Morgunblaðið - 26.02.1991, Side 14

Morgunblaðið - 26.02.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 Nýting lands o g sjávar eftir Tómas Þorvaldsson i Að vonum hefur mikið verið rætt og ritað um íslenskan sjávar- útveg og er nútíminn engin undan- tekning í því. Er það á vissan hátt gagnlegt fyrir þjóð er hefur að megin hluta framfæri sitt af fisk- veiðum, og vinnslu. Þegar ekki er hægt að koma fiskinum til mark- aðs- og/eða neyslulanda ferskum, sem er það æskilegasta nema um sé að ræða sérstakar verkunarað- ferðir, svo sem harðfisk- (skreið) og saltfiskverkun en þeim fylgir sérstakt bragð og lykt, sem vissar þjóðir hafa vanist. Sama má segja um ísvárinn fisk fluttan til Bret- lands og Þýskalands sem er allt að 18 til 20 daga gamll þegar hann kemur til neytenda, en þeir hafa vanist þessu, jafnvel um aldir, og hentar því þessum löndum. Hvernig hefur þetta verið hjá okkur Íslendingum? Hverjir hafa gert út fiskiskip og hveijir hafa sótt sjóinn allt frá landnámstíð til þessa dags og hveijir þar með nytj- að fiskimiðin og þar með helgað sér þau til afnota? Og hveijir hafa nytjað Iandið sjálft, allt frá land- námi til okkar dags? Hvernig hefur þetta hvorttveggja gengið fyrir sig í stórum dráttum? Hér má bæta því við, að ekki hefur minna verið rætt og ritað um íslenskan landbúnað, enda þessir tveir þættir, sjávarútvegur og land- búnaður, óumdeilanlega styrkustu stoðir íslepsks éfnahagslífs í yfir ellefu aídir. Við upphaf byggðar á íslandi, verður uppskipting á öllu landi frá fjöru til fjalls en hún gjörð með þar til settum reglum, sem landnáms- menn festu með sér. Þannig eign- uðust þeir er nytjuðu landið, landið allt, landið ísland. Til dæmis nam Ingólfur Arnarson það land sem nú er Gullbringu- og Kjósarsýsla, sem er lína dregin úr Hvalfjarðar- botni í Þingvallavatn (Ölfusvatn), úr Þingvallavatni sunnanverðu, svo sem vatnsföll liggja til sjávar, en það er Sogið í Hvítá, sem síðan heitir Ölfusá. Sú var megin reglá; að karlmað- ur er nam Iand, skyldi kveikja elda, svo sæjust frá hveijum öðrum og skyldi það gjört innan tiltekins tímá- Þetta átti að gjöra þar sem eigi voru vötn, sjór eða vatnsföll en þar þurfti ekki elda áð kveikja. Var því auðvelt fyrir Ingólf að helga sér svo stórt land, sem raun varð á, þar sem eigi þurfti eld að kveikja nema frá Hvalijarðarbotni í Ölfusvatn. Væri um konu að ræða, er helga vildi sér land, þurfti hún að leiða veturgamla kvígu á tilskildum tíma um það land er hún vildi helga sér. Landnám Ingólfs skiptist fljót- lega í 18—20 landnámsjarðir, sem hann gaf venslafólki sínu og öðrum velunnurum. Þessu líkt varð allt landnám íslands og þannig eignuð- ust þeir er nytjuðu landið allt landið ísland. Og hefur það oft og tíðum verið í eigu tiltölulega fárra manna, og þá ekki síst þegar kirkjan söls- aði landareign landsmanna undir sig ótæpilega, oft á vafasaman ■hátt. II •Jarðir hafa ætíð verið metnar til fjár og er það að vonum, þar eð mikil vinna hefur verið í að bijóta land til ræktunar. Aldrei (eða sjald- an) hef ég heyrt vefengdan eignar- rétt manna á tilteknum jörðum eða landspildum, þaðan af síður heyrt nokkurn leggja til, að fyrir afnot af þessari auðlind greiddu mennfé til íslenska samfélagsins, miklu frekar hið gagnstæða. Þá hafa jarð- ir og landspildur ætíð gengið kaup- um og sölum og þeir einir notið er töldust eiga jarðirnar. Þannig hefur þetta gengið með aðra okkar stærstu auðlind frá öndverðu til dagsins í dag. Væri sjálfsagt margt hægt að segja um seinni tíma sölu á jörðum, því þær seljast í æ minna mæli millum bænda eða til venju- legs búreksturs svo sem tíðkaðist um aldir, heldur til annars brúks og er það saga út af fyrir sig og þyrfti kannski athuguriar við. Ekki lasta ég þetta fyrirkomu- lag, það er að segja, jarðir hafa aldrei átt heima annarsstaðar en hjá bændafólki, sem hefur sem fyrr segir nytjað jarðirnar og gjört þeim til góða af miklum dugnaði. Land- búnaðarstörf hafa alla tíð verið erfiðisvinna (þrældómur fram á miðja þessa öld) en nú hefur tækn- in tekið þar öll völd, sem betur fer. Hefði þó mátt fara að með meiri gát en raun hefur orðið á og bændur því lent í miklum erfiðleik- um og nánast ógöngum. Finnst mér fyrri tíma stjórnvöld eiga hér mikla sök á hvernig fyrir landbún- aði er komið í dag. III Hvernig hefur þessu verið háttað við sjávarsíðuna, í sjávarútvegi og helstu þáttum hans? Ef þetta er skoðað og dregið fram, þá er það svo, að sjórinn var strax við land- nám nytjaður fyrst og fremst af því fólki sem við ströndina bjó og hefur svo verið í megin atriðum fram á þennan dag. Menn reru strax til fiskjar og varð fiskur strax þáttur í mataræði íslendinga en seinna fór hann að verða útflutningsvara, því góður markaður myndaðist fyrir hann í Evrópu óg þá helst í kaþólskum löndum þar sem kjötát er bannað á vissum dögum og vissum tímum. Varð því gamla skreiðm snemma eða strax á 14. öld að söluvöru. Síðar á tímum kom saltfiskverkun og útflutningur á honum. Síðar komu aðrar geymsluað- ferðir svo sem hraðfrysting, sem byijaði á fjórða áratug þessarar aldar eða fyrir rúmum 50 árum. Sjávarútvegur hefur ætíð verið okkar styrkasta stoð í framfærslu þjóðarinnar. Vil ég því vitna í bók Lúðvíks Kristjánssonar „Vest- rænu“ þar sem hann vitnar í um- sögn lögmannsins Láusar Gottrups á bls. 196-198. IV „Pijónlesið, sokkar og vettling- ar, var í hálfa þriðju öld a.m.k. einn helsti söluvamingur bænda á Norðurlandi, og í hinum fjórðung- unum gætti þess einnig nokkuð, einkum á Austurlandi. Fátt sýnir Ijósar veilurnar í búskaparháttum Islendinga á 17. og 18. öld en fram- leiðsla pijónlessins. — Verðið, sem fékkst fyrir 12 pör af sokkum var í pijónlesreikningi Ird. og 12sk., en ullin í þessa sokka og viðurværi konunnar, meðan hún var að vinna þá, kostaði 1 rd og 82 sk. Þannig skorti 70 skildinga á, að næðist upp í andvirði efnis og fæðis, svo að um vinnulaun fyrir þessa fram- leiðslu var ekki að ræða. Svipað var með aðrar tegundir pijónless, t.d. vettlinga. En þrátt fyrir þessa ömurlegu staðreynd vann talsverð- ur hluti þjóðarinnar allan veturinn dag út og dag inn við framleiðslu á þessari útflutningsvöru. En græddu þá ekki kaupmenn óhemju mikið á pijónlesversluninni? Ekki var því að heilsa, því að hún olli þeim miklu tapi. Kemur það m.a. í Ijós í skilríkjum Gottrups lög- manns, er aflað hafði sér nánari upplýsinga um verðlagið á íslenska pijónlesinu á erledum mörkuðum. Sokkar, sem kaupmenn keyptu hér fyrir 8sk., seldust þegar best lét fyrir 9—10 skildinga í Danmörku og Hollandi. En þótt mikið skorti á, að íslendingar gætu orðið ma- tvinnungar af pijónaiðjunni, juku þeir hana þó stöðugt. Árið Í93Ó voru flutt út um 22 þúsund pör af sokkum og 13 þúsund pör af vettl- ingum, en 1743 var útflutningurinn af sokkunum orðinn 214 þúsund pör og af vettlingunum 111 þúsund pör. Árið 1779 er svo komið, að beint tap landsmanna á útflutn- ingspijónlesinu er talið nema 17 þús. ríkisdölum, og þó hafði það verið hækkað í verði þrem árum áður. -Þetta er býsna skýr mynd af veikleikanum í búhag bænda- þjóðfélagsins. Vor- og sumarannir voru miklar og mannfrekar, en á vetrum hafði allmikill hluti þjóðar- innar orðið að sitja auðum höndum, ef ekki hefði verið um pijónlesfram- leiðsluna að ræða. Búskaparhættir, sem ekki færðu þjóðinni annað en tap, gátu vitanlega ekki staðið til eilífðar hóns nema með skelfilegum afleiðingum. Tapið urðu landsmenn allir að bera, en þó engan veginn jafnt. Það bitnaði harðast á sjávar- útveginum, og því gat hann við óbreyttar aðstæður með engu móti aukist svo sem nauðsynlegt var. í skýrslum Gottrups kemur fram, að kaupmenn greiða 3 */z rd. fyrir harðfiskskippundið, en selja það á erlendum markaði fyrir 16rd. Þessi gífurlegi mismunur á kaup- og söluverði fisksins, svo og gróði af sölu munaðarvamings nægði kaupmönnum ekki einungis til þess að jafna hallann, sem varð á pijón- les- og mjölverslun þeirra, heldur höfðu flestir hagnað af viðskiptum sínum við landsmenn og sumir mjög mikinn. — í þrem kaupsetn- ingum einokunarverslunarinnar var verðið á mjölvörunni ákveðið mjög lágt, en gegn því var fiskur- inn metinn kaupmönnum í hag. En þó að fiskafurðir væru metnar óheyrilega lágt í kaupsetningum -miðað við verðlag þeirra á erlend- um markaði, mun þó jafnan hafa orðið talsverður beinn íjárhags- gróði að því að gera menn út til sjávar, ef miðað var við meðalafla- brögð. Nægar heimildir eru fyrir því, að pijónles var ekki unnt að selja úr landi nema það væri verðbætt stórlega, en þó skorti eigi að síður mikið á, að fyrir það fengist verð, er samsvaraði framleiðslukostnað- inum. Fjármunir til þessara verð- uppbóta komu frá sjávarútvegin- um. Pijónlesframleiðslunni varð að sinna sökum þess, að landsmenn hirtu ekki um að taka mið af mark- aðsbreytingum í sístækkandi borg- ríkjum Norðurálfu og reyna til að brejda búskaparháttum sínum í samræmi við þær. Hversu mikil tilfærsla hefur orðið á fjármagni frá sjávarútvegi til landbúnaðar vegna hins óeðlilega lága fiskverðs í kaupsetningunum, er ekki unnt að reikna, en vafalaust hcfur þar verið um að ræða geysimikið fé. Hafa verður í huga, að kaupsetn- ingin frá 1702 gilti í þijá aldarfjórð- unga, og allan þann tíma var greitt sama lága verðið fyrir fiskinn, sem Tómas Þorvaldsson „Fiskistofnar eru of litl- ir fyrir fiskveiðiflota þann er við höfum eign- ast á síðustu 19 árum en þetta á rætur sínar að rekja til vanhugs- aðra stjórnvaldsað- gerða á árunum 1971— 1974 og nokkur ár þar á eftir, sem hafa leitt til þess ástands sem er á sumum helstu nylja- fisktegundum okkar í dag.“ ef til vill var lengst af einungis fimmti hluti þess, sem fékkst fyrir hann á erlendum markaði. Með kaupsetningunni, sem ákvörðuð var árið 1776, var reynt að nálgast rétt verð á útflutningsvörunni, og þá kom að nokkru leyti í ljós, hversu hallað hafði á sjávarútveginn, því að í þessari kaupsetningu var fisk- ur rösklega tvöfaldaður í verði mið- að við það, sem landsmenn höfðu þá orðið að búa við í 74 ár sam- fleytt. Ef rannsaka á hlutdrægnis- laust framleiðsluhag sjávarútvegs og landbúnaðar á 17. og 18. öld, verður að taka til greina þær stað- reyndir, sem hér hefur verið vikið að. Sé það ekki gert, er borin von, að unnt sé að skýra rétt búskapar- og hagsögu þjóðarinnar á þessum öldum.“] V Stórum hluta þjóðarinnar sem sé haldið við tóvinnu, vefnað og pijónastörf í tvær og hálfa til þijár aldir með stórtapi en verðbætt með sjávarafurðum (skreið). Hér hefur átt sér stað mikil til- færsla á verðmætum frá sjávarút- vegsfólki til landbúnaðar. Slík dæmi má finna á hinum ýmsu tím- um, hér aðeins bent á þetta eina dæmi. Sjálfsagt ekki auðvelt að hafa þetta öðruvísi á þeim tíma, þótt skiptar væru um það skoðan- ir. Allt orkar tvímælis þá gjört er (hvað með Álafoss nú á tímum?). Lítum til nútímans. Eru ekki uppi hugmyndir um svipaða skatt- lagningu á sjávarútveg og hér hef- ur verið vitnað í? Auðlindaskatt á þetta fólk, sem í íslenskum sjávar- útvegi vinnur, því vart mun það koma annars staðar niður, að minnsta kosti ekki á fyrstu stigum þess, því hún rúmast ekki í því markaðsverði sem ég þekki í dag og hefur aldrei gert, né innan þeirr- ar gengisskráningar, sem er og hefur verið á öllum tímum. Að vísu er hér um fáa menn að ræða sem halda þessu fram og vart nema einn, hinn annars virta mann, próf- essor Gylfa Þ. Gíslason og nokkra sporgöngumenn hans. Hver er hugmyndin hjá þessum mönnum á nýtingu þessa fjár- magns? Hveijum ætla þeir að verða nútíma pijónakonur og vefarar? Kannski þeir ætli sér slíkt hlut- skipti og öðrum hliðstæðum í þjóð- félaginu? Nei, óveidda fiska á ekki að selja í neinu formi. Fiskur er ekki verðmagti fyrr en hann er veiddur, og fiskiskip hafa aldrei verið verðmæt nema þau veiddu fisk með sinni áhöfn og er því ekk- ert nýtt í þeim efnum og hafi þau verið seld manna í millum hefur alla tíð fylgt með í kaupunum, að þau mætti gera út til fiskveiða og | hefur svo verið frá öndverðu og breytir kvóti á skip eða ekki kvóti þar engu um. Lánastofnanir hafa því auðvitað lánað fjármagn nú, sem og á öllum tímum til fiskiskipa- smíða sem slíkra og aldrei dottið í hug að hér yrði skilið í millum, því fiskiskip, sem ekki má veiða fisk er verðlaust sem slíkt. Þetta má öllum ljóst vera. VI Útgerðarmenn, sjómenn og fisk- vinnslufólk hefur stundað sína iðju með harðfengi og dugnaði fram á þennan dag, tiltölulega óáreittir og í góðri samvinnu við stjórnvöld. Og öll sýnileg og ósýnileg verð- mæti þjóðarinnar eiga uppruna sinn hja þessum tveimur þáttum í starfi íslendinga fyrr og síðar, í sjávarútvegi og landbúnaði, þótt á allra síðustu áratugum hafi hér fleiri þættir komið til. I rúm 60 ár hef ég þekkt nokkuð vel til þessara tveggja þátta sjávar- útvegs og landbúnaðar og í raun tekið þátt í þeim bæði á sjó og landi, jafnt hér heima, sem á erlendri grund, þ.e.a.s. í markaðslöndunum. Eg hef, sem aðrir, séð hvernig góðæri í sjávarútvegi „fitar“ alla í þjóðfélaginu, en sumir þykjast sjálfskipaðir dómarar um þessi mál, og skortir þá ekki sjálfsálit til að leggja fram tillögur um hvernig haga skuli fiskveiðum, sjó- sókn og fiskverkun, sem og mark- aðssetningu sjávarfangs. Ofbýður mér oft á tíðum allt það steigur- læti og kemur þá oft upp í hug minn kvæðið „Klakastíflur" eftir Davíð Stefánsson. Stofulallar, stertimenni, stijúkið hár frá lágu enni. Þið eruð mestir milli hríða, minnstir þar sem átök þarf. Eigi þjóð við þraut að stríða, þá er lítið ykkar starf. Þegar öðrum þarf að bjarga, þá er hljótt um ykkur marga, Þá, sem gadd af þjóðum bræða, þykir ykkur nóg að hæða, hirðið lítt um skuldaskilin, skelfist myrkrahylinn. Opnið dymar, út í bylinn. Öðrum mundi orðum beitt, ef þið hefðuð sjálfír þreytt stríð við kyngikaldar nætur, klakahögg við fljótsins rætur, strítt við ógnir frosts og fanna fyrir ykkar þjóð og granna, ef þið hefðuð eina nótt öðrum björg í hafið sótt, eins og þjónninn þjáðst og lifað, þetta eina kvæði skrifað, einni hugsun öðrum fórnað, ykkar þjóð og landi stjórnað eina stund og átt að glíma við ofbeldið í klukkutíma. Ég man ekki til að hafa séð þessa menn nokkurn tíma nálægt þessum atvinnuvegi,. hvað þá að leggja hönd á plóginn, að minnsta kosti ekki þar sem ég hef verið staddur. Það má vera að einhveijir hafi aðra reynslu af þeim, væri það vel. Það næsta sem ég hef séð þá sjávarútvegi, er að þeir í sunnu- dagsbíltúrum (því þeir vinna ekki á sunnudögum) hafi komið til að fá sér í soðið og er það velkomið. En taki þeir fisk með eigin hendi, sem stundum kemur fyrir en sjald- an, þá er gripið með tveimur fing- rum og fiskinum haldið svo langt frá sem ai-mlengd leyfir. Þetta er það næsta, sem þeir hafa komið nálægt sjávarútvegi og er ef til vill verkaskiptingþjóðfélagsins sem ræður hér athöfn manna. Þau rúm ellefu hundruð ár, sem fólk við sjávarsíðuna hefur stundað fiskveiðar, hafa helgað þeim allan , rétt til fiskimiðanna, og þau því þeirra, til afnota án endui'gjalds, með svipuðum Ieikreglum og gilt hafa sem óskráð lög frá landnámi. En aðstaða á sjó er ekki sú sama og á þurru landi til að marka sér reit, t.d. verða ekki kveiktir þar eldar, né kvíga leidd. Verður því að telja sama rétt hér hjá útvegs-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.