Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 A forsætísráðherra að vera skipu- lagður eða handahófskenndur? eftir Halldór Blöndal Á síðasta þingi var samþykkt, að ráðist skyldi í jarðgöng í gegnum Breiðadalsheiði til Flateyrar og um Botnsheiði til Súgandafjarðar. Rök- in eru skýr. Þessir ijallvegir eru þvílíkir farartálmar, að á snjóþung- um vetrum getur verið nær óger- legt að halda þeim opnum nema rétt í svip. Eftir að jarðgöng eru komin mynda sjávarpíássin eitt at- vinnusvæði frá Bolungarvík og Súðavík til Þingeyrar. í sama mund og forsætisráðherra var að kynna „skipulagða byggðastefnu", sem ekki mætti vera „handahófskennd", lét hann þess getið í DV í sam- bandi við erfiðleika á Suðureyri, að það eigi „náttúrlega ekki að bora ónauðsynleg göt í fjallið“. Það er vitaskuld sjónarmið út af fyrir sig að leggja niður byggð við Súganda- fjörð eftir opinberri forskrift. Hinu geta menn velt fyrir sér, hvort skýr- ingin á ummælum ráðherrans sé sú, að áhugamál kjósenda eru önn- ur á Reykjanesi en Vestíjörðum, þar sem hann var áður þingmaður. Gleymdu degi og gær, og grænt þitt hjarta slær, segir Ingimar Erlendur Sigurðsson í einu af sínum skemmtilegu smá- ljóðum, en er þó ekki að lýsa forsæt- isráðherra, en sá skilningur er vita- skuld nærtækur, ef þessi vísuorð eru lesin ein og sér. Sjömannanefnd hefur skilað frá sér tillögum um það, hvernig tekið skuli á vanda sauðfjárbúskapar. Þær fela í sér, að bændum skuli fækka verulega og er gert ráð fyr- ir, að fullvirðisréttur gangi kaupum og sölum. Engin leið er að gera sér grein fyrir, hvaða sveitir fari í eyði, heldur mun það fara eftir lögmálum markaðarins. í sama tölublaði DV sl. miðvikudag tekur forsætisráð- herra fram, að hann muni gera sitt Halldór Blöndal „Framsóknarmennskan vill fá að hafa vit fyrir fólkinu. Þess vegna eru gefnar út sláturhúsa- skýrslur og grænar skýrslur endalaust. Af því súpa bændurnir seyðið og af því súpa Súgfirðingar seyðið.“ besta til þess að tillögur sjömanna- nefndar nái fram að ganga, og gerir þær þannig að sérstöku stefn- umáli Framsóknarflokksins. „Handahófskennd" markaðshyggja eða „skipulögð byggðastefna"? kynni einhver að spyija. Enn segir forsætisráðherra í DV næsta dag, að byggðastefnan hafi brugðist og er ekki að finna á orð- um hans, að hann hafi komið neins staðar nærri Hlutabréfasjóði eða Atvinnutryggingarsjóði útflutn- ingsgreina. Þó ber enginn meiri ábyrgð en hann á þeirri opinberu forsjá, sem þessir sjóðir eru dæmi- gerðir fyrir. Hann virðistekki skilja, að fólkið úti á landsbyggðinni bjarg- ar sér prýðilega, ef fyrirtækjunum eru búin heilbrigð rekstrarskilyrði. Framsóknarmennskan vill fá að hafa vit fyrir fólkinu. Þess vegna eru gefnar út sláturhúsaskýrslur og grænar skýrslur endalaust. Af því súpa bændurnir seyðið og af því súpa Súgfirðingar seyðið. En Steingrímur gleymir degi og gær og segir eins og áður: „Jöfn þróun byggðar í landinu er hagkvæm en til að svo geti orðið þurfa að koma til víðtækar aðgerðir af hálfu stjórn- valda.“ Baldur Óskarsson kallar lítið kvæði: Svo kvað Orðgrímur: ... opinberun... hið opinbera... opinber, o.s.frv. o.s.frv. Orðanna hljóðan. Nú er glatt og nú er glatt. Einnig þú - gestur vanbúinn - færð grímu handa þér. Höfundur er þingmnður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 SHARP SJOÐVÉLAR Æ SKRIFBÆR7 Hverfisgötu 103 - sími 627250 SÆTUNI8 SiMI 691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20 {/ódt/uwv&Kcfyjiiuéuftruí samKÍn^m Stef um mannlega þjáningu Kristín Andrésdóttir: Stef um mannlega þjáningu lífsins. Myndlist Eiríkur Þorláksson Umljöllun um mannlegá bar- áttu og þjáningu hefur verið einn mikilvægasti þáttur allra lista í gegnum alla mannkynssöguna. Bókmenntir, óperur, tónlist, leik- rit og myndlist hafa skoðað þján- inguna frá öllum þeim sjónar- hornum sem mönnum hefur dot- tið í hug, og sífellt fleiri listamenn finna- sig knúna til að takast á við þetta efni vegna kringum- stæðna í eigin samtíð, hvort sem þau eru af efnahagslegum, fé- lagslegum, trúarlegum eða ein- faldlega persónulegum toga. Hvernig til tekst er síðan undir því komið hversu djúpt listamað- urinn finnur til þess ástands, sem hann gerir að viðfangsefni sínu. Kristín Andrésdóttir er ung listakona sem hefur í þessum mánuði haldið sína fyrstu einka- sýningu í FÍM-salnum við Garða- stræti. Sýningunni gefur hún yfirskriftina „Stef um mannlega þjáningu lífsins". Um er að ræða tuttugu og þrjár ónafngreindar myndir sem hún hefur unnið með akríl á striga, og eru allar unnar á síðustu þremur árum. Hið fyrsta sem gestir taka eft- ir á sýningunni eru litirnir í myndunum. í mörgum verkanna hefur Kristínu tekist að setja saman fjólubláa, bleika, rauða, gula og brúna liti á afar sterkan en um leið skerandi hátt, sem endurspeglar vel þá örvinglan og það vonleysi, sem skín úr við- fangsefninu. Þessu litavali fylgir hún eftir með þéttri málun, sem gerir allt myndsviðið þungt og þrúgandi, þrátt fyrir að hin mann- legu form kalli ekki alltaf á þá tilfinningu. Flestar sýna myndirnar nakið fólk í stellingum hinna þjáðu og vonlausu; persónur eru álútar, hnípnar og hreyfingariausar, eða þá þær hnipra sig saman og rétta fram hönd eins og til að veijast utanaðkomandi höggi, sem ríður af á hverri stundu. Þessir líkamar endurspegla oft hinn mikla ein- manaleika og dapurleika, sem skín út úr myndum bandaríska málarans Philip Pearlstein, þó svo tæknin sé þar talsvert önnur. Umkomuleysið mannanna er mikið í verkum Kristínar, og þján- ingar lífsins í samræmi við það. Mannverurnar fljóta í reiðileysi í geimnum (nr. 4), eru veiddar í gildrur og étnar af villidýrum lí- fríkisins (nr. 6), æpa brostinni röddu gegn ógninni og reyna að hylja sig bak við gegnsæjar hend- ur (nr. 10) eða faðma afkvæmin að sér og leitast við að skýla þeim gegn þeim ógnum og eld- hnöttum, sem steðja að öllu mannlífi. Það er athyglisvert, að sú manniega þjáning lífsins sem birtist í myndum Kristínar kemur öli utan frá. Það er umhverfið og samfélagið, sem maðurinn hefur skapað og leitast við að hafa stjórn á, sem ógnar honum. Hér er ekki um að ræða innri bar- áttu, heldur örvæntingarfulla vörn og óhjákvæmilega ósigra vegna þess mannfjandsamlega þjóðfélags, sem fyrir kaldhæðni örlaganna hefur orðið niðurstaða samfélagstilrauna nútímans. Það er aðeins í einni mynd (nr. 20) sem maðurinn virðist hjálpa ná- unga sínum — annars ber hver sína þjáningu í einsemd. Myndir Kristínar Andrésdóttur eru að sjálfsögðu unnar með lista- söguna í huga, og má þannig benda aftur til þýskra expression- ista sem glímdu við einmanaleik lífsins, svo og listamenn síðar á öldinni. Þó er viðfangsefnið henni greinilega persónulegt, og hún tekst á við það af djörfung, inni- leik og krafti. Þetta er sterk fyrsta sýning, og vei þess virði að benda iistunnendum á að kynnast hér nýrri listakonu, sem væntanlega á eftir að vaxa í framtíðinni. Sýningu Kristínar Andrésdótt- ur í FÍM-salnum iýkur miðviku- daginn 27. febrúar. \ýll skrífstofntæknínám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguieika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- megnrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeyþis bækling. Erum viö til kl. 22 Tölvuskóli Reyhiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 Gallerí Borg: Góð aðsókn á sýningu Muggs SÝNING á tuttugu myndum, olíu- verkum og teikningum eftir Mugg hefur staðið yfir í Gallerí Borg síðustu fimm daga. í frétt frá Gallerí Borg segir að gífurleg aðsókn hafi verið að sýning- unni og þúsundir lagt leið sína í Gall- erí Borg um helgina. Allar myndirnar voru til sölu og eru aðeins tvær mynd- ir óseldar. Síðasti dagur sýningarinn er í dag þriðjudaginn 26. febr. Gallerí Borg er opið frá kl. 10.00-18.00 virka daga og frá kl. 14.00-18.00 um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.