Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 42
 42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR>1.FEBKÚAR 1991 t/ \/ífr ■fenga/r} okJctir suol/é/S of f>nzu£)/nu cz /eié'/nni." TM Rag. U.S. Pat Off.—■•» nghts raMfvad ® 1990 Lo« Angales Tim«* Synd»cst« HÖGNI HREKKVÍSI Ósæmileg skattpíning Til Velvakanda. Fyrir nokkru voru eyðublöð til skattframtals send út, sem ekki er í frásögur færandi, ef ekki hefði fylgt þeim spjót í hjarta smælingj- anna, eða þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Kunningi minn, sem er öryrki, og dvelst á stofnun fékk ásamt eyðublaðinu, tilkynn- ingu frá skattyfirvöldunum þess efnis, að hann ætti að gefa upp til tekna, það sem Tryggingar- stofnun ríkisins greiðir stofnun- Frímerki Ég heiti Ingrid Nielsen, ég er 50 ára gömul, gift og á fimm drengi. Ég bý um 20 km frá Næstved, sem er bær á Suður-Jótlandi. Ég er að- stoðarkennari við stóran skóla í Næstved og safna frímerkjum í frí- tímum. Ég hef mikinn áhuga á frí- merkjum frá íslandi og vil gjarnan skipta á nýjum dönskum frímerkj- um og nýjum íslenskum frímerkj- um. Þeir sem hafa áhuga á frí- merkjaskiptum skrifi vinsamlegst Ingrid Nielsen Harevænget 4, Broderup DK-4733 Tappernnje Danmark inni, fyrir dvöl hans þar. Þetta gera um 70.000 kr. á mánuði, eða um 840.000 kr. á ári. Maðurinn hefur engar tekjur nema hina smá- lúsalegu vasapeninga, eða um 6.000 kr. á mánuði. Ef hann ætti einhverja eign, sem gæfi honum nokkr.ar tekjur, þá yrði sú upphæð sennilega tekin frá honum og eignin líka, þegar pen- ingar væru búnir. Nær þetta nokkurri átt? Hveijir stjórna þessari aðför að öryrkjum og hinum öldruðu, sem dvelja á stofnunum. Biblían segir á einum stað, að á síðustu tímum, muni kærleikur alls þorra fólks kólna og það eru orð að sönnu. Þeir sem stjórna þessu hljóta að vera með steinhjörtu og meta mannkærleika einskis. Er ekki kominn tími til að oln- bogabörn þjóðfélagsins rísi upp til baráttu fyrir mannsæmandi með- ferð? Það lítur út fyrir að þeir sem eru í forustu þeirra, sofi algjörlega á verðinum. Mér finnst að þessir hópar ættu að sameinast, og bjóða fram til þings menn, sem vilja í raun og veru vinna að mannsæm- andi kjörum þeim til handa. Þessir hópar hafa um 20.000 atkvæði á bak við sig, svo að þetta er álitleg- ur hópur, sem getur haft töluverð áhrif í þjóðfélaginu, ef hann vill og þekkir sinn vitjunartíma. Eggert E. Laxdal Týndur köttur Þessi köttur hefur verið týndur frá því hann fór að heiman frá sér að Laufbrekku 13, Kópavogi, 8. febrúar. Hann er eins árs fress, grábröndóttur með hvíta bringu, hvítan kvið og lappir og var með gulllitaða hálsól. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir gjöri svo vel að hringja í síma 43184. Fund- arlaun. Þessir hringdu . .. Samstillt T áhrif og ' framliðnir Til Velvakanda. Menn velta gjaman fyrir sér ráð gátunni um lífið eftir dauðann. Marki'.sarOTiðsniallÍ—má—lesa^-gftil Eilíft líf Árni Þórðarson hringdi: „Ég er ósammála því sem Jón Trausti Haildórsson segir í les- endabréfi sem birtist sl. föstudag undir fyrirsögninni Samstillt áhrif og framliðnir. Þar vitnar hann í Markúsarguðspjall þar sem segir frá því er Elía og Móses birtust. Síðan talar hann um að með sam- stilltum áhrifum geti fólk komist í samband við framliðna. En veit Jón Trausti ekki að í Mósebók er lagt bann við því að hafa samband við framliðna? En það er rétt að Biblían segir okkur að þar er líf eftir dauðann. Ef við eigum sam- félag við Jesús Krist þá eigum við eilíft líf en ef ekki, þá glöt- umst við.“ Úr Kvenarmbandsúr með gylltu armbandi tapaðist á leið frá Grundarstíg um Bjarkarstíg að Freyjugötu. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 13180. Gleraugn Gleraugu töpuðust við Hamra- borg í Kópavogi. Finnandi er vin- samlegast beðinn að skila þeim á Lögreglustöðina eða í verslunina Saumasporið, Auðbrekku 30. Frakki Herrafrakki var tekinn í mis- gripum í Neskirkju 12. þessa mánaðar. Sá sem frakkann tók er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 16706. Golfkylfa Golfkylfa var skilin eftir á æfingasvæðinu á-'Seltjarnarnesi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila henni í Golfskálann eða hringja í síma 612092. Hanskar Sá sem fann brúna leðurhanska í leið fjögur fyrir tveimur vikum er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 687397. Kettlingar Kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 21906. Úr Úr tapaðist í Vesturbænum á fímmtudagskvöld. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 29447 að kvöldinu eða síma 686922 að deginum. Næla Silfurnæla með tveimur gyllt- um plötum tapaðist 15. febrúar, líklega á leið frá Skúlagötu um Barónstíg að Landsspítala. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Maríu Sveinsdóttur í síma 623335, fyrir hádegi. i/sero bnk/ /i£> pee/FA b/zot/mum Tö'fiJMO/Vt OM ALLT /iÓS/O, tÍÖ/SNt- " Vík\erji skrifar ingsályktunartillaga Guð- mundar H. Garðarssonar, sem hann hefur lagt fram á Alþingi og skýrt var frá í Morgunblaðinu síð- astliðinn þriðjudag, tekur á miklu óréttlæti og má furðu gegna að slík tillaga skuli ekki hafa komið fram löngu fyrr og verið samþykkt. Tillagan fjallar um margsköttun iðgjalda til lífeyrissjóða og afnám hennar. Þingmaðurinn lýsir því, hve illa er farið með þá þegna þjóðfé- lagsins, sem spara með það fyrir augum að eiga náðugt og áhyggju- laust ævikvöld. Guðmundur skýrir frá því í tillögunni að iðgjöldin séu þrísköttuð, þ.e. menn greiði fyrst skatt af iðgjöldunum, þegar þeir afla fjárins, sem þeir greiða til líf- eyrissjóðsins, síðan er sama fjárhæð aftur skattlögð um leið og menn fá greitt úr sjóðnum sem lífeyris- þegar og loks sé skerðing á tekju- tryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins einnig skattlagning. Víkveiji hefur áður fjallað um þetta óréttlæti. í gamla skattkerf- inu voru iðgjöld til lífeyrissjóða frá- dráttarbær frá skatti, en þegar staðgreiðslukerfið kom til var sá frádráttur afnuminn. Nú spyr skatt- stjóri ekki einu sinni um iðgjalda- greiðslur til lífeyrissjóða á skatt- framtali. Einnig má minna á dæmi, sem Víkverji hefur áður tilfært í þessum pistlum sínum, er hann gaf upp til skatts fyrir tvær konur, sem báðar þágu ellilífeyri frá Tryggingastofn- un. Önnur hafði ásamt manni sín- um, sem var látinn, greitt í lífeyr- issjóð alla sína starfsævi. Hún hlaut því lífeyrisgreiðslur úr Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og naut þar af leiðandi ekki tekjutryggingar. Hin konan, sem einnig var ekkja, hafði aðeins greitt í lífeyrissjóð í örfá ár. og hlaut því sama og engar lífeyris- greiðslur úr lífeyrissjóði. Hún naut hins vegar fullrar tekjutryggingar, auk þess sem hún fékk greiðslur frá ríkisskipaðri eftirlaunanefnd. Niðurstaðan var að þegar þetta dæmi var gert upp, höfðu þessar tvær konur mjög áþekkan lífeyri, þ.e. það sem eftir stóð eftir skatta var svo til sama upphæðin. Sú, sem ekki hafði sparað til elliáranna stóð þó alla jafna betur að vígi en hin, því að hún þurfi ekki að greiða fastagjald af síma, útvarpi og sjón- varpi, fékk eftirgjöf á fasteigna- sköttum o. fl. Niðurstaða þessa dæmis var að það borgaði sig engan veginn að spara, greiða iðgjöld lífeyrissjóð- anna, þau voru fjármunir, sem í raun voru glataðir, vegna þessarar margsköttunar, sem Guðmundur H. Garðarsson vill nú afnema. Þetta er réttlætismál að dómi Víkverja, sem ekki þolir bið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.