Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 48
Mannbjörg er Steindór GK strandaði TF-Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, bjargaði átta skipveijum Steindórs GK eftir að báturinn strandaði undir Krísuvíkurbergi í gærmorgun. Báturinn var lagstur á hliðina er þyrluna bar að og gekk sjórinn yfir skipveijana sem allir voru staddir í brúnni. Voru þeir selfluttir í þremiir ferðum upp á bjargbrúnina og síðan fluttir til Reykjavíkur af þyrlum Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins. Steindór GK 101, sem er 127 brúttólesta stálbátur, var á togveiðum þegar óhappið átti sér stað. Brimið skók bátinn þegar þessi mynd var tekin fyrir hádegi í gær. Geðdeild fyrir afbrotamenn líklega opnuð á næsta ári Lára Halla Maack væntanlega ráðin yfirlæknir deildarinnar á næstunni Borgarlæknir kannar veik- indi barna í Melaskóla SKULI G. Johnsen, borgarlæknir, sagðist ekki vita til þess að um nýja flensu væri að ræða er hann var spurður út í frétt Morgun- blaðsins í gær uni veikindi skóla- barna, sérstaklega í Melaskóla. Hann sagði að þegar hefðu verið gerðar sérstakar ráðstafanir til að kanna þessi veikindi. „Það hafa verið mjög litlar fréttir af inflúensu í borginni," sagði Skúli. „Það hefur aðeins verið í einstaka tilfellum sem læknar hafa sagt frá því. Mér finnst mjög ólíklegt að hér sé um nýjan flensufaraldur að ræða. — Hins vegar er ýmislegt annað á ferð- inni sem getur gert það að verkum af tilviljun að þetta komi svo mikið niður á einum bekk. Ég veit ekki til þess að þessi flensa sem hefur stung- ið sér niður sé að breiða sig út.“ I frétt blaðsins í gær var, sagt frá því að aðeins 6 börn af 23 hafi mætt í einn 11 ára bekkinn í Melaskóla, hin hafi verið heima vegna veikinda. _ Willy Brandt kemur til Is- lands í júní WILLY Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, kemur í heim- sókn til Islands 19. júní nk. i boði Germaniu, félags aukinna menn- ingartengsla milli íslands og Þýskalands. Brandt er heiðurs- formaður þýska Jafnaðarmanna- flokksins (SPD) og jafnframt for- seti alheimssamtaka jafnaðar- manna. Þorvarður Alfonsson, formaður — Germaníu, segir félagið lengi hafa haft hug á að bjóða til Islands frammámanni í þýskum stjórnmál- um. Willy Brandt kemur til landsins miðvikudaginn 19. júní og heldur aftur utan laugardaginn 22. júní. Ekki liggur enn fyrir endanleg dag- skrá heimsóknarinnar en Ijóst er að Brandt heldur hér opinn fyrirlestur sem að öllum líkindum mun fjalla um framtíðarþróun Evrópu. Þá verð- ur hann gestur á vorfagnaði sem Germanía heldur í tilefni komu hans. Þorvarður sagði Willy Brandt einnig hafa óskað eftir því að hitta að máli forystumenn Alþýðuflokksins. FYRIRHUGAÐ er að koma á fót hér á landi réttargeðdeild, þar sem að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis yrðu 8-10 rúm sem einkum verða ætluð geðsjúkum afbrotamönnum. Að sögn land- læknis er ósennilegt að þessi deild taki til starfa fyrr en á næsta ári. Á deild þessari yrði einnig veitt geðlæknisþjónusta í tengslum við fangelsin auk þess sem hún mun væntanlega einnig hafa hlutverki að gegna varðandi geðrannsóknir í tengslum við rannsóknir sakamála. Á fjárlögum ársins er 12 milljón- um króna veitt til rekstrar deildar- innar auk þess sem til ráðstöfunar eru 8 milljónir frá fyrra ári. Þá hefur alþingi, að tillögu nefndar sem dómsmálaráðherra og heil- brigðisráðherra, skipuðu og skilaði áfangaskýrslu í desembermánuði, veitt heimildir til að taka þau lán sem nauðsynleg eru til að kaupa eða leigja og innrétta húsnæði fyrir deild þessa, en gert er ráð fyrir að hún verði starfrækt í tengslum við geðdeild Landspítala eða Borg- arspítala. Einnig er hugsanlegt að deildin verði rekin í tengslum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri að sögn Finns Ingólfssonar, aðstoð- armanns heilbrigðisráðherra og formanns nefndarinnar. Umsóknarfrestur um stöðu yfir- læknis við þessa réttargeðdeild er nýlega runninn út og var eini um- sækjandinn Lára Halla Maack, sér- fræðingur í réttargeðlækningum, sem starfað hefur við réttargeð- deildir erlendis, meðal annars í Lon- don. Að sögn Finns Ingólfssonar má búast við að gengið verði frá ráðningu hennar innan tíðar. Síðan verði í samráði við yfirlækninn ákveðið hver'nig frekari undirbún- ingi starfseminnar verður háttað, auk þess sem starfssvið deildarinn- ar verður nákvæmlega skilgreint. Að sögn Finns er ljóst að rekstrar- kostnaður deildar sem þessarar er verulegur og meiri en rekstrar- kostnaðui- venjulegra geðdeilda. Erlendis væri algengt að miða við að tvo starfsmenn þyrfti fyrir hvern sjúkling. Að sögn Ólafs Óiafssonar land- læknis skýrist hár rekstrarkostnað- ur einkum af því, að þótt gæsluhlut- verk vegi nokkuð verði lögð höfuð- áhersla á að fá til starfa sérmennt- að fólk í meðferð geðsjúklinga. „Meginmunur á þessari stofnun og fangelsi er að þarna er fólk sem er sérmenntað í að veita meðferð en ekki í gæslu,“ sagði landlæknir. Að nefndarálitinu, sem framan- greindar ráðstafanir byggjast á, stóðu auk Finns Ingólfssonar og Ólafs Ólafssonar Haraldur Johann- essen fangelsismálastjóri, Þorsteinn A. Jónsson, fulltrúi í dómsmála- ráðuneyti, og Sigurður Jonsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Hekla enn að. GOSIÐ í Heklu er enn í gangi og fimin hraunár spretta fram undan gígnum í austur- hlíðum fjallsins. Ekkert bendir til að gosið sé í frek- ari rénun. Ágúst Guðmundsson, jarð- fræðingur, segir að hraunflæð- ið í tveimur ánna sé lítið en þó nokkuð í hinum þremur. Hann segir vissar vísbendingar um að flæðið hafi heldur aukist síðustu dagana, en það sé ekki alveg ljóst. Misnotkun unglings á ster- um til rannsóknar hjá RLR Rannsóknarlögregla ríkisins hefur til rannsóknar mál sem sprottið er af grun um að unglingsstúlku hafi verið útveguð horm- ónályf, svokallaðir sterar, sem hún hafi notað í þeim mæli í tengslum við íþróttaiðkun að ljkamsstarfsemi hennar hafi beðið nokkurn skaða af. Lyfjanefnd ISI hafði frumkvæði að því að mál þetta var sent til lögreglurannsóknar en samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu er talið að þessum lyfjum hafi verið smyglað til landsins og að útilokað sé að lyfjunum hafi verið ávísað af læknum. Engar uppiýsingar voru fáan- legar hjá RLR né landlæknisem- bættinu um mál stúlkunnar, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun heilsutjón hennar ekki vera lífshættulegt. Matthías Halldórsson, aðstoð- arlandlæknir, sagði að auk þessa eina máls sem sent hefði verið til iögreglurannsóknar hefðu land- læknisembættinu borist allnokkr- ar ábendingar um að talsvert af þessum lyfjum væri í umferð hér á landi. Matthías sagði að ekki einungis gætu lyf þessi valdið stórhættu- legri brenglun á líkamsstarfsemi manna, ekki síst þegar um karl- hormónalyf væri að ræða, heldur fylgdi hætta á smitsjúkdómum, svo sem alnæmi, ef steralyf eru tekin í sprautuformi, eins og grun- ur leikur á að gert sé. Matthías Halldórsson sagði að gerð hefði verið athugun á ávísun- um lækna á steralyf hér á landi' og hefði niðurstaðan orðið sú að þeim væri í svo litlum mæli ávísað til sjúklinga að útbreidda misnotk- un mætti einungis skýra með smygli og ólögiegri dreifingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.