Morgunblaðið - 24.02.1991, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991
29
M*. ■ ■ a i jrzii Y^lhJC^AR
Næst...
Graffsk hönnun
Næst er auglýsingafyrirtæki sem vinnur að
ýmiskonar grafískri hönnun. Fyrirtækið starf-
rækir einnig setningarþjónustu og útprentun
frá Macintosh tölvum. Næst vantar starfs-
mann til að hafa umsjón með tölvusetningu
og sjá um ýmis hönnunarverkefni. Þekking
á letri og útlitshönnun er nauðsynleg.
Umsóknir sendist til Næst, Skipholti 50b,
105 Reykjavík, fyrir 1. mars nk.
Hárgreiðslustofan
Tinna, Furugerði 3
Óskum eftir áhugasömum sveini eða meist-
ara til starfa eftir um það bil tvo mánuði.
Upplýsingar eftir kl. 19 á kvöldin í síma
76221.
Smiður,
sem starfar sjálfstætt, óskar eftir vinnu við
tamningar og smíðar á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu eða í næsta nágrenni.
Upplýsingar í síma 10628.
Veitingahúsið
Strandgötu 30, Hafnarfirði
óskar eftir plötusnúðum. Þeir þurfa að:
- hafa reynslu,
- búa yfir stundvísi,
- vera eldri en 22 ára.
Ekki er tekið á móti umsóknum í síma, en
þeir, sem hafa áhuga, mæti í viðtal miðviku-
daginn 27. febrúar frá kl. 20.00 til 22.00.
Sjúkraþjálfarar
Sjúkrahúsið á Patreksfirði vantar sjúkraþjálf-
ara til starfa sem fyrst. Á staðnum er nýleg
endurhæfingaraðstaða, vel búin tækjum.
Góð starfskjör í boði.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í vinnu-
síma 94-1110 og í heimasíma 94-1543.
Atvinna óskast
Óska eftir útkeyrslu hálfan eða allan daginn.
Hef sendibíl til umráða. Er vanur umsjón
með tollvörugeymslu og sölumennsku.
Margt kemur til greina.
Upplýsingar í síma 673998 eða 985-21073.
Blaðberi - Selfoss
Blaðberi óskast í austurhluta bæjarins.
Upplýsingar í síma 21966 eftir kl. 18.00.
Tannsmiður óskast
í gull- og postulínsvinnu.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „T - 8661“.
Framreiðsiunemi
óskast
á Hótel Óðinsvé strax.
Upplýsingar á staðnum milli kl. 14.00 og
17.00 25. og 26. febrúar.
Barnagæsla
Barngóð manneskja óskast til að gæta
þriggja mánaða snáða í Vesturbæ, frá kl.
8-16, frá miðjum mars.
Upplysingar í síma 20347.
„Au pair“
óskast frá 1. júní til dansk-íslenskrar fjöl-
skyldu í Kaupmannahöfn til að gæta tveggja
barna. Eidra barnið er í leikskóla. Falleg sér-
íbúð, reglulegur vinnutími og góð laun í boði.
Umsækjendur verða að hafa náð 20 ára aldri.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. eigi
síðar en 1. mars merktar: „S - 6787“.
Læknaritari
Læknaritari óskast í 60% starf á læknastof-
ur. Reynsla í læknaritarastörfum skilyrði auk
samviskusemi, stundvísi og áreiðanleika.
Umsóknir, ertilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, skal skilað til auglýsingadeildar Mbl.
eigi síðar en 28. febrúar merktar: „Reyklaus
vinnustaður - 12066.“
Húsmóðir
Lítið ráðgjafafyrirtæki vill ráða traustan
starfskraft til að „vera á skrifstofu" þegar
ráðamaður þess, þarf að vera á fundum „úti
í bæ“. Alltaf eitthvað í hverjum mánuði.
Öllum umsóknum svarað.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „A - 6851“, fyrir 27. febrúa'r.
Framkvæmdastjóri
heilbrigðiseftirlits
Staða framkvæmdastjóra heilbrTgðiseftirlits
Vestfjarðasvæðis er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 24. mars nk.
Nánari upplýsingar í síma 94-7287.
Formaður svæðisnefndar.
Tölvunarfræðingur
Hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að
ráða tölvunarfræðing/verkfræðing til starfa
sem allra fyrst. Viðkomandi þarf að hafa gott
vald á VAX/VMS umhverfi og samskiptum við
aðrar vélar, sérstaklega á Etherneti.
Áhugasamir skili umsóknum á auglýsinga-
deild Mbl. merktum: „VAX/VMS" fyrir viku-
lok.
Sjófang hf.
vantar strax vélstjóra eða mann, vanan frysti-
vélum og almennu viðhaldi.
Upplýsingar í síma 624980.
Skrifstofustarf
Hafnarfjarðarbær óskar að ráða í hálfa stöðu
ritara á skrifstofu bæjarverkfræðings.
Um er að ræða afgreiðslu ásamt vélritun og
almennum skrifstofustörfum. Vinnutími er
síðdegis.
Nánari upplýsingar veita starfsmannastjóri
og bæjarverkfræðingur og taka þeir við um-
sóknum til mánudags 4. mars nk.
Bæjarverkfræðingur.
Orðabók Háskólans
óskar að ráða skrifstofustjóra til starfa sem
fyrst. Sóst er eftir starfsmanni, sem hefur
reynslu af bókhaldi og getur starfað sjálf-
stætt. Hlutastarf kemur til greina. Launakjör
skv. kjarasamningum ríkisstarfsmanna.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
Orðabókarinnar, Jörgen Pind, í síma 694435
kl. 11-12 næstu daga.
Umsóknum ber að skila fyrir 4. mars á eyðu-
blöðum, sem fást hjá Orðabókihni í Árna-
garði.
Ríkistollstjóri
auglýsir
Staða fulltrúa í endurskoðunardeild embætt-
is ríkistollstjóra er laus til umsóknar.
Umsóknarfestur er til 15. mars 1991.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri
í síma 600447.
Ríkistollstjóri,
15. febrúar 1991.
Amma á besta aldri
Bamgóð, reyklaus kona óskast til að annast
þrjú börn, 14 mánaða, 8 og 10ára, auk léttra
heimilisstarfa. Vinnutími frá 8.30-17.00.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
miðvikudagskvöldið 22. febrúar, merktar:
„Laugarás - 6848“.
Fiskeldi
Fiskeldisfræðing vantar til starfa við eldis-
stöð Silfurstjörnunnar hf. í Öxarfirði.
Nánari upplýsingar gefur Benedikt eða Erla
í síma 96-52318 á daginn og 96-52226 á
kvöldin.
Atvinna óskast
21 árs norsk stúlka óskar eftir vinnu á
bóndabæ sem þjálfari. Hefur reynslu af hest-
um, kindum, kúm og svínum.
Vinsamlegast skrifið til: Gerd Iren Aamodt,
Aamodt, 1892 Degernes, Noregi.
Fiskvinnsla
Vant fólk óskast til starfa í snyrtingu, pökkun
og almenna fiskvinnslu.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 98-11084.
Fiskiðjan hf.,
Vestmannaeyjum.
SVÆÐISSTJÓRN SUÐURLANDS —-um málefni fatlaðra
EYRAVEGI37 - 800 SELFOSS - SÍMAR 99 1839 & 99-1922
Svæðisstjórn Suðurlands um
málefni fatlaðra auglýsir
nýtt starf
Starfið felst í ráðgjöf og stuðningi við íbúa
og starfsfólk á sambýlum og vernduðum
vinnustað.
Menntun og reynsla á sviði félags-, skóla-
eða heilbrigðismála áskilin.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
Svæðisstjórnar, Eggert Jóhannesson, í síma
98-21839.