Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 17 „Mannúð“ sósíalisinans og heilbrigðiskerfið eftir Ólaf Örn Arnarson í forystugrein Þjóðviljans mið- vikudaginn 13. febrúar sl. ræðir Á.B. um heilbrigðiskerfið og er tilefnið grein, sem undirritaður birti í Morgunblaðinu 9. febrúar sl. Á.B. ræðir þar nokkuð um til- lögur heilbrigðisnefndar Sjálf- stæðisflokksins, sem lagðar verða fyrir landsfund flokksins í næsta mánuði. Ljóst er að Á.B., veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið því að hann gerir heilbrigðisnefndinni upp ýmsar hugmyndir, sem hann mótmælir síðan harðlega og telur bera vott um litla mannúð! Á.B. fellur í þá gryfju að telja lækna, lyfjafræðinga og aðra starfsmenn miðpunkt heilbrigðiskerfisins en gleymir alveg fólkinu (sjúklingun- um), sem greiðir fyrir þjónustuna og allt snýst um. Þörf endurmats En hvers vegna er þörf endur- mats á heilbrigðisþjónustunni? Vegna þess að stefna undanfar- inna ára hefur leitt til samdráttar. í þjónustu vegna niðurskurðar á fjárveitingum. Jafnframt hefur miðstýring ríkisvaldsins aukist mjög verulega og ljóst að fyrir- myndin er sótt til sósíalismans. En hvernig hefur þeim þjóðum vegnað sem hafa haft sósíalis- mann að leiðarljósi? Hvergi í hin- um vestræna heimi er heilbrigðis- þjónusta jafn ömurleg og í Austur- Evrópu. Þar er þjónustan ekki aðeins léleg heldur mikill ójöfn- uður ríkjandi. Yfirstéttin fær góða þjónustu á sínum sérspítölum en almenningur má sætta sig við bið- raðir og lélega þjónustu. Enda er það svo að meðalaldur í löndum sósíalismans er nærri 10 árum styttri en gerist í Vestur-Evrópu. Kannski þekkir Á.B. þetta kerfi af eigin raun? Tvö nágrannalönd hafa tekið upp ríkissósíalisma í heilbrigðiskerfum sínum, þ.e. Bretland og Svíþjóð. í báðum þess- um löndum hafa kerfin siglt í strand og lausnin hefur verið sú að skapa nýtt kerfi við hliðina, sem er fjármagnað af einstaklingum sem fá þá góða þjónustu, ef þeir hafa efni á. Þetta er í örstuttu máli sú „mannúð“ sem sósíalism- inn hefur haft í för með sér. Er þetta sú fyrirmynd sem við sækj- umst eftir? Hugmyndir um endurskipulagningu Hveijar eru þá hugmyndir Sjálf- stæðisflokksins um endurskipu- lagningu heilbrigðiskerfisins? Til grundvallár hugmyndunum er að tryggingahugtakið verði ráðandi. Samkvæmt því ákveðum við að greiða í sameiginlegan sjóð, sem er afmarkaður frá öðrum þáttum ríkisrekstrarins og tryggir fólki eðlilega og fyrirfram skilgreinda þjónustu þegar það þarf á að halda. í dag greiðum við fyrir þessa þjónustu í sköttum okkar sem lagðir eru á eftir efnum og ástæðum. Hugmyndin er sú að það haldist áfram og allir landsmenn verði tryggðir á þennan hátt. Því eiga allir rétt til sömu þjónustu án tillits til efnahags. Jafnframt þessu er lagt til að rekstur heilbrigðisþjónustunnar geti verið á ýmsum höndum, ein- staklinga, félagasamtaka, sveitar- félaga þar sem það á við og leit- ast við að gera þjónustuna sem hagkvæmasta. Greiðsluhluti sjúkl- inga verði alltaf ákveðið hlutfall af verði þjónustunnar þannig að greiðandinn geti ávallt séð hver raunverulegur kostnaður er. Gildi þetta t.d. um sérfræðiþjónustu og lyf. Sett verði hámark þess sem hver einstaklingur greiðir þannig að þeir sem mest þurfa á hjálp að halda verði verndaðir gegn skakkaföllum. Hlutverk ráðuneytis og opin- berra aðila verði fyrst og fremst fólgið í stefnumörkun, setningu staðla, og eftirlits með gæðum þjónustunnar. Framtíð heilbrigðiskerfisins Framtíð heilbrigðiskerfisins hlýtur að vera undir því komin að hún geti mætt þeim auknu kröfum sem verða gerðar til hennar. Ekk- ert fæst ókeypis og því er mikil þörf á því að greiðandinn og neyt- andinn fylgist vel með þvi hver kostnaður er við hina einstöku þætti. Aðhald á þennan hátt er heilbrigðisstarfsmönnum og stjórnendum mjög nauðsynlegt til þess að allrar hagkvæmni sé gætt og sem mest fáist fyrir féð sem til er lagt. Lausnir sósíalismans hafa hvergi dugað og skýrt dæmi um ranga stefnumörkun er hug- mynd heilbrigðisráðherra um ný- skipan lyfjamála. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að ríkisbákn og miðstýring komi til með að draga úr kostnaði við lyf? For- senda fyrir lækkun lyfjakostnaðar er að losa um höft, auka sam- keppni og taka upp hlutfalls- Ólafur Örn Arnarson „Dettur nokkrum heil- vita manni í hug að rík- isbákn og miðstýring komi til með að draga úr kostnaði við lyf?“ greiðslur sjúklinga. Um leið og verðið er orðið hagsmunamál fyrir sjúklinginn munu læknar gæta þeirra hagsmuna og ávísa ódýr- ustu lyfjunum í hæfilegum skömmtum. Sú stefna ríkissósíalisma, sem núverándi ríkisstjórn hefur fylgt leiðir til ófarnaðar og hefur þegar gert. Hún er byggð á hugmyndum um Heilbrigðisstofnun íslands sem komu fram fyrir um áratug og hlutu slæmar móttökur. Engu að síður hafa hugmyndafræðingar hennar komið ár sinni svo fyrir borð í kerfinu að það er verið að framkvæma þessa stefnu án þess að almenningur geri sér grein fyr- ir afleiðingunum. Það er því nauð- synlegt að hér verði söðlað um og eini stjórnmálaflokkurinn sem hef- ur burði til þess er Sjálfstæðis- flokkurinn. Höfundur er yfirlæknir á St. Jósefsspítala. HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARNEFND BANDALAG HÁSKÓLAMANNA JAFNRÉTTISNEFND STJÓRNUN: NÁMSKEIÐ FYRIR KONUR 28. febrúar - 13. apríl ÞATTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað konum, bæði þeim, er nú þegar gegna stjórnunar- störfum, og öðrum, er áhuga hafa á stjórnun. TILGANGUR: Að auka hæfni þátttakenda sem stjórn- endur og undirbúa konur undir stjórnun- arstörf með því að kenna þeim og kynna vinnuaðferðirog hugmyndirá nokkrum lykilsviðum stjórnunar. Skráning fer fram í móttöku Tæknigarðs, 694923 og 694924. LEIÐBEINENDUR: HallgrímurGuðmundsson, stjórnsýslufr. og bæjarstjóri, Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur, Sálfræðistöðinni sf., Bjarni Ingvarsson, vinnusálfræðingur, Tryggvi Sigurbjarnarson, ráðgjafarverkfræðingur. TÍMIOGVERÐ: Á fimmtudögum kl. 15.00-18.30 og tvo laugardaga kl. 9.30-15.00. Þátttökugjald kr. 18.500. Námsgögn eru innifalin. í síma 694940, en nánari upplýsingar eru veittar í símum Efnið og aðstæður hamla því ekki að þú finnir réttu dæluna í Héðni. Úrvalið, gæðin og verðið gera okkur kleift að bjóða hagkvæma lausn fyrir ólíklegustu dæluverkefni. Langferðabíllinn er vinnustaður flestra leiðsögumanna Fæstir leiðsögumenn hafa leið- sögn að aðalstarfi enda er aðal ferða- mannatíminn stuttur, aðeins 2-3 mánuðir. Það þurfa þó alltaf að vera tiltækir leiðsögumenn yfir vetrar- mánuðina því stuttar ferðir að vetrar- lagi aukast hægt og sígandi. Vinnutíminn er all breytilegur allt frá stuttri tveggja til fjögurra tíma ferð til 14-21 dags ferða um landið. Aðbúnaður er einnig misjafn eftir ferðum. Sumir fylgja þjóðveginum og gista á hótelum ásamt hópum sínum, aðrir borða á hótelum, aðrir hafa með sér eldhúsbíl og enn aðrir sjá ummatarinnkaup og jafnvel elda- mennsku. Vegna samsetningar hópanna þarf leiðsögumaðurinn oft að segja frá á fleiri en einu tungumáli. í öðrum til- fellum er beðið um ieiðsögumann sem hefur sérþekkingu á einhvetju sviði, t.d. varðandi jarðfræði, fugla eða sögu. Þá koma hingað hópar sem vilja ganga um fjöll og firnindi jafnvel með byrðar á bakinu. í þeim tilfellum þarf leiðsögumaðurinn að hafa sér- staka þekkingu á gönguleiðum og hættum á hálendinu. Leiðsögumaðurinn og náttúruvernd Á íslandi er stórbrotin náttúra sem hrífur gesti okkar en margir átta sig ekki á því að hún er viðkvæm og vandmeðfarin. Mikilvægt hlutverk íslenskra leiðsögumanna er að gæta hagsmuna landsins með því að fræða ferðamennina um séreinkenni ís- lands og íslenskrar náttúru og gæta þess að þeir ofbjóði ekki viðkvæmum gróðri, bijóti hverahrúður eða valdi landinu skaða á einn eða annan hátt. Þá gerair leiðsögumaðurinn grein fyrir stefnu okkar í umhverfismálum og segir frá þeirri miklu vinnu sem lögð er í landgræðslu og skógrækt til þess að stemma stigu við upp- blæstri og landeyðingu. Mannþekkjari og diplomat Það er margt sem getur komið fyrir á langri ferð. Algengt vanda- mál eru yfii'bókanir, þá getur þurft að biðja 'gestina að gista í lélegri herbergjum en þeir hafa greitt fyrir eða jafnvel í heimahúsum. í slíkum tilfellum ríður á því að leiðsögumað- urinn sé mannþekkjari og takist að fá fólk til að sætta sig við hið óvænta sem ekki verður breytt. í öðrum til- fellum þarf hann að sjá til þess að ekki sé gengið á rétt farþeganna ef hægt er að komast hjá því. Oft þarf að breyta áætlun vegna færðar og veðurs, í þeim tilfellum er mikilvægt að undirstrika það já- kvæða við breytinguna svo farþeg- arnir fái ekki á tilfinninguna að þeir hafi bará tapað en ekkert grætt á henni. Ekki er unnt að gefa tæmandi lýsingu á þekkingarsviði og störfum leiðsögumanna á íslandi, til þess er starfið of fjölbreytt og margþætt en hér hefur verið dregin upp einföld mynd af því helsta í starfi leiðsögu- manna á íslandi í dag. Láttu söludeild okkar leysa dælumál þín. IRON / EDUR miðflóttaaflsdælur MONO snigildælur LOEWE stimpildælur T.T. ROTAN tannhjóladælur = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJOF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.