Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B tWjffiutlritafrtfe STOFNAÐ 1913 43. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins * Irakar segja að tillögum Gorbatsjovs verði svarað fljótlega: Bandamenn herða stórskota- liðsárásir á stöðvar Iraka Bandaríkjamenn og Bretar segja að írakar verði að fullnægja öllum ályktunum Sþ Stórskotaliðssveitir bandamanna hafa stillt sér upp á landamærum Saudi-Arabíu. I gær var haldið uppi gífurlegum skotárásum á stöðvar Iraka. Fremst á mynd- inni má sjá bandaríska hermenn með hvolp sem þeir sögðust hafa fundið í eyðimörkinni. Nikósíu. Reuter. IRAKAR tilkynntu í gær að Tariq Aziz utanríkisráðherra færi fljótlega til Moskvu með svar við friðaráætlun Sovét- manna. Utvarpið í Bagdad sagði að ákvörðun um þetta hefði verið tekin á fundi Byltingarráðs landsins í gær- kvöld. Hvorki kom frahi í yfirlýsingu íraka hvers efnis svarið yrði né hvenær Aziz færi af stað. Sovétmenn hafa krafist skjótra svara. Bandamenn hertu í gær stórskotaliðs- árásir norður yfir landamæri Saudi-Arabíu. Talið er að árásir af því tagi séu nauðsynlegur undanfari stórfelldrar sóknar á landi. Jean Lecanuet, formaður utan- ríkismálanefndar efri deildar franska þingsins, sagði í gær að írakar hefðu frest til klukkan 16.00 í dag, fimmtudag, að gera það upp við sig hvort þeir færu frá Kúveit. Fjölþjóðaherinn í Saudi-Arabíu er í viðbragðsstöðu og er talið að undirbúningi undir landhernað sé lokið. Bandamanna- herinn hélt í gær uppi linnulausum stórskotaliðsárásum á Iraksher í Kúveit og írak. Undanfarið hafa verið skærur á milli fjölþjóðahersins og íraka á landamærum Saudi-Arabíu. Fregnir herma að hinir fyrrnefndu hafi þegar komið sér upp vígstöðv- um í írak. í gær handtóku banda- rískir hermenn 450-500 íraska hermenn á írösku landsvæði eftir að þeir höfðu flúið úr byrgjum sín- um vegna loftárása. Sovéskir embættismenn vöruðu í gær við of mikilli bjartsýni vegna friðartillagna sinna. Samkvæmt þeim ábyrgjast Sovétmenn landa- mæri íraks og að ekki verði reynt að steypa Saddam Hussein íraks- forseta eftir að írakar yfirgefa Kúveit. Jafnframt verði hugmynd- in um friðarráðstefnu um Mið- austurlönd skoðuð. Stjórnarerind- rekar hjá Sameinuðu þjóðunum sögðu í gær að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu brugðist þannig við hugmyndum Sovétmanna að þeir hefðu gert lista yfir skilyrði þau sem írakar þyrftu að uppfylla til þess að innrás yrði aflýst. Með- al annars yrðu írakar að lúta öllum ályktunum Sameinuðu þjóðanna um málið. Sú mikilvægasta þeirra, númer 660, kveður á um skilyrðis- lausan brottflutning írakshers frá Kúveit, en einnig er talið að álykt- anir um stríðsskaðabætur skipti máli. Handsprengjum var í gær varp- að á byggingar sem hýsa sendiráð Breta, Itala, Tyrkja og Sovét- manna í Teheran, höfuðborg ír- ans. Tjón varð lítið og ekki er ljóst hvað vakti fyrir árásarmönnunum en ríkin sem urðu fyrir þeim standa öll að hernaðinum gegn Irökum. Sjá fréttir á bls. 22. Reuter Æðsta ráð Sovétríkjanna bregst við kröfu um að Gorbatsjov segi af sér: Ályktað að ummæli Jeltsíns stríði gegn stjómarskránni Moskyu. The Daily Telegraph. HARÐLINUMENN í Æðsta ráði Sovétríkjanna sýndu í gær nijög harkaleg viðbrögð við þeirri kröfu Borís Jeltsíns, forseta Rúss- lands, að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti segi af sér. Æðsta ráðið samþykkti ályktun í gær með 280 atkvæðum gegn 31 þar sem Jeltsín er sagður hafa brotið gegn stjórnarskrá Sovétríkjanna með kröfu sinni og skapað „öfgakenndar aðstæður“. Jeltsín bar fram kröfu sína um að Gorbatsjov segði af sér í sjón- varpsviðtali í fyrrakvöld. Viðbrögð- in létu ekki á sér standa. Og svo Albanía: Alia forseti ætlar að taka alla stjórn landsins í sínar hendur Vínarborg. Reuter. RAMIZ Alia forseti Albaníu kom fram í sjónvarpi í gær og hvatti lands- menn til að sýna stillingu. Hann lýsti því yfir að hann ætlaði að taka stjórn landsins i cigin hendur fram að kosningum i næsta mánuði. Híinn sagðist ætla að ráðfæra sig við aðra flokka en kommúnistaflokk- inn en ekki var ljóst hvort, þeir myndu fá aðild að svoköliuðu forseta- ráði sem hann sagðist ætla að stofnsetja. Mjög fjölmenn mótmæli voru í Tirana, höfuðborg landsins, í gær. Að sögn sjónarvotta tóku 100.000 manns þátt í þeim. Mannijöldinn réðst meðal annars til atlögu við styttu af Enver Hoxha, fyrrum leið- toga Albaníu, og felldi hana af stalli. Ilir Ikonomi fréttamaður útvarpsins í Albaníu, sem Reuters-fréttastofan ræddi við í síma, sagði að námsmenn hefðu borið styttuna í tveimur hlut- um inn á lóð stúdentagarðs í höfuð- borginni og hefðu þeir hver á fætur öðrum kastað af sér þvagi á höfuð styttunnar sem búið var að stilla upp fyrir framan aðalbyggingu háskól- ans. Ikonomi sagði að kommúnista- stjórnin hefði lýst því yfir síðdegis í gær að komið yrði til móts við kröf- ur námsmanna um að nafn Envers Hoxha yrði fellt úr heiti háskólans í Tirana. 700 námsmenn hafa svelt sig síðan á mánudag til að undir- strika þessa kröfu. Sjá „Námsmenn fella styttu af Enver Hoxha ...“ á bls. 21. óvenjulega vildi til að umræðunum í Æðsta ráðinu í gær var sjónvarp- að beint. Jeltsín var meðal annars sakaður um að vera að skipuleggja stjórnarbyltingu og ummæli hans í viðtalinu voru sögð jafngilda hvatningu til borgarastyijaldar. Margir róttækir umbótasinnar sem talist hafa stuðningsmenn Jeltsíns létu einnig í ljós áhyggjur í gær í samtölum við blaðamann breska dagblaðsins The Daily Telegraph vegna ummæla Jeitsíns. Þeir sögðu að harðlínumenn myndu líta á orð Jeltsíns sem áskorun um að láta til skarar skríða gegn honum og öðrum róttækum umbótaöflum og drógu jafnframt í efa að Jeltsín hefði burði til að veija sig og fylgis- menn sína fyrir markvissri sókn harðlínukommúnista. Valentín Pavlov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sakaði Jeitsín í gær um að ætla sér að fela vest- rænum sérfræðingum að reka þjóðarbúið í Sovétríkjunum og breyta þannig eðli umbótastefnu Gorbatsjovs. Æðsta ráðið hótaði í gær að setja neyðarlög í Suður-Ossetíu, sjálfstjórnarhéraði í Georgíu, vegna ólgunnar þar að undan- förnu. Var leiðtogum Georgíu gef- inn þriggja daga frestur til að lýsa sjálfir yfir neyðarástandi í héraðinu ella yrði Sovétstjórnin að taka fram fyrir hendurnar á þeim. Sjá fréttir á bls. 20-21 Noregur: Lyfianotk- un í f tskeldi aldrei meiri Ósló. Frá Helge SBrensen, fréttarit- ara Morgunbtaösins. NORSKUM eldisfiski voru á síðasta ári saintals gefin 37 tonn af fúkkalyfjum sem cr tvöfalt meira en árið áður. Norskur eldisfiskur fær m'i mun meira af fúkkalyfjum en allir Norðmenn til samans. Ein af höfuðorsökum hinnar auknu lyfjanotkunar er sögð útbreiðsla sjúkdóntsins furunku- lose í fiski. Menn óttast þó enn meir að finnist leifar af fúkkalyfj- um í fiski þá hafi það slæm áhrif á markaði erlendis. Því er enn- fremur spáð að í sjónum undan ströndum Noregs komi fram bakteríur sem þoli stóra skammta af fúkkalyfjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.