Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 47
-MORGUNBLAÐIÐ ÍÞftÓTTIR FIMMTUDAGUR -21. FEBRUAR 1991 HANDKNATTLEIKUR / UNDANURSLIT BIKARKEPPNI KARLA Mætum afslappaðirtil leiks því allir búast við sigri Víkings, sagði Sigurður Friðriks- son besti maður IBV í sigrinum á FH Morgunblaðið/Sigurgeir Eyjamenn fögnuðu innilega er sigur var í höfn. Hér eru Sigurður Gunnars- son, Gylfi Birgisson og Þorsteinn Viktorssón. „Sætur sigur" - sagði Sigurður Gunnarsson þjálfari ÍBV Þetta var týpískur bikarleikur og virkilega skemmtilegt að spila hér fyrir fullu húsi áhorfenda. sem voru vel með á nótunum. Við áttum erfitt með að finna varnar- taktinn framan af, en svo small þetta saman hjá okkur. Og þetta var sætur sigur þar sem sumir okk- ar eiga við meiðsli að stríða. Gylfi var sprautaður fyrir leikinn og Si- guðrur Friðriksson er með flensu,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikmaður ÍBV, við Morgunblað- ið eftir sigurinn á FH. Sigurður sagðist nú í skrýtinni aðstöðu. Það yrði undarlegt að leika gegn Víkingi en hann hefur nokkr- um sinnum leikið með Víkingi til úrslita í bikarkeppninni og ávallt sigrað. Héldum ekki einbeitingu „Við héldum ekki einbeitingu all- an leikinn. Svo vantaði Guðjón, en hann spilar náttúrlega stórt hlut- verk í liðinu,“ sagði Óskar Ár- mannsson, besti maður FH. „Auk þess hafa Eyjamenn verið á mikilli uppleið undanfarið og það er gríðar- lega erfítt að spila í þessari ljóna- gryfju sem höllin hér er. En við áttum þó að geta gert betur, og það ætlum við að gera í úrslita- keppninni um íslandsmeistaratitil- inn,“ sagði Óskar. „Við náðum upp góðri baráttu i seinni hálfleik eftir að hafa ver- ið hálf taugaóstyrkir framan af. Þá small vörnin saman, við náð- um að keyra upp hraðaupphlaup og það gerði útslagið í leiknum. í úrslitaleiknum búast allir íslendingar við að Víkingar sigri — pressan verður á þeim, og við getum mætt afslappaðir í leik- inn,“ sagði Sigurður Friðriksson, hægri hornamaður ÍBV en hann var að öðrum ólöstuðum besti maðurinn í jöfnu liði ÍBV í gær- kvöldi, er Eyjamenn sigruðu FH og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar ífyrsta skipti. Þar mæta þeir Víking- um, og verði Víkingar íslandsmeistarar fara Eyjamenn í Evrópu- keppni bikarhafa næsta vetur, þó svo þeir tapi í bikarúrslitunum. Sigfús Gunnar Guömundsson skrifar frá Eyjum Leikmenn ÍBV byijuðu af krafti og virtust ætla að rúlla yfir FH-inga — náðu fljótlega fjögurra marka forskoti en þá kom fát á sóknarleik ÍBV og Eyjamenn áttu í vandræðum með að grípa boltann. í kjöl- farið fylgdi góður kafli FH og náðu Hafnfirðingar þá að komast yfir. Voru oftast einu marki yfir fram að hléi en ÍBV náði þó að rétta úr kútnum fyrir hlé og hafði eins marks forskot er gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur var mjög jafn framan af og þegar um 14 mín. voru eftir höfðu FH-ingar náð tveggja marka forskoti. Þá var far- ið að fara um fjölmarga áhorfend- urm í Eyjum, en þá small vörn ÍBV saman og liðinu gekk allt í haginn. Á átta mín. kafla gerði ÍBV sex mörk í röð og þar með út um leik- inn. Sanngjarn sigur Eyjamanna var í höfn. FH-ingar léku lengstum 4-2 vöm, sem gafst þeim ekki vel en Eyjamenn léku lengstum flata vöm (6-0) sem var góð. Stundum reyndu þeir að taka þá Stefán og Óskar úr umferð en þá skoruðu FH-ingar nær undantekningarlaust svo Eyjamenn slepptu þeirri vörn fljótt. Lið ÍBV var mjög jafnt og áttu allir leikmenn ágætis leik. Hjá FH var Óskar Ármannsson lang sterk- astur. í FH-liðið vantaði Guðjón Árnason, sem lá heima með mikinn Sigurður Friðriksson, besti maður ÍBV í leiknum, svífur inn í teiginn og þrumar boltanum í netið í eitt af sjö skiptum. hita, og var það skarð fyrir skildi. Lið frá Eyjum leikur nú í fyrsta skipti í úrslitum bikarkeppninnar. Þrír leikmenn liðsins hafa þó orðið bikarmeistarar: Sigurður Gunnars- son með Víkingi og Gylfi Birgisson og Sigmar Þröstur Óskarsson með Stjörnunni. Yfirburðir DEILDARMEISTARAR Víkings sýndu enn einu sinni mikla yfir- burði, þegar þeir unnu Hauka með 11 marka mun, 32:21, í undan úrslitum bikarkeppninnar. Þeir byrjuðu með sterkasta liðið, en allir fengu að spreyta sig og hvergi var veikur hlekkur. Haukar börðust hetjulega, en höfðu ekki erindi sem erfiði enda áttu þeir við ramman að rjá. „Þegar við spilum sem heild töpum við ekki,“ sagði Karl Þráinsson, sem hefur ekki leikið betur í vetur, við Morgunblaðið. „Við gerðum það sem við gátum," voru við- brögð Steinars Birgissonar, fyrirliða heimamanna. Kynnirinn í Hafnarfirði bað um kraftaverk fyrir leikinn, en það var til of mikils mælst. Haukar töp- uðu með miklum mun fyrir Víkingi í deildarleikjunum Steinþúr og gestirnir voru Guöbjartsson ekki á þeim buxun- skrifar um aij gefa efyr ; baráttunni um bik- arúrslitaleikinn. Þeir slógu Hauka út af laginu með öflugum varnar- leik, þar sem Hilmar Sigurgíslason gegndi mikilvægu hlutverki fyrir framan þéttan múrinn. Hann tók Petr Baumruk úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur heimamanna. Sóknarleikur gestanna var hins vegar árangursríkur, þar sem sam- vinnan sat í fyrirrúmi og einstakl- ingsframtakið fékk að njóta sín, þegar á þurfti að halda. Til að mynda skoraði Dagur úr vinstra horninu, Birgir fyrir utan og Björg- vin átti lokaorð deildarmeistaranna með sannkölluðu sirkúsmarki úr hægra horninu. Haukar reyndu hin ýmsu varnar- kerfi; 3-2-1, tóku einn úr umferð, tvo og þijá, 6-0, en ekkert gekk. „Við urðum að reyna eitthvað nýtt, en höfum lítið æft þessi kerfí eins og 4-2 og gerðum of mörg mistök — hreinlega réttum þeim boltann og þeir nýttu sér það,“ sagði Stein- ar. Víkingar gerðu í raun út um leik- inn fyrir hlé, en gulltryggðu sigur- inn með því að gera þijú fyrstu mörkin í seinni hálfleik. „Ég átti von á meiri mótspyrnu, því Haukar hafa spilað vel og bikarleikur er alltaf bikarleikur,“ sagði Guðmund- ur Guðmundsson, þjálfari Víkings, sem byijaði leikinn en hætti fljót- lega vegna eymsla í nára, sem hafa gert honum lífið leitt að undan- förnu. „En vamarleikur okkar gafst vel og það var mjög jákvætt hvað mörkin skiptust á milli manna." Magnús Árnason, markvörður, og Óskar Sigurðsson voru bestir hjá Haukum, en einn lék fyrir alla og allir fyrir einn hjá Víkingi. Morgunblaðið/Bjarni Alexei Trúfan lét ökklameiðsl lítt á sig fá, var klettur í vörn Víkings og atkvæðamestur í sókninni. Hér reynir Tékkinn Petr Baumruk að stöðva Sovét- manninn. ÍBV-FH 29:25 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, und- anúrslit í bikarkeppni HSÍ, miðvikudaginn 20. febrúar 1991. Gangur leiksins: 3:2, 7:3, 8:9, 12:12, 14:13, ,17:15, 21:20, 21:23, 27:23, 29:25. Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 7/3, Gylfi Birgisson 6/3, Jóhann Pétursson 6, Sig- bjorn Óskarsson 5, Sigurður Gunnarsson 3, Þorsteinn Viktorsson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 12/1 (þar af 3 er knötturinn fór aftur til mótheija), Ingólfur Amarsson 2/1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk FH: Óskar Ármannsson 8/1, Stefán Kristjánsson 7/1, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Hálfdán Þórðarson 3, Pétur Petersen 2, Gunnar Beinteinsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 8/1 (þar af 2 er knötturinn fór aftur til mót- heija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Óli Olsen og Gunnlaugur Hjálm- arsson og komust vel frá leiknum. Áhorfendur: Um 700. Fullt hús. Haukar- Víkingur 21:32 íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði, undanúrslit í bikarkeppni HSÍ, miðvikudag- inn 20. febrúar 1991. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:7, 5:11, 7:14, 9:17, 9:20, 11:23, 13:23, 14:25, 17:25, 18:27, 18:30, 20:32, 21:32. Mörk Hauka: Sveinberg Gíslason 5, Óskar Sigurðsson 5, Siguijón Sigurðsson 3, Sig- urður Öm Árnason 2, Steinar Birgisson 2, Petr Baumruk 2, Pétur Ámason 1, Snorri Leifsson 1/1. Varin skot: Magnús Árnason 9/1 (þar af 3/1, er boltinn fór aftur til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Vikings: Alexej Trúfan 8/1, Ámi Friðleifsson 6/4, Karl Þráinsson 5, Birgir Sigurðsson 4, Bjarki Sigurðsson 3, Björgvin Rúnarsson 2, Dagur Jónasson 2, Ingimund- ur Helgason 1, Hilmar Sigurgíslason 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 11/3 (bolt- inn fór aftur til mótheija eftir tvö varin vítaskot). Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: 600. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Árni Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.