Morgunblaðið - 24.02.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991
vita einfaldlega ekki um hvað þeir
eru að tala. Þeir eru ekki með okk-
ur hér úti á sjó og sjá ekki hvað
gerist eða getur gerst. Þetta hefur
stórversnað með tilkomu kvótakerf-
isins, sem beinlínis býður upp á að
físki sé hent,“ segir háseti. Annar
segir: „Hvaðan er svo umræðan um
smáfiskadrápið komin? Hún er
komin frá okkur sjómönnum sem
horfum upp á drápið. Þú færð eng-
an til þess að segja þér frá þessu
undir nafni, því hvaða skipstjóri eða
útgerðarmaður heldur þú að vilji
hafa slíka menn í áhöfn sinni?“
Afli okkar samanstendur af
þorksi, ufsa og karfa. Ég verð vitni
að því að við þurfum að fleygja
nokkru magni a.f dauðum smákarfa
aftur í sjóinn úr nokkrum hölum,
allt upp í nokkur hundruð kíló í
hali. Sjómennirnir skýra fyrir mér
að það sé ekkert annað að gera í
svona tilvikum, þar sem smákarfinn
sé ónýtanlegur, nema í bræðslu,
sem ekki er fyrir hendi um borð.
Helsta vömin við slíku sé að toga
ekki á sama stað í nýju togi.
„Blessuð vertu! Ef við værum á
togara sem veiddi fyrir frystihús í
landi væri miklu meira af afla kast-
að en gert er um borð í frystitogur-
unum — svokölluðum undirmáls-
fiski. Þennan fisk vinnum við í stór-
um stíl og fáum gott verð fyrir.
Frystihúsin vilja hann ekki og því
er honum bara hent. Þetta vitum
við vel, því við höfum stundað svona
veiðar,“ segir einn úr hópnum. Þeir
segja að undirmálsþorskur miðist
nú við allt undir 50 sentimetra að
lengd, og undirmálsýsa við 45 senti-
metra. Hér áður fýrr hafi viðmiðun-
in í þorsknum verið 40 sentimetrar.
Staðreyndin sé sú að frá því það
var hafí fískurinn á íslandsmiðum
ekkert stækkað, heldur hafi reglu-
gerðir sjávarútvegsráðuneytisins
breyst. Rétt er í þessu sambandi
að benda á að á sama tíma hafa
möskvastærðir neta einnig breyst
EEVS OG KRÆKIBER í HEIVÍTI
ÞEIR sögðu mér á Frera að
aldrei hefði nokkur maður
drepist úr sjóveiki. Þetta var
við upphaf ferðar og égtrúði
þeim fyrstu klukkustundirn-
ar, en síðan ekki söguna meir,
því hafi ég nokkurn tíma kom-
ist í hann krappan, þá var það
einmitt þennan fyrsta sólar-
hring minn um borð í Frera.
*
g var hin rólegasta fyrstu
stundimar og fór að dæmi
skipveija og úðaði í mig
glæsilegum kvöldkræsingunum,
kökum, rækjusalati og öðru
gúmmilaði. Upp úr miðnætti fór
véltingurinn að aukast til muna
og í réttu hlutfalli við það jókst
óróleikinn í eigin maga. Auðvitað
harkaði ég af mér og reyndi að
halda andlitinu gagnvart rannsak-
andi augnaráði ákveðinna háseta.
Loks var mér nóg boðið og ég
varð að spyijast til vegar. Hvern-
ig kemst ég út í frískt loft? Ein-
hver sá aumur á mér og ég skjögr-
aði á eftir honum út. Settist í stiga
og hugsaði örvingluð: 0, Guð! Lifi
égþetta af?
Ég staulaðist því næst upp stig-
ann, hengdi hausinn út fyrir borð-
stokkinn og Ægir fékk kvöld-
kræsingarnar eins og þær lögðu
sig til ráðstöfunar. Eftir það hálf-
skreiddist ég niður sama stigann
aftur og inn á gang, þar til ég
fann klósett, þar sem ég gat lokað
mig inni með eymd minni._ Það
skyldi ég aldrei gjört hafa! Ég sá
sjálfa mig í spegli og hvílík
hryggðarmynd. Náfölt fésið, með
grænleitu ívafi, augun blóðhlaup-
in og fljótandi, hárið úfið og klepr-
að og sjávarseltan sest að á gler-
augum sem annars staðar. Ó, mig
auma!
Ég þurfti ekki meira, svo
ólystaukandi var eigin spegilmynd
og barátta innyfla og viljastyrks
hófst á nýjan leik, þar sem styrk-
ur viljans var enginn en goskraft-
ur innyfla á við meðal Heklugos.
Næsta þrekvirki var að finna
eigin káetu, búa um og skreiðast
í koju. Frelsandi engill, öðru nafni
Lilja Kristjánsdóttir, háseti um
borð og klefafélagi minn, kom
mér til bjargar og gerði allt nema
að hátta mig og leggja mig í koju.
Mér finnst enn að ég eigi henni
líf mitt að launa.
Komin í koju með allar þessar
raunir að baki, en píslarsagan
vart hafin enn. Veltingurinn er
nú slíkur að ég samanhnipruð í
fósturstellingum, kastast til í koj-
unni eins og krækiber í helvíti.
'Þetta sama krækiber reynir að
hafa stjórn á rykkjóttu ferðalagi
sínu með þeim hætti að það heng-
ir hausinn öðru hvoru út fyrir
kojubríkina og lætur hann hanga
yfir æludalli nokkrum, sem er svo
viðbjóðslegur að ég segi ekki orð
um hann meir.
Er ég gengin af göflunum?
Hvað er ég að gera hér af fúsum
og fijálsum vilja? Ég hlýt að vera
masókisti að leggja þessar þján-
ingar á mig sjálfviljug. Þetta er
eins og allsheijar hanastél af
heimsins verstu timburmönnum
og mannskæðri innflúensu: höfuð-
þyngsl, ekkert jafnvægisskyn,
heiftarleg ógleði, slen og doði.
Verð ég svona allan túrinn? Á
ég að guggna og biðja skipperinn
ásjár? Nei, slíkt er víst andskotans
aumingjaskapur, og þá verð ég
frekar að mæta ömurlegum örlög-
um mínum, ekki af karlmennsku,
því hún er ekki fyrir hendi, en
alla vega af sýndar-æðruleysi.
Þetta eru hugsanirnar sem
flökta um dofinn kollinn þegar
hann á annað borð virkar, en þess
á milli húki ég í éinum keng, svo
dofin og sljó að ég finn ekki fyrir
því þegar ég kastast frá veggnum
í kojubríkina og aftur til baka.
Ég er ekki bara sjóveik, heldur
fárveik, gul, blá og marin. .
Þegar aðeins rofar til fer ég
að hugsa um hetjur þær sem sjálf-
viljugar sækja sjóinn allan ársins
hring. Vá! Klikkaðir menn! Auð-
vitað eigum við landkrabbarnir
að vera þessum undirstöðukörlum
þakklátir fram í rauðan dauðann.
En svo með aukinni vanlíðan og
ógleði, hugsa ég að ég bókstaflega
þoli ekki þessi andskotans hreysti-
menni — karladjöfla sem ýmist
glottu þegar þeir sáu hryggðar-
myndina mig, eða hlógu hrossa-
hlátri beint upp í opið geðið á mér.
Allan næsta dag eru þjáningar
mínar slíkar að ég er þess fullviss
að ég er við dauðans dyr. Spurn-
ingin er miklu fremur hvenær
heldur en hvort. Um kvöldmatar-
leytið tek ég mig saman í andlit-
inu og mæti í kvöldmat og það
sem meira er borða! Átið tekst
með slíkum sóma að ég get setið
í heilar 40 mínútur á eftir og rabb-
að við strákana á frívaktinni. Fæ
meira að segja gullhamra eins og
„Þú ert að fá roða í vanga á ný“!
Yndislegir strákar og ég er stein-
hætt að hata þá fyrir hetjuskap-
inn. Legg mig samt aftur til þess
að hafa vaðið fyrir neðan mig og
viti menn! Mín leikflétta gengur
upp og ég er farin að þola velting-
inn, dýfurnar og djöfulganginn
sólarhring eftir að við látum úr
Reykjavíkurhöfn.
19
úr 120 millimetrum í 145 milli-
metra.
Netaveiðar hvað
hættulegastar stofninum
Þá telja þeir Freramenn að neta-
bátasjómenn eigi inni hjá þeim svör,
sem hér með er komið á framfæri:
„Þá má nú hrista svolítið upp í þess-
um netapungum sem drepa hvað
mest. Þeir hafa jafnan hæst um
smáfiskadráp togskipanna, en
drepa sjálfir og henda í stórum stíl.
Uppistaðan í vertíðarafla báta fyrir
sunnan land, allt frá Víkurál austur
fyrir Hornafjörð, er hrygningarfisk-
ur. Það er stóri glæpurinn í öllu
helvítis svínaríinu að netabátarnir
drepa allan þennan hrygningar-
fisk.“ Er á þeim Freramönnum að
heyra að þeir telji sem ekki þyrfti
að hafa miklar áhyggjur af þorsk-
stofninum ef allar netaveiðar væru
bannaðar. Auk þess sem vart sé
hægt að hugsa sér ógeðslegra hrá-
efni en meira en næturgamlan neta-
fisk. „Ef það kemur bræludjöfull
og netin þurfa að liggja, þá er ónýtt
í netunum og öllu hent.“
Gera lítið úr vinnuþrælkun
Hásetarnir gera lítið úr meintri
vinnuþræikun um borð í frystitog-
urum. „Auðvitað vinnum við mikið,
eða tólf tíma á hveijum sólarhring.
Maður gerir andskotann ekkert
annað en vinna og sofa, en það
heyrir undantekningum til að við
þurfum að standa frívaktina og
þegar það gerist þá er það til þess
að bjarga verðmætum, sem eru
ekki bara'verðmæti útgerðarinnar
heldur einnig okkar eigin verð-
mæti. Það drepur engan,“ segir
reyndur togarajaxi.
Aðrir taka í sama streng, en segj-
ast þó gjarnan vilja fá aukalega
greitt fyrir frívaktimar, þá sjaldan
þeir þurfi að standa þær, eða öllu
heldur hluta þeirra. Þeir segja að
það megi útgerðarmenn hins vegar
ekki heyra nefnt, og segi einfald-
lega að ef álagið sé svona mikið,
þá verði bara að fjölga í áhöfninni.
Á því hafa sjómenn hins vegar tak-
markaðan áhuga, því við það myndi
hlutur þeirra skerðast. Þetta telja
sjómennirnir ekki sanngjarnt, þar
sem þeir segja að hásetar á stóru
ísfisktogurunum fái greiddar þær
frívaktir sem þeir þurfi að standa.
Skýring þess mun vera sú að aðrir
samningar eru á ísfisktogurunum
og þar getur fastakaupið numið
allt upp í 50% launa. Reyndar munu
hásetar á frystitogurunum Örvari,
Júlíusi Geirmundssyni og Sigur-
björgu fá greitt aukalega, þegar
þeir þurfa að standa frívaktir, en
slíkar greiðsiur eru fyrir utan samn-
inga.
Á hleri í brúnni
„Kallinn í brúnni“ er Hannes
Einarsson sem er alla jafna fyrsti
stýrimaður á Frera, en hann leysir
Brynjólf Halldórsson skipstjóra af
þegar hann fer í frí. Hannes er
reyndar enginn „kall“ heldur ungur
maður á besta aldri, rétt orðinn
fertugur, en það fylgir nú einu sinni
því að stýra skipi að vera nefndur
„kallinn". Hásetarnir höfðu það í
flimtingum við mig að Brynjólfur
hefði flúið í land þegar hann frétti
af væntanlegum gesti Frera!
Á daginn held ég oft til uppi í
brú og fylgist þaðan með veiðunum
og því sem fram fer. Við erum að
toga suður á Grindavíkurdýpi og
það er bræla — lítið að hafa, en
rætist þó úr strax á öðrum degi og
við fáum þetta 3-8 tonn í hali, sem
sjómennirnir kalla „sæmilegt
kropp“. Sjómennirnir eru ánægðir
þegar aflaverðmæti eins sólar-
hrings nær einni og hálfri milljón
króna, en þá er hásetahluturinn um
15 þúsund krónur, eða um 1% afla-
verðmætis. Við erum nálægt því
að afla fyrir um milljón á dag og
þeirra hlutur því um 10 þúsund
krónur. Hannes segir mér að vinnsl-
an um borð gangi best og sé livað
jöfnust þegar 4 til 10 tonn eru í
liali. Ef hölin eru mjög stór, er
hætt við að mikið af fiski meijist
og hann sé ekki nógu nýr, þegar
hann er unninn. Það er ekki að
furða, að sá guli njóti mikilla vin-
sælda hjá sjómönnunum, því þorsk-