Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 FYRIR BOTNI PERSAFIOA ■ hlWNi hVN Saka íraka um að hafa sprengt bænahús í Basra Washington. Reuter. BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið vísaði því á bug í gær að flugvélar bandamanna hefðu varpað sprengjum á bænahús músl- ima í borginni Basra. írakar hefðu sjálfir sagað hvolfþakið snyrti- lega af og flutt burtu en síðan hefðu þeir sprengt þak og veggi efri hæðar moskunnar til að láta líta út fyrir að hún hefði orðið fyrir loftárás. Bandaríska herráðið sendi frá sér njósnamyndir af Al-Basrah mosk- unni og sagði þær sýna greinilega hvernig hvolfþak hénnar hefði verið sagað af. Hefði það verið gert 8. febrúar sl. og samdægurs hefði efri hæð hússins verið eyðilögð. Daginn áður hefði sprengja sem flugvélar bandamanna hefðu varpað á hem- aðarleg skotmörk í Basra geigað og komið niður 100 metra frá mosk- unni en ekki valdið neinu tjóni á henni. „Moskan var skemmd af yfír- lögðu ráði og tilgangurinn var að reyna að villa um fyrir fólki og kenna bandamönnum um tjón á mannvirkjum sem eru stríðinu óvið- komandi. Leiðtogar ríkja sem aðild eiga að fjölþjóðahemum við Persa- flóa hafa ætíð haldið því fram að rík áhersla væri á það lögð í loftár- ásum á írak að valda ekki tjóni á óbreyttum borgumm eða mann- virkjum, s.s. bænahúsum, sem ekki tengdust stríðsvél Saddams Huss- eins íraksforseta. Bandamenn gruna hins vegar íraka um að hafa sprengt mannvirki af því tagi og skella skuldinni að ósekju á banda- Reuter Moskan í Basra sem Bandaríkjamenn segja að írakar hafi sjálfir skemmt. Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti myndina i gær og sagði hana sýna hvernig hvolfþakið hefði verið losað af og fjarlægt áður en efri hæð byggingarinnar var eyðilögð með sprengjum. Hermenn fjölþjóðahersins bíða eftir skipun um innrás í Kúveit; Nornian Sclivvarz- kopf segir Iraksher „að hruni kominn“ Lundúnum, Dhahran, Riyadh. Reuter, The Daily Telegraph. HERMENN fjölþjóðahersins við Persaflóa búast nú við því að fá skipun um að hefja mestu hernaðarárás frá heimsstyrjöldinni síðari á hverri stundu. Norman Schwarzkopf, æðsti yfirmaður þeirra, sagði í viðtali, sem birt var í Los Angeles Times í gær, að íraksher væri vað hruni kominn“. Hann kvaðst þó ekki vanmeta hernaðarmátt Iraka, því þeir hefðu ekki enn verið bugaðir. Hernaðarsérfræðingar sögðu að þótt loftárásir bandamanna kynnu að hafa valdið írökum miklu tjóni væru þeir enn þess megnugir að veita harða mótspyrnu. Schwarzkopf sagði að írakar ist. Hann sagði einnig að íraksher misstu nú um hundrað skriðdreka á dag og svo mikið tjón gæti eng- inn her þolað. „Mat okkar er að íraksher sé að hruni kominn,“ sagði Schwarzkopf en varaði við of mik- illi bjartsýni. „írakar geta enn kom- ið okkur á óvart á ýmsan hátt. Þeir hafa ekki verið bugaðir enn.“ Schwarzkopf kvaðst telja að Saddam Hussein íraksforseti myndi beita stórskotavopnum og það sem eftir er af flugvélum sínum til að gera efnavopnaárásir á fjölþjóða- herinn þegar landhernaðurinn hæf- hefði að öllum líkindum ekki verið eins öflugur í upphafi stríðsins og talið var. Hermennimir væru ein- faldlega orðnir þreyttir á átökum eftir átta ára stríð við írani og hefðu engan hug á að beijast. Yfirmenn fjöiþjóðahersins telja að bandamenn hafí eyðilagt meira en þriðjung skriðdreka, brynvagna og stórskotavopna íraka í Kúveit. Um 10% að auki komi þeim ekki að notum vegna skemmda. Banda- menn segjast einnig hafa því sem næst lamað flugher íraka. Hernaðarsérfræðingar í Lundún- um sögðu þó að ekki mætti afskrifa íraska herinn fyrirfram. íraskar hersveitir í Kúveitborg og við strönd Kúveits væm enn öflugar, auk þess sem úrvalssveitirnar og aðrar her- sveitir gætu enn gegnt hlutverki sínu. Heimildarmaður innan banda- ríska hersins í Riyadh sagði að þótt stríðsþreyta væri væri farin að hijá einhveijar hersveitir, hefðu loftár- ásir bandamanna lítil eða engin áhrif haft á fjölmargar aðrar, svo sem úrvalssveitirnar. Samkvæmt fréttum frá Riyadh er mikill baráttuhugur í hermönn- um fjölþjóðahersins, sem eru sagðir bíða í ofvæni eftir því að fá skipun um að útkljá stríðið. Þeir kunni því illa að þurfa að bíða lengi í óvissu eftir skipun um að ráðast inn í Kúveit nú þegar undirbúningi þeirra er lokið. Fríðartíllögur Gorbatsjovs njóta stuðnings ríkisstjórnar Italíu Rómaborg. Reuter. ÍRAKAR myndu hefja brott- flutning innrásarhers síns frá Kúveit daginn eftir að komist hefði verið að samkomulagi um vopnahlé í Persaflóastríðinu samkvæmt friðaráætlun Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor- seta, að sögn háttsetts ítalsks embættismanns. Áætlun Gorbatsjovs gerir einnig ráð fyrir ýmsum ráðstöfunum er eiga að tryggja að ekki verði ráð- ist á írösku sveitimar meðan þær hverfa frá Kúveit. Embættismaðurinn, Nino Cristofori, sagði blaðamönnum eftir fund ítölsku ríkisstjómarinn- ar að Giulio Andreotti forsætisráð- herra hefði lýst því yfir á fundinum að tillögur Gorbatsjovs væra í „fullu samræmi við ályktanir Sam- einuðu þjóðanna" um innrásina í Kúveit. Hefði stjómin lýst stuðn- ingi við tillögur Sovétforsetans þar sem þær væra í anda samþykkta Sameinuðu þjóanna. Bandarískir ráðamenn hafa hins vegar sagt að friðartillögur Gorbatsjovs gengju alltof skammt og uppfylltu ekki skilyrði um tafarlausan og skilyrðislausan brottflutning íraka frá Kúveit. Aðferðir við að hreinsa jarðsprengjubelti í Kúveit Lundúnum. The Daily Telegraph. TALIÐ er að írakar hafi lagt 500.000 jarðsprengjur í Kúveit og suðurhluta íraks og í raun breytt þessu svæði í eitt risastórt jarð- sprengjubelti. Búast má við að þessar sprengjur muni orsaka mestan hluta mannfalls í liði bandamanna hvernig sem innrás í Kúveit verður framkvæmd. Sprengjumar eru misjafnlega öflugar, sumar þeirra era tækni- undur og innihalda örtölvur sem stjóma því hvenær og hvernig þær springa. Þótt þessari tækni hafi fleygt fram hafa varnir gegn sprengjunum lítið breyst frá Víet- namstríðinu, með fáum undan- tekningum. Breska brynfylkið er mjög vel undir það búið að veijast sprengj- unum. I því era verkfræðinga- flokkar og fylgir hver þeirra venjulega þrisvar sinnum fjöl- mennari hersveit. Nýjasta tækið sem Bretar hafa yfir að ráða er Risaslangan svokallaða. Úr því er skotið átta flugskeytum, sem draga með sér um 200 metra slöngu með sprengiefni yfir jarð- sprengjusvæðið. Þijár fallhlífar opnast á enda slöngunnar og rétta hana af er hún kemur til jarðar. Á örskammri stundu verður gífur- leg sprenging. Allt að 90% af jarð- sprengjum á 6 metra breiðu belti springa. Afganginn af sprengjun- um verður að plægja upp. Fyrir framan flest ökutæki verkfræðingaflokkanna era sprengjuplógar. Þeir plægja um 3,6 metra breitt belti í jarð- sprengjusvæðið, lyfta sprengjun- um og ýta þeim til hliðar án þess að þær springi. Sprengjugildrar, eða faldar sprengjur sem springa þegar hreyft er við einhveijum hlutum sem þær eru tengdar við, springa hins vegar fyrir framan plóginn og valda litlu eða engu tjóni. Bandamenn hafa einnig yfir að ráða farartæki með hjól að framan og belti að aftan, sem getur hreinsað 50 metra langa og tæp- lega fjögurra metra breiða slóð á einni mínútu. Bandaríkjamenn geta einnig beitt sprengjum, sem dreifa elds- neytisskýjum yfír stórt svæði. Þegar kveikt er í þeim valda þau öflugri sprengingu. Sprengjunum er yfírleitt varpað úr flugvélum. Besta vopnið er ef til vill ROB- AT, fjarstýrt farartæki með ýms- an búnað gegn jarðsprengjum, svo sem jarðsprengjuvaltara (sem svipar til þreskivélar) og sjálfvirkt merkjakerfí er skilur eftir röð af fánum til að sýna slóð tækisins. Ekki er vitað hvort þetta tæki hefur verið flutt til Saudi-Arabíu. Amnesty International: Andstæðingar íraka einnig sakaðir um mannréttindabrot Lundúnum. Reuier. TALSMENN mannréttindasamtakannna Amnesty International sögðu í gær að mannréttindabrot tengd Persaflóastríðinu væru fram- in af stjórnvöldum í nokkrum þeirra ríkja sem sameinast hefðu gegn Saddam Hussein en erfitt væri að vekja athygli á þeim meðan öll gagnrýni manna beindist að írökum. Þá sögðu þeir að stjórnir ríkja heims hefðu ekki gert neitt í gegnum árin til að koma í veg fyrir alvarleg mannréttindabrot í írak og víðar. „Sums staðar er vakin athygli á mannréttindabrotum í áróðursskyni en annars stað- ar eru þau framin í nafni þjóðaröryggis," sagði í yfirlýsingu Amnesty. Samtökin gagnrýndu bresk stjómvöld fyrir að hafa handtekið meira en 50 íraka og menn af öðru þjóðemi af öryggisástæðum og lá- tið þá bíða brottflutnings úr landi. Sagt var að þetta bryti í bága við alþjóðlegar reglur því fólkinu hefði ekki verið skýrt nákvæmlega frá ástæðum fyrir handtöku og því ekki verið gefin kostur á réttlátri lagalegri meðferð. Um þjóðirnar sem standa að fjöl- þjóðaherliðinu við Persaflóa sögðu talsmenn Amnesty að þeim ætti ekki að líðast að þegja um mann- réttindabrot bandamanna sinna á sama tíma og þeir notuðu umræðu um mannréttindabrot andstæðinga sinna í áróðursskyni. Þeir vöktu sérstaka athygli á máli bandarísks hermanns sem var hnepptur í fang- elsi fyrir að neita að undirbúa send- ingu hergagna til Persaflóa og töluðu um hann sem samvisku- fanga. í yfirlýsingunni voru langvarandi mannréttindabrot í írak og meðal þjóða sem styðja bandamenn í Persaflóadeilunni fordæmd. „Við höfum árum saman reynt að vekja athygli á stórkostlegum mannrétt- indabrotum í íran, skipulögðum við- varandi mannréttindabrotum sem Palestínumenn hafa verið beittir bæði í ísrael og á herteknu svæðun- um, á pyntingum og dauðarefsing- um í Saudi-Arabíu, á pyntingum og aftökum í Sýrlandi og á pynting- um og mannshvörfum í Marokkó.“ Þá sagði einnig í yfírlýsingunni að skýrslur hefðu verið birtar um til- raunir til að binda endi á handtökur og pyntingar í Bahrain, Jórdaníu og Egyptalandi og að fyrir innrás- ina hefði hvað eftir annað verið farið fram á að mannréttindi yrðu virt í Kúveit. Leiðrétting í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær segir að Jevgeníj Prímakov sé utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Þetta er ekki rétt. Prímakov hefur verið sérlegur sendimaður Míkhaíls S. Gorbatsjovs, forsefy Sovétríkj- anna, í Persaflóadeilunni en ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna heit- ir Alexander Bessmértnykh. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.