Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 11 í neyð skal vin reyna Mótmælastaða í Tallinn, höfuðborg Eistlands, undir þjóðfána landsins. eftir Juhan Aare fulltrúa íÆðstaráði Sovétríkjanna Þúsundir kílómetra skilja að Eistland og ísland. Mannleg hugsun og tilfinning færa okkur þó stöðugt nær ykkur. Þar á Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra sérstakan hlut að máli. Mér veittist sú án- ægja að kynnast honum í Reykja- vík í fyrravor. Strax í fyrra vakti hann máls á sjálfstæði Eystra- saltsþjóðanna hjá Sameinuðu þjóðunum og víðar á alþjóðavett- vangi. í janúar sl. heimsótti hann Eistland, Lettland og Látháen fyrsta sinni. Það var fagnaðar- efni er hann lýsti því þá yfir að ríkisstjórn íslands væri reiðubúin að viðurkenna Eystrasaltsríkin við fyrstu hentugleika. Síðan þetta var er viðurkenning á Lit- háen orðin að veruleika. Eistneska þjóðin virðir mikils íslenzka þjóð og ríkisstjórn sem svo staðfastlega hafa stutt sjálf- stæðisbaráttu Eistlands og ann- arra Eystrasaltsríkja á þessum erfiðu tímum. Yfirlýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra átti líka sinn þátt í því að binda enda á valdbeitingu sovézka hemaðarveldisins gagn- vart hinum varnarlausu Eystra- saltsþjóðum. Hann var einn þeirra stjórnmálaleiðtoga sem hafa bjargað fjölda manna í Eystrasaltsríkjunum frá bana eða limlestingu. Nú er nefnilega vitað að sovézka hernaðarveldið og sér- sveitirnar sem sovézka innanrík- isráðuneytið hefur á að skipa, svokallaðar svarthúfusveitir, hafa drepið eða sært alvarlega á sjöunda hundrað óbreytta borg- ara í Litháen. Hinir hörmulegu atburðir í Rígu kostuðu a.m.k. sex mannslíf. Hinn 8. febrúar beindi ríkis- stjórn lýðveldisins Eistlands þeirri áskorun til íbúa landsins að viðhafa sérstaka árvekni og varfærni þar sem „einhverjir“ hefðu á ný byrjað að sprengja í Tallinn h'ka. Annars staðar í ver- öldinni kallast þeir „hryðjuverka- menn“ sem standa fyrir þvílíku athæfi. Sama nafngift hæfir þeim og heima hjá okkur. Með ógnunum gera hinir fámennu heimsveldissinnuðu kommúnista- flokkar sér vonir um að geta hrætt þjóðina til hlýðni við Moskvuvaldið. Því er ekki loku fyrir það skotið að þessi öfl grípi til ámóta ögrunaraðgerða í Tall- inn og þegar hafa átt sér stað í Rígu og Vilnius. Sagt er að í neyð skuli vin reyna. Þess vegna er ég sann- færður um að í framtíðinni geti Eistlendingar enn treyst á stuðn- ing íslenzku þjóðarinnar og ríkis- stjórnarinnar. Sérhvert orð og sérhver athöfn til stuðnings frið- samlegri sjálfstæðisbaráttu okk- ar er óendanlega mikils virði við þær aðstæður sem skapazt hafa. Purðumargt er líkt Jþegar litið er til sögu Eista og Islendinga. Rétt eins og þið glötuðum við fornu sjálfstæði okkar á fyrri hluta 13. aldar. Þið neyddust til að lúta valdi norskra nýlendu- herra á meðan þýzkir lénsherrar náðu okkur á sitt vald. Krossridd- arar komu hingað til lands árið 1208. Eftir ákafa andspyrnu um tveggja áratuga skeið vorum við knúin til uppgjafar og í fram- haldi af því urðum við ánauðug. Því næst réðu Þjóðveijar, Danir, Pólveijar, Svíar og Rússar yfir okkur þangað til í upphafi 18. aldar er við vorum innlimuð í rússneska keisaradæmið í kjölfar sænsku styijaldanna. Á öndverðri 19. öld hófst þjóð- arvakning í Eistlandi. Á sama tíma og við reyndum að hrista af ökkur ok landeigenda. sem voru Eystrasalts-Þjóðveijar óx þjóðlegri andspyrnuhreyfingu á Islandi gegn danska valdinu fisk- ur um hrygg. Hinn J4. febrúar 1918 var lýst yfir stofnun lýðveldisins Eist- lands. í lok sama árs, 1. desemb- er, varð ísland fullvalda ríki. í heimsstyijöldinni síðari skild- ust því miður leiðir okkar á þró- unarbrautinni. Á meðan þið ís- lendingar voruð að undirbúa þá þjóðaratkvæðagreiðslu, sem leiddi til þess að lýðveldið ísland var stofnað 17. júní 1944, var lýðveldið Eistland hernumið af Rauða hernum, þvingað til að aðildar að Sovétríkjunum, og þjóðinni komið undir komm- úníska ógnarstjórn. Fimmti hver Eistlendingur lét lífið í stríðinu eða í útrýmingarbúðum komm- únista og nazista. Miðað við fólksfjölda varð eistneska þjóðin verr úti en aðrar þjóðir í stríðinu eða vegna afleiðinga þess. Árið 1987 eygðum við loks vonarglætu. Síðan hefur okkur borið hratt á leið til sjálfstæðis. Enn hefur okkur þó ekki tekizt að koma á samningaviðræðum við sovézka miðstjórnarvaldið þannig að hugur fylgi máli. Margsinnis hefur okkur verið heitið slíkum samningaviðræðum sem við höfum undirbúið vand- lega og komið árangri undirbún- ingsstarfsins síðan á framfæri, við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seta, bæði munnlega og skrif- lega. Ráðamenn í Moskvu hafa því miður gripið til þess ráðs að þegja, hafa í hótunum eða þykj- ast ljá máls á samningum. í Eistlandi eru miklar vonir bundnar við þá þjóðaratkvæða- greiðslu sem boðað hefur verið til 3. marz. Atkvæðisrétt hafa allir sem eiga lögheimili í lýðveld- inu Eistlandi og orðnir eru 18 ára. Tilgangurinn með þjóðarat- kvæðagreiðslu er að fá svar við þessari spurningu: „Ber að end- urreisa stjórnarfarslegt fullveldi og sjálfstæði Eistlands?“ Æðst- aráð Eistlands gerir það sem í þess valdi stendur þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram undir eftirliti alþjóðlegra erindreka. Svo sem kunnugt er hefur Gorbatsjov Sovétforseti afráðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um gjörvöll Sovétríkin. Það er svo annað mál hversu mörg sam- bandslýðveldi muni taka þátt í henni. Svo mikið er víst að þjóðir Eystrasaltslýðveldanna, Georgíu, Armeníu og Moldövu munu ekki taka þátt. Þessar þjóðir hafa aldr- ei sameinazt Sovétríkjunum af fijálsum og fúsum vilja og því telja þær sig ekki hafa rétt til að taka ákvarðanir er varða framtíð þessa ríkis. Spurningin er sú hvort Gorbatsjov muni reyna að þvinga íbúa þessara lýðvelda að kjörborðinu með vopnavaldi. Fari svo, er þá samt sem áður hægt að tala um frjálsa þjóðaratkvæðagreiðslu? Því miður hefur Gorbatsjov jafnframt tekið neikvæða afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem nýlega fór fram í Litháen og efnt er til í Eistlandi og Lettl- andi 3. marz. Hann hefur m.a. lýst því yfir að þessar þjóðarat- kvæðagreiðslur séu lögleysa. Sem blaðamaður og fulltrúi í Æðstaráði Sovétríkjanna á ég afar bágt með að skilja þessa afstöðu en bersýnilega áttar æðsti Sovétleiðtoginn sig ekki á því að upplausn heimsveldisins er óhjákvæmileg. Það sem við í Eistlandi höfum fyrst og fremst þörf fyrir er stuðningnr Alþingis, íslenzku rík- isstjórnarinnar og þjóðarinnar þannig að við getum óþvingað tjáð skoðun okkar varðandi fram- tið lýðveldisins Eistlands. Því fleiri sem fylgjast með þjóðar- atkvæðagreiðslunni og því meiri athygli sem fjölmiðlar, veita henni þeim mun minni hætta er á því að Sovétforystan beiti enn einu sinni vopnavaldi í Eystra- saltslöndunum. Þetta tel ég að einmitt nú sá mikilvægasta málefnið sem ís- lenzkir og eistneskir stjórnmála- menn geta unnið að í samein- ingu. Slíkt samstarf yrði síðan til þess að efla frið, öryggi og samvinnu um alla Evrópu. Alþýðuflokkurinn: Framboðslisti ákveðinn á Vesturlandi FRAMBOÐSLISTI Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjör- dæmi í komandi þingkosning- um var ákveðinn á fundi kjör- dæmisráðs í Borgarnesi föstu- daginn 15. febrúar sl. Listann skipa: 1. Eiður Guðna- son, alþingismaður, Reykjavík. 2. Gísli S. Einarsson, verkstjóri, Akr- anesi. 3. Sveinn Þór Elínbergsson, kennari, Ólafsvík. 4. Guðrún Konní Pálmadóttir, oddviti, Búð- ardal. 5. Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, bankamaður, Akranesi. 6. Jón Þór Sturluson, skrifstofumaður, Stykkishólmi. 7. Sveinn G. Hálf- dánarson, innheimtustjóri, Bor- gamesi. 8. Ingibjörg Steinsdóttir, skrifstofumaður, Rifi. 9. Sigrún Hilmarsdóttir, húsmóðir, Grundar- fírðí. 10. Bragi Níelsson, læknir, Akranesi. Nú er hver að verða síðastur að n/ota febrúartilboðs p gegnheilu (massífu) Insúlu stafaparketi úr eik natur 16 mm á aðeins kr. 2.382,- stgr./fermetrinn. Vorum að fá mjög fallegt sobib beyki 16 mm á aðeins kr. 2.510,- stgr./fermetrinn. Hentar vel í fiskibein og skrautgólf. Ath.: Vib lokum versluninni á milli 1. og 5. mars vegna stækkunnar. SUÐURLANDSBRAUT 4A, SIMI 685758

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.