Morgunblaðið - 26.02.1991, Blaðsíða 16
Y f • I<!(! I MA'i'líiaa'l ,as flUOACltJUiL'M QIQ/UaiAUOflOM
líj----------------------------------------------- MÖRGUNBtSÐIÐ l>KlÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991
Evrópumál og- menning
eftir Þorvald Gylfason
I. Viðskipti
Margt bendir til þess, ~að Svíar,
Norðmenn, Finnar, Austurríkismenn
og jafnvel Svisslendingar gangi í
Evrópubandalagið á næstu árum,
hvort sem samningar takast um
stofnun evrópsks efnahagssvæðis
(EES eða EEA) í vor eða ekki. Þess-
ar samstarfsþjóðir okkar í EFTA líta
yfirleitt ekki á evrópska efnahags-
svæðið sem takmark í sjálfu sér,
heldur sem eins konar þiðstofu í
heimkynnum Evrópubandalagsins.
Svíar og Austurrikismenn eru búnir
að vega og meta kosti þess og galla
að ganga í bandalagið og hafa gert
upp hug sinn. Austurríkismenn sóttu
Um inngöngu í hitteðfyrra. Svíar eru
búnir að ákveða að sækja um aðild
á þessu ári. Það er líklegt, að Norð-
menn og Finnar fylgi þeirp. Og þá
þurfa Svisslendingar að gera það
upp við sig, hvort þeir vilja vera ein-
ir eftir í EFTA ásamt okkur íslend-
ingum eða slást í hópinn með öllum
hinum Vestur-Evrópuþjóðunum auk
Pólveija, Tékka og Ungveija, sem
hafa nú formlega lýst áhuga á aðild
að bandalaginu fyrir aldamót.
Eftir hveiju eru allar þessar þjóð-
ir að slægjast? Efnahagslegum
ávinningi einum saman? Peningum?
Svarið er nei, alls ekki. Þær eru
ekki síður að sækjast eftir margvís-
legum ávinningi af öðru tagi; í menn-
ingarmálum, umhverfismálum og
stjórnmálum. Með þessum orðum er
þó ekki verið að gera lítið úr væntan-
legum efnahagsávinningi af mark-
aðssameiningu Evrópubandalags-
ríkjanna á næsta ári, 1992. Hann
er að sönnu verulegur. Framleiðsla
og tekjur í álfunni munu trúlega
aukast smám saman um 4-5% í skjóli
aukinnar samkeppni og sérhæfingar
í landamæralausri Evrópu umfram
þann hagvöxt, sem ætti sér stað
ella. Sams konar búhnykkur myndi
skila okkur íslendingum um 240.000
krónum á hveija fjögurra manna
gölskyldu í landinu á hveiju ári til
frambúðar, ef hann félli okkur í
skaut. Verðlag í álfunni er jafnframt
talið munu lækka smátt og smátt
um 6% að öðru jöfnu. Það væri dá-
góður skerfur til baráttunnar gegn
verðbólgunni hér heima. Og þetta
er ekki allt; atvinna mun aukast
verulega í Evrópu, utanríkisverzlun
mun dafna, og fjárhagur bandalags-
ríkjanna mun batna. Það er til mik-
ils að vinna.
Samt er það engan veginn víst,
að vonin um að hreppa þennan efna-
hagsávinning, þótt mikill sé, dygði
til þess ein sér að laða Evrópubanda-
lagsþjóðimar til þess víðtæka sam-
starfs, sem nú er í vændum. Nei,
hér er meira í húfi. Sameining Evr-
ópu er sprottin af einlægum áhuga
aimennings í álfunni á nánara sam-
starfí Evrópuþjóðanna á sem flestum
sviðum mannlegra samskipta. Fyrir-
hugað afnám landamæra í Evrópu
Meðal þeirra tillagna sem fram
komu um skólamál voru tillögur frá
Sigrúnu Magnúsdóttur, Framsókn-
arflokki, um að keyptar yrðu 4
færanlegar kennslustofur til að
setja upp við skóla í borginni, að
stofnaðar yrðu sérstakar starfs-
deildir við grunnskóla, skólaathvörf
og dagdeildir. Hún lagði jafnframt
til að borgin beitti sér fyrir skoðun-
arferðum grunnskólabarna í sveit
og á sjó.
Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista,
helgast að sumu leyti af sömu hug-
sjón og hrun Berlínamiúrsins.
Gaddavírinn var rifinn niður eftir
miðri Evrópu endilangri í hitteðfyrra
ekki aðeins vegna þess, að Austur-
Evrópuþjóðirnar kusu frelsi og lýð-
ræði í stað kúgunar í krafti einræð-
is, um leið og færi gafst. Nei,
múrarnir voru felldir líka vegna þess,
að Austur-Evrópuþjóðirnar þrá al-
hliða framfarir í efnahags- og menn-
ingarmálum í skjóli fjölræðis og
fijáls markaðsbúskapar að vestur-
evrópskri fyrirmynd í stað áfram-
haldandi hnignunar á öllum sviðum
undir ægishjálmi einræðisstjórnar
kommúnista.
Evrópuþjóðirnar þekkja kosti
fijáls markaðsbúskapar af eigin
raun frá fyrri tíð. Fyrir heimsstyij-
öldina fyrri var Evrópa einn vett-
vangur. Fríverzlun blómstraði. Vel-
megun var mikil á mælikvarða þess
tíma. Markaðssameining Evrópu á
næsta ári boðar að nokkru leyti aft-
urhvarf til þess tíma, en þó með einni
mjög mikilvægri undantekningu.
Ágreiningur Frakka og Þjóðveija á
öldinni sem leið, og langt fram á
þessa um yfirráð yfir kola- og stál-
framleiðsluhéruðum nálægt landa-
mærum ríkjanna, var leystur eftir
lok heimsstyijaldarinnar síðari með
stofnun Kola- og stálbandalagsins.
Upp úr þeim jarðvegi spratt Evrópu-
bandalagið. Þessi lausn hefur stuðl-
að að friði, frelsi og framförum í
Evrópu allar götur síðan. í ljósi þess-
arar reynslu virðist það ekki líklegt,
að varanlegur friður geti náðst í
Austurlöndum nær, fyrr en olíulind-
irnar þar eru færðar undir fjölþjóð-
lega stjóm að evrópskri fyrirmynd,
en hér er þó hvorki ráð né rúm til
að fara nánar út í þá sálma.
II. Fullveldi
Það er eitt höfuðeinkenni þeirra
tíma, sem við lifum nú, að þjóðríkin
eru ekki jafnmikilvægar stjórnmála-
einingar og þau voru áður. Ástæðan
til þess er fyrst og fremst sú, að
mörg þeirra vandamála, sem stjóm-
völd þurfa að glíma við í nútímasam-
félagi, eru alþjóðleg í eðli sínu og
kalla þess vegna á alþjóðleg við-
brögð. Einmitt þess vegna sjá Evr-
ópubandalagsþjóðirnar sér hag í því
að deila sjálfsákvörðunarrétti sínum
með öðmm bandaíagsþjóðum.
Umhverfismál em ágætt dæmi.
Súrregn, sem á upptök sín í einu
landi, getur komið niður í öðm og
valdið umhverfisspjöllum þar.
Loftmengun virðir engin landamæri.
Land, sem verður fyrir loftmengun
erlendis frá, getur engum vemlegum
vörnum' við komið á eigin spýtur.
Samstarf margra þjóða er nauðsyn-
legt til að leysa slíkan vanda með
viðunandi hætti. Sameiginlegt um-
hverfisvemdarátak er einmitt meðal
brýnustu verkefna Evrópubanda-
lagsins á næstu ámm. Þetta skiptir
Svía miklu máli til dæmis, því að
loftmengun frá meginlandi Evrópu
veldur spjöllum í Svíþjóð. Innan
lagði fram tillögur um fjárveitingar
til að unnt yrði að koma á einsetn-
ingu í skólum borgarinnar. Hún
kom einnig með tillögur um að
stofna skólabúðir í nágrenni borg-
arinnar og að stefnt yrði að því að
reka dagvist og skóla saman í Húsa-
skóla í Grafarvogi, svokallaðan
samskóla. Þá lagði Kristín Á. Ólafs-
dóttir, Nýjum vettvangi, fram ítar-
lega tillögu um skólabyggingar,
sem fól í sér að stefnt yrði að því
að þær yrðu fullbúnar þegar flutt
bandalagsins væru Svíar í aðstöðu
til þess að hafa áhrif á reglur banda-
lagsins um mengunarvarnir.'en utan
bandalagsins eru þeir áhrifalausir.
Svipuðu máli gegnir í auknum
mæli um ýmis önnur viðfangsefni,
til dæmis á vettvangi efnahagsmála.
Hæðir og lægðir í efnahagslífi ber-
ast auðveldlega á milli landa vegna
náinna viðskiptatengsla. Efnahags-
lægð á meginlandi Evrópu myndi til
dæmis draga úr útflutningi okkar
íslendinga þangað að öðru jöfnu og
myndi rýra þjóðartekjur okkar að
því skapi. Aukin verðbólga í Evrópu
myndi líka berast hingað heim með
hækkandi innflutningsverðlagi. Með
sívaxandi viðskiptum sín í milli hafa
Evrópuþjóðirnar tengzt sterkari
böndum smám saman. Aukin við-
skipti eru að sönnu forsenda batn-
andi lífskjara, og þau krefjast nán-
ari samvinnu á ýmsum öðrum svið-
um. Tökum dæmi. Úr því að verð-
bólga í Frakklandi er háð því meðal
annars, að peningamálum sé vel
stjórnað í Þýzkalandi, þá er það eðli-
iegt og æskilegt, að Frakkar geti
haft áhrif á stjórn þýzkra peninga-
mála og öfugt. Þess vegna stefna
Evrópubandalagsþjóðirnar nú að
stofnun evrópsks seðlabanka undir
sameiginlegri stjórn allra þjóða
bandalagsins.
Nánu samstarfi af þessu tagi þarf
ekki endilega að fylgja miðstýring
ásamt meðfylgjandi skriffinnsku í
höfuðstöðvum bandalagsins í Bruss-
el, þótt nokkur hætta sé á því, ef
menn gæta ekki að sér. Sameigin-
legar ákvarðanir bandalagsins, lög
þess og reglur eiga að varða umgerð
efnahagslífsins í víðum skilningi,
grundvallarreglur réttarríkisins og
annað eftir því, en þverri þjóð á þó
að vera í sjálfsvald sett, hvernig hún
hegðar sér innan þess rúma ramma.
Aðild að bandalaginu er því fyllilega
samrýmanleg aukinni-valddreifingu
innan hvers aðildarlands. Við íslend-
ingar gætum til dæmis hagað verka-
skiptingu á milli ríkis og sveitarfé-
laga hér heima eftir vild alveg eins
og nú, þótt við gengjum í Evrópu-
bandalagið.
EFTA-þjóðirnar eru mjög háðar
viðskiptum við Evrópubandalagið.
Þær eiga tveggja kosta völ í þeirri
stöðu, sem nú er komin upp í Evr-
ópu. Þær geta haldið áfram að vera
utan bandalagsins, og það þýðir, að
þær verða þá að sætta sig við og
semja sig að þróun mála innan band-
alagsins án þess að geta haft áhrif
á hana. Þær geta ekki farið sínar
eigin leiðir til lengdar að öllu leyti
án tillits til framvindunnar innan
bandalagsins. Tökum landbúnað-
arstefnuna til dæmis. Sameiginleg
landbúnaðarstefna Evrópubanda-
lagsins (CAP) er komin að þrotum.
Henni hlýtur því að verða breytt á
næstu árum á þann veg, að markað-
söflunum verði gefinn lausari taum-
ur á búvörumarkaði eins og á öðrum
mörkuðum. Við þetta mun matar-
kostnaður í álfunni lækka verulega
væri í hverfin, yrðu minni en nú
tíðkast og að einsetningu yrði kom-
ið á í grunnskólunum. Siguijón
Pétursson, Alþýðubandalagi, lagði
til að hafín yrði undirbúningur að
stofnun framhaldsskóla í Grafar-
vogi.
Árni Sigfússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, lagði til að til-
lögum minnihlutans yrði vísað frá,
að undanskyldum tillögum Kvenna-
lista um samskóla í Húsahverfi og
tillögu Alþýðubandalags um fram-
haldsskóla í Grafarvogi. Sagði hann
að þau mál, sem fjallað væri um í
tillögunum væru ýmist óþörf eða
væru nú þegar til umfjöllunar hjá
skólayfirvöldum í borginni.
í skjóli aukinnar samkeppni. Þá
munu EFTA-þjóðirnar sjá sig knún-
ar til að breyta landbúnaðarstefnu
sinni til samræmis. Þeim væri ekki
stætt á því til lengdar að halda
matarkostnaði heima fyrir langt yfir
markaðsverði á bandalagssvæðinu í
næsta nágrenni. Sama máli gegnir
um stefnu stjórnvalda á mörgum
öðrum sviðum.
Hinn kostur EFTA-þjóðanna er
að ganga í bandalagið til þess að
geta þá haft áhrif á ákvarðanir þess,
lög og reglur. Innan Evrópubanda-
lagsins gætu EFTA-þjóðirnar haft
áhrif á endurskoðun landbúnaðar-
stefnu bandalagsins til dæmis. Á
þeim vettvangi myndi EFTA-þjóð-
unum trúlega reynast það auðveld-
ara en ella að færa landbúnaðar-
stefnuna heima fyrir í viðunandi
horf. Smáþjóðir hafa tiltölulega
meiri áhrif en stórþjóðir innan Evr-
ópubandalagsins miðað við fólks-
fjölda. Norðurlönd sem heild hefðu
til dæmis mun meiri áhrif en Þýzka-
land, þótt Þjóðveijar séu næstum
fjórum sinnum fleiri en Norður-
landabúar.
Þegar þessir tveir kostir eru born-
ir saman ætti það að vera ljóst, að
aðild að Evrópubandalaginu þarf
ekki að fela í sér eiginlegt fullveldis-
afsal, eins og stundum hefur verið
haldið fram. Sjálfsákvörðunarrétti
EFTA-þjóðanna getur þvert á móti
stafað meiri hætta af því að standa
utan við bandalagið og verða að
sætta sig við ákvarðanir þess án
þess að geta haft áhrif á þær. Þessu
hafa Svíar og Austurríkismenn áttað
sig á. Þess vegna stefna þeir nú
hraðbyri inn í Evrópubandalagið.
Það ætti að segja sig sjálft, að hvor-
ug þessara þjóða hefur fullveldisaf-
sal í hyggju.
Winston Churchill orðáði svipaða
hugsun með ögrandi hætti fyrir
mörgum árum, þegar hann sagði
eitthvað á þá leið, að bezta leiðin til
þess að tiyggja fullveldi þjóðar væri
að fóma því. Þetta var auðvitað of-
sagj; og olli misskilningi. Hann átti
einfaldlega við það, að einangrun
og sjálfsþurftabúskapur geta haft
háskaleg áhrif á efnahag þjóðar og
um leið á velferð hennar í víðari
skilningi. Það er til dæmis engin til-
viljun, að Albanía er mesta fátæktar-
bæli í allri Evrópu. Þar í landi hafa
ókostir tilskipanabúskapar og ein-
angrunarstefnu verið sameinaðir í
skjóli einræðis með skelfílegum af-
leiðingum. Hvílíkt fullveldi!
III. Menning
Hvemig skyldi verða umhorfs á
íslandi árið 2001? Við íslendingar
eigum tveggja kosta völ fram til
aldamóta eins og samstarfsþjóðir
okkar í EFTA. Annaðhvort tökum
við ákvörðun um að vera einir á
báti utan Evrópubandalagsins og
reynum að gera eins gott úr því og
við getum með því að framlengja
núgildandi viðskiptasamning okkar
við bandalagið eða gera nýjan, víð-
tækari samning — eða þá við ákveð-
um að verða fullgildir aðilar að band-
alaginu ásamt öllum öðrum þjóðum
álfunnar með þeim réttindum og
skyldum, sem því fylgja. Við eigum
ekki annarra kosta völ. Við vitum
nokkurn veginn, hvaða efnahagsá-
vinnings við getum vænzt af aðild
að bandalaginu. Reynslan af sam-
starfi bandalagsríkjanna fram til
þessa varðar veginn. Og við þurfum
ekki að óttast um fullveldi okkar ef
við kunnum fótum okkar forráð,
ekki frekar en til dæmis Danir og
írar, sem hafa verið aðilar að banda-
laginu í næstum 20 ár og ætla sér
að vera það áfram.
í þessu viðfangi vaknar önnur
spurning. Hvað yrði um þjóðmenn-
ingu okkar og tungu? Væri þeim
óhætt í ólgusjó evrópskrar menning-
ar?
Tökum tunguna fyrst. Tungumál-
akunnáttu þjóðarinnar hefur fleygt
fram síðustu ár, sem betur fer, eink-
um enskukunnáttu. Sjónvarp og
kvikmyndir hafa stuðlað að þessu
að sínu leyti, en ýmislegt fleira hef-
ur lagzt á sömu sveif. Enska er
heimsmál. Stúdentar við Háskóla
íslands og aðrir framhaldsskólanem-
Þorvaldur Gylfason
„Aðild að bandalaginu
er því fyllilega samrým-
anleg aukinni vald-
dreifingu innan hvers
aðildarlands. Við ís-
lendingar gætum til
dæmis hagað verka-
skiptingu á milli ríkis
og sveitarfélaga hér
heima eftir vild alveg
eins og nú, þótt við
gengjum í Evrópuband-
alagið.“
endur um allt land lesa reiðinnar
býsn á ensku. Lestur erlendra blaða
og bóka hefur líka færzt í vöxt yfir-
leitt. Aukið úrval erlends lestrarefn-
is í búðum hér heima ber vitni um
það. Og það er líka eftirtektarvert,
að áhugi framhaldsskólanemenda á
kennslu í þýzku og frönsku hefur
aukizt síðustu ár í bjarma atburðar-
ásarinnar í Evrópu. Sama máli gegn-
ir reyndar á öðrum Norðurlöndum.
Hefur íslenzkukunnáttu okkar
hrakað við þetta? Ég sé engin merki
þess, öðru nær. Sá, sem kann góð
skil á ensku eða öðrum málttm, hef-
ur engan áhuga á því að slá slöku
við móðurmálið. Aukin rækt við er-
lend mál ætti heldur að styrkja stöðu
íslenzkrar tungu, ef eitthvað er.
Ekkert bendir til þess, að við mynd-
um tala og skrifa betri íslenzku, ef
við værum mállaus í útlöndum.
Ýmsir þeirra, sem virðast nú óttast
mest um afdrif tungunnar með vax-
andi samskiptum á milli íslands og
Evrópu höfðu líka áhyggjur af stofn-
un íslenzka sjónvarpsins á sínum
tíma og báru því við meðal annars,
að bóklestur myndi dragast saman
eða jafnvel leggjast af: Ef þjóðin
ánetjaðist sjónvarpi yrði hún bóklaus
smám saman, bökaþjóðin sjálf. Hvað
gerðist? Útlán almenningsbókasafna
tóku kipp, því að fólkið þusti á söfn-
in til að afla sér frekari fróðleiks
um ýmislegt efni sjónvarpsins. Nei,
við munum áreiðanlega tala íslenzku
á næstu öld og áfram, hvort sem
við göngum í Evrópubandalagið eða
ekki. Ég trúi því reyndar, að við
munum tala betri og fallegri íslenzku
þá en nú, því að við munum leggja
meiri rækt við móðurmálið í hringiðu
heimsmenningarinnar en við mynd-
um gera ella í einangrun og sinnu-
leysi hér heima.
Sama máli gegnir í mínum huga
um þjóðmenningu okkar yfírleitt.
Aukin tengsl okkar við aðrar Evr-
ópuþjóðir myndu brýna okkur til
þess að leggja sem mesta rækt við
sérkenni íslenzkrar menningar. Evr-
ópubandalagið leggur reyndar mikla
áherzlu á að stuðla að slíkri ræktar-
semi meðal smáþjóða. Við gætum
notið góðs af því. Enginn í Evrópu
hefur hug á því að steypa allar þjóð-
ir álfunnar í sama mót, öðru nær.
Þjóð er þjóðar gaman, alveg eins og
maður er manns gaman.
Undir lok þessa langa máls langar
mig að árétta þá skoðun, sem ég
hef lýst áður hér í Morgunblaðinu
og annars staðar af öðru tilefni, að
við Islendingar verðum að fara að
öllu með gát í samskiptum okkar
við Evrópubandalagið. Það er engan
Borgarstjórn Reykjavíkur:
Hafin verði hönnun íþrótta-
húss við Artúnsskóla
SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu til við um-
ræður um fjárhagsáætlun borgarinnar á fimmtudag að hafínn yrði
undirbúningur að smíði íþróttahúss við Ártúnsskóla og til hönnunar
verði varið I milljón króna á þessu ári. Við umræðuna lögðu sjálf-
stæðismenn hins vegar til að flestúm tillögum minnihlutaflokkanna
um skólamál yrði vísað frá.