Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 Blóðflokkaskráning hrossa: Hagsmunaaðilar sa.m- einist um skráningu - segir Helgi Sigurðsson dýralæknir HELGI Sigurðsson dýralæknir segir í grein sem birtist nýlega í tíma- ritinu Eiðfaxa að nauðsynlegt sé að koma á blóðflokkunarkerfi í iiross- arækt hér á landi til að tryggja árangur í ræktun innanlands og einn- ig til að tryggja útflutning á hrossum. Telur hann að stefna beri að því að blóðflokka öll hross sem tekin eru í ættbók, og að skylda ætti að vera að blóðflokka stóðhesta svo hægt verði að úrskurða í vafamál- um um faðerni. Telur hann nauðsynlegt að hagsmunaaðilar i hrossa- rækt, Félag hrossabænda, Landssamband hestamanna og Búnaðarfé- lag Islands, sameinist um að koma blóðflokkaskráningu á hér á landi í nánu samstarfi við hið opinbera. Helgi segir að í hrossarækt sér hægt að nota blóðflokkun til að stað- festa uppruna í faðernismálum og til þess að þekkja einstaklinga aft- ur. Þá sé blóðflokkun einnig nauð- synleg við framkvæmd hrossasæð- inga, og kerfisbundin blóðflokkun hafi fyrirbyggjandi áhrif á að hross séu rangt ættfærð. Hann bendir á að í Svíþjóð hafi um 3% sænskra brokkara verið rangt ættfærðir áður en skylda varð þar að blóðflokka hesta, en við það hefði tíðnin minnk- að í 0,3% á nokkrum árum. Hann bendir á að hér á landi sé ekki vitað hvernig þessum málum sé háttað, en telur ekki óeðlilegt að álykta að þessi tala fari aldrei undir 3%, en líklega sé hún stærri en 5% og geti jafnvel verið allt að 10%. Helgi sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann legði áherslu á að hagsmunaaðilar í hrossarækt sam- einuðust um að taka upp blóðflokka- skráningu. „Það er ekkert sem segir á íslensk hross skuii endilega vera frá íslandi. Áhugi á ræktun eykst stöðugt erlendis, eins og vaxandi sala á ættbókarfærðum hryssum bendir til, og verðum við því að vanda okkur enn frekar í rækt- unarstarfinu. Þjóðveijar eru til dæmis farnir að selja hross til Ameríku, og hefur þeim orðið betur ágengt við það en okkur. Til að draga úr okkar sölumögu- leikum erlendis er meðal annars bent á að tíðni sumarexems sé meiri í hestum fæddum á íslandi, auk þess sem ættfærslan geti ver- ið vafasöm. Við getum ekki setið kyrrir og sagt að þetta hljóti að leysast eins og það hefur gert fram að þessu, og menn verða að skilja að við megum ekki einangr- ast. Ég er ekki að segja að við eigum að fara að blóðsflokka alla hesta, en við verðu allavega að blóðflokka topphesta, en þetta er fyrst og fremst spurning um að hagsmunaaðilar sameinist um þessa aðgerð,“ sagði hann. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Helgi Sigurðsson dýralæknir. Andstaða er á Búnaðarþingi við breytingu ájarðalögnm Tillögur um samtengingu Búnaðarþings og Framleiðsluráðs EITT mál var tekið til fyrri umræðu á Búnaðarþingi í gær, en það er frumvarp Geirs H. Haarde og Friðriks Sophussonar til laga um breytingu á jarðalögum, en í ályktun félagsmálanefndar um frum- varpið er gert ráð fyrir að Búnaðarþing Ieggi til að það verði ekki að lögum. Alls hafa 27 mál verið lögð fram á Búnaðarþingi, en þar á meðal er áfangaskýrsla sjömannanefndar um framleiðslu sauð- fjárafurða og nefndarálit milliþinganefndar til að endurskoða félag- skerfi landbúnaðarins, en í því er meðal annars gert ráð fyrir sam- tengingu Búnaðarþings og Framleiðsluráðs. í greinargerð með ályktun fé- lagsmálanefndar um frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum segir að Búnaðarþing telji það mikið hagsmunamál allra þeirra, sem byggja hinar dreifðu byggðir landsins, að standa vörð um þann megintilgang núgildandi jarða- laga, að eignarráð á landi og bú- seta á jörðum sé í samræmi við hagsmuni sveitarfélaga og þeirra sem landbúnað stunda. Því leggist Búnaðarþing eindregið gegn lög- festingu þess frumvarps, sem feli í sér þá breytingu á jarðalögum að afnema algerlega forkaupsrétt sveitarfélaga á fasteignaréttind- um. Samkvæmt tillögum milliþinga- nefndar um breytingar á félag- skerfi landbúnaðarins, sem lagðar hafa verið fram á Búnaðarþingi, er meðal annars gert ráð fyrir að Búnaðarþing kjósi tvo fulltrúa úr stjórn Búnaðarfélagsins til setu í Framleiðsluráði, og auk þess sitji búnaðarmálastjóri Framleiðslu- ráðsfundi með málfrelsi og tillögu- rétti. Þá er gert ráð fyrir að fjórir fulltrúar kosnir af Framleiðsluráði komi til viðbótar kjörnum fulltrú- um á Búnaðarþingi, en í greinar- gerð með tillögunum segir að þessi samtenging Búnaðarþings og Framleiðsluráðs sé hugsuð sem til- raun tii að tengja betur en nú er leiðbeiningarþjónustuna og fram- leiðslustjórnun. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á skipan nýkjör- ins Búnaðarþings að öðru leyti, en gert er ráð fyrir að frá árinu 1994 verði kjörtímabil Búnaðarþings þijú ár til samræmis við stjórnar- kjör í Stéttarsambandi bænda, sem lagt er til að breytist í sama ára- fjölda. Gert er ráð fyrir að til árs- ins 1994 verði áfram unnið að þró- un og breytingum á skipan Búnað- arþings og Framleiðsluráðs, en ekki er gert ráð fyrir að sú fjölgun sem af tillögunum hlýst verði við- varandi, heldur verði stefnt að fækkun og endurskipulagningu þessara stofnana að þessum árum liðnum. Meðal þeirra mála sem lögð hafa verið fram á Búnaðarþingi er frumvarp til laga um héraðs- skóga, þingsályktunartillaga um kortlagningu gróðurlendis Islands og frumvarp til laga um ferðaþjón- ustu. Þá hefur verið lagt fram er- indi Gunnars Sæmundssonar um rannsóknir á heyverku í ríullu- böggum, erindi Búnaðarsambands A-Húnavatnssýslu um að mótmæla innflutningi á landbúnaðarvöru sem hægt er að framleiða hérlend- is, og lagt hefur verið fram erindi Egils Bjarnasonar og Gunnars Sæmundssonar um flutning ýmiss konar þjónustustarfa frá höfuð- borgarsvæðinu út á landsbyggð- ina. il-lí/KíHI-i Blomberq o” Eldavélar. 4 gerðir - 5 litir. Gott verð - greiðslukjör Elnar Farestvdt&Co.hf BORGARTÚNI28, SÍMI622901. L«iA 4 stoppar vM dymar Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Finnur Ingólfsson á vélsleðanum. Dekkin koma í stað skíða í snjóleysinu SNJÓLEYSIÐ hefur plagað vélsleðamenn um allt land, en Akureyringurinn Finnur Ing- ólfsson, sem búsettur er í Rcykjavík, kunni ráð við því. Hann setti einfaldlega hjól- barða undir véisleða sinn í stað hefðbundinna skíða. Kvað hann sleðann virka vel á malbikinu en mælti þó ekki með mikilli notkun. Að öllu jöfnu hefur hann notað dekkin í spyrnu á sandspyrnumót- um á sumrin, þar sem vélsleðar keppa í opnum flokki. R YMINGARSALA í EPAL Við höldum rýminsarsölu FIMMTUDAG, FÖSTUDAG, LAUGARDAG 21. - 23. febrúar Listi yfir vörurnar, setn seldar verða, Hggur firammi í versluninni Húsgögn Lampar Gluggatjalda- efni HúsgagnaáklæÖi Opið: Fimmtudag kl. 9-18 Föstudag kl. 9-18 Laugardag kl. 10-16 Bútar HEWI stuöningsslár fyrir fatlaöa Myndir Smávörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.