Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 SHARP SJÓÐVÉLAR Æ SKRI FBÆR* Hverfisgötu 103 - sími 627250 LÉTTITÆKI í ÚRVALI Bjóðum einnig sérsmíði eftir óskum viðskiptavina II LÉTTITÆKI HF, Bíldshöfða 18 S. 67 69 55 CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og N EYSLU VATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER 'r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Af „glæpahyski“ og veðurfræðingi Athugasemdir við grein Karls Ormssonar eftir Magnús Jónsson Inngangur Laugardaginn 9. feb. sl. birtist í Mbl. grein eftir Karl Ormsson (K.O.) undir heitinu „Mótmæli við grein Magnúsar Jónssonar í Morgunblað- inu“. Þar er átt við grein mína frá 10. jan. sl. „Að byrgja brunninn". í þeirri grein reyndi ég að færa rök fyrir þeirri skoðun minni að skyn- samlegt, réttlátt og fjárhagslega hagkvæmt væri að gera ungu fólki léttara en nú er að eignast sína fyrstu íbúð, og nota til þess aðrar aðferðir en hingað til hefur verið beitt. Eingilt skattfrelsi Hugmyndir mínar voru í stuttu máli þær, að í stað vaxtabóta, hús- næðisbóta, niðurgreiddra vaxta eða annarra eldri aðferða yrði ungu fólki veitt skattfrelsi á husnæðisfjárfest- ingu upp að vissu marki, t.d. 6—8 milljónir á par auk 1 milljóna á hvert barn. Fyrir þessu færði m.a. eftirtal- in jök: í fyrsta lagi er húsnæðisöflun oft- ast mjög erfiður hjalli að komast yfir og reynir mjög á ungt samband fólks. Sambúðarslit eru tíð og félags- leg vandamál hrannast upp í þeim þrengingum. Með því að eyða fé til að koma í veg fyrir vandamálin tel ég að minnka megi samfélagsleg útgjöld seinna meir og því sé um hagkvæma ijárfestingu að ræða. I öðru lagi er fólk einnig að eign- ast böm á þessu tímabili sem bæði er kostnaðarsamt og dregur úr mög- uleikum á öflun mikilla tekna, sem er forsenda húsnæðisöflunar alls þorra fólks. Börn verða því oft hart úti á þessu tímabili og lengi býr að fyrstu gerð. í þriðja lagi eru tekjur fólks sem er að byija sinn starfsferil mun lægri en seinna verður. Þannig er tekju- þörfin mest þegar kaupið er lægst. í fjórða lagi finnst mér út í hött að fólk sé látið greiða svo og svo mikið til samneyslunnar áður en það hefur getað uppfyllt eigin frumþarfir þ.e. fæði, klæði og lágmarkshúsnæði á viðunandi hátt. í fimmta lagi þykir eðlilegt að fyrirtækí greiði ekki tekjuskatt af þeim tekjum sem notaðar eru til fjár- festingar og uppbyggingar. Er ekki verið að fjárfesta í a.m.k. jafn mikil- vægum hlutum þegar verið er að byggja upp fjölskylduna, hornstein þjóðfélagsins? í sjötta lagi myndi slík aðgerð minnka þann gífurlega aðstöðumun sem nú er annars vegar hjá ungu fólki sem glímir við verðtryggingu og afar háa vexti ofan á og hins vegar hjá því fólki sem eignaðist húsnæði á tímum óðaverðbólgu og neikvæðra vaxta og fékk þar með stóran hluta af húsnæðinu „gefins". Að sjá rautt Það var út af þessu síðasttalda sem K.O. sá rautt. Orðrétt stóð í grein minni: „En næstmestu tog- streituna er svo að finna milli kyn- slóðanna, þ.e. milli ungu kynslóðar- innar sem nú berst um í okurvöxtum og verðtryggingarfeninu og sekkur stöðugt dýpra og þeirra miðaldra, sem sumir kalla Drakúla-kynslóðina, og skilgreina hana sem kynslóðina sem stal sparifé foreldra sinna, sökkti þjóðinni í erlent skuldafen og lætur börnin sín borga sér skatt- frjálsa vexti af þessum „vel fengnu“ eignum.“ Svo rautt sér K.O. að hann virðist ekki geta lesið né hugsað: Mér eru gerð upp orð og setningar sem ekki er að finna í grein minni og því síð- ur reynt að sjá í hvaða samhengi þetta er sagt. Eg á að hafa t.d. kall- að allt fólk milli þrítugs og sjötugs þjófa af verstu tegund, glæpahyski og fleira í þeim dúr sem ég hirði ekki upp að tína. Og þar sem ég er sjálfur á fimmtugsaldri hlýt ég að fylla þennan fríða flokk sem K.O. sér þama. En í framhaldi af þessu langar mig til að spyija nokkurra spurninga. Mjólkurlítri í eftirlaun 1. Hvað myndi K.O. kalla það ef hann hefði lagt ein mánaðarlaun inn í banka árið 1950, en tekið út af sömu bók 30 árum seinna upphæð sem dygði fyrir einum lítra af mjólk? 2. Hvað myndi K.O. kalla það ef hann fengi nú tilkynningu eins og einn vinur minn fékk frá lífeyrissjóði fyrir skömmu, en hún var á þá leið að hann ætti lífeyrisréttindi upp á 50 krónur á mánuði eftir að hafa greitt tíundahluta tekna sinna í líf- eyrissjóð um nokkurt skeið fyrir rúm- um 20 árum? Flestir eða allir sem ég þekki myndu tala um þjófnað sem svar við þessum spurningum. En væri K.O. bankabókareigandinn og lífeyris- sjóðsþeginn myndi hann áreiðanlega tala um gjafir sínar til banka og líf- eyrissjóðs. Það væri óskandi að þjóð- in ætti fleiri með svo stórt og gjafm- ilt hjarta. íbúðarkaup nú, fyrr og miklu fyrr í grein sinni rakti K.O. sögu af íbúðarkaupendum frá 1959, sem ég dreg ekki í efa að sé rétt. En ég þekki líka mann sem keypti íbúð 1972 og átti hana skuldlausa 5 árum seinna án þess að um verulegar þrengingar væri að ræða. Vill ekki K.O. bera það saman við ástandið í dag, þar sem fólk má þakka fyrir ef eignarhluti þess eykst um 1% á ári fyrstu árin þrátt fyrir marga tugi þúsunda króna greiðslur á mánuði. Víða úti á landi er ástandið þannig að fólk borgar og borgar en eignast ekkert. Landið er nefnilega stærra en höfuðborgin eða Fossvogurinn, þótt mörgum virðist gleymast sú staðreynd! Ábyrgðin og notendur Ýmsir hafa reynt að áætla hversu miklir ijármunir voru fluttir til í skjóli verðbólgu og neikvæðra vaxta. Séð hef ég tölur á bilinu 200—400 millj- arðar á núverandi verðlagi. Þannig fóru fjármunir spariljáreigenda, líf- eyrissjóða, byggingarsjóða og ýmissa sjóða atvinnuveganna. Var þetta fé gefið af fyrmefndum aðilum, K.O.? Ef ekki, hvað heitir fyrirbærið þá séð með augum eigenda? Stjórnvöld þessa tíma bera ábyrgðina á verknaðinum og eru því sökudólgurinn. En hveijir nutu góðs af öllu saman? Fyrir utan stjórnvöld sjálf voru það þáverandi skuldarar þessa lands, þ.e. fyrirtæki og ein- staklingar þ.á m. húskaupend- ur/byggjendur, sem aðgang höfðu að lánsfé. Sumir fengu ekkert að láni og því ekkert „gefins“. En marg- ir fengu ótrúlegar ijárhæðir á þennan hátt „að gjöf“ og nú nýtur sá hópur góðs af verðtryggingu, háum vöxtum og skattfrelsi sem saman mynda hæstu ávöxtun í heimi (verðtryggða Magnús Jónsson „Skoðanaskipti eru einn af hornsteinum lýðræðis- ins. En aumur er sá mál- staður sem verja þarf með útúrsnúningum og tilbún- um tilvitnunum og nafn- giftum.“ krónan okkar er nefnilega sterkasti gjaldmiðill heims og hefur t.d. dollar- inn fallið um 50% gagnvart henni síðan 1979 og þýska markið um 30% á sama tíma). Lokaorð Annars hélt ég að hver íslendingur sem kominn er til vits og ára þekkti þessa sögu og viðurkenndi hana. Vera má að K.O. skilgreini orðið kynslóð þrengra en ég geri í þessu samhengi. í mínum huga getur kyn- slóð merkt meira en ákveðinn aldurs- hóp. T.d. tel ég að þegar menn tala um „68-kynslóðina“ sé átt við hóp fólks sem aðhyllist ákveðna pólitíska hugmyndafræði og lifnaðarhætti frekar en þröngan aldurshóp. Þannig skildi ég nafngiftina „Drakúla-kyn- slóðin“ (ég er ekki höfundur nafn- giftarinnar og ekki sá fyrsti sem setur hana á prent) sem nafn á þann hóp manna sem mest naut góðs af neikvæðum vöxtum (oft á kostnað foreldra Sinna), bjó síðan við lífskjör sem að hluta til var haldið uppi með erlendu lánsfé og fékk svo verðtrygg- ingu og himinháa vexti á allt saman (sem m.a. börnin hans þurfa að greiða). Að lokum þetta: Ég hef síður en svo á móti því að skoðunum mínum sé andmælt. Skoðanaskipti eru einn af hornsteinum lýðræðisins. En aum- ur er sá málstaður sem veija þarf með útúrsnúningum og tilbúnum til- vitnunum og nafngiftum eins og því miður úði og grúði af í grein Karls Ormssonar. Höfundur cr veðurfræðingur. Að vera leiðsögumaður á Islandi eftir Steinunni Harðardóttur Kynning á störfum leiðsögumanna á íslandi í tilefni af alþjóðadegi leið- sögumanna sem er 21. febrúar. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnu- grein hér á landi og ijoldi erlendra ferðamanna eykst stöðugt. Árið 1989 komu hingað 130 þúsund erlendir ferðamenn en 1990 voru þeir orðnir 140 þúsund. Stór hluti þessa fólks fer um landið í skipulegum hópum undir leiðsögn íslenskra leiðsögu- manna. í lok sjöunda áratugarins fór Ferð- askrifstofa Islands að halda nám- skeið fyrir leiðsögumenn erlendra ferðamanna hér á landi. Árið 1976 var ákveðið með reglu- gerð að Ferðamálaráð íslands skyldi Standa fyrir námskeiðum fyrir leið- sögumenn og hafa slík námskeið verið haldin annað hvert ár síðan. Leiðsögumaðurinn þarf að hafa alhliða þekkingu Áhersla er lögð á að leiðsögumað- ur hafi góða tungumálakunnáttu og almenna þekkingu á landi og þjóð. Kennslan í Leiðsöguskólanum fer fram á kvöldin og um helgar heilan vetur. Eftir hvern áfanga eru þekk- ingarpróf og í lok skólans eru nem- endur prófaðir í leiðsögn í langferða- bíl. Þá þurfa þeir að spreyta sig á þeim tungumálum sem þeir hafa fengið viðurkennd af löggildum próf- dómurum í viðkomandi tungumáli. Auk tungumálakunnáttu er lögð áhersla á að leiðsögumaðurinn hafi víðtæka þekkingu á sem flestu sem lýtur að landi og þjóð. Hann þarf einnig að hafa þroska til að stýra hópi erlendra gesta og taka á þeim fjölmörgu og ólíku málum sem upp kunna að koma. Jarðfræði og saga eru grundvallaratriði en einnig margt fleira Leiðsögumaður þarf að kunna allt það helsta sem varðar jarðfræði landsins og geta sagt frá því á ein- faldan og skiljanlegan hátt. Hann verður að geta greint frá tilurð lands- ins, eldvirkni og ástæðu hennar sem og hinum ýmsu jarðfræðimyndunum sem blasa við þegar farið er um landið. Saga lands og þjóðar sem og ís- lendingasögurnar er auðvitað ofar- lega á blaði hjá leiðsögumanninum. Hann þarf að geta haldið mörg er- indi um sögu þjóðarinnar allt frá landnámi og fram á daginn í dag, þannig að frásögnin tengist umhverf- inu sem farið er um hveiju sinni. Á söguslóðum segir hann söguþráð við- komandi íslendingasagna á skýran og hnitmiðaðan hátt og gæðir um- hverfið nýju lífí með nákvæmum frá- sögnum af einstökum atburðum sem eiga að hafa átt sér stað samkvæmt sögunum. íslenskar þjóðsögur eru þakklátt efni íslenskar þjóðsögur og sagnir vekja forvitni gesta okkar vegna þess að þær virðast lifandi í hugum fólks og ekki síður vegna þess hve tengdar þær eru umhverfinu og nátt- úruöflunum. Fullorðnir ferðamenn vilja sláta egja sér sögur engu síður en börn. Flestir leiðsögumenn hafa því komið sér upp miklu safni slíkra sagna og benda á hæðir og hóla þar sem hinar ýmsu vættir bjuggu eða búa enn. Það vekur oft undrun ferðamanna að hlusta á fróðan leiðsögumann útskýra tilurð fjallsins framundan af vísindalegri nákvæmni og bæta síðan við sögu af tröllskessu sem bjó þar í helli og varð að steini þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar skinu á hana. Sögur af huldufólki heilla marga erlenda ferðamenn og vekja hjá þeim forvitni. Þeir vilja vita hvort almenn- ingur á íslandi trúi þessum sögum og leiðsögumaðurinn þar á meðal. Góður sagnameistari segir sögu af innlifun og trúir henni á því augna- bliki sem hún er sögð. Hvað leiðsögu- menn segja síðar um trúverðugleika sagnanna er auðvitað undir hverjum og einum komið. Alhliða þekking á öllu er varðar land og þjóð en ekki sérfræðikunnátta Auk þess að gæða landið lifi með því að skýra tilurð hrauna, fjalla, skort á skóglendi, orsakir skurða í túnum bænda, eiginleika íslensks jarðvegs, einkenni íslenska hestsins og annarra húsdýra, stærð býla og margt fleira sem tengist þeim land- svæðum sem farið er um hveiju sinni, þarf leiðsögumaðurinn að halda fyr- irlestra um þjóðfélagsmál, trygging- ar, efnahagsmál, sjávarútveg, bók- menntir, listir og hvað annað sem tengist íslandi og íslensku þjóðinni fyrr og nú. Margir leiðsögumenn eru ekki sér- fræðingar í neinu af því sem þeir fjalla um en í þeirra röðum eru þó ýmsir sem eru sérfræðingar í einni eða fleiri greinum svo sem sagn- fræði, jarðfræði, landafræði, eða fuglafræði svo dæmi séu nefnd. Enginn getur þó haft sérfræði- þekkingu á öllum sviðum og það gera leiðsögumenn sér grein fyrir. Sumir þeirra ferðamanna sem hingað koma hafa sérmermtun í einhverri grein sem tengist íslandi eða íslend- ingasögunum. Þó þeir kunni meira en leiðsögumaðurinn um þetta af- markaða svið þá þekkir sá síðar- nefndi ísland og íslenska staðhætti betur en gesturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.