Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1991 15 íslensk dægurtónlist Á mörgum stöðum í greininni er reynt að gera íslenska poppara sér- staklega tortryggilega. Það sé lið sem ekki eigi mikla samleið með menningunni. Ekki veit ég hvað svona málflutningur á að þýða en ég bendi á að svokölluð alþýðutón- list er óhjákvæmilegur hluti af hverju menningarsamfélagi. Og það er ódrengilegt að tala um þennan þátt samfélagsins í niðrunartóni eins og gert er í greininni. Og hvað er á móti því að opinberum fjármunum verði varið til söluátaks þeirra, þótt það væri hvorki meira né minna en 0,0005% af fjárlögum íslenska ríkis- ins. En það er sú tala sem Samtök tónskálda og textahöfunda í allri hógværð hafa farið fram á en tekjur ríkisins af starfsemi þeirra nema enn mörgum tugum milljóna króna. Það hefur hins vegar aldrei stað- ið til að popptónlistin yrði eitt af aðalverkefnum skrifstofunnar. Öðru nær. Og mín skoðun hefur alltaf verið sú að þessa almennu kynning- arstarfsemi á íslenskri menningu erlendis eigi að starfrækja án beinna tengsla við söluátak vegna íslenskr- ar alþýðutónlistar erlendis. Það hef- ur hvergi verið gefið í skyn að þessu ætti að blanda saman og er því hér annað hvort um að ræða misskilning eða eitthvað annað sem ekki verður nefnt hér í þessari grein. Þaðan af síður mun kynningarstarfsemi sem þessi hafa með sjávarafurðir að gera eins og einnig er gefið í skyn í greininni enda þótt að því megi færa gild rök að fiskverkun og fisk- veiðar sé einnig hluti af íslenskri menningu a.m.k. gildur þáttur íslenskrar verkmenningar, þó að þorskurinn sé ekki talinn til vand- ræða vel gefinn. Höfundur er menntamálaráðherra. Nýstúdentar úr dagskóla. Dúxinn í Breiðholti kom úr öldungadeild Fjölbrautaskólanum í Breið- holti var slitið 20. desember sl. í Fella- og Hólakirkju. í dag- skóla fengu 127 nemendur af- hent lokaprófsskírteini en í kvöldskóla 54 og skiptast þeir þannig: Dúx skólans var Sigríður Jak- obsdóttir og kom hún úr kvöld- skóla. Hún hlaut einnig verðlaun fyrir góðan námsárangur á stúd- entsprófi í bókfærslu, íslensku, sagnfræði og þýsku. Fjórir aðrir nýstúdentar hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur á stúdents- prófi í einstökum greinum. Sigur- björg Siguijónsdóttir hlaut verð- laun fyrir góðan námsárangur í ensku, frönsku, þýsku og dönsiu. Sonja Björg Guðfinnsdóttir hliut verðlaun í sagnfræði og íslensKu. Sigutjón Jónsson hlaut verðlaun í eðlisfræði, jarðfræði, efnafræði og stærðfræði og Sigríður Lára Heiðarsdóttir hlaut verðlaun í ensku og frönsku. Skólameistar- inn, Kristín Arnalds, flutti skóla- Nýstúdentar úr kvöldskóla. slitaræðu, óskaði útskriftarnem- brautaskólanum í Breiðholti slitið um til hamingju og sagði Fjöl- í 30. sinn. nýtt Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. Við veljum bestu baunirnar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess. * KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF FAG kúlu- og rúllulegur <KlNG p EVNslA þjóN' USTA peKi FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 % w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.