Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 13 Rit um bóka- safn í eitt- hundrað ár I LOK síðasta árs kom út á veg- um Héraðsbókasafns Kjósar- sýslu bókin Bókasafn í 100 ár. Saga Lestrarfélags Lágafells- sóknar og Héraðsbókasafns Kjósarsýslu 1890-1990. Magnús Guðmundsson sagnfræðingur tók saman. í bókinni er rakin saga bóka: safns í Mosfellssveit "í eina öld. í fyrstu er saga lestrarfélagsins sögð, en það félag gegndi víðtæku menningarhlutverki í áratugi, um leið og það fóðraði m.a. tilvonandi nóbelsskáld á bókmenntum. Þá er greint frá stofnun héraðsbókasafns árið 1956 og bóklestri Mosfellinga. Að lokum er sagt frá því hvernig bókasafnið þróaðist í menningar- miðstöð með víðtæka upplýsinga- þjónustu fyrir skóla og almenning. Auk þess sem saga bókasafns í Mosfellssveit er sögð er víða komið inn á sögu almenningsbókasafna á íslandi. Einnig er fjallað um sögu skemmtanahalds og félagslífs í Mosfellssveit því forsvarsmenn lestrarfélagsins voru brautryðjend- ur á því sviði. Þannig er bókin öðr- um þræði hluti af menningar- og byggðarsögu Mosfellssveitar. Fjöl- margar ljósmyndir prýða bókina og er hún til sölu hjá útgefendum, Héraðsbókasafni Kjósarsýslu, Markholti 2, 270 Mosfellsbæ. (Fréttatilkynning) ■ HREPPSNEFND Eyrarsveit- ar hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að Grundfirðingar mót- mæli harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að bæta loðnuskipum upp samdrátt í loðnu- veiðum með því að færa þeim þorsk- veiðiheimildir og skorar á sjávarút- vegsráðherra að láta slíkar hug- myndir að engu verða. Grundfirð- ingar benda á að engin loðnuskip eru gerð út frá Snæfellsnesi og til- færslur á þorskveiðiheimildum yfír á loðnuskip gera það að verkum að þorskkvóti væri eingöngu færður burt af svæðinu, við slíkt verður ekki unað. Þá vara Grundfirðingar við hugmyndum um að hagræðing- arsjóður verði notaður í þessu sam- bandi, þar sem það er skilningur Grundfirðinga að hagræðingarsjóð- ur eigi að koma til ef bæta þarf úr vanda einstakra byggðarlaga sökum kvótataps. í þessu tilviki sem hér um ræðir virðist tilgangurinn fyrst og fremst sá að gæta hags- muna einstakra útgerða loðnuskipa. ■ GEÐHJÁLP félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra og velunnara heldur fyrir- lestur í kennslustofu á 3. hæð geð- deildar Landspítalans fímmtu- dagskvöldið 21. febrúar kl. 20.30. Efni: Heimahlynning heildræn umönnun og fjölskylduaðhlynn- ing. Fyrirlesarar eru starfsfólk heimahlynningar Krabbameinsfé- lags íslands. Allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Qjörbreyttur og glæsilegur Verð frá kr. 869.000,- stgr. crauih Lyftarar Gæði og gott verð UMBOÐS- 03 HEILDVERSL UHIN BlLDSHÖFÐA 16S/MI672444 TELEFAX672S80 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.