Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 31
tsot jiAiraaltrc .12 auoAaiiTMMia qiqatíikuotiO'/. Oo MÖRGUN^LAÐIÐ" FIMMTUDAGOR ~2i'. TEBROaR 1991 31 Kristín J. Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 21. febrúar 1891 Dáin 19. desember 1990 Þegar tíminn er mældur í mann- sævum getur hann orðið æði breytilegur, allt frá einu andvarpi til heillar aldar. Sá sem hefur lifað heila öld hefur fengið yfirsýn yfir býsna langan kafla sögunnar. Ef maður hugsar sér einstaklinga sem hver á eftir öðrum ná 100 ára aldri, þarf ekki nema tuttugu inenn til að spanna tímabilið frá fæðingu Krists og rúma ellefu æviferla frá landnámi Ingólfs. Margar þessar aldir virðist tíminn hafa staðið í stað, verkleg- ar breytingar nær engar frá einni öld til annarrar og stundum hnign- un. Sá sem hefur lifað og munað nær alla tuttugustu öldina hefur orðið vitni að meiri breytingum í tækniframförum og að ýmsu leyti bættum lífskjörum á þessari einu öld en hvað allar hinar þróuðu. Einstaklingarnir sjálfir hafa lítið breyst að eðli og gerð þó aukin tækniþekking og hæfni vegna þjálfunar hafi gjörbreytt mann- legu lífi — hið ytra — á ferli þeirra sem hafa náð því að lifa heila öld. Meðal þeirra var Kristín frænka mín sem aðeins skorti tvo mánuði á 100 ára aldur þegar hún lést 19. desember sl. Kristín Jakobína var fædd á Snæbjamarstöðum í Fnjóskadal 21. febrúar 1891, þriðja elst níu systkina þeirra hjóna Sigurðar Bjarnasonar bónda þar og konu hans Hólmfríðar Jónsdóttur hús- freyju en þau voru bæði Fnjósk- dælingar, hann af Reykjaætt en hún af Steinkirkjuætt. Það leiðir af sjálfu sér að á þessum tíma fóru börnin strax að hjálpa til, er þau gátu tekið til hendi, að annast yngri systkini sín og aðstoða við léttari störf. Síðan var leitað út fyrir heimilið eftir vinnu, það var áfangi sem skoðaður var í öðru ljósi þá en nú, að geta unnið fyrir sér. Sveitaheimili um aldamótin var fastmótuð stofnun þar sem vinnan var næstum sett öllu ofar. Sagt var að sá sem ekki nennti að vinna ætti ekki mat að fá. Þetta þykir harðneskjulegt enda var þessari hótun ekki víða beitt, það var sjálf- gefið að allir ynnu, ekki síst þegar húsbændurnir gengu á undan með góðu fordæmi og lipurð. Húsbónd- inn hafði pijónana með sér þegar hann stóð yfir fé sinu og hélt því til beitar og pijónaði sokk eða vettling á börnin sín. Húsmóðirin söng og hélt uppi glaðværð við húsverkin og laðaði þannig aðra til samstarfs. Sérstæð atvik gátu gerst í hversdagsleikanum. Eitt sinn henti það, þar sem bóndinn Sigurð- ur Bjarnason stóð yfir fé sínu að ijúpa flúði undan fálka — „þar fleygðist hún úr fjalli/og fann sér eitthvert hæli“ — og fann það í handarkrika bóndans, þar sem hann studdi hönd á mjöðm. Þar beið hún góða stund uns hættan var liðin hjá, þá flaug hún í krafst- urinn hjá fénu — „þar sem kind með köldum fótum/krafsar snjó og bítur“. Vinna, nýtni og nægjusemi ásamt tilbeiðslu með trú á almæt- tið gerði þá sem þessa nutu hæfa til þess að takast á við lífið bæði í mótlæti og meðlæti. Æðrulaust var hægt að þreyja þorrann og góuna og vorinu var innilega fagnað þegar bóndinn sá fram á að hann hefði bústofn sinn farsællega framgenginn. Þegar lyngmórinn angaði og smjör nam að dijúpa af hveiju strái, þá var Paradísarheimt í ríki bó’ndans. Alltaf hefur útþráin lika búið í bijóstum þeirra sem áttu kjark og áræði til að kanna ókunna stigu. Um tvítugsaldur ræður Kristín sig í kaupavinnu til Skagafjarðar og án efa hefur hún hrifíst af þessu fagra héraði. Þar snertu forlögin ljúfan og sáran streng í bijósti hennar. Hún kynntist þar ungum efnismanni, Gunnari Sveinssyni frá Mælifellsá. Þau tengdust böndum sem hefðu getað enst þeim langa ævi — en auðna ræður. Gunnar veiktist hastarlega af bráðaberklum og lést eftir stutta legu. Kristín létti honum baráttuna með nærveru sinni og umönnun. Með harm í hjarta en þó, án efa, ljúfar endurminningar kvaddi hún Skagafjörð og hélt til Akur- eyrar þar sem hún hóf störf á sjúkrahúsinu. Steingrímur Matt- híasson læknir kom fljótt auga á hæfileika hennar til hjúkrunar og hvatti hana til að hefja nám í hjúkrun, sem hún og gerði. Stund- aði hún nú nám í tvö ár en þá er hún var við nám og störf við Vífils- staðahæli veiktist hún sjálf af berklum og var sjúklingur í á ann- að ár en náði fullum bata. Það má segja að þetta væru einu veikindi Kristínar á lífsleið- inni, að eðlisfari var hún sterk- byggð og heilsuhraust. Þó að hjúk- runarnámið yrði ekki lengra var hún oft fengin til að hjúkra fólki í heimahúsum og sitja yfír dauð- vona sjúklingum sem hún rækti af alúð. Tók jafnvel á móti börnum þegar ekki náðist í ljósmóður. Kristínu var ekki gjarnt að leggja árar í bát. Eftir veikindak- aflann hóf hún nám bæði í karl- mannafata- og peysufatasaum og starfaði við það um skeið og náði góðum árangri, var handlagin, smekkleg og útsjónarsöm í verki. Árið 1924 verða tímamót í lífí Kristínar. Á Akureyri hafði hún kynnst stúlku frá Höfn í Bakka- firði og varð þeim vel til vina og bauð hún Kristínu austur þangað til skammtíma dvalar sem varð þó lengri en áætlað hafði verið. Þar kynntist Kristín Jósepi Thorlacius frá Steintúni við Bakk- aíjörð, felldu þau hugi saman og giftust 8. nóvember 1924. Jósepi var þannig lýst: Hann var heimsmannslegur í fasi, glað- vær ög hrókur alls fagnaðar. Söngvinn og músíkalskur. Drau- móramaður sem vildi gera stóra hluti en kannski ekki alltaf raun- sær. Hann var frábærlega barn- góður og hændust börn að honum. Þeim sjálfum varð ekki barna auðið en til þeirra kom lítil munað- arlaus stúlka, Sveinbjörg Kristins- dóttir, þá átta ára, og ólst upp hjá þeim. Segist hún strax hafa fund- ið Kristínu sem móður sína. Svein- björg er gift Sigurði Guðlaugssyni og búa þau í Reykjavík. Þá tóku þau hjón frænku sína Guðrúnu Ónnu nýfædda en foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg systir Kristínar og Þórarinn Thorlacius bróðir Jósefs, er þá bjuggu í Stein- túni við Bakkafjörð og höfðu fyrir mikilli ómegð að sjá. Kristín og Jósep munu hafa búið sjö ár á Bakkafirði. Þá flytja þau til Eyjafjarðar, búa á Sigtún- um í Öngulsstaðahreppi eitt ár en þá veiktist Jósep af berklum og dvelst á Kristneshæli um sinn. Á þeim tíma dvelst Kristin í Hólshús- um hjá Snæbirni bróður sínum sem þá var að hefja sinn búskaparferil þar. Eftir að Jósep nær heilsu á ný flytja þau til Reykjavíkur en slitu samvistir 1936. Þá fóru erfiðir tímar í hönd hjá Kristínu, kreppan í hámarki og erfitt að fá sæmilega launuð störf. Kristín flytur þá norður aftur og ræður sig í vinnumennsku og ráðs- konustörf á nokkrum stöðum við Eyjafjörð, þar sem hún gat haft Guðrúnu með sér en Sveinbjörg er þá uppkomin. Síðustu árin norð- an heiða dvaldi Kristín á Akureyri og vann í brauðgerð KEA og komst vel af. Nú voru báðar dæturnar búsett- ar fyrir sunnan og brá hún því á það ráð að flytja aftur til Reykja- víkur til að geta notið meiri sam- vista með þeim. Hún vann við ýmis störf í Reykjavík en lengst í kjötbúðinni Borg. Árið 1957 flutti Kristín til dóttur sinnar Guðrúnar á Fossvogsbletti 2a, sem er gift Halldóri Geir Halldórssyni. Fossvogsdalurinn var gróðurvin þar sem angan skógarins vakti endurminningar frá löngu liðnum dögum og ekki spillti fyrir að þama á heimilinu var alltaf stun- duð nokkur alifuglarækt. Það höfðaði til búkonunnar sem jafnan fór varfærnum höndum um allt sem lífsandann dró. Þarna í Foss- vogsdalnum fékk hún að leiða litlu systumar, Kristínu og Auði, dætur Guðrúnar og Halldórs, fyrstu spor- in. Þarna sýndi sig í reynd samfé- lag þriggja kynslóða. Eins breiddi hún elsku sína yfír börn Svein- bjargar þó ekki njTi hún eins mik- ’ illa samvista við þau. Það var mikill harmur kveðinn þegar nafna hennar, Kristín Hall- dórsdóttir, varð skyndilega brottkvödd í blóma lífsins. Þá reyndi á trúarstyrkinn eins og svo oft áður. Eitt af nærtækum trúar- versum sem Kristín vitnaði til var: „Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér.“ Árið 1978 þegar Kristín er langt komin að fylla níunda áratuginn, fær hún inni í Furugerði 1 þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Þar fagnaði hún gestum, og ætíð blikaði hlýja brosið í augum henn- ar, ekki síst þegar hún rifjaði upp atvik frá liðnum dögum að norðan en þær minningar geymdi hún óbrenglaðar til hinstu stundar. MeðaJ þeirra minninga var hrifningin yfír hestunum hennar, snilldargæðingum. Er þar fyrst að nefna rauðan hest, Geisla, sem Gunnar unnusti hennar hafði gefið henni. Hafði hún jafnan stóra fal- lega mynd af þessum reista gæð- ingi uppi á vegg hjá sér. Síðan eignaðist hún brúna hryssu, Brúnku, austur á Bakkafirði, prýð- is reiðhross. I Furugerðinu naut hún sem áður umönnunar dætra sinna og barna þeirra og undi hag sínum vel. Síðustu mánuðina dvaldi Kristín á Hvíta-bandinu og hafði fótaferð þar til það óhapp henti að hún datt og brotnaði illa. Hún var manneskja sem alla tíð var mjög jákvæð, hafði lokið miklu dagsverki og fagnaði ávallt nýjum degi. Nú var mátturinn þorrinn og hvíldin þráð. Það er náðarstund þegar vegmóður ferðalangur öðl- ast hvíld. Kristín fékk legstað í Fossvogs- grafreit, við hlið nöfnu sinnar, Kristínar ungu, ekki langt frá þeim stað þar sem þær höfðu átt svo góða samleið. Þar sem ilmur skóg- arins vitnar um vorið. Án efa hefðu þær báðar viljað taka undir með skáldinu frá Fa- graskógi: Þú stýrir vorsins veldi þú vemdar hveija rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar Ijós. Ættingjarnir minnast Kristínar frænku með virðingu og þökk. Sigurður Jósefsson frá Torfufelli RJI itÞAUGL ÝSINGAR lu BÁTAR — SKIP j FUNDIR - MANNFAGNAÐUR | ÝMISLEGT J Kvótalaus bátur óskast Óskum eftir að kaupa 20-30 tonna bát. Upplýsingar gefur Óli Þór í símum 96-11121 og 96-24968 á kvöldin. Vélbátatrygging Eyjafjarðar. Aðalfundur Varðbergs Aðalfundur Varðbergs, (félags ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu), verður hald- inn fimmtudaginn 28. febrúar nk. í Hótel Sögu, B-sal. Fundurinn hefst kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Verktakar athugið! Óskum eftir að komast í samband við verk- taka á sviði þak- og húsaviðgerða með sam- starf í huga. Erum með umboð fyrir heims- þekkt merki á efnum til viðgerða á lekum þökum og steypuskemmdum. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „V - 8658“ fyrir 22. febrúar. ■ TILKYNNINGAR | SII Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar |H| SíAumúia 39, 108 Reykjavik, sími 678500 Breytt aðsetur - breytt símanúmer Þann 22. febrúar nk. flytja skrifstofur fjöl- skyldudeildar fyrir mið- og vesturbæ úr Von- arstræti 4 í Skógarhlíð 6. Sama dag flytja skrifstofur unglingadeildar úr Vesturgötu 17 í Skógarhlíð 6. Símanúmer fyrir báðar deildir verður 625500. Vegna flutninganna verða ofangreindar skrif- stofur lokaðar föstudaginn 22. febrúar og mánudaginn 25. febrúar, en verða opnaðar þriðjudaginn 26. febrúar í Skógarhlíð 6. Aðalfundur íþróttafélagsins Leiknis verður í Gerðubergi þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. ATVINNUHÚSNÆÐI | Laugavegur Verslunar- og þjónustubygging Til leigu er 80-180 fm húsnæði á 3. hæð. Aðkoma er bæði frá Laugavegi og Hverfis- götu. Góð aðkoma fyrir hjólastóla. I húsinu eru verslanir, kaffitería, líkamsrækt, læknastofur, skrifstofur o.fl. Sanngjörn leiga fyrir góða leigjendur. Upplýsingar í síma 672121 á skrifstofutíma. Aðalfundur Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í félagsheimilinu fimmtudaginn 28. febrúar nk. og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar sýnið gild félagsskírteini við innganginn. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.