Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1991 33 Minning: Guðmundur Aðal steinn Knudsen í dag er til grafar borinn hann afi okkar, Guðmundur Aðalsteinnn Knudsen. Afi fæddist þann 20. júlí 1909 í Reykjavík, en ólst upp á bænum Sveinsstöðum á Álftanesi. Meptan hluta ævi sinnar bjó afi í Hafnarfirði, þaðan var hann til sjós á togurum en vann einnig verka- mannastörf. Við bræðurnir kynntumst afa þeg- ar við vorum ungir drengir í Reykjavík og hann kom oft í heim- sókn frá Hafnarfirði. Hann hafði þá gjarnan bækur meðferðis og hann var sá sem kenndi okkur manngang- inn og veitti okkur fyrstu innsýn í heim skáklistarinnar. Eftir að við fluttumst vestur til Stykkishólms rofnuðu kynni okkar um tíma en þegar við komumst á unglingsár hittum við afa oft. Hann kom vestur til að vera viðstaddur fermingu okkar og þá var mikið skrafað um bækur, sjómennsku, skák og liðna tíma því afi hafði gam- an af að fræða okkur um lifnaðar- hætti þeirrar kynslóðar sem nú fer fækkandi. Afi hafði getið sér ágætt orð á sínum yngri ánim fyrir taflmennsku og þess nutum við bræðurnir í ríkum mæli í heimsóknum okkar. Afi var sérlega bókelskur maður og fróður um marga hluti, hann var vel greindur og honum hefði örugg- lega veist létt að læra ef hann hefði haft þau tækifæri sem ungu fólki bjóðastst í dag. Hann hafði yndi af myndlist og á æviferlinum tókst honum þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu að safna tais- verðu safni bóka og mynda, sumra fágætra. Þessara bóka naut hann í ríkum mæli á efri árum. Við kveðjum afa með þakklæti og hlýju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Birgir og Svanur GBC-Skirteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 SILKINE GL UR SNYRTISTOFAN ÁGÚSTA býður nú hinar vönduðu Backscratchers gervineglur. Þetta eru þunnar, glæsilegar gervineglur, sem hafa enst vel, skaða ekki þínar eigin neglur og hægt er að hafa þær án naglalakks. Einnig bjóðum við Clarins meðferð fyrir andlit, barm og líkarma og að sjálfsögðu öll önnur þjónusta. Pantaðu tíma strax í síma 29070. simuisiom n KLAPPARSTlG 16 101 REYKJAVlK S I M 1 : 2 9 0 7 0 f w fj lJ ÁGÍISTA KRISTJANSOÚTTIR KRISTlN GUÐMUNDSDÚTTIR Evrópumarkaðshyggjan Hagsmumt og valkostn Isiands EVRÓ HAGSIV IPUMARKAÐSHYGGJAN IUNIR OG VALKOSTIR ÍSLANDS Ei "tir dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra Kynnið ykkur allar hliðar mikilvægasta milliríkjamáls okkar í traustu, óháðu og að- gengilegu heimildarriti. Höfundur gerir sannsýna heildarúttekt á hagsmunum og valkostum íslands í nýrri Evrópu og stærri heimi. Yfirgripsmikið efni sett fram á lipru máli og svo skýran hátt, að allir megi skilja hvort gróði eða tap, frelsi eða fjötr- ar fylgi aðild okkar að Efnahagssvæði Evrópu og EB. Omissandi innlegg í Evrópu- markaðsumræðuna. Fjöldi mynda og skýringarteikninga. Kilja í stóru broti, 118 bls. Verð kr: 1000,00. Fæst hjá flestum bóksölum og útgefanda. JjL, Pöntunarsími (91) 75352. BOKASAFN FELAGSMALASTOFNUNARINNAR Pósthólt 9168 - 109 Reykjavík - Slmi 75352 Við kynnum nú fullkomnustu bifreið sem Volvo hefur nokkru sinni framleitt. Volvo 960 er búinn nýrri 204 hestafla, 24 ventla, sex strokka línuvél sem hefur verið í þróun allan 9. áratuginn. Með þessari vél er ný fjögurra þrepa tölvustýrð sjálfskipting sem án efa er ein sú fullkomnasta sem komið hefur fram á síðari árum. Hemlalæsivörn (ABS) og sjálfvirk driflæsing eru staðalhúnaður í Volvo 960 og veitir það hifreiðinni einstaka eiginleika í snjó og hálku. Mýkri línur svara kröfum nútímans um minni loft- mótstöðu og rennilegt útlit. Leður- eða plussklædd innrétting, fullkomin hljómflutningstæki með geisla- spilara, vökva- og veltistýri, samlæsingá hurðum, rafknúin sóllúga, hraðastilling (Cruise control) og margt fleira svara hins vegar kröfúm um há- marks þægindi öku- manns og farþega. Við hönnun á Volvo 960 var hvergi vikið frá hug- myndafræði Volvo um hámarks öryggi far- þeganna. Volvo hefur nú fyrstur bílaframleiðanda komið fyrir innbyggðum barnastól í aftursæti og hefur þessi uppfinning þegar unnið til alþjóðlegra verðlauna. Þetta er talið vera eitt markverðasta framlag til öryggismála í hifreið- um síðan Volvo fann upp þriggja punkta öryggis- heltið sem bjargað hefúr fjölda mannslífa. VOLVO - Bifreið sem þú getur treyst! /\ VOLVO 960 VERÐURFRUMSÝNDUR HELGINA 23. OG 24. FEBRÚAR \/ FAXAFENI8 • SÍMI68 58 70 BRIMBORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.