Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 9
'MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚÁR 1991 9 VIÐ LEGGJUM GRUNNINN AÐ GÓÐUM FUNDI... Fjölbreyttir fundarsalir, vandaður tæknibúnaður, þægileg vinnuaðstaða, fagleg aðstoð, nútíma samskiptatækni og fyrsta flokks veitingar. — okkar framlag til árangursríks fundar. \lnd'trel/\ ■ U^J ■ - lofar góðu! Hagatorg • Sími 29900 Útblásin yfirstjórn og markaðsbúskapur Vænlegasta leiðin til að verjast útþenslu eða jafnvel fækka í yfirstjórn ríkisins er að treysta meira á markaðsbúskap og vald- dreifingu. Miðað við núverandi fjölda ráð- herra, ellefu talsins, ættu að vera fjórir borg- arstjórar í Reykjavík. Því fleiri kvótakerfi, reglugerðir og afskipti af verðmyndun því meiri verkefni fyrir ráðherra. Stórt höfuð Dr. Guðmundur Magn- ússon, prófessor, ritaði nýlega grein í Vísbend- ingu, rit Kaupþings lif. um efnahagsmál, sem hann nefnir „Höfuðstór yfirstjóm“. Þar fjallar hann imi útþensluna í æðstu stjóm ríkisins, fjölgun ráðherra og þingmanna. Prófessor- iim telur að með því að nýta kosti markaðs- lausna í ríkari mæli en nú er gert megi snúa þessari þrómi við. Hér á eftir verður birt að mestu grein Guðmundar. Hann segir m.a.: „Nú em ráðherrar i ríkisstjórn Islands ellefu talsins eða ehm fyrir um hveija tuttugu og þijú þúsmid íbúa landsins. I Reykjavik ættu sam- kvæmt þessu að vera fjórir borgarstjórar. Sé þríliðan rciknuð á hinn vegimi með einn borgar- stjóra á um niutiu og sjö þúsmid Reykvíkhiga ættu ráðherrar að vera þrir. Ekki er nema sann- gjamt að taka tillit til þess að flatarmál lands- ins er stærra en Reykjavíkur og ráðherr- ar þurfa að sinna sam- skiptum við aðrar þjóðir. En væri ekki unnt að komast af með fimm til sjö ráðherra? En hvað um þhig- mamiafjölda? Alþingi starfar í tveimur deild- um. Þetta er úrelt fyrir- komulag og að því kemur fyrr eða síðar að þessu verði breytt á þann veg að þingið starfi í einni deild. Sjálfsagt er að grípa þá tækifærið og fækka þmgmönnum í leiðinni. Hvað vinnst með þessu? í fyrsta lagi yrði þetta táknræn aðgerð. „Hvað höfðingjamir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Með þessu móti yrði staðfest að ráðdeiid í ríkisrekstrinum situr i fyrirrúmi og aðhald á öðrum sviðum ríkisbú- skaparins yrði miklu auð- sóttara. í öðm lagi ætti að mega ráða málum til lykta í ríkisstjóm fyrr en ella. Því færri sem ráð- herrar em þehn mun auðveldara er að ná sam- komuiagi. Það yrði held- ur ekki eins erfitt að velja ráðherra úr hverj- um flokki. Því neðar sem dregur á listanum yfir ráðherraefni því fleiri telja sig eiga þar heima. I þriðja lagi yrði ábyrgð hvers ráðherra meiri og síður hægt að firra sig ábyrgð með því að skýla sér á bak við aðra ráðherra. I fjórða lagi yrði af þessu nokkur spamaður en hann er þó ekki aðal- atriðið heldur fordæmis- gildið sem þessar ráð- stafanir hafa. Yrði þingmönnum skipað í eina deild gengju þingstörfin hraðar og unnt yrði að vanda betur til afgreiðslu mála en ella.“ Fjöldi íbúa á ráðherra „Athygli vekur að tala ibúa á ráðherra (en þeir em nú ellefu talsins) er ein sú lægsta sem þekkst hefur í tíð allra ríkis- stjórna á íslandi. Það var einungis á ámnum 1944- 1949 og 1987-1988 sem íbúar á hvem ráðherra vom færri en nú er. Mið- að við árin 1971-1978 ættu þeir t.d. að vera 8-9, þannig að það væri engin goðgá að fækka þeim. Reyndar er grehiilegt samband milli fjölda ráð- herra og fjölda flokka sem aðild eiga að ríkis- stjórn. Fjöldi íbúa á hvert ráðuneyti er nú tæp sautján þúsund og hefur í 2/s tilvika (rikisstjóma) verið meiri síðan 1917.“ Fækkun? „En er nokkur von til þess að þessi fækkun í yfirstjórninni geti náð fram að ganga? Alþingi og ríkisstjóm ákveða fjöldann og þessir aðilar eiga hagsmuna að gæta i málinu. Þetta má telja til svonefndra stjórn- bresta. Líklegt er að bæði stjóm og stjómar- andstaða sameinist um að fjölda þingmönnum fremur en fækka eins og dæmin sanna. Ekki auð- veldar heldur hin ójafna kjördæmaskipan fækkun þingmanna. Þvert á móti má telja iimbyggt í kerfið að jöfnun atkvæða á hvem þingmaim verði að nokkru leyti framkvæmd með fjölgun þeirra. Vænlegasta leiðin til þess að veijast fjölgun i yfirstjóm og jafnvel fækka i henni er að leysa hana frá verkefnum með því að treysta meira á markaðsbúskap og vald- dreifingn. Því fleiri kvótakerfi, reglugerðir og afskipti af verðmynd- un, þeim mun meira hafa ráðherrar að gera. Það þarf því að taka upp ami- að vhmulag. Með þvi að nýta kosti markaðs- lausna í rikari mæli í sjávarútvegi, landbúnaði og húsnæðiskerfinu og flytja verkefni til sveitar- félaga i heilbrigðis- og menntamálum er unnt að létta álagi af ráðherra og ráðuneyti. Jafnframt er unnt að beita meiri valddreifhigu innan ríkiskerfisins en gert er, svo sem í sambandi við ráðstöfun fjár og stöðu- veitingar. Ofrausn á öðr- umsviðum Hér hefur eingöngu verið fjallað um fækkun í yfirstjóra landsins en ekki í stjómsýslu ríkisins í heild. Þar er þó af ýmsu að taka sem væri efni í aðra grein. En er ekki hætt við að sameining ríkisstofnana og spam- aður í yfirstjóm ríkisins sé því erfiðari þeim mun fleiri sem ráðherramir em?“ I I I I I Með einu símtali geturðu tryggt fjárhagslegt öryggi þeirra* Með því að kaupa reglulega ✓ Askriftareiningar Kaupþings myndarðu þinn eigin lífeyrissjóð og hjálpar þannig ástvinum þínum að bregðast við óvæntum atburðum. • Þú ræður upphæð innborgunar á mánuði hverjum. •Þér stendur til boða hagstæð líftrygging. •Þú getur greitt með greiðslukorti eða gíróseðli. •Sjóðurinn er ávaxtaður í traustum skuldabréfum. •Sjóðurinn er óskipt eign þín. •Sjóðurinn er að jafnaði laus til ráðstöfunar hvenær sem er. I Gengi Einingabréfa 20. febrúar 1991. I U Einingabréf 1 5.374 U Einingabréf 2 2.905 1 Einingabréf 3 3.527 | ■ Skammtímabréf 1.801 Samning um áskrift að Einingabréfum getur þú gert með því að hringja eða koma í Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., sparisjóðina og afgreiðslustaði Búnaðarbanka Islands. KAUPÞING HF KringJunni.5, sítni 689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.