Morgunblaðið - 20.02.1991, Page 38

Morgunblaðið - 20.02.1991, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVlKUDÁGUR 20. FEBRUAR 1991 t Móðir mín, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 75, andaðist í Landspítalanum 19. febrúar. Ingibjörg Ingadóttir. t Móðir okkar, ÓLÍNA MARTA ÞORMAR, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á heimili sínu að morgni 19. febrúar. Guttormur, Halldór og Hörður. t Maðurinn minn, VALDIMAR BJÖRNSSON frá Gafli, til heimilis í Eskihlíð 10, lést í Borgarspítaianum 19. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Vigfúsdóttir. t Astkær móðir mín, fósturmóðir mín og tengdamóðir mín, SIGRÍÐUR JENNÝ SKAGAN, andaðist aðfaranótt 19. febrúar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Man'a Skagan, Sigriður Lister, Kenneth Lister. t Móðir okkar, guðri'ður guðlaugsdóttir, Hátúni 10, Reykjavfk, er lést 13. þ.m., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Grétar Bergmann, Guðlaugur Bergmann. t Faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR AÐALSTEINN KNUDSEN, Ölduslóð 12, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá-Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 21. febrú- ar kl. 15.00. Svala S. Guðmundsdóttir, Jóhann L. Gunnarsson, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Sigurður Jakobsson, Hlöðver S. Aðalsteinsson, Árni Aðalsteinsson, Sesselja M. Kjærnested, Einar H. Árnason, Rannveig Kjærnested, Guðni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, FRIÐGEIR GÍSLASON, verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Sigurbjörg Unnur Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Systir okkar og vinkona, SIGRÍÐUR J. KJERÚLF sjúkraliði, Samtúni18, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. ferbrúar kl. 15.00. Eiríkur J. Kjerúlf, Jóhanna Kjerúlf, Droplaug Kjerúlf, Una Kjerúlf, Hrönn Jónsdóttir. Jón Kjerúlf, Herdís Kjerúlf, Hulda Johansen, Regína Kjerúlf, Viðar Sigurðs- son - Kveðjuorð Fæddur 23. ágúst 1951 Dáinn 9. febrúar 1991 Okkur langar að minnast vinar okkar Viðars Sigurðssonar er tek- inn var frá okkur svo skyndilega að kvöldi laugardagsins 9. febrúar. Árla sunnudagsins 10. febrúar kom þessi símhringing sem enginn vill fá, manni fallast hendur, af hvorju Viddi? Hann sem var að byrja lífið upp á nýtt, allt virtist ætla að ganga vel, nýbúinn að koma sér vel fyrir í nýrri fallegri íbúð með Gunnu sinni og bömunum. Viddi var rólegur og yfirvegaður maður en aldrei fór það svo að hann sló ekki á létta strengi er við hittumst. Viddi var alinn upp í Hafnarfirði og sonur hjónanna Sig- ríðar Rósmundsdóttur og Sigurðar Sigurjónssonar og komu þau til manns fjórum börnum. Vinskapur okkar hófst á 'ungl- ingsárunum og hefur staðið allar götur síðan. Viddi hefur alla tíð unnað tónlist og á unglingsárunum stofnaði hann og nokkrir vinir hans hljómsveitina Bendix, meðal þess- ara vina var Gunnar Ársælsson æskuvinur hans sem lést fyrir ör- fáum árum, þeir eru því saman á ný. Viddi hefur starfað í ýmsum hljómsveitum, alveg fram á síðasta dag. 25. nóvember 1972 giftist hann Guðrúnu Sæmundsdóttur, dóttir hjónanna Guðlaugar Karlsdóttur og Sæmundar Þórðarsonar. Viddi og Gunna eignuðust tvö börn, Sonju Yr sem er nítján ára og Karl Dan sem er tólf ára. Viddi var lærður prentari og starfaði við það síðan. Ung að árum fóru þau á vit ævin- týranna og fluttust til Svíþjóðar með litlu dótturina en sonurinn fæddist í -Svíþjóð. Voru þau þar í fimm ár. Viddi var mikill áhuga- maður um handbolta og stuttu eft- ir heimkomuna frá Svíþjóð stofnaði hann ásamt nokkrum félögum íþróttafélag Hafnarfjarðar eða ÍH. í fyrstu var það meira í gamni en er nú orðið löggilt félag sem hann hefur sinnt alla tíð síðan bæði sem leikmaður og í stjórn. Síðastliðið sumar urðum við þeirrar ánægju njótandi að fara saman í sumarfrí til Mallorca með fjölskyldur okkar og nutum við þess að geta farið saman í sumarfrí og þökkum við það. Elsku Gunna mín, Sonja og Kalli, megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fúsi, Guðbjörg og börnin Fimmtudaginn 7. apríl 1983 komu saman nokkrir ungir menn í Hafnarfirði og stofnuðu með sér félag sem fékk nafnið Iþróttafélag Hafnarfjarðar. Fyrsti formaður fé- lagsins var kjörinn Viðar Sigurðs- son og sat hann í öllum stjórnum félagsins þar til 1990, ýmist sem formaður eða stjómarmaður. Þegar okkur barst til eyrna fregnin af hinu hörmulega slysi sem orðið hafði hinn níunda þessa mán- aðar urðu viðbrögð okkar eins og margra annarra við slík tíðindi. Undun, vantrú og skilningsleysi á ráðstöfunum almættisins er það ákveður að hrífa burt mann í blóma lífsins með slíkum hætti. Við minnumst Viðars sem kraft- mikils athafnamanns sem lagði sig alltaf allan fram við það sem hann var að gera og ófáar eru þær stund- irnar og ófáir dagarnir sem hann Margrét Stefáns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 18. september 1932 Dáin 11. febrúar 1991 Hún var fyrsta vinkonan sem ég eignaðist á Islandi. Það var árið 1942 í Reykjavík. Ég var úti að leika mér, þegar allt í einu var gef- ið loftvarnarmerki. Ég flýtti mér að hlaupa heim, en þegar ég stóð í gættinni heima sá ég hvar hún stóð úti og kallaði til hennar að flýta sér í húsaskjól. Hún skildi ekkert í þessum viðbrögðum mínum, en ég hafði kynnst loftárásum í Kaup- mannahöfn og vissi hvernig átti að bregðast við. Upp frá þessu vorum við Maggý vinkonur. Við vorum nágrannar, hún var tveimur árum eldri en ég og ég dáði hana tak- markalaust. Hún var svo kát og skemmtileg og mér fannst hún vita allt betur en ég. Seinna þegar við vorum báðar orðnar fullorðnar var ekki síðra að eiga hana fyrir vinkonu og heim- sækja þau Óla Hauk á fallega heim- ilið þeirra. Hún var svo myndarleg húsmóðir og bjó til svo góðan mat og ég man að pabbi minn þáði oft íslenskan mat hjá henni meðan þau t Eiginmaður minn og faðir okkar, GOTTSKÁLK Þ. GÍSLASON húsgagnasmíðameistari, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 20. febrúar, kl. 13.30. Þórheiður Sigþórsdóttir, Bergþóra Gottskálksdóttir, Júiíana Gottskálksdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SAMÚEL BJÖRNSSON bifreiðastjóri, Dalbraut 21, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Margrét Bjarnadóttir, Sigurður Bjarnason, Helga Eyjólfsdóttir, Marin Samúelsdóttir, Jón Kristófersson, Bjarni Samúelsson, Guðrún Leifsdóttir, Kristín Samúelsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. helgaði íþróttafélagi Hafnarfjarðar krafta sína og víst er að oft hefur þetta bitnað á fjölskyldunni. Viðar hafði loksins ákveðið að draga sig í hlé frá félagsstörfunum og sinna öðru um sinn. Samt var hann núver- andi stjórn innan handar og fylgd- ist vel með framvindu mála. Jafnframt því að sinna stjórnar- störfum fyrir félagið æfði Viðar einnig handknattleik með meistara- flokki félagsins og lék með A- og B- liðum félagsins til þess síðasta. Á velli var hann prúður og félagi góður. Þegar við félagamir lítum til baka yfir farinn veg og minnumst liðinna tíma við leik og gleði kemur fyrst og fremst upp í hugann sökn- uður og sorg yfír því að slíkir at- burðir skuli eiga sér stað í okkar nútímaþjóðfélagi með öllum sinum þægindum. Viðar lætur eftir sig konu og tvö börn og er missir þeirra mikill. Til þeirra leitar hugur okkar og samúð svo og annarra aðstandenda. Elsku Guðrún, Sonja og Kalli, megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfíðu tímum og létta ykkur fram- tíðina og það sem hún ber í skauti sér. F.h. íþróttafélags Hafnarfjarðar, Pétur D. Vilbergsson form. Óli Haukur bjuggu í Reykjavík. Eftir að þau fluttu á írafoss var yndislegt að koma og dvelja hjá þeim nokkra daga í senn þegar telp- umar okkar voru litlar, alltaf vorum við Gréta velkomnar, þó að húsið væri oft fullt af gestum. Oft dáðist ég að því hvað Maggý var fljót að töfra fram góðgerðir handa öllum. Það var góður andi á heimilinu og oft glatt á hjalla, svo að maður sneri alltaf heim í dagsins önn hress og endumærður af fundi þeirra hjóna. Það er svo margs að minnast þegar æskuvinkona kveður, hún sem var svo lifandi og lífsglöð, það er erfitt að sætta sig við að nú sé hún farin í ferðina sem við öll fömm að lokum. Á þessari kveðjustund er mér efst í huga hjartans þakk- læti fyrir samvemstundimar með henni, Óla Hauki og dætmnum þeirra þremur. Þær stundir eru sem perlur í minninganna sjóði. Við Gréta og mamma sendum Óla Hauki, Önnu Maríu, Geiru og Hafdísi innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi Maggý mína á nýrri vegferð. Birgitta Engilberts

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.