Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1991 Sigríður J. Kjerúlf sjúkraliði — Minning Fædd 2. september 1909 Dáin 8. febrúar 1991 í dag verður borin til moldar frá Dómkirkjunni ástkær frænka mín, Sigríður J. Kjerúlf, Samtúni 18, Reykjavík, en hún varð bráðkvödd föstudaginn 8. febrúar sl. Jesús sagði við lærisveina sína á fjallinu: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ (Matt. 5, 8.) Eitt af því fagra og góða sem gefur lífinu birtu og yl er að þekkja eins dásamlega og hjartahreina konu eins og hana frænku mína. Eg þakka Guði fyrir að hafa átt hana að og fundið gleði hennar og styrk í lífinu. Guð vildi fá hana til sín og ég veit að henni líður vel þar sem hún dvel- ur nú, því himnamir veita öllum vemd og hlýju sem eiga kærleika og manngæsku til í hjarta sínu. Sigríður fæddist árið 1909 í Brekkugerði, Fljótsdal í Norður-Múl- asýslu, fímmta í röð tólf systkina, dóttir Jörgens Eiríkssonar Kjerúlf og Elísabetar Jónsdóttur. Elísabet var dóttir Margrétar Sveinsdóttur og Jóns Þorsteinssonar, hreppstjóra frá Brekkugerði, en faðir Jóns, Þorsteinn Jónsson, var af Vefaraættinni og var langafi Sigríðar. Jörgen, faðir Sigríð- ar, var fæddur á Melum, og var hann sonur Eiríks Andréssonar Kjerúlf frá Ormastöðum í Fellum og Sigríðar Sigfúsdóttur frá Amheiðarstöðum. Jörgen var mjög hneigður til skáld- skapar og orti mörg falleg ljóð um ævina sem hann tileinkaði oft börn- um sínum og bamabömum. Sigríður J. Kjerúlf var komin af góðu fólki í báðar ættir. í föðurætt var hún norskættuð, en fyrsti Kjer- úlfinn sem fluttist til íslands hét Jörgen Kjerúlf og bjó hann á Brekku í Fljótsdal. Hann kom hingað til lands um 1820, ungur læknir frá Hafnar- háskóla, og gekk hann að eiga unga ekkju og kvenkost mikinn, Ambjörgu Bjamadóttur frá Gönguskörðum. Jörgen læknir Kjerúlf var föðurbróð- ir Hálfdáns Kjerúlfs, tónskáldsins norska. Elísabet, móðir Sigríðar, missti heilsuna aðeins rúmlega fertug og þurfti því að koma mörgum af böm- um sínum fyrir, en Sigríður var ekki há í loftinu þegar hún yfirgaf for- eldra sína og fór til föðurömmu sinnar og nöfnu, Sigríðar Sigfúsdótt- ur frá Amheiðarstöðum, sem ól hana upp frá 2ja ára aldri. Sigríður, föður- amma Sigríðar, hafði orðið fyrir mik- illi sorg því hún hafði misst fimm af bömum sínum áður en hún ól upp mörg af bamabömum. Sigga frænka talaði oft um þann atburð þegar hún var tekin í fóstur til ömmu sinnar á Amheiðarstöðum. Hún sagðist hafa grátið í tvo daga samfleytt, svo mik- il var sorgin hjá litlu barni sem yfir- gefur foreldra sína á svo viðkvæmum aldri. En hún og mörg af systkinum hennar vora heppin að fá að fara til ömmu sinnar og afa og hlutu þau gott uppeldi. Systkini Sigríðar era Eiríkur, fæddur 15. mars 1902, ekkill, búsett- ur á Seyðisfirði; Jón, f. 8. september 1904, ekkill, búsettur í Holti undir Eyjafjöllum; Margrét, fædd 20. febr- úar 1905, dáin 1982; Sigurður, fædd- ur 10. október 1907, dáinn 1972; Jóhanna, ekkja, fædd 14. september 1911, búsett á Egilsstöðum; Guðrún, fædd 3. maí 1913, dáin 1969; Her- dís, fædd 22. janúar 1916, ógift, búsett í Vallholti á Hallormsstað hjá systur sinni Droplaugu, fæddri 29. júlí 1917; Hulda, fædd 23. mars 1919, búsett í Reykjavík; Una, fædd 10. maí 1921, búsett á Egilsstöðum og að síðustu er það Regína, yngsta systirin, en hún er fædd 20. ágúst 1923 og er hún búsett í Reykjavík. ,Þó aö Sigríður væri grðin 81. árs að aldn, og nokkuð fann að lyjast, þá hélt ég að hún myndi lifa dálítið lengur, en tími hennar var kominn. Hún var orðin heilsutæp og sjóndöp- ur og þótt sjónleysið háði henni mik- ið, þá vissu aðeins fáir mjög nánir ættingjar hennar hvað hún sá í raun- inni illa, því hún var ekkert að flíka því. Ég heyrði hana aldrei nokkum tíma kvarta yfir heilsuleysi. Það átti ekki við hána Sigríði að kvarta, til þess var hún of mikill persónuleiki. Sigríður var kona sem kvað að, að eðlisfari var hún sterk, hugrökk og trúuð. Ég sakna hennar mikið. Hún hafði eiginlega komið mér í ömmustað síðastliðin ár, því eftir að amma mín dó, Margrét J. Kjerúlf, sem yar systir hennar, þá fór ég oft og iðulega að heimsækja Siggu frænku í Samtúnið og leit hálfpartinn á hana sem ömmu mína. Hún var með eindæmum gestrisin og afar skemmtileg kona. Einnig var hún geysilega vinsæl af ættfólki sínu og vínafólki, og má segja að frænka mín hafi ekki þurft að vera mikið ein eftir að eiginmaður hennar lést, því yfirleitt leið ekki sá dagur að ættingi eða góð vinkona kæmi í heimsókn til hennar. Hún var mjög músíkölsk og hafði geysilega gaman af því að syngja og spila á gamla fótstigna orgelið sitt Ijoð föður síns, Jörgens, og kunni fjölmörg þeirra utan að, en mörg þeirra höfðu birst í tímaritum fyrr á áram. Sigríður hafði mjög gaman af því þegar systur hennar og systra- og bræðraböm hennar komu með börnin í heimsókn, en þau vora fjölmörg þar sem ættin var barnmörg og stór. Oft dvöldu ættingjar hjá henni í marga daga eða vikur, þar sem Sigríður var svo viðkunnanleg og gestrisin. Hún vissi svo margt um ættir og ættar- tengsl, sérstaklega af Austfjörðum, en henni þótti í seinni tíð skemmtileg- ast að tala um tengsl og skyldleika á milli fólks af Fljótsdalshéraði því hún var mjög ættfróð og kunnug um ættir þeirra. Hún fylgdist einnig vel með allri þjóðfélagsumræðu og vissi vel hvað var að ske í landinu okkar og úti í hinum stóra heimi. Það var því gaman að heimsækja frænku og hlusta á hana segja skemmtilegar og fróðlegar sögur um menn og málefni fyrr á tímum, og hvemig hlutirnir gengu fyrir sig .í gamla daga á sveitabæjunum. Hún var afar minnug og vel gefin og litríkur per- sónuleiki. Til dæmis sagði hún mér eitt sinn, hvemig ætti að búa til risa- stóra heimatilbúna osta, eins og gert var um aldamótin. Árið 1934 flutti Sigríður frænka mín til Reykjavíkur. Þá höfðu systur hennar, Guðrún og Margrét Kjerúlf, flust suður nokkram áram áður ásamt móður þeirra systkina, sem þurfti á læknishjálp að halda vegna veikinda sinna. Én einn vetur stund- aði hún ,nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað henni til mikillar ánægju. Eftir stríðið réðst hún til starfa á Kleppsspítalanum og starf- aði þar alla tíð við öll möguleg störf sem til féllu. Árið 1966 útskrifaðist hún sem sjúkraliði, þar sem hún hafði mikið gaman af að vinna við að hjúkra og hlúa að öðram. Nokkr- ar af systram Sigríðar störfuðu einn- ig við spítalann um lengri eða skemmri tíma. Árið 1972 fór Sigríð- ur svo að starfa sem handavinnu- kennari við Kleppsspítala, en hún var mjög myndarleg í höndunum, saum- aði mikið út alla tíð, margskonar púða, klukkustrengi, dúka, útsaums- myndir og fleira, enda bar heimili hennar vitni um hve dugleg hún var. Einu sinni sagði hún mér að henni hafi fundist mjög skemmtilegt á kvöldin þegar þær Edda, dóttir henn- ar, voru einar heima og sátu og saumuðu af kappi í púða eða út- saumsmynd allt kvöldið og hlustuðu á útvarpsleikrit vikunnar, en þá var ekkert sjónvarp til að trufla góð hannyrðakvöld. Sigríður lét af störf- um þegar hún varð sjötug. Sigríður var gift Ásbimi Guð- mundssyni, kennara og garðyrkju- manni og eignuðust þau eina dóttur saman, Eddu Ásbjörnsdóttur Kjerúlf , en hún fæddist 25. september 1940. Eiginmanni sínum, Ásbimi, kynntist hún árið 1934. Hann starfaði við ýmislegt um ævina, bæði við kennslu barna og akstur strætisvagna. En eftir síðari heimsstyijöldina fór hann að starfa við Kleppsspítalann við bíl- stjóra- og garðyrkjustörf og fleira sem til féll. Hann var góður garðyrkj- umaður og meðal annars ræktaði hann skóginn fyrir vestan Klepps- spítalann. % Fyrst í stað bjuggu þau hjónin á Laugarnesveginum, en síðar fluttust þau í Hóla við Kleppsveg, en það hús stendur ennþá. Þar bjuggu þau í nokkur ár, þar til þau fengu prófess- orsíbúðina á Kleppsspítalanum, en í þeirri íbúð bjuggu þau í yfir tvo ára- tugi. Síðar, eða árið 1968, keyptu þau svo eignina Samtún 18, en þar bjó Sigríður í rúma tvo áratugi eða til dauðadags. Móðir Sigríðar, Elísa- bet Jónsdóttir, var sjúklingur alla tíð og dvaldist hún í mörg ár á heimili Sigríðar, en einnig dvaldi systir Sig- ríðar, Guðrún, hjá henni í mörg ár þar sem hún lést í hárri elli árið 1972. Sorgin hafði knúið dyra hjá Sig- ríði. Hún varð ekkja árið 1988, en einkadóttir sína, Éddu, hafði hún misst allskyndilega sjö áram áður og var það mjög mikið áfall fyrir hana. Edda var aðeins rúmlega fer- tug að aldri þegar hún lést, en hún hafði alla tíð búið í foreldrahúsum og verið mjög hænd að móður sinni. Með Sigríði er gengin einstök og merkileg kona. Blessuð sé minning hennar sem farin er á vit feðra sinna. Endurminn- ingin um hana mun lifa með mér og öllum hennar ættingjum um ókomin ár. Um leið og ég þakka henni fyrir þær ánægjustundir og þá gleði er hún veitti mér í lífínu bið ég góðan Guð að blessa hana og varðveita. Ég kveð hana með miklum söknuði. Fari hún í friði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma Pg ljúfa engla geyma öll bömin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Margrét Rós Erlingsdóttir Vinir mínir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem á eftir kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna sundrað sverð, og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Hún Sigríður er eins og salt jarð- ar, sagði maður eitt sinn fyrir löngu er við ræddum um persónuna Sigríði Kjerúlf. Þar fannst mér henni rétt lýst með fáum orðum. Hún fæddist 2. september 1909 í Brekkugerði í Fljótsdal, ein af stórum barnahópi þeirra hjóna Elísabetar Jónsdóttur og Jörgens Kjerúlf, bónda og hagyrðings. Tveggja ára gömul fór Sigríður í fóstur að Arnheiðar- stöðum í Fljótsdal til nöfnu sinnar og föðurömmu, Sigríðar Sigfúsdótt- ur, og seinni manns hennar, Sölva Vigfússonar. Hún minntist oft og hafði frá mörgu að segja frá bernsku- og ungl- ingsáranum í hinni fögra Fljótsdals- sveit. Sigríður var stálgreind, söngelsk og músíkölsk, gaf út frumsamin sönglög ásamt fleiri Kjerúlfum, söng- lögin „Raddir vorsins" 1968 en mörg lögin eru gerð við ljóð föður hennar, Jörgens Kjerúlf. Kjerúlfamir eru afkomendur norska tónskáldsins Halfdan Kjerúlf (1815-1868). Ættboginn flyst til ís- lands með norska lækninum Jörgen Kjerúlf (1793-1831) sem var læknir í Brekkugerði í Fljótsdal. Ung stundaði Sigríður nám í Eiða- skóla og síðar á Hallormsstað. Flyst síðan til Reykjavíkur og ræðst til starfa á Kleppsspítala. Fyrst sem vinnukona eins og hún orðaði það (með ákveðinni áherslu), seinna lærði hún sjúkraliðann á sama stað og þá orðin nokkuð roskin eða komin yfir miðjan aldur. Starfaði hún sem slík í nokkur ár, mörg seinustu starfsárin kenndi hún sjúklingum á Kleppsspít- ala handmennt en öll kvenleg iðja lék í höndum hennar, auk þess var næmi og umburðarlyndi gagnvart mann- legu eðli styrkur hennar. Þannig kom hún íjölda sjúklinga til bata. Maður Sigríðar var Ásbjörn Guð- mundsson sem starfaði einnig við spítalann. Annálað lipurmenni og greiðamaður. Þau eignuðust saman eina dóttur, Eddu, fædda 29. sept- ember 1940, dáin í nóvember 1983. Þegar undirrituð starfaði sem hjúkr- unarfræðingur á Kleppsspítala 1960- 1965 og kynntist þessari fjölskyldu bjuggu einnig móðir Sigríðar og syst- ir á heimilinu. Allt er þetta fólk nú fallið frá. Merki íslenskrar gestrisni hélt þessi fjölskylda hátt á loft. Þar kynntist ég stóram hluta búanda í heimahéraði Sigríðar. Mágkona mín sem eitt sinn var símamær á símstöð- inni á Hallormsstað minntist þess frá þeim áram að nafnið Sigríður Kjer- úlf tengdist gistingu, stöðugum straumi fólks sem var á leið til Reykjavíkur, að leita sér lækninga eða annarra erinda. Hún sá fyrir sér konu í stóru húsi með mörgum her- bergjum, en einmitt á þeim áram bjó fjölskyldan ásamt fleira starfsfólki við þröngan húsakost í gamla læknis- bústaðnum á Kleppi. Þar sannaðist hið fomkveðna að þar sem er hjarta- rúm, þar er húsrúm. En einmitt það Guðnður Guðiaugs dóttir - Minning Fædd 16. aprd 1912 Dáin 13. febrúar 1990 Yndisleg móðursystir er látin. Glaðvær, kímin og uppörvandi, sama á hveiju gekk. Undir lokin var heils- an þorrin og hún lést á Landspítalan- um eftir skamma legu. Dúa, eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist í hjarta Suðurlands, á Götu í Holtum og svo var kalt, að mamma hennar tjaldaði yfir vögg- una, hrímið var svo mikið í baðstof- unni. Dúa var tvíburi og tók ljósmóð- irin Ágústa hana með sér og sagði bændahöfðinginn Siguijón í Raft- holti, sonur Agústu, að hann liti allt- af á Dúu sem systur sína. Ársgömul flutti hún með foreldr- um sínum Guðríði Eyjólfsdóttur og Guðlaugi Þórðarsyni að Vatnsnesi í Grímsnesi, þar sem hún ólst upp fram að fermingu. Þá keyptu for- eldrar hennar Tryggvaskála á Sel- fossi og var flutt í Skálann 1925. Á Selfossi vora þá fímm hús og reisti pabbi Dúu það sjötta, Ingólf, sem stendur við Eyrarveg 1. Ævintýrið mikla var að byija, Selfoss var að rísa úr öskustónni, og allt tengdist það Tryggvaskála meira eða minna. Fólkið borðaði þar, skemmti sér þar og hélt þar til. Fjöldi opinberra stofnana byijaði rekstur sinn í einhveiju hominu í Skálanum. Plássið sjálft var líka sem ein fjölskylda, húsin sprattu upp, sem og atvinnufyrirtækin. Mjólkur- búið, kaupfélagið, sláturfélagið, byggingarfyrirtæki, verslanir og þjónustustofnanir. Allir áttu leið um Skálann, þar sem Dúa vann og kynntist þessu öllu. Tugir ungra stúlkna hvaðanæva að, unnu með Dúu og oft var glatt á Hjalla. Svo komu ungu mennimir og slegið var upp balli. Rómantíkin blómstraði. Dúa fór í húsmæðraskóla, það var mikill áfangi og æ síðan unni Dúa menntun og fræðum. Henni þótti mjög gaman að tungumálum og sjálfsagt hefur það hjálpað, þegar breski herinn gekk hér á land í heimsstyrjöldinni og Árborgarsvæð- ið breyttist nánast í alþjóðaflugvöll. Dúa var þá gift Daníel Bergmann bakarameistara, en yngri systir hennar Bryndís, var gift Grími Thor- arensen, syni Egils í Sigtúnum. Var nú hafíst handa í samvinnu við Kaupfélag Árnesinga og bakað bein- línis fyrir allt Suðurland. Dúa tók á honum stóra sínum, því Danni var afburðarmaður að dugnaði og hæfí- leikum. Eiginkonan unga stóð þá dag og nótt við hlið mannsins síns við bakaraofninn. Danni var líka mikill söngmaður og unni leiklist. Er mér það í barnsminni þegar pabbi og hann tóku lagið saman, báðir karlakórsbassar í Karlakór Reykja- víkur og Fóstbræðram. í stríðinu hófst mikil sumarbú- staðaalda í landinu. Föðurbróðir minn hafði keypt land við Álftavatn í Grímsnesi í Þrastarskógi. Pabbi fékk nú hálfan hektara af þessu landi og reisti þar sumarbústað með svila sínum Magnúsi H. Magnús- syni. Skömmu seinna komu Dúa og Danni og reistu sér bústað þarna hjá ásamt fleiri vinum. Þetta voru mikil hamingjuár. Synir Dúu og Danna, Grétar og Guðlaugur, fóra fyrir miklum herskara krakka og frændaliðs. Farið var um allan skóg, buslað í vatninu og mjólkurpósturinn frá Miðengi notaður til útreiða. Svo sannarlega vora Æsir á Iðavelli og síðan stungið ofaní bala á kvöldin. Bakaríið á Selfossi var selt, Dúa og Dahni fluttu til Reykjavíkur og keypt var bakarí á Nesveginum og seinna Tjarnarbakarí. Hlutirnir voru stundum erfiðir, þungur rekstur og hjónabandið gliðnaði. Dúa missti þó aldrei móðinn, enda stóðu synir hennar með henni sem klettar. Hún elskaði þá útaf lífínu. Aftur fór að birta til. Dúa sneri sér að vinnumarkaðinum og Gulli stofnaði Karnabæ. Átti tugi versl- ana, saumastofu og innflutningsfyr- irtæki. Grétar gerðist hugsjónamað- ur fyrir SÁÁ. Það var yndislegt að sjá hvað þeir voru góðir móður sinni, enda hafði hún fórnað þeim öllu og tók nú þátt í velgengni þeirra af lífí og sál. Mamma mín fylgdist líka alltaf með, enda tvíburasystir. Svo lentu þær saman í Hátúninu. Önnur mjaðmabrotin, hin með sjúk lungu og hjarta. Þær fylgdust hvor með annarri, tóku þátt í lífí hvorrar ann- arrar, nákvæmlega eins og þær höfðu alltaf gert. Stundum fannst manni að það hlyti að vera eitthvað undursamlegt við það að vera tví- buri. Amma átti tvenna tvíbura og svo var elsta systir. Allar lifðu þær sínu eigin lífí, en líka lífi hinna. Systur era ef til vill bara svona. Eindrægnin algjör. Dúa laðaði alla að sér og öllum þótti vænt um hana. Stundum átti hún sínar erfíðu stundir, en oft var hún líka mjög hamingjusöm. Þá geislaði hún af hamingju og gleði. Hún var vinamörg og með afbrigðum trygglynd. Algóður Guð taki hana að hjarta sér og styrki synina í mikilli sorg, tengdadæturnar, barnabörnin og barnabarnabörnin. Nú hrímar ekki lengur á hana Dúu mína. Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.