Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 4
é' MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 Nytt lagafrumvarp: . o— ----A.— Lann presta hér eftir ákveðin með ldaradóim KJOR presta verða framvegis ákveðin með kjaradómi og þeir missa úm leið verkfallsrétt sinn, samkvæmt lagafrumvarpi sem Flugleiðir ráða 30-40 flugfreyjur FLUGLEIÐIR gera ráð fyrir að 30-40 nýjar flugfreyjur verði ráðnar til starfa hjá félaginu næstu daga. AIls voru 800 sem sóttu um flugfreyjustarf hjá félag- inu að þessu sinni. Af þeim 800, sem sóttu um flug- freyjustarf, voru valdar rúmlega 30, sem hafa síðan verið á flugfreyjun- ámskeiði. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að líklega yrði geng- ið frá ráðningu þeirra á allra næstu dögum. fjármálaráðherra kynnti á ríkis- stjórnarfundi á mánudag. Er frumvarpið flutt í samræmi við óskir Prestafélags íslands. í atkvæðagreiðslu, sem=fulltrúa- ráð Prestafélagsins efndi til í nóvember á síðasta ári, voru 94,5% þátttakenda fylgjandi því að óska eftir því við stjórnvöld að lögum yrði breytt þannig að Kjaradómur ákvarðaði launakjör presta. I athugasemdum með frumvarp- inu segir að þau sjónarmið hafi komið fram að það sæmi ekki stöðu presta, að taka þátt í kjarabaráttu og kröfugerð gagnvart atvinnurek- anda með viðeigandi samningaþófi. Prestar geti eðli málsins samkvæmt ekki nýtt sér verkfallsrétt sinn, þar sem starf þeirra byggist á nánu samstarfi við sóknarbörn, sálgæslu og félagslegri aðstoð. Telur fjár- málaráðuneytið full rök vera fyrir því að prestastéttin fylli þann hóp sem þegar er háður ákvörðunar- valdi Kjaradóms. Laun eftirtalinna aðila eru nú ákveðin af Kjaradómi: Borgardóm- ara, borgarfógeta, bæjarfógeta, flugmálastjóra, forstjóra ríkisspít- ala, héraðsdómara, hæstaréttar- dómara, landlæknis, lögreglustjór- ans á Keflavíkurflugvelli, lögreglu- stjórans í Reykjavík, orkumála- stjóra, póst- og símamálastjóra, rafmagnsveitustjóra ríkisins, rann- sóknarlögreglustjóra, ráðherra, ráðuneytisstjóra, rektors Háskóla ísjands, rektors Kennaraháskóla íslands, rektors Tækniskóla ís- lands, ríkisendurskoðanda, ríkislög- manns, ríkissaksóknara, ríkisskatt- anefndarmanna í fullu starfí, ríkis- skattstjóra, sakadómara, sendi- herra, skattrannsóknarstjóra, skrif- stofustjóra Alþingis, sýslumanna, tollgæslustjóra, tollstjórans í Reykjavík, vegamálastjóra, verð- lagsstjóra, yfirborgardómara, yfír- borgarfógeta, yfírdýralæknis og yfírsakadómara. I/EÐURHORFUR í DAG, 21. FEBRÚAR YFIRLIT f GÆR: Austur við Noreg er 969 mb lægð, en yfir norð- austur Grænlandi er 1012 mb hæð. Um 400 km suður af landinu er 976 mb lægð sem þokast norðaustur. SPÁ: Norðaustlæg átt, víða stinningskaldi. Él norðan lands og austan, en bjart veður suðvestan lands. Frostlaust við suðaustur ströndina en 2 til 4 stiga frost víðast annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG:Norðaustan átt, víða nokkuð hvöss, einkum á laugardag. Snjókoma eða éljagangur norð- an og austan lands og vestur með suðaustur ströndinni, en bjart veður suðvestan lands. Frost 2-6 stig. } gráður á Celsius Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: *' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / » / * / * Slydda / * / * * # * * * * Snjókoma 10 ► 10 • V * V 5 5 5 oo 4 K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Akurcyri Reykjavik hiti +3 +0 veður snjóél léttskýjað Bergen 0 snjókoma Helsinki 44 skýjað Kaupmannahöfn 1 þokumóða Narssarssuaq 414 háifskýjað Nuuk 411 snjókoma Osló 3 skýjað Stokkhólmur 2 súld Þórshöfn S hálfskýjað Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 4 þokumóða Barcelona 13 atskýjað Berlfn 4 mistur Chicago 42 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 4 mistur Glasgow 6 súld Hamborg 0 þokumóða Las Palmas vantar l.ondon vantar Los Angeles vantar Lúxemborg vantar Madrfd 11 léttskýjað Malaga 16 léttskýjað Mallorca 13 rykmistur Morrtreal 3 alskýjað NewYork 16 mistur Orlando 15 skýjað Parfs 3 pokumóða Róm 13 þokumóða Vfn 0 þoka Washington 18 alskýjað Winnipeg 43 alskýjað Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Sverrisson er allur að hressast eftir slysið og útskrifast af Borgarspítalanum í dag. Ég held að ég hafi sloppið vel frá þessu - segir Gunnar Sverrisson sem varð undir dráttarvél fyrir skömmu „ÉG held ég hafi sloppið vel miðað við aðstæður,“ segir Gunnar Sverrisson, bóndi að Straumi í Skógarstrandarhreppi á Snæfells- nesi, sem slasaðist mikið þegar hann lenti undir dráttarvél fyrir tíu dögum. Gunnar komst af eigin rammleik á næsta bæ til að láía vita af slysinu þrátt fyrir mikil meiðsli. •Við rannsókn kom í ljós að fjög- ur rifbein höfðu brotnað, miltað var sprungið og blætt hafði inn á annað lungað. Þrátt fyrir mikil meiðsli hálfskreið Gunnar um hálf- an kílómetra heim að Hálsi, sem er næsti bær, til að láta vita af slysinu. Það var snemma morguns, sunnudaginn 10. febrúar, sem Gunnar var á heimleið á dráttar- vél sinni. Vélin valt fram af um tveggja metra háum vegarkanti og varð Gunnar undir henni. Hon- um tókst að mjaka sér undan vél- inni og komast við rammann leik heim að Hálsi, sem er næsti bær við Straum þar sem Gunnar býr. „Þetta hefur gerst mitli klukkan 5 og 6 á sunnudagsmorgunin. Ég var illa sofinn enda hafði ég unnið allan laugardaginn og vakað alla nóttina þannig að ég var illa fyrir- kallaður og syfjaður,“ segir Gunn- ar. „í fyrstu var ég að hugsa um að reyna að komast heim en treysti mér síðan ekki til þess og lét því duga að fara heim að Hálsi og vakti upp þar, enda er það næsti bær og þægilegast að fara þangað. Ég varð að fara mjög rólega því mér leið illa og hvíldi mig því oft á leiðinni. Ég var vel klæddur og varð því ekki verulega kalt þó svo kalt hafí verið í veðri. Þegar ég kom að Hálsi kom ég varla upp hljóði af þreytu,“ segir Gunnar þegar hann lýsir sunnudags- morgninum afdrifaríka. Frá Hálsi hringdi hann í kunn- ingja sinn sem sótti hann og fór með hann heim að Straumi. Þaðan hringdu þeir eftir sjúkrabíl sem flutti Gunnar á sjúkrahúsið í Stykkishólmi og þaðan var hann fluttur með þyrlu á Borgarspítal- ann. Gunnar hafði 115 kindur en nágrannar hans á Snæfellsnesinu hafa skipt fénu á milli sín og ætla að sjá um það, þar til fram yfír sauðburð. „Eg hef í rauninni ekk- ert að gera heim að svo komnu máli. Nágrannar mínir ætla að sjá um kindumar þar til ég verð búinn að ná mér að fullu og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Einnig langar mig að þakka starfsfólkinu hér á Borgarspítalanum fyrir alla aðstoðina og umönnina," sagði Gunnar, sem útskrifast af spíta- lanum í dag. Lagadeild HÍ: Fall til að takmarka fjölda nemenda - segir formaður stúdentaráðs „ÉG held að þetta mikla fall í almennri lögfræði hafi þá skýringu að þetta sé aðferð til að takmarka fjölda nemenda til áframhald- andi náms,“ sagði Siguijón Árnason, formaður stúdentaráðs, er hann var spurður álits á 86% falli í almennri lögfræði lagancma á fyrsta ári sem þreyttu próf í janúar. Aðeins 18 þeirra 128 laganema sem þreyttu prófíð í janúar náðu tilskilinni einkunn, 7,0. Siguijón sagði að þetta væri lakasta útkom- an frá upphafi og kæmi hún sér mjög á óvart. „Ég trúi því ekki að nemendur komi verr undirbúnir en áðúr eins og margir vilja halda,“ sagði Siguijón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.