Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 37 ( Minning: Samúel Björnsson Fæddur 21. febrúar 1916 Dáinn 14. febrúar 1991 Með nokkrum fátæklegum orð- um langar okkur systkinin að minn- ast afa okkar. Þegar að kveðjustund kemur hrannast upp ljúfar og góðar minningar sem við eigum um hann. Ekki voru ófáar ferðirnar sem við fórum með honum austur fyrir fjall, þegar hann gat komið því við að leyfa okkur með. Við vorum ekki gömul þegar við fórum með honum á virkjanasvæðin inn á hálendi ís- lands. Þjórsárdalinn þekktum við mjög vel úr ferðum með afa. Þó að landfræðileg kunnátta afa hafi ekki skilað sér sem skyldi til okk- ar, þá var okkur mest um vert að vera í hans návist því þar var fjör- ið, glens og grín öllum stundum. Alltaf vinsælastur í barnaafmælum, enda barn í hjarta sínu. Eftir að við fórum að fullorðnast lærðum við af Sammafa að jákvæð viðhorf til alls borgar sig og jafnvel að grínast á erfiðustu stundum. í hugum okkar sjáum við hann lagðan af stað í sína síðustu ferð með bros á vör eins og alltaf. Þótt hans sé sárt saknað mun minning hans ætíð gleðja. Arni, Anna Magga og Kristófer Hér féll hetja, er lífs í leik lofstír veraldar aldrei þráði, sálar sinnar og sóma gáði, auðmjúk guði, en engum smeyk. (Gísli Thorarensen.) Þessi orð finnst mér lýsa þeim manni er við kveðjum í dag, tengda- föður mínum, Samúel Björnssyni. Það var fyrir rúmum tuttugum árum að ég kynntist honum, strax þá tókst mikil og góð vinátta á milli okkar, sem entist til hans sfðasta dags. Hann var að mínu áliti maður sem sóttist ekki eftir metorðum, en lagði allt sitt í það sem hann tók sér fyrir hendur. Hans aðalstarf var að aka fólki um landið — á marga þá fallegu staði sem við eigum, og ég held að segja megi að hann hafi áunnið sér traust og vináttu margra á þeim ferðum. Það sem mér er efst í huga varð- andi akstur hans í rúm fjörutíu ár er það, að ætíð gekk allt áfalla- laust, hann skilaði bæði fólki og bíl heilu heim allt til síðustu ferðar sinnar. Hann ók ekki fyrir marga sérleyfishafa um dagana, því lengst af eða í yfir 30 ár ók hann fyrir Landleiðir. Tengdafaðir minn var mikill fjöl- skyldufaðir — okkur öllum var hann vinur og félagi — mesti prakkarinn á stundum og leið aldrei betur en þegar hann var búinn að ærslast í barnabömum sínum, en þau voru heldur ekki gömul þegar þau fóru að ferðast með honum þegar tæki- færi gáfust. Eitt er það í fari hans sem mér er hugleikið, ég sá hann aldrei reiðast, oftast var hann með bros á vör. Samúel var uppalinn í Reykjavík fram á unglingsár, en fór þá austur í Gnúpverjahrepp, í Skaftholt. Þár er hann til heimilis meira og minna til tuttugu og fimm ára aldurs. Þessi ár hans þar urðu til þess að tengja hann óijúfandi böndum við þessa sveit, sem síðan leiddi til þess að við hjónin ásamt syni hans og tengdadóttur, fengum land undir sumarbústað hjá vini hans, Va- lentínusi í Réttarholti. Fyrir það er ég honum ævarandi þakklátur, því það var ekki aðeins að við eignuð- umst þarna unaðsreit, hans vinir urðu okkar vinir. Samúel var gæfumaður, hann var búinn að vera í 45 ár í hjóna- Minning’: Björgvin Eiríksson Fæddur 15. febrúar 1954 Dáinn 31. desember 1990 „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt — kjark til að breyta því sem ég get breytt — og vit til að greina þar á milli.“ (Æðruleysisbæn, kennd við heilagan Frans frá Ass- isi.) Ofanrituð uppskrift að farsæld í lífinu hefur reynst mörgum veg- móðum ferðalangi haldgott reipi og skjól í hretviðrum lífsins. Björgvin Eiríksson, mágur minn, var einn af þeim sem gjörðu þessi einkunnarorð að sínum og lifði í anda þeirra síðustu æviár sín. Ungur að aldri gerðist hann hirð- maður Bakkusar konungs, með til- heyrandi glasaglaum og vopnagný. Með djörfung og hug tókst honum þó um síðir að hrista af sér hlekki áfengisins. Það kostaði linnulausa baráttu, en eftir töluverðar hremm- ingar; blóð, svita og tár, hafði hann fullnaðarsigur í glímunni við vá- gestinn mikla sem hneppt hefur svo margan hugljúfan dreng í heljar- böndum. Björgvin byijaði kornungur til sjós eins og títt var um jafnaldra hans á Eskifirði. Sjórinn varð eftir- leiðis snar þáttur í lífi hans og þar átti hann sínar mestu unaðsstundir. Hann yfirgaf heimabyggð sína og freistaði gæfunnar á ókunnum slóðum. Leiðin lá í Vélskólann til náms í vélstjórnarfræðum. Til þess hafði hann alla burði; átti auðvelt nieð að læra og var verklaginn með afbrigðum. En því miður skorti Björgvin festu og einurð til að ljúka prófum að fullu og hvarf frá námi, en þó með svonefnt pungapróf upp á va^ann sem veitir réttindi á smærri skip. Suðurnes urðu nú starfsvett- vangur hans um skeið þar sem hann sótti sjóinn af kappi, lengst af á vélbátnum Hrungni frá Grindavík, oftast sem mótoristi, og var æ síðan eftirsóttur í skipsrúm þar suður frá, sakir dugnaðar síns og samviskusemi í starfi. Síðan var kúrsinn tekinn á Reykjavík. Nokkur ár liðu við líf og störf í landi, en borgarysinn átti ekki við Björgvin þegar fram í sótti. Hann hélt því aftur heim — í sælunnar reit, á Eskifjörð, minn- ugur orða skáldsins að „enginn slítur þau bönd, sem hann er bund- inn heimahögum sínum“. Á Eski- firði átti hann öruggt athvarf, í faðmi fjölskyldunnar, í nábýli föður og systra. Hafið laðaði og lokkaði á ný og hann gerðist háseti á togar- anum Hólmanesi. Björgvin Eiríksson var dulur og einrænn og flíkaði lítt tilfinningum sínum, opnaði ekki hug sinn. Eng- um tróð hann um tær; var hrekk- laus og fáskiptinn um annarra hagi, en sýndi þó ósjaldan mikla ræktar- semi og stórbrotinn vinarhug í garð sinna nánustu. Skemmst er að minnast höfðingslundar hans nú fyrir jólin, er hann kom færandi hendi heim úr siglingu með fangið fullt af ríkulegum gjöfum til fjöl- skyldu sinnar að gleðjast við á hátíð ljóssins. Aldrei fékkst Björgvin til að hall- mæla nokkrum manni, jafnvel þó hinn sami hefði sannanlega gert á hans hluta og ætti fátt gott skilið frá honum. Árum saman átti Björg- vin við þunglyndi að stríða og háði harða rimmu við sinn innri mann. Tildrögin mátti e.t.v. rekja til ótíma- bærs fráfalls móður hans, Oddnýjar Björgvinsdóttur, er lést fyrir aldur fram 1974 og hafði dauði hennar mikil áhrif á Björgvin og setti var- , anlegt mai'k á geðheilsu haps. Bar- áttan var lengi tvísýn og órt virtist bandi með tengdamóður minni, Margréti Bjarnadóttur, og áttu þau fjögur börn, ellefu barnabörn og eitt barnabarnabarn. Síðustu árin átti hann við van- heilsu að stríða, en þrátt fyrir það var hann alltaf jafn brosmildur allt til hinstu stundar. Ég þakka honum vináttuna og samfylgdina. Jón O. Kristófersson Afi er dáinn. Hann hafði verið svo hress allt til dauðdags, þrátt fyrir veikindi. Þetta kom sem reið- arslag þegar ég frétti þetta. Ég hafði ekki búist við að afi minn myndi deyja, að minnsta kosti ekki svona fljótt. Ég ólst svo að segja upp hjá afa og ömmu og eftir að ég og mamma fórum vorum við með annan fótinn á heimili þeirra. Afi starfaði sem bifreiðastjóri hjá Landleiðum í rúm þrjátíu ár, og fékk ég oft að fara með honum í Hreppana. Yndislegur maður hefur gengið til hinstu hvíldar og veit ég að honum á eftir að líða vel hinum megin. Megi afi hvíla í friði. Heiða svartnættið ætla að taka völdin í sál hans. En bjartsýnin náði aftur undirtökum og bjóst til að hrekja myrkrið á brott. Einmitt í þann mund sem Björg- vin var að öðlast langþráðan sálar- frið, aldrei ánægðari með tilveruna, knúði dauðinn skyndilega dyra og klippti óvænt á lífsþráðinn. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að sætta sig við að maður í blóma lífsins, á þröskuldi nýs áfanga á ævibrautinni, skuli á snöggu auga- bragði hrifsaður burt, gegn öllum rökum, en sumu fáum við ekki stýrt — og þó mennirnir ætli — er annar sem ræður. Björgvin var áhugasamur um eilífðarmálin og sanntrúaður á líf eftir dauðann. Hann var ósammála þeirri skoðun margra efahyggju- manna, að ekkert sé hinum megin, aðeins löng og vær nótt framundan. Þegar hann heldur nú inn í sólar- lagsins eld fylgja honum þær frómu óskir að þar muni renna upp eilífur dagur vonar. Ég votta tengdaföður mínum og mágkonum mína dýpstu samúð. Megi Björgvin Eiríksson stýra fleyi sínu heilu heim — „í höfn á friðaríandi“. Gunnar Finnsson t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Syðra-Langholti, Kjartansgötu 10, Reykjavík, sem lést 14. þ.m., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. febrúar kl. 15.00. Kristján Sigurjónsson, Unnur Skúladóttir, Svanhildur Sigurjónsdóttir, Þórhallur Aðalsteinsson, Kristjana Sigrún Bjarnadóttir, Tryggvi Rafn Valdimarsson og barnabörn. Systir okkar og vinkona, SIGRÍÐUR J. KJERÚLF sjúkraliði, Samtúni 18, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Eirfkur J. Kjerúlf, Jóhanna Kjerúlf, Droplaug Kjerúlf, Una Kjerúlf, Jón Kjerúlf, Herdís Kjerúlf, Hulda Johansen, Regína Kjerúlf, Hrönn Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR ÓLAFSSON, Vallarbraut 13, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar. Málfriður Þorvaldsdóttir, Tómas Runólfsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Jón Rafns Runólfsson, Inga Harðardóttir, Fríða Björk, Þórhallur Rafns, Bergþóra, Þórhildur Rafns, Bjarni og Kristrún Sara. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN SIGFÚSSON útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, Gnoðarvogi 66, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 16.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólaffa Sigurðardóttir, Sigriður Anna Jóhannsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Haukur Jóhannsson, Emma Kristjánsdóttir, Birgir Jóhannsson, Kolbrún Karlsdóttir, Garðar Jóhannsson, Svanhvít Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR, Stórholti 17. Indriði Indriðason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð, hjálpsemi og vinarhug við andlát og útför ELÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Sandlæk, Gnúpverjahreppi. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, KRISTJÁNS FJELDSTED I; bónda, \ Ferjukoti. Sérstakar þakkir til starfsfólks Akranesspítala. FyJjir hönd fjölskyldunnar, Þórdis Fjeldsted.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.