Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 18
18 ____________
Nýr vettvangur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991
Breyting’atillögnr
upp á einn milljarð
BORGARFULLTRÚAR Nýs
vettvangs leggja fram breyt-
ingatillögur upp á einn milljarð
króna við fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar sem lögð
verður fram í borgarsljórn í
dag.
„Eg er meist-
arinn“ út í bók
ÚT ER komið hjá Máli og menn-
ingu leikritið „Eg er meistarinn"
eftir Hrafnhildi Hagalín Guð-
mundsdóttur. Verkið var frum-
sýnt í Borgarleikhúsinu haustið
1990.
Þar er lýst tveimur ungum nem-
um í klassískum gítarleik og læri-
föður þeirra, meistaranum: I sam-
leik þriggja persóna er tekist á við
andstæður snilldar og meðal-
mennsku, hugsjóna og sjálfsblekk-
ingar, og spurt um þær fómir sem
listin krefst eigi hún að ná hæstu
hæðum.
„Ég er meistarinn" er fyrsta bók
Hrafnhildar Hagalín Guðmunds-
dóttur (f. 1965). Hún stundaði tón-
listamám umlangt skeið, en nemur
nú leikhúsfræði í París. ,
Bókin er 85 bls. og er bæði gef-
in út í kilju og innbundin. Kápu
hannaði Ingibjörg Eyþórsdóttir.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Tillögur Nýs vettvangs miða að
því að færa um einn milljarð yfir
til framkvæmda í velferðarmálum
borgarinnar. Að færa lögboðna
þjónustu Reykjavíkurborgar við
almenning til nútímalegra horfs
en verið hefur, eins og segir í
fréttatilkynningu.
Helstu breytingarnar sam-
kvæmt tillögunum er að gert er
ráð fyrir að 200 milljónir um fram
þær 467 milljónir sem meirihlutinn
leggur til að fari í framkvæmdir
við öldmnarstofnanir. 125 millj.
hækkun til uppbyggingar dag-
vistaþjónustu í borginni þ.e. að
þrjú ný dagvistarheimili verði full-
búin á árinu, en hönnun og byijun-
arframkvæmdir hafnar við önnur
tvö. 90 millj. hækkun í aukið
umferðaröryggi, 150 millj. hækk-
un til kaupa og bygginga á félag-
legu húsnæði í Reykjavík og að
veittar verði 50 millj. til kaupa eða
hönnunar og byijunarfram-
kvæmda við nýtt Fæðingarheimili.
í tillögunum er gert ráð fyrir
að fjármagn til ráðhúss verði
lækkað um rúmlega 400 milljónir
þannig að framkvæmdum við það
seinki um 2-3 ár. Eins er gert ráð
fyrir að taka fjármagn frá götu-
og holræsaframkvæmdum upp á
150 milljónir og að foreldragreiðsl-
ur upp á 50 milljónir falli niður,
svo eitthvað sé nefnt.
Unnið við loðnufrystingu í Eyjum í gær.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Loðnufrysting* í Eyjum
Vestmannaeyjum.
Loðnufrysting hófst í Vestmannaeyjum í gær. Kap landaði afla
sem hún fékk á miðunum við Vestmannaéyjar og var fryst í
vinnslustöðinni og Hraðfrystistöðinni. í Hraðfrystistöðinni voru
fryst 23 tonn en vinnslustöðin frysti 22 tonn.
Að sögn verkstjóra I húsunum loðna í Eyjum næstu daga því
var loðnan ágæt til frystingar en
þó frekar smá. Reyndar sögðu
þeir að það gerði ekki mikið til
því Japanar vildu allt eins kaupa
smá loðnu nú.
Búist er við að áfram verði fryst
einhveijir sölusamningar hafa
verið gerðir og ætla frystihúsin
að reyna að frysta nóg til að upp-
fylla þá samninga.
Viðar Elíasson, verkstjóri í
Vinnslustöðinni, sagði að hrogna-
fylling loðnunnar sem unnin var
hjá þeim í gær væri um 17% og
væri það um 2% minna en í loðn-
unni sem komin er vestur fyrir
Reykjanes. Hann sagðist eiga von
á því að frysting gæti staðið yfir
í nokkra daga en hrognavinnsla
ætti síðan að geta hafíst eftir um
það bil viku.
Grímur
Skýrsla um sorphirðu og endurvinnslu:
Ástand sorpmála í andstöðu við
ímynd Islands sem ómengaðs lands
Hugmyndir um sérstakt umhverfisgjald
SORPHIRÐU- og endur-
vinnslunefnd umhverfisráðu-
neytisins, ásamt Júlíusi Sólnes,
umhverfisráðherra, kynnti
bráðabirgðaniðurstöður nýút-
kominnar skýrslu á blaða-
Guðrún Jóhannsdóttir, formaður
skólanefndar, flytur ávarp.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Hjálmfríður Sveinsdóttir, skóla-
stjóri.
mannafundi á þriðjudag.
Nefndin komst m.a. að þeirri
niðurstöðu að ástand sorpmála
í landinu væri mjög slæmt mið-
að við aðrar þjóðir og í and-
stöðu við þá ímynd okkar að
ísland sé hreint og ómengað
land. A fundinum kom fram
að gera þyrfti stórátak til að
minnka sorpúrgang lands-
manna, sem er nú um eitt tonn
á mann á ári.
Meginniðurstöður nefndarinnar
eru þær að sérstakt umhverfís-
gjald verði lagt á efni, sem valda
hættulegum úrgangi og að gjaldið
standi undir söfnun og förgun slíks
úrgangs. Gjald þetta verði lagt á
fyrirfram, eða þegar varan er
keypt. Þá telur nefndin reglum um
merkingar á hættulegum efnum
(spilliefnum) mjög ábótavant.
Lagt er til að sveitarfélögin sam-
einist um að koma á fót byggðas-
amlögum til að annast sorphirðu
og alla förgun úrgangs frá sveitar-
félögunum. Einnig er lagt til að
Alþingi veiti 100 milljónum króna
Barnaskólinn í Vestmannaeyjum:
Ný álma tekin í notkun
Vestmannaeyjum.
Skólanefnd grunnskólanna í
Eyjum bauð til kaffisamsætis í
barnaskólanum á laugardag í til-
efni af því að ný álma við skólann
hefur verið tekin í notkun.
Guðrún Jóhannsdóttir, formaður
skólanefndar, flutti stutt ávarp þar
sem hún rakti byggingarsöguna og
sagði frá húsnæðinu. I þeim áfanga
sem nú var tekinn í notkun eru fjór-
ar kennslustofur, hópherbergi, fund-
arherbergi, félagsaðstaða nemenda
og skrifstofur fyrir skólastjóra, yfír-
kennara og skólaritara.
Aðalverktaki við lokaáfanga
byggingarinnar var byggingafyrir-
tækið 2Þ en nokkrir undirverktakar
sáu um ýmsa þætti byggingarinnar.
Hjálmfríður Sveinsdóttir, skóla-
stjóri, ávarpaði gesti einnig og sagði
frá innréttingum og nýjum kennslu-
tækjum sem tekin yrðu í notkun í
nýju álmunni.
Að því loknu var gestum boðið
að skoða húsnæðið, en síðan var
öllum boðið að þiggja kaffíveitingar
í boði skólanefndar, en skólanefnd-
arfólk sá sjálft um kaffí og meðlæti
Vestmannaeyjabæ að kostnaðar-
lausu. Grímur
árlega næstu fimm árin til greiðslu
hluta stofnkostnaðar við móttöku-
stöðvar byggðasamlaga.
Heildarúrgangur íslendinga er
225 þúsund tonn á ári eða um 1,6
milljónir rúmmetra. Þetta þýðir
að meðaltali eitt tonn á mann á
ári eða um 150 þijátíu rúmmetra
gámar á dag allt árið um kring
af úrgangi. Nefndin telur að stefna
beri að því að draga úr því sorpi
sem fer til förgunar og segja
nefndarmenn það ekki óraunhæft
markmið að minnka það úr einu
tonni í 500-600 kg á mann á
næstu fjórum til fímm árum.
Nefndin telur leikreglur ekki
nógu skýrar hvað varðar upplýs-
ingar til fólks um hvaða vörur
verða að spilliefnum og hvaða vör-
ur eru umhverfísvænar. Og eins
hvaða kröfur eru gerðar til förgun-
ar og hvernig á að standa að þeim.
Pétur Maack, prófessor og for-
maður nefndarinnar, segir að
þetta átak muni kosta mikla fjár-
muni og nefnir tvo milljarða í því
sambandi. Það verði kannað með
hvaða hætti megi íjármagna nauð-
synlegar aðgerðir til að koma
skipulagi sorphirðu og meðferð
úrgangsefna og endurvinnslu í við-
unandi horf, að sögn Péturs.
Hollustuvemd ríkisins hefur
gert mat á opinni sorpbrennslu á
33 stöðum á landinu þar sem tek-
ið er tillit til staðsetningar og frá-
gangs við urðun og loftmengun.
Þar kemur fram að á fimm stöðum
er ástandið þolanlegt, 18 stöðum
slæmt og 10 stöðum mjög slæmt.
Þijár sorpbrennslustöðvar eru
reknar hér á landi, á Húsavík,
ísafirði og Keflavíkurflugvelli. Sú
síðastnefnda er sú eina sem er
útbúin mengunarvömum þótt sá
búnáðúr uppfyllí ekki þær kröfur
sem gerðar em til slíks rekstrar í
dag. Ástand sorpbrennslustöðvar-
innar á ísafirði er slæmt m.t.t.
mengunar og staðsetningar.
í skýrslunni er yfirlit um ástand
sorpförgunar í landinu. Þar kemur
fram að í bæjarfélögum eins og
Eskifírði, Patreksfirði, ísafirði,
Sauðárkrók, Þórshöfn, Seyðisfírði,
Neskaupstað, Reyðarfirði og Vest-
mannaeyjum, sem allt em fisk-
vinnslustaðir, er ástandið talið
mjög slæmt.
Tværjazz-
hljómsveitir
á Púlsinum
JAZZ verður leikinn á Púlsin-
um, Vitastíg 3, í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, á vegum Heita potts-
ins og munu tvær hljómsveitir
leika.
Fyrri hljómsveitin er skipuð
þeim Agli B. Hreinssyni, píanó,
Þórði Högnasyni, bassa, og Pétri
Grétarssyni, trommur.
Jazztríó Égils, Þórðar og Péturs
leikur meðal annars íslensk lög,
sérstaklega útsett í jazz-stíl, svo
sem sönglög eftir Pál ísólfsson,
Emil Thoroddsen og fleiri tónskáld
auk klassískra jazz-laga.
Seinni hluta kvöldsins tekur
síðan Jazz-kvintettinn við en hann
skipa: Þorleifur Gíslason, saxó-
fónn, Reynir Sigurðsson, víbra-
fónn, Egill B. Hreinsson, píanó,
Þórður Högnason, bassi, og Ma-
arten van der Valk, trommur. Þeir
spinna ýmis þekkt jazzverk sam-
kvæmt sveifluhefð. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.
(Fréttatilkynning)