Morgunblaðið - 26.02.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 26.02.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ. ÞraÐÆUDAíGUIR 26. EEBRÚAR 39D1 29 Auglýsingar Gottfólkfékk Samskip SKIPAFÉLAGIÐ Samskip hf. hefur gengið til samstarfs við auglýsingastofuna Gott fólk varðandi auglýsinga- og kynn- ingarmál félagsins. Samskip hf. var áður Skipadeild Sambands- ins en var gert að hlutafélagi um áramótin síðustu og fékk þá nýtt nafn. Gott fólk hefur einnig fengið fleiri fyrirtæki til samstarfs um auglýs- ingamál. Má þar nefna Össur hf. en það fyrirtæki sérhæfir sig í smíði stoðtækja af ýmsu tagi handa fötluðum bæði fyrir inn- lendan og erlendan markað. Þá hefur Asiaco hf., eitt stærsta fyrir- tæki landsins á sviði veiðarfæra, útgerðar- og rekstrarvarafyrir sjávarútveg falið Góðu fólki um- sjón með auglýsingamálum fyrir- tækisins, að sögn Helga Helgason- ar hjá Góðu fólki. Fræðsla Námskeið í fjármálum STJÓRNUNARFÉLAG íslands býður 33 tíma námskeið í fjár- málum, sem stendur yfir frá 5. mars til 11. apríl nk. Kennt verð- ur tvisvar í viku frá kl. 16-19. Er námið ætlað stjórnendum og öðrum, sem ekki hafa sérmennt- un á sviðið fjármála, en vilja fá betri innsýn í fjárhagshlið fyrir- tækis eða stofnunar. Fer kennslan fram í formi fyrir- lestra og útreikninga raunhæfra dæma, en farið verður yfir upp- byggingu og túlkun rekstrar- og efnahagsreiknings, núvirðisút- reikninga, þjóðhagfræði, lestur árs- reikninga oggerð fjárhagsáætlana. Leiðbeinendur eru Agúst Val- geirsson hagverkfræðingur frá Eimskip og Svanbjörn Thoroddsen hagfræðingur hjá VÍB. Athugasemd í tilefni viðtals við Örn Petersen í viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag hefur Böðvar Valgeirsson, forsfjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik óskað eftir að koma eftirfarandi athugasemduin á framfæri: „Ferðaskrifstofan Atlantik tók við umboði fyrir Diners Club árið 1984. Á þeim tíma voru örfá hundruð korthafa Diners Club á íslandi. Þessi tala jókst á nokkrum árum og komst í tæp 2.000 þegar mest var. Síðustu árin hefur svo korthöf- um fækkað aftur og má alfarið rekja það til stjórnunarlegra vanda- mála Diners Club í Danmörku. Á þeim tíma, sem við störfuðum með Diners Club voru mjög tíð manna- skipti hjá fyrirtækinu, bæði á toppnum og neðar. Núverandi for- stjóri þess er sá fjórði í röðinni síðan 1984. Mikið var um vitleysur í inn- heimtukerfi fyrirtækisins, sem lýstu sér meðal annars í því, að korthafar fengu hótanir um kortasviftingu, þó þeir gætu sýnt fram á að hafa staðið í skilum. Um þetta geta fjöl- margir fyrrverandi korthafar Din- ers Club vitnað, sem hreinlega gáf- ust upp og skiluðu kortum sínum. Auk þess hefur notkun Diners Club korta kostnað í för með sér fyrir korthafa, þar sem um erlent kort er að ræða.“ VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Morgunblaðið/Þorkell INTERGRAPH —— Þeir voru meðal stofnenda Intergraph notenda á íslandi, f.v. Stefán Guðlaugsson, verkfræðingur frá Verk- fræðistofunni Hniti hf., Guðmundur Gunnarsson, Ragnar Jón Gunnars- son og fyrir framan þá situr Pétur Þ. Gunnlaugsson. EFTIRMENNTUN BILGREINA Bensíninnsprautun ATHYGLISVERÐUSTU AUGLÝSINGAR ÁRSINS 1990 VERÐLAUNAAFHENDING 'MARK ÍSLENSKI MARKA0SKLÚ8BUR1NN Ármúla 23, sími 83636. TILBOÐS- DAGAR Nýborg;# Ármúla 23, sími 83636. SKRIFSTOFUVELAR sundhf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -lu'kni «»f* |>jónuslu ú truuHluiu gi iiimi omRon SJÓDSVÉLAR Gera meira !en að uppfylla kröfur fjármálaráðuneytisina. Yfir 15 gerðir fyrirliggjandi Verð frá kr. 29.800.- Tölvur Félag Intergraph not- enda á Islandi stofnað STOFNFUNDUR Félags Int- ergraph notenda á íslandi var haldinn í fyrri viku. Er tilgangur félagsins að miðla upplýsingum og reynslu milli félaga og að vera vettvangur fyrir kynningar á búnaðinum. Intergraph er hug- og vélbúnað- arframleiðandi fyrir grafísk tölvu- hönnunarkerfi, sem eru aðallega notuð fyrir arkitekta, verkfræðinga og sveitarfélög. Meðal þeirra sem nota Ingergrap eru Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Raf- magnsveitur ríkisins, Skógrækt ríkisins, Ræktunarfélag Norður- lands og Skipulag ríkisins. Á stofn- fundinn mættu félagar frá Akur- eyri, Stykkishólmi, Egilsstöðum, auk Reykjavíkur. Ragnar Jón Gunnarsson, sem sæti á í stjórn félagsins, sagði að stefnt yrði að því að halda félags- fundi um ákveðin efni sem tengd- ust notkun búnaðarins á einhvern hátt. „Við reiknum með að fá inn- lenda fyrirlesara, sem hafa notað hugbúnaðinn, en einnig leggjum við áherslu á að fá erlenda fyrirlesara. Þá fara væntanlega fram umræður og skoðanaskipti,“ sagði hann. I stjórninni sitja Pétur Þ. Gunn- laugsson, verkfræðingur hjá LH- tækni hf. (ICE-consult), Guðmund- ur Gunnarsson arkitekt hjá Arki- tektaþjónustunni sf. og Ragnar Jón Gunnarsson arkitekt hjá Skipulagi ríksins. Kynning á kostum bensíninnsprautunar og ástæö- um fyrirvaxandi notkun hennar. Kynning á uppbygg- ingu og virkni þriggja mismunandi kerfa, þýsks, amerísks og japansks. Farið verður nákvæmlega í gegnum LE (LH)-Jetronic og Motronic kerfi með lit- skyggnum til undirbúnings notkunar á Horstman- bretti. Þátttakendur: Bifvélavirkjar með góða þekkingu á rafkerfi, sem hafa sótt námskeið þar um. Lengd námskeiðs: 25 tímar. BENSÍNINNSPRAUTUN verður haldið fimmtudaginn 7. mars, föstudaginn 8. mars frá kl. 9-18 og laugardaginn 9. mars frá kl. 9-13. Þeir, sem koma utan af landi fá ferða- og dvalarstyrki. Þátttaka tilkynnist í síma 91-83011 eða 91-681551. Þátttökugjald fyrir félagsmenn kr. 6.500,-, utanfélags- menn kr. 26.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.