridsmóta vinnur hann þau sjaldan. Þá smakkaði hann kæstan hakarl og fryst brennivín hjá Úlfari Eysteinssyni veitingamanni og lifði það af. Og loks spilaði hann heilan tvímenning við Jón Baldursson. „Jón spilar ekki brids heldur fremur hryðjuverk,“ sagði Sharif þegar hann lýsti þessari reynslu sinni. „Ef hann gæti bara sagt pass einstöku sinnum. Hann opn- ar á 2 spöðum með ásinn fimmta. Þetta eru hryðjuverka 2 spaðari" „Ég átti nú ás, gosa, tíu fimmtu," mótmælti Jón og þá glotti Sharif enda var honum varla eins leitt og hann lét. Því sjálfur spilar hann fast ef svo ber undir og á þessu umrædda spili græddu þeir félagar vel. N/NS Norður ♦ 953 ¥G74 ♦ KG10 ♦ KG5 Vestur Austur ♦ KD8 ♦ ÁG1072 ¥ K983 ¥2 ♦ 84 ♦ 9632 ♦ D532 ♦ 1098 Suður ♦ 64 ¥ ÁD1065 ♦ ÁD7 ♦ Á64 tíunni og nú var Sharif kominn með 2 trompslagi. Sharif lét vel af verunni hér og Bridshátíð og hafði sérstaklega orð á því hvað andrúmsloftið í spilasalnum væri afslappað. Spil- arar leyfðu sér að brosa og jafn- vel hlæja en slíkt sæist varla í svipuðum mótum í Evrópu þar sem samkeppnin er miklu meiri. Þegar Helgi Jóhannsson forseti Bridgesambandsins sagði Sharif frá því að íslendingar vildu fá að halda heimsmeistaramót í brids 1995, fannst honurn það strax hin besta hugmynd og hét því að tala máli okkar við æðstu menn Al- þjóðabridgesambandsins. Oruggur sigur fjölþjóðaliðsins Sveit Zia Mahmood, með þá Omar Sharif, Paul Chemla og Schmuel Lev innanborðs, vann Flugleiðamótið í sveitakeppni nokkuð örugglega, vann 9 leiki Morgunblaðið/Arnór Fjölþjóðaliðið ber saman. Þeir Lev, Sharif, Chemla og Zia eru frekar daufir í dálkinn enda var þessi mynd tekin eftir eina tap- leik þeirra í Flugleiðamótinu. Austurríska sveitin varð í 2. sæti á Flugleiðamótinu. Frá vinstri eru Wolfgang Meinl, Heinrik Ber- ger, Franz Terraneo og Alfred Kadlek. Jón og Sharif voru að spila við Aðalstein Jörgensen og Helga Jóhannsson og eftir pass í norður opnaði Jón á 2 spöðum veikum. Aðalsteinn sagði 3 hjörtu, Sharif 3 spaða og Helgi 4 hjörtu sem voru pössuð út. Omar spilaði út spaðakóng og drottningu og Jón yfirdrap með ás og spilaði spaðagosa. Aðal- steinn hefur sjálfsagt haft illan bifur á opnun Jóns, þar sem þeir spila venjulega saman, en hann taldi samt líklegra að spaðinn lægi 6-2. Hann trompaði því með af 10 og flesta stórt. Þó fengu þeir einn stóran skell, þegar þeir töpuðu 6-24 fyrir sveit Sameind- ar, sem skipuð var Hjalta Elías- syni, Eiríki Hjaltasyni, Hrannari Erlingssyni, Páli Hjaltasyni og Oddi Hjaltasyni. Sú sveit átti góða möguleika á 3. sæti en tapaði síðasta leiknum og endaði í 5.-6. sæti. Austurríkismennirnir Ter- raneo, Kadlek, Berger og Meinl voru í öruggu 2. sæti en sveit Landsbréfa hirti 3. sætið með stórum sigri í síðustu umferð. Þá sveit skipa Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sigurður Vil- hjálmsson, Rúnar Magnússon, Jón Þorvarðarson og Magnús Olafs- son. Sigursveitin er skipuð Pakist- ana, Egypta, Israelsmanni og Frakka, sannkallað fjölþjóðalið. Zia sagði við verðlaunaafhending- una, að brids væri eina íþróttin þar sem menn af þessum þjóðern- um gætu verið saman í liði, og ísland væri eina landið þar sem slíkt væri hægt. Röð efstu sveita varð þessi: Zia Mahmood 205,. Austria 192, Landsbréf 178, Polowan 177, Sameind 174, Björgvin Þorsteins- son 174, Hótel Esja 170, Mats Kröjgaard 168, S. Ármann Magn- ússon 167, Tryggingarmiðstöðin 163, Bifreiðatryggingar 162, Ib Lundby 162. Svefnlausir næturverðir Það er nokkur huggun okkur venjulegum spilurum, að þeir bestu geta á stundum líka spilað eins og svefnlausir næturverðir. Kandadíska parið Mark Molson og Boris Baran vann tvímenning Bridshátíðar með fáheyrðum yfir- burðum enda toppspilarar þar á ferð. En síðar í sveitakeppninni urðu spilarar í lokaða salnum vitni að því þegar þeir félagar ærðust hreinlega og kölluðu hvorn annan öllum illum nöfnum. Þetta var eftir leik þeirra við Zia Mahmood og þar kom þetta spii m.a. fyrir: Vestur ♦ 5 ¥ Á832 ♦ K85 ♦ ÁKG97 Norður ♦ G103 ¥ K9754 ♦ D74 ♦ 85 Austur ♦ D864 ¥6 ♦ Á10962 ♦ D32 Suður ♦ ÁK972 ¥ DG10 ♦ G3 ♦ 1064 Þetta spil var á sýningartöflu og sagnirnar tóku sérkennilega stefnu: Vestur Norður Austur Suður Baran Lev Molson Zia 1 lauf pass 1 tígull 1 spaði pass pass 2 lauf pass pass 2 spaðar dobl a. pass Hvernig Baran datt í hug að passa fyrst 1 spaða og síðan 2 lauf er óskiljanlegt enda eru 5 lauf nánast á borðinu. Hins vegar virtist hann ætla að sleppa með þetta, þegar NS börðust í 2 spaða og fengu dobl í hausinn, því það ævintýri átti að kosta 500. Baran spilaði út laufaás og nú kemur til greina að spila hjartaás og meira hjarta enda er ekki ólík- legt að austur eigi þar einspil eft- ir sagnir. Þá er einnig hægt að spila tígli, þar sem austur á vænt- anlega ásinri fyrir doblinu, og austur getur þá spilað hjarta til baka ef hann á einspil. En Baran tók fyrst laufakóng og spilaði svo litlu hjarta frá ásnum. Zia tók slaginn heima, tromp- aði lauf með tíunni og spilaði spaðagosanum úr borði. Og nú var komið að Molson að láta ljós sitt skína. Hann hefur sennilega verið hræddur um að Baran ætti stakt háspil í spaða, og lét því lítinn spaða. Tían átti slaginn, næst kom spaði á níuna og Zia lagði upp, gaf aðeins tvo slagi á tígul og einn á hjarta í viðbót. 670. Björn Jónsson að verki VÍð SUndlaug. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Höfn: Sundlauffaframkvæmdir HBfn. C'> ÞAÐ var upplýst á borgarafundi í Sindrabæ að rekstur sundlaugar bæjarins hefði aldrei gengið eins vel og á síðasta ári. Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri hvatti menn nú til að stunda sundmennt af miklurn dug á komandi sundvertíð. Fyrir dyrum stendur að stækka rými innan girðingar við laugina og vonir standa til að hún verði opnuð í byijun apríl. Daginn eftir fundinn var Björn Jónsson gröfu- stjóri bæjarins kominn til jarðvegs- vinnu fyrir þær framkvæmdir. Það eru rétt 40 dagar í það að sund- þyrstur almúginn komist í laugina sem verður að líkum enn meira aðlaðandi en verið hefur. -JGG Hyggjast kaupa búgarð í Þýskalandi fyrir hestaheildsölu Hestamenn stofna hlutafelag: NOKKRIR landskunnir hestamenn eru að undirbúá stofnun hluta- félags til útflutnings á hrossum. „Það er mikið framboð á hestum hér á landi, en sölukerfið erlendis er ekki nógu gott og ætlum við að virkja það betur,“ sagði Viðar Halldórsson, einn þeirra sem undirbýr stofnun hlutafélagsins. Viðar sagði að þeim hafi boðist búgarður til kaups við Hamborg í Þýskalandi og væri hann mjög vel staðsettur upp á dreifingu. „Við hugsum okkur að þetta verði einskonar heildsala á hrossum þar sem við sjáum hestakaupmönnum vítt og breitt um Evrópu fyrir hestum." Hann segir að mikið sé um að bændur séu að temja, en hafi síðan setið eftii' og verið sambandslausir við markaðinn. „Við hugsum okk- ur þetta fyrirtæki þar sem bændur og aðrir geti gerst hluthafar sem síðan sér um dreifinu á hrossum fyrir þá. Ef vel tekst til í Þýska- landi liggur ekkert annað fyrir en fara í önnur lönd og fjölga stöðun- um til að auka útflutninginn,“ sagði Viðar. Viðar sagði að áætlað yrði að flytja út um 30 hesta að minnsta kosti í hverjum mánuði, eða um 300-400 hesta á ári. Á síðasta ári voru alls 1.600 hestar fluttir út. Undirbúningsnefnd hlutafé- lagsins hefur starfað í tvo mán- uði. í nefndinni eru auk Viðars: Einar Bollason, Kjartan Georgs- son, Reynir Aðalsteinsson og Guð- mundur Jón Viðarsson. Þeir félag- ar ætla að kynna fyrirtækið fyrir hrossabændum og öðrum um landið á næstunni og byija í Bor- garnesi næsta föstudag. ★ GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ' 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.