Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 Minning: Friðgeir Gíslason Fæddur 1. maí 1923 Dáinn 14. febrúar 1991 Okkur langar að minnast Frið- geirs Gíslasonar með nokkrum orð- um. Hann lést á Landspítalanum eftir langa baráttu við erfíð veik- indi. Þótt baráttan væri hörð og ströng lét hann veikindin ekki aftra sér að ferðast um landið á hveiju sumri. Hann sagðist jafnvel slappa af við akstur og aldrei var góða skapið og létta lundin langt undan. Oft vorum við ferðafélagar því foreldrar okkar og við systkinin vorum iðulega með Stellu og Magga og bömum þeirra á ferðalögum um landið. Yfírleitt var farið í útilegu um hveija helgi allt sumarið og ekki var veðrið alltaf látið ráða hvert eða hvort. Og eigum við margar og góðar minningar frá þessum ferð- um, sem aldrei munu gleymast. Friðgeir Gíslason var giftur Sig- urbjörgu Óskarsdóttur og áttu þau 5 börn. Elstur er Gísli, búsettur í Reykjavík, þá Guðrún, búsett í Bandaríkjunum, Hrönn, búsett í Reykjavík, Rúnar, búsettur í Reykjavík, og Stella, sem býr í heimahúsum. Við sendum öllum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja þau á þessum sorgartímum. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er ailt, sem Guði, er frá. l t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR, Furugrund 70, Kópavogi, andaðist mánudaginn 18. febrúar. Þóra Hauksdóttir, Auður Hauksdóttir, Haukur Viðar Hauksson, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær bróðir okkar, GUÐMUNDUR BETÚELSSON, Kaldá, Önundarfirði, andaðist á Flateyri 20. febrúar. Anna Betúelsdóttir, Pálína Betúelsdóttir, Guðbjartur Betúelsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og stjúpfaðir, KJARTAN G. JÓNSSON fyrrverandi kaupmaður, Sóieyjargötu 23, Reykjavík, er látinn. Unnur Ágústsdóttir, Magnús G. Kjartansson, Bjarni Kjartansson, Hrafnhildur Schram, Ágúst Schram. t HJÖRTURHÁKONARSON frá Stardal, áður starfsmaður Vegagerðar rikisins, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 22. febrúar 1991 kl. 13.30. Vandamenn. í V y t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Njálsgötu 92, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Kristín Einarsdóttir, Óli Elvar Einarsson, Fríða Björg Þórarinsdóttir og barnabörn. V t t Faðir okkar og bróðir, RAGNARJÓSEP JÓNSSON, lést í Landakotsspítala 16. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju 27. febrúar kl. 13.30. Ingvar Ragnarsson, Sveinn Ragnarsson, Sigrfður Helga Ragnarsdóttir, systkini og barnabörn. tsanvmw&wwnfr v wmmawwm»w»§ (Vald. Briem.) Fyrir hönd foreldra minna og systkina, Anna Kristinsdóttir Friðgeir minn er farinn frá okk- ur. Ég kynntist honum fyrst fyrir átján árum hressum og lífsglöðum manni sem tók lífinu eins og það var. Hann var alltaf á ferð og flugi með Stellu, ef tími og heilsa leyfði. Það var ekki ósjaldan að þau drógu okkur Gísla með að ferðast um landið. Þar kynntumst við mjög vel. Það var varla sá blettur á landinu sem hann hafði ekki farið með Stellu. Þetta var hans draumur og ánægja sem hann lét rætast; fara út úr bænum á sumrin ef tæki- færi gafst. Og Friðgeir lifði fyrir það. Ég á eftir að sakna þess að hafa hann ekki með í ferðum sem ég á eftir að fara. En hann verður samt alltaf í huga mér. Það verður tóm- legt að sjá honum ekki bregða fyr- ir á ólíklegustu tímum. A seinasta ári var tími hans meiri, því heilsunni hafði hrakað. Hann var samt alltaf léttur og sætti sig við það sem að höndum bar og barðist af þrautsegju allt til enda. Friðgeir verður alltaf í huga mér og minna. Alfheiður Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. (M. Joch.) Með þessum orðum viljum við minnast föður, tengdaföður og afa okkar. Þó oft hafí verið erfítt að vera svo langt í burtu síðustu árin þá hefur hann verið í hugum okkar og hjarta. Við minnumst stundanna er við vorum hjá mömmu og pabba. Alltaf var Friðgeir kátur og ánægð- ur, þótt hann gengi ekki heill til skógar. Þórir og Geir minnast iíka stundanna sem þeir eyddu hjá afa sínum og Gunnar sagði alltaf að hann væri sá besti. Og ég minnist þess þegar pabbi keyrði okkur vin- konumar í útilegurnar um helgar og sótti okkur aftur, þá var mikið sungið og oft glatt á, hjalla. Við munum ávallt minnast hans og góðu stundanna sem við áttum saman. Blessuð sé minning hans. Guðrún, Gunnar, Þórir og Geir. Friðgeir Gíslason fæddist á Siglufirði 1. maí 1923. Hann ólst upp í Reykjavík frá tveggja ára aldri og bjó þar alla ævi. Hann var af flestum kallaður Maggi langt fram eftir aldri. Hann giftist konu sinni, Sigurbjörgu Óskarsdóttur, 1947 og eignaðist sitt fyrsta bam, Gísla, sama ár. Svo komu hin böm- in hvert af öðm næstu íjögur ár, Guðrún 1949, Hrönn 1950 og Rúnar 1951. Þetta var hamingju- söm fjölskylda og samheldin. Frið- geir var mjög góður faðir og eigin- DagbjarturM. Jóns- son — Minning Fæddur 4. janúar 1945 Dáinn 25. nóvember 1990 Mig iangar til að kveðja í hinsta sinn vin, sem ég þekkti allt of stutt, en nógu lengi til að vita að þar fór góður drengur. Ég kynntist Dagbjarti Má Jóns- syni við dálítið erfiðar aðstæður. En allt frá fyrsta fundi okkar tók hann mér opnum örmum sem væri ég einn af fjölskyldunni. Við töluð- um ekki sama tungumál, en það varð ekki þrándur í götu okkar að kynnast eða skilja hvor annan. Ég hef átt því láni að fagna að eiga með honum góðar stundir og gleymi ég seint ferð hans til Malaga þar sem ég kynntist Dadda sem róleg- um en áköfum að vita sem flest um borgina mína og sýndi hann fjölskyldu minni þann áhuga sem vinur í reynd. Einnig vann ég með honum á sjó; með honum uppgötv- aði ég nýjan heim sem hann elsk- aði og vildi sýna mér. Sjórinn sem hann elskaði hreif hann til sín í nóvember síðastliðnum, en við meg- um vera hughraust, því hann er í góðum höndum Guðs. Jorge t SIGFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Háeyrarvöllum 10, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00. Sigurður Sveinbjarnarson. Sveinbjörn Sigurðarson, Sigfriður Sigurðardóttir, Símón Pétur Sigurðarson, Snorri Gunnar Sígurðarson, tengdabörn og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR JENSSON, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu- daginn 22. febrúar kl. 15.00. Agnes Auðunsdóttir, Guðlaugur Hilmarsson, Auðunn Hilmarsson, Guðbjörg Snorradóttir, Erna Hilmarsdóttir, Kristinn Stefánsson, Sonja Hilmarsdóttir, Ómar Kristmannsson og barnabörn. líiilliv TC ranei ibv maður og síðan en ekki síst vinnu- þjarkur mikill og hafði gaman af sinni vinnu enda mjög glaðvær, allt- af ánægður og brosandi. Árið 1969 bætist svo nýr meðlimur í fjölskyld- una, ég. Og þegar ég var enn smá- barn byijuðu veikindi pabba og eru spítalavistir hans og heimsóknir okkar þangað hluti af æskuminn- ingum mínum. En góðu stundirnar voru margar og þeirra minnist maður best. Ég man þegar ég sat á stólbakinu hjá pabba og við horfð- um á sjónvarpið eða út um gluggann. Hann var nú ekki alltaf jafn hrifinn af því að hafa mig þarna en aldrei rak hann mig burtu. Hann sagði líka alltaf að ég hefði átt að vera strákur og þegar ég varð eldri fannst honum ég vaxa of fljótt og vildi að ég yrði fimm ára aftur. En eitt er það sem var stór þáttur í lífí okkar og það er sunnudagstúr- inn. Þá keyrðum við pabbi og mamma niður að höfn og keyptum ís á eftir. Pabbi elskaði hvort tveggja, höfnina og ísinn. Og auð- vitað að keyra, það var hans áhuga- mál, keyrsla og ferðalög. Ég man þegar hann kom örþreyttur heim á föstudagskvöldum og lagt var af stað í útilegu og pabbi keyrði. Aldr- ei slappaði hann eins vel af og und- ir stýri og á áfangastað var öll hans þreyta horfín. í sumarfríum vildi hann helst vera í bílnum, það voru hans bestu stundir. En einhvem tímann þurfum við öll að kveðja og megum við þakka fyrir að að því skyldi ekki koma fyrr en þann 14. febrúar 1991. Þó við kveðjum þá gleymum við ekki og hann pabbi minn mun alltaf vera besti pabbi í heimi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimman dauðans nótt. (V. Briem) Stella Ég hélt að mér hefði misheyrst þegar ég heyrði að bátsins sem Daddi var á væri saknað. Það er svo fjarlægt að eitthvað komi fyrir, maður heyrir um svona atburði í fréttum og hugsar „en hræðilegt", en þegar þetta kemur fyrir hjá fólki sem maður þekkir þá kemst maður að raun um að þetta er yfírleitt meira en hræðilegt. Dadda og Jór- unni kynntist ég á Spáni í septem- ber 1989 þar sem flestir voru í síðbúnu sumarfríi. Þannig að ekki hafði ég nú þekkt hann Dadda lengi, en það sem ég hafði kynnst af honum var mjög gott. Og vel kom í ljós að Daddi var mjög góður maður. Eftir heimkomuna var vin- skapnum haldið við. Ekki kann ég nú skil á ættum Dadda eftir svo stutt kynni við hann og Jórunni konu hans. Það er alveg öruggt að sumarfríið hefði ekki verið svona skemmtilegt ef við hefðum ekki kynnst þeim, þar sem ég var með eitt barn og þekkti engan þá tóku Jórunn og Daddi okkur alveg upp á sína arma og hjálpuðu til að gera ferðina ógleymanlega. Elsku Jórunn mín, Jói og allir aðstandendur, söknuður ykkar er sár en minningin lifir um góðan dreng. Ragna ncegnni’j ibhhiid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.