Morgunblaðið - 26.02.1991, Page 28

Morgunblaðið - 26.02.1991, Page 28
MORGUNBEAÐIÐ ;ÞRIÐJUDAGURÍ26.. FEBRÚAR. 1991 IKILOAPAKKNINGUM LÆKKARUM: w i =3 DINERS — íslandsbanki og greiðslukortafyrirtækið Diners Club hafa undirritað samkomulag um að bankinn annist þjónustu og greiðslumiðiun fyrir Diners hér á landi. Á myndinni eru fulltrúar bankans og Diners f.v. Kristín L. Steinsen, forstöðumaður þjónustudeildar, Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri, Tryggvi Pálsson, bankastjóri, Jakob Havsteen, forstjóri Diners Club Danmark A/S og Örn Petersen forstöðu- maður þróunarsviðs Diners Club. Greiðslukort Islandsbanki semur við Diners GREIÐSLUKORTAFYRIRTÆK- IÐ Diners Club International og Islandsbanki hafa gert með sér samkomulag um að bankinn muni framvegis annast ýmsa þjónustu og greiðslumiðlun fyrir Diners Club hér á landi. Samn- ingurinn felur í sér að Islands- banki skuli annast móttöku og skráningu sölunótna sem útgefn- ar eru innanlands svo og greiðslumiðlun til söluaðila Din- ers Club á íslandi. Þá annast bankinn ennfremur athugun á greiðslugetu og áræðanleika umsækjenda fyrir hönd Diners Club. íslandsbanki mun ennfremur annast móttöku greiðslna frá kort- höfum Diners Club hér á landi og verður viðskiptamönnum boðin bein skuldfærsla af viðskiptareikningi, að því er fram kemur í frétt frá Islandsbanka. Þeim viðskiptavinum sem verið hafa með föst viðskipti í SÍÐASTLIÐIÐ haust var stofn- aður PC-tölvuklúbbur fyrir not- endur einmenningstölva. Stofn- þtjú ár stendur til boða Diners Club kort á afsláttarkjörum. Erlendir korthafar munu geta tekið út reiðufé í öllum útibúum bankans. andi PC-tölvuklúbbsins er Bene- dikt Sæmundsson sem ásamt föð- ur sínum, Sæmundi Bjarnasyni, sér um starfsemina. Hún er að sögn þeirra aðallega fólgin í dreifingu deiliforrita til félags- manna sem fá einnig aðstoð við lausn hvers kyns tölvuvanda- mála. í dag eru meðlimir PC-tölvu- klúbbsins rúmlega hundrað. Bene- dikt sagði að það væri áberandi hve íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins væru í miklum meirihluta meðal félagsmanna. „Við höfum áhuga á að ná betur til tölvuáhugafólks utan af landi því að okkar mati gæti það haft mikinn hag af því að vera fé- lagar í klúbbnum," sagði Benedikt. Forrit fyrir einmenningstölvur eru dýr og oft er erfitt fyrir fólk að gera sér fyrirfram grein fyrir því hvernig forritin muni henta. Það hefur því færst mjög í vöxt á und- anförnum árum að forritum sé dreift sem deiliforritum („public domain“ eða „shareware"). Þannig forritum er dreift án þess að greiða þurfi nema dreifinga- og disklinga- kostnað í upphafi. Síðan er gert ráð fyrir að viðkomandi móttakandi sendi greiðslu til rétthafa ef hann hyggst halda áfram að nota forritið. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi PC-tölvuklúbbsins geta sent fyrirspurnir í Pósthólf 3362, 103 Reykjavík. Að sögn Sæmundar fá þeir þá senda upplýsingadisklinga þar sem kynnt er starfsemi félagsins ásamt því efni sem þegar hefur verið dreift. „Við höldum kostnaði niðri með því að senda fólki upplýsingar á disklingi,“ sagði Sæmundur og bætti við að í júni yrði dreift til félaga upplýsingum um áframhald- andi starfsemi PC-tölvuklúbbsins. Meðal efnis á disklingunum er mik- ið úrval leikja ásamt ritvinnslufor- ritum og öðru efni sem tölvuáhuga- menn geta nýtt sér. Vaskhugi Vaskhugi erforrit sem nýtur mikilla vinsælda vegna einfald- leika í notkun. Fjárh.bókhald, viðskm.bókhald, sölukerfi, birgðir, uppgjör vsk., jafnvel einföld ritvinnsla... allt í einu kerfi á mjög hagstæðu verði. Fáðu frekari upplýsingar hjá okkur í síma 656510. íslensk tæki, Garðatorgi 5, Garðabæ. EIGENDUR Rex*Rotary . VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Sérfræðingui frá REX ROTARY verður staddur hér á landi næstu daga. Þeir sem óska eftir þjónustu hans, vinsamlegast hafið samband sem allra fyrst. OPTÍMA Ármúla8 a 67 90 00 Tölvur Félag fyrir notendur einmenningstölva

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.