Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson,- Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Skilvirkni og einkavæðing A Utþensla hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er stórfellt vandamál, ekki aðeins hér á landi, heldur víðast hvar þar sem velferð þegnanna er höfð að leiðarljósi. Þar sem útþensla opinbera kerfis- ins hefur gengið einna lengst, á Norðurlöndum, er leitað leiða til að draga úr henni og gera rekstur hins opinbera skilvirkari. Þar er um og yfir 50% þjóðarframleiðsl- unnar ráðstafað af því opinbera. Þetta hefur leitt af sér óþolandi skattbyrði og kyrking í atvinnulíf- inu. Á Norðurlöndum er því lögð höfuðáherzla á það að draga úr skattbyrðinni og krefjast meiri hagkvæmni í opinberum rekstri. Skattpíningin á Norðurlöndum, ekki sízt í Svíþjóð, hefur dregið úr hagvexti, valdið flótta fólks og fjármagns úr landi og dregið úr vilja borgaranna til að leggja á sig vinnu. Alls staðar eru nú í framkvæmd áætlanir um að létta skattbyrðina og auka þannig ráð- stöfunarfé fólksins, sem aftur á móti leiðir af sér vaxtarkipp í efnahagslífínu. Fjármálaráðuneytið efndi fyrir skömmu til ráðstefnu vegna íslenzkrar utgáfu á skýrslunni „Norræna velferðarsamfélagið á aðhaldstímum“. Hún er unnin á vegum fjármálaráðherra Norður- landa vegna áætlana um að auka skilvirkni í opinberri starfsemi. í skýrslunni er gerð grein fýrir hug- myndum, nýmælum og aðferðum til að auka skilvirkni í starfsemi ríkis og sveitarfélaga. íslendingar áttu ekki aðild að þessu starfí, þótt sannarlega hefði ekki af veitt. í norrænu skýrslunni kemur glögglega fram, að Norðurlöndin leggja mikla áherzlu á það að draga úr umsvifum hins opinbera og auka hagkvæmni kerfísins. Þau eru langt á undan Islending- um á þessu sviði og beita aðferð- um, sem íslenzkir stjórnmála- flokkar, sem kenna sig við félags- hyggju, hafa ekki mátt heyra minnst á til þessa. Vonandi vakna þeir upp við vondan draum áður en íslenzku velferðarkerfi verður steypt í þá efnahagslegu spenni- treyju, sem hin Norðurlöndin leggja höfuðáherzlu á að losa sig .úr. í norrænu skýrslunni segir, að ljóst sé að framvegis verði gerðar auknar kröfur um skilvirkni í opin- berri starfsemi, en sú þróun sé nauðsynleg vegna þess jafnvægis- leysis, sem víðtæk, opinber um- svif hafí óumdeilanlega leitt af sér, auk almennra óska um lægri skatta. Meira tillit verði að taka til þarfa einstaklinga og atvinnu- lífs. Kanna verði beitingu mark- aðslögmála í ríkari mæli en nú er gert í opinberri starfsemi. Margs konar hugmyndir koma fram um, hvernig stuðla megi að þessari þróun. Auka verði fram- leiðni í starfí ríkis og sveitarfé- laga, m.a. með aukinni samkeppni milli þjónustu aðila, opinberra jafnt sem einkaaðila. Efnt verði til útboða á rekstrar- og stofn- kostnaðarverkefnum, notenda- greiðslur verði teknar upp, þar sem því verður við komið, því sam- band sé milli veittrar þjónustu og verðlagningar hennar, ekki sízt í kerfi sem veitir ókeypis þjónustu. Það geti leitt til sparnaðar og menn geri sér betur grein fyrir raunverulegum kostnaði. Hætt sé við því að ókeypis þjónusta sé misnotuð, en slíkt leiði til sóunar. Þá er lagt til að einokun verði aflétt því samkeppni leiði til skil- virkni. Mikil áherzla er lögð á aukna einkavæðingu með breyttu skipu- lagi þannig, að starfsemin færist á hendur einkaaðila. Það er gert með breyttu eignar- eða rekstrar- formi opinberra stofna. Svo og með auknu sjálfstæði þeirra og heimild til að færa fjárveitingar milli ára og milli verkefna. Ráð- legt er að beita launakerfi tengdu frammistöðu og bónuslaunum og öðrum launahvötum til að auka framleiðni og skilvirkni. Sérstaklega er bent á í norrænu skýrslunni, að verktakasamningar séu útbreiddir í opinberri mann- virkjagerð, en ekkert mæli gegn því sama um rekstur þjónustu- starfsemi. Það séu mikilvirkustu aðferðirnar til að auka hag- kvæmni í opinberum rekstri. Á þessu sviði hefur þegar mikið ver- ið gert á Norðurlöndum og af starfsemi, sem boðin hefur verið út, má nefna rekstur dagheimila, velferðar- og forsjárstofnana, ýmissa heilbrigðisstofnana, aðstoð við flóttafólk og bágstadda, al- mannavarnir og snjómokstur. Verktakasamningar eru gerðir um fjölbreytilegustu verkefni á veg- um hins opinbera, allt frá viðhaldi og hreingerningum til rannsókn- arstarfsemi. Er svo komið, að þing og ríkis- stjórnir á Norðurlöndum gera kröfur um aukna skilvirkni og framleiðniaukningu við fjárlaga- gerð. I Danmörku og Svíþjóð er gerð krafa um 2-3% framleiðni- aukningu á ári í stjórnsýslunni. Þar eru nú gerðar hliðstæðar kröf- ur og í einkageiranum. Hér á landi eru ekki horfur á að kröfur um opinbera þjónustu muni minnka á næstu árum, ekki sízt á sviði heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála. Rík ástæða er því til að taka upp stóraukna einkavæðingu í opinberum rekstri til að auka framleiðni og skil- virkni. Skattheimtan er þegar komin á yztu nöf. Verði ekkert að gert verður hún óbærileg. Steindór GK strandaði undir Krísuvíkurbergi; Skipverjunum átta bjargað í þyrlu Landhelgisgæslunnar Báturinn var lagstur á hliðina og sjórinn gekk yfir skipverja í brúnni STEINDÓR GK 101, 127 brúttólesta stálbátur úr Garði, strandaði undir Krísuvíkurbergi, við Selöldu kl. 7 í gærmorgun. Var hann á togveiðum þegar óhappið átti sér stað. Landhelgisgæslunni barst hjálparbeiðni kl. 7.02. Sjö karlar og ein kona voru um borð og tókst þyrlu Landhelgisgæslunnar TF Sif að bjarga þeim heilum á húfi um borð og selflylja þá í þremur ferðum upp á bjargbrúnina. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið frá Reykjavík kl. 7.39. Voru læknir og sjúkraliðar settir niður á bjarginu kl. 7.50 og voru fyrstu tveir skipverjarnir síðan hífðir um borð í þyrluna kl. 8.07. Flutti þyrlan skipverjana í þrennu lagi upp á bjargið. Mennirnir voru vel á sig komnir og allir í flotbúningum. Voru þeir allir upp.í brú, en sjórinn gekk yfír skipið, sem valt mikið í grjót- inu. Þyrla frá vamarliðinu var einnig kölluð til en þyrla Landhelgisgæsl- unnar var að bjarga síðustu þrem- ur skipveijunum um borð þegar hún kom á staðinn. Önnuðust læknar og sjúkraliðar skipverjana um borð í þyrlu varnarliðsins upp á bjarginu. Aðstæður voru mjög erfiðar á strandstað. Báturinn var mjög nálægt bjarginu og braut á honum og gekk sjór yfír bátinn á meðan björgunin stóð yfir. Var hann kom- inn á hliðina. Samkvæmt upplýs- ingum Landhelgisgæslunnar hefði verið illmögulegt að bjarga mönn- unum á annan hátt en úr lofti. Var kominn sjór í bátinn þegar mönnunum var bjargað og hafði hann þá misst allt rafmagn. Hæg- viðri var á staðnum þegar strand- ið átti sér stað, en mikið brim og ókyrrð við bjargið. Þyrla varnarliðsins flutti fimm skipverja til Reykjavíkur og þyrla Gæslunnar þrjá. Voru þeir komnir til Reykjavíkur kl. 8.42. Fiugstjóri á Sif var Bogi Agnarsson. Björgunarsveitirnar Þorbjörn í Grindavík og Fiskaklettur úr Hafnarfírði voru kallaðar til en tekist hafði að ná öllum skipveij- unum úr bátnum þegar björgunar- menn komu á staðinn. I gær reyndu þeir að bjarga hlutum sem bar á land úr bátnum sem lamdist í sundur í gijótinu við bjargið. Að sögn Kristbjörns Guðmundssonar, formanns björgunarsveitarinnar Fiskakletts, verður bátnum ekki bjargað. Hann var strax orðinn mjög skemmdur þegar björgunar- menn komu á vettvang. Sagði Kristbjörn að þeir þekktu vel til staðhátta á strandstað og hefðu þeir sérstakan búnað til að fara um bjargið. Taldi hann að hugsan- lega hefði mátt koiria fluglínu í bátinn af palli, sem er í um 40 metra fjarlægð frá bátnum skammt frá Krísuvíkurvitanum, ef ekki hefði verið hægt að koma þyrlunni við. Sagði hann að bjarg- ið væri um 30 metra hátt þar sem báturinn strandaði. Sjópróf vegna óhappsins fara fram í Keflavik. Þessi mynd var tekin um klukkan 16 í gær. Þá lamdist báturinn í fjöruborðinu og var þegar orðinn mikið skemmdur. Um borð má sjá björgunarsveitarmenn, en þeim tókst litlu að bjarga, utan einum gúmbát. Oðrum náðu þeir upp úr sjónum. Björgunarsveitarmenn síga niður Krísuvíkurberg, til að freista þess að bjarga einhveiju úr Steindóri. Morgunblaðið/RAX Frá strandstað við Krísuvíkurbjarg skömmu fyrir hádegi í gær. Á bjargbrúninni sjást menn úr björgunarsveitinni Fiskaklett í Hafnar- firði, en þeir fóru út í skipið. Skipbrotsmenn af Steindóri GK: Skipið á kaf bakborðsmegin o g slengdist upp í klettana ÞAÐ voru þreyttir og þvældir skipbrotsmenn af Steindóri GK sem blaðamenn Morgunblaðsins hittu fyrir í bækistöðvum Landhelgis- gæslunnar í gærmorgun. Allir utan einn eru þeir frá Sandgerði, þar af tveir bræðrahópar. Sævar Ólafsson skipstjóri og Asgeir Gíslason stýrimaður vildu sem minnst láta hafa eftir sér um hvern- ig strandið bar að höndum en voru sammála um að vel hefði verið staðið að björgun skipbrotsmanna. Tveir bræður Sævars, Marteinn kokkur og Davíð háseti, voru báð- ir í koju þegar báturinn tók niðri í klettunum við Selaöldu. „Við höfum ekki hugmynd um hvað gerðist. Eg var sofandi í koju þeg- ar hann tók harkalega niðri og það má segja að ég hafí rokið á fætur og ræst hina. Við drifum okkur síðan upp í brú og fórum í flotgallana,“ sagði Marteinn. „Þá var brúin orðin full af sjó og allt á tjá og tundri þar inni. Sjórinn gekk yfír brúna og hurðin hafði brotnað í spón. Það var gífurlegt brim þarna og aðdjúpt og lá bátur- inn á hliðinni og slóst til,“ sagði hann. Marteinn sagði að einn maður hefði verið í brúnni, þegar óhappið varð, en hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Steindór GK, sem var 127 lesta stálskip, hafði farið á trollveiðar um áttaleytið á þriðjudagsmorg- unn og hafði veitt 1-2 tonn. Út- gerð bátsins, Njáll hf. í Garði, keypti hann frá Þorlákshöfn um síðustu áramót en þá hét hann Guðfínna Steinsdóttir ÁR-010. Báturinn var smíðaður á Seyðis- firði 1978 og tveimur árum síðar strandaði hann vestan Dyrhólaeyj- ar 1980, en þá hét hann Sigurbára. Björgun var aðeins möguleg með þyrlu Sigmar Steingrímsson 1. vél- stjóri og bróðir hans Ólafur háseti voru sammála um að biðin eftir björgun hefði tekið á. „Við biðum uppi í brúnni og gátum ekkert gert. Báturinn var kominn á kaf bakborðsmegin og slóst upp í klettana stjórnborðsmegin. Það hefði ekki verið hægt að bjarga okkur öðruvísi en með þyrlu, við hefðum aldrei komist upp klett- ana. Björgunin tókst fullkomlega og Landhelgisgæslan á þakkir skildar fyrir frábæra frammi- stöðu,“ sagði Sigmar. Marteinn sagði að þeir félagar hefðu óttast það mest að bátnum hvolfdi þegar fyllumar slengdu honum upp í klettana og hann Steindór GK101 strandaði undir Krísuvíkurbergi snemma í gærmorgun. Þyrla Landhelgis- gæslunnar bjargaði mönnunum upp á bjargið losnaði af þeim aftur. Hann sagði að biðin eftir þyrlunni hefði verið löng í brúnni, hver mínúta hefði verið eins og klukkustund, þótt hjálpin hefði í raun borist afar skjótt. Hann sagði að þetta hefði getað farið enn verr, því háflóð var um kl. 9 en þyrla Landhelgis- gæslunnar var komin á strandstað um kl. 7.50. TF-Sif, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, bjargaði skipbrotsmönnum Morgunblaðið/KGA Skipbrotsmenn í bækistöðvum Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll. Frá vinstri: Marteinn Ólafs- son kokkur, Vigdís Elísdóttir háseti, Davíð Ólafsson háseti, Sigmar Steingrímsson vélstjóri, Ásgrímur Sigurjónsson háseli og Ólafur Steingrímsson háseti. Á myndina vantar Sævar Ólafsson skipstjóra og Ásgeir Gíslason stýrimann. í þremur ferðum, tveimur í fyrstu ferðinni og síðan þremur í tveimur síðari ferðuni. Þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli tók síðan sex skipbrotsmanna og flutti þá til Reykjavíkur. Marteinn sagði að þessi atburð- ur sýndi og sannaði að nauðsyn- legt væri að Landhelgisgæslan eignaðist fullkomna, stóra björg- unarþyrlu, fyrr en síðar því svona slys gerðu ekki boð á undan sér. „Ég get ekki lýst þessu, ég var í koju þegar þetta gerðist. En mér tókst að halda ró rninni," sagði Vigdís Elísdóttir, 21 árs. Vigdís hefur verið til sjós í tvö ár og kvaðst hún aldrei hafa lent i slíku áður. „Ég hef þó lent í því áður að festa bát í innsiglingunni í Grindavík," sagði Vigdís. Skautahöll Vetrarólympíuleikanna í Noregi: Islenskur arkitekt 1 úr- slitakeppni um hönnun ÍSLENSKUR arkitekt, Guðmundur Jónsson, tekur nú þátt í úrslita- keppni þriggja arkitektahópa um hönnun skautahallar í Hamar í Noregi, en höllin á að hýsa skautakeppni á Vetrarólympíuleikunum í Noregi 1993. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann byggist við harðri keppni um hönnun hallarinnar, en keppinautar hans eru stærstu og virtustu arkitektastofur í Noregi. Skautahöllin á að verða um 240 metra löng og 110 metra breið. Hún verður fjölnotahús og verður meðal annars hægt að keppa þar í innanhússknattspyrnu, handbolta, hlaupum og einnig á að vera hægt að nota hana sem tónleikahöll. Húsið á að rúma mest 20 þúsund manns, en þegar keppt verður í skautaíþróttum rúrnar hún 10 þús- und manns, þar af þijú þúsund í sæti. Áætlað er að skautahöllin kosti um tvo milljarða íslenskra króna og hún á að vera tilbúin til notkunar í desember 1992. Um miðjan mars verður kunn- gjört hveijir hljóta hnossið, að byggt verði eftir þeirra hönnun. Guðmundur Jónsson vinnur verkið í samvinnu við A/S Veidekke og 4B Arkitekter A/S. Keppinautarnir eru annars vegar Ole K. Karlsen, Niels Torp A/S og Biong & Biong A/S, hinsvegar A/S Selmer. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að því fylgdi vissu- lega mikill heiður,að ná þetta langt í svona keppni og vinna til verð- launa, hins vegar væri auðvitað eftirsóknarverðast að hljóta fyrsta sætið og fá að hanna mannvirkið til fulls og útfæra það í endanlegt form. Hann sagði að æ algengara yrði að hafa tveggja þrepa samkeppni um þær byggingar sem þarf í sam- bandi við Olympíuleikana. „Þá er fyrst forval á einhveijum ákveðnum ljölda og síðan er farið í svokallaða lokaða keppni milli þeirra. Þá voru tólf eftir í þessu verkefni og síðan var bara keppt og meiningin var að enda með tvo til þijá sem eiga þá að keppa enn. í þessu tilfelli eru þrír hópar eftir sem eiga að keppa endanlega um þetta. Þeir sem við keppum við eru má segja stærstu og virtustu stofur í Noregi. Þetta verður sjálfsagt hörð keppni," sagði Guðmundur. Annar keppinautahópurinn líkir tillögu sinni við víkingaskip á hvolfi. Guðmundur var spurður hvort ein- hver slík líking væri að baki hans tillögu. „Við eigum eftir að gefa þessu endanlega mótun, það sem ræður mótun okkar verks er rúm- fræðilega formið ellipsa eða spor- baugur. Það gefur bestu nýtingu á áhorfendasvæðum, miðað við flat- armál hússins. Hinir hönnuðirnir, með þetta víkingaskip á hvolfi, höfðu uppgötvað þessa sömu kosti, en aðrir hafa fylgt meira formi sjálfrar skautabrautarinnar." Guðmundur kveðst hafa tekið þátt í keppni um hönnun mann- virkja á öllum sviðum nema þessu, þetta sé í fyrsta sinn sem hann keppir um hönnun íþróttahúss. Hann hefur starfað í Noregi síðan hann lauk námi 1981, þar af hefur hann rekið eigin teiknistofu í rúm fjögur ár. Hann teiknaði meðal annars tón- listarhús sem fyrirhugað er að byggja í Reykjavík, Kjarvalssafn • sem einnig er fyrirhugað að byggja, stækkun Amtsbókasafnsins á Ak- ureyri og sýningarskála, sem ætlun- in var að byggja á Spáni í tengslum við Heimssýninguna þar á síðasta ári. Hann hefur einnig unnið til verðlauna í samkeppni í Svíþjóð og Noregi, þar á meðal fyrstu verð- launá í norrænni samkeppni um íslenska raðhúsið í Malmö í Svíþjóð. Njarðvíkurbær: Fj árhag’sáætlun bæj- arsjóðs samþykkt FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Njarðvíkur fyrir árið 1991 var sam- þykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar. Helstu niðurstöðutölur eru þær að skatttekjur, þ.e. útsvar, aðstöðu- og fasteignagjöld eru áætlaðar 25,5 milljónir kr. og tekjur af málaflokk- um kr. tæpar 57 milljónir. Tekjur alls eru því áætlaðar 311,5 milljón- ir kr. Heildarrekstrargjöld eru áætl- uð kr. 241,5 milljónir og til eigna- breytinga eru áætlaðar rúmar 70 milljónir kr. eða 27,5% af skatttekj- um. Til fjárfestinga og framkvæmda eru áætlaðar 56,6 milljónir eða um 22% af skatttekjum, og til greiðslu lána kr. 13,4 milljónir eða um 5% af skatttekjum. Stærstu framkvæmdaliðir á ár- inu verða gatna-, holræsa- og gang- stéttargerð, um kr. 21,4 milljónir, átak í að bæta umhverfi Njarðar- brautar um 5 milljónir kr., endur- skoðun aðalskipulags 4 milljónir, framkvæmdir við íþróttavelli um 2 milljónir kr.. Einnig verður fram- haldið endurbótum á húsnæði grunnskóla Njarðvíkur og eru í það verkefni áætlaðar 4,5 milljónir kr.. Stærsti einstaki málaflokkurinn er fræðslumál, sem taka til sín liðlega 18% af skatttekjum bæjarsjóðs Njarðvíkur. Næst á eftir koma fé- lagsmálin með um 14% af skatttekj- um. Hækkun iánskjara- vísitölunnar er 0,2% Seðlabanki íslands hefur reiknað út lánskjaravisitölu fyrir mars 1991 og er hækkunin frá mánuðinum á undan 0,20%. Þá hefur Hag- stofa íslands reiknað launavísitölu fyrir febrúarmánuð 1991, miðað við meðallaun í janúar sl. Er vísitalan 0,1% hærri en í fyrra inámiði. Umreiknuð til árshækkunar hef- R'eyndist hún 0,2% hærri en í jan- ur breyting lánskjaravísitölunnar úar. Síðastliðna tólf mánuði hefur síðasta mánuð verið 2,4% en 8,0% vísitala byggingarkostnaðar hækk- síðustu þijá mánuði. að um 5,3% en síðustu þijá mánuði Þá hefur Hagstofan reiknað vísi- um 1,7% sem samsvarar 7,1% árs- tölu byggingarkostnaðar eftir verð- hækkun. lagi um miðjan febrúar 1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.