Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 2
EFNI h FRÉTTiR/iNNLENT IfíGi SHAM .TI flUaAaU/iH’Jg ölQAJaVTJOJIOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 Forsætisráðherra: Eftirgjöf vegna skreið- arviðskipta 917 milljónir SEÐLABANKI Islands hafði end- urkeypt 460 milljónir króna af iánum út á skreið er endurkaup- um var hætt í apríl 1985. Þar á meðal voru endurkeyptar skreið- arskuldir vegna Nígeríuvið- skipta frá árunum 1981-1983 en þær voru þá færðar á biðreikn- ing í islenskum krónum en höfðu verið í erlendri mynt. Skuldiraar voru fyrst færðar á aimennum sparisjóðsvöxtum en voru vaxta- Iausar frá ársbyrjun 1985. Þessi eftirgjöf nemur 917 milijónum króna á núvirði, miðað við geng- isþróun SDR. Þar af era eftir- gefnir vextir 324 milljónir, eftir- gefinn gengismunur 554,3 mUlj- ónir og höfuðstóll færður á af- akriftareikning 38,7 milljónir. Þetta kom fram á Alþingi í svari Steingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra við fyrirspum Karls Steinars Guðnasonar, þingmanns Alþýðuflokksins, um opinbera að- stoð til skreiðarframleiðenda vegna N ígeríu viðskipta. I svari forsætisráðherra kom einnig fram að skreiðarframleið- endur hafi ekki fengið beinar greiðslur úr ríkissjóði. Utvegsbanki Islands hefur einungis afskrifað afurðalán út á skreið vegna gjald- þrota þeirra fyrirtækja, sem í hlut áttu. Sama gildir um Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands. Seðlabanki íslands færði á sér- stakan afskriftareikning á árinu 1989 38,7 milljónir króna (núvirt miðað við gengi SDR), sem þá voru eftirstöðvar afurðalána vegna skreiðarviðskipta. Enda þótt eftirgjöfin hafí verið til einstakra viðskiptabanka, sem Seðlabankinn hafði endurkeypt'af- urðalán af, varð að samkomulagi að viðskiptabankamir ráðstöfuðu hinum eftirgefnu íjárhæðum til þeirra viðskiptamanna, sem afurða- lánin skulduðu. Um sérstakar aðgerðir af hálfu hins opinbera til aðstoðar þeim framleiðendum, sem ekki skulduðu afurðalán vegna skreiðarfram- leiðslu árin 1983-1984, hefur ekki verið að ræða. * Elsti hluti Arbæjar hlaðinn að nýju ÞESSA dagana er verið að end- urhlaða elsta hluta Árbæjar, sem stendur I Árbæjarsafninu. Elsti veggurinn og burstin eru rifin niður og hlaðin í sömu mynd aftur. Elsta burstin er frá því fyrir tíð síðustu ábúenda sem hófu búskap 1880 en ekki er vitað nákvæmlega hve gam- all bærinn er. Veggi sem þennan, sem gerðir eru úr torfi og gijóti, þarf að endurhlaða á 20 til 30 ára fresti hér á Suðurlandi. í Skagafírði -hefur hins vegar sáralítið þurft að endurhlaða Glaumbæ sem er 19. aldar bær. Hér syðra skemm- ast veggir vegna vatns og frosts en nyrðra standast veggirnir bet- ur tímans tönn. Morgunblaðið/Sverrir Unnið við elsta hluta Árbæjar í Árbæjarsafni. Davíð Oddsson: Leita á leiða til að selja orkufyrirtæki DAVIÐ Oddsson, borgarsljóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, tel- ur að leita eigi Ieiða til að selja einkaaðilum orkufyrirtæki á borð við Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykja- víkur. Á ársþingi íslenskra iðnrekenda kom fram i ræðu Víglundar Þorsteinssonar fráfarandi formanns, að tími væri kominn til að af- nema einokun ríkis og sveitarfélaga á orkuiðnaði. Að sögn Davíðs hefur áður verið rætt um að aflétta einokuninni með einum eða öðrum hætti og hafa forráðamenn rafveitna meðal ann- ars haldið ráðstefnu um þessi efni og þá með hvaða hætti það gæti gerst. Ljóst væri að breyta þyrfti ýmsum lagasetningum til að svo mætti verða. „Ég tel að menn eigi að reyna að leita leiða til þess að nýta sér þessa kosti,“ sagði Davíð. „Þarna eru öflug skuldlaus fyrirtæki og ætti að vera auðvelt að koma þeim í verð. Eini vandinn er sá að þessi fyrirtæki eru í eðli sínu einokunar- fyrirtæki og þess vegna þarf fyrst að leysa þann vanda er fylgir þvf að einkaaðili fari með einökunar- þáttinn. Það verður að fínna ásætt- anlegan flöt á því.“ Sjálfsfæðisflokkurinn breiður fjöldaf lokkur ►Rætt við Davíð Oddsson, nýkjör- inn formann Sjálfstæðisflokksins /10 Sekir uns sakleysi er sannað ►Sexmenningamir frá Birming- ham valda gagngerri breytingu á bresku réttarkerfi /16 Við endalok kalda stríðsins ►Rætt við Thomas Ries hjá Instit- utt for forsvarsstudier í Noregi /18 Konurnar í Bangla- desh ►Jóhanna Kristjónsdóttir fjallar um stjómmálaástandið í Bangla- desh/24 Bheimili/ FASTEIGNIR ► l-28 Háir eignaskattar stuðla að eyðslu ►Rætt við dr. Pétur H. Blöndal, framkvæmdastjóra Kaupþings /14 ►Flestir kannast við keðjubréfin svonefndu, þar sem fólki er lofað ríkulegri umbun fyrir þátttöku í leiknum en miklum hremmingum ef það slítur keðjuna. Hér er fjall- að um nokkur þekkt keðjubréf frá fyrri tíð og rætt við fólk sem feng- ið hefur slík bréf í póstinum. /1 Leitað að tveimur mönnum við Djúp: Bíll þeirra sást mann- laus á þriðjudagsmorgun FÉLAGAR úr björgunarsveit- inni á Hólmavík hófu um hádeg- ið í gær leit við Djúp að tveimur ungum Reykvíkingum, sem saknað er. Einnig voru sendir Hljóp ber fyrir átta- tíu krónur LÖGREGLUMENN á ferð um Grafarvog nýlega mættu ungum pilti sem hljóp um buxnalaus á sokkaleistunum. Þegar grennslast var fyrir um hvað olli sagðist pilturinn, sem er 13 ára, hafa veðjað við kunningja sinn um að hann þyrði að gera þetta og kvaðst eiga 80 krónur í vændum fyrir vikið. leitarhundar með björgunarbáti frá ísafirði til að nota við leitr ina. Bíll mannanna fannst mann- Iaus Djúpmegin við Steingríms- fjarðarheiði á föstudaginn og var lögreglu þá tilkynnt um að mannanna væri saknað, en hins vegar hefur komið í ljós, að vegagerðarmenn sáu bílinn á þessum stað á þriðjudagsmorg- un. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á ísafirði er vitað að mennirnir Iögðu af stað frá Isafírði álciðis til Reykjavíkur föstudaginn 8. mars. . Mennirnir, sem saknað er, eru 19 og 20 ára gamlir. Þeir heita Hafsteinn Hálfdánarson, til heimil- is að Gnoðarvogi 34, Reykjavík, og Jón Gísli Sigurðsson, til heimilis á Sólvallagötu 72, Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á ísafírði sáu vegagerðarmenn bílinn þar sem hann fannst á þriðjudagsmorgun- inn þegar vegurinn var ruddur, en þá var ekki farið að sakna maiiri- anna. Nokkuð snjóþungt er á þeim slóðum sem bíllinn fannst, en í gær hafði ekkert komið í ljós, sem benti til þess að bilun hefði orðið í bílnum eða hann stöðvast vegna ófærðar. Bíll mannanna finnst Djúp- megin við Steingrímsfjarðar- heiði á föstudag. Þeir lögðu af stað frá ísafirði 8. mars áleiðis til Reykjavíkur. Leit hófst að mönnunum um hádegisbil í gær. Landhelgisgæslan: Þyrla sæk- ir slasaðan sjómann ÞYRLA Landhelgisgæsl- unnar sótti í fyrradag slas- aðan sjómann á grænlensk- um togara, Jesper Belinda, sem var 15 mílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi. Sjómaðurinn hafði nef- brotnað og blæddi mikið úr nefi hans. Þyrlan fór klukkan 16 og lenti við Borgarspítalann klukkan 17.52. Bóhem á Bítlaskóm ► Rætt við Þorstein Eggertsson um nýja skáldsögu, textagerð, guðlega opinberun og sitthvað fleira. /10 Draumalandið Sund- ance ►Af kvikmyndahátíðinni í Sund- ance þar sem meðal annars var sýnd bandarísk kvikmynd með Björku Guðmundsdóttur í aðal- hlutverki. /12 Til frægðar og frama ►Drengurinn úr Arbænum, Skúli Sverrisson bassaleikari, að slá i gegn í New York. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 40 Dagbók 8 Gárur 43 Hugvekja 9 Mannlífsstr. 8c Leiðari 22 Fjölmiðlar 18c Helgispjall 22 Kvikmyndir 20c Reykjavíkurbréf 22 Dægurtónlist 21c Myndasögur 26 Menningarstr. 22c Brids 26 Minningar 24c Stjömuspá 26 Bíó/dans 26c Skák 26 Velvakandi 28c Fólk í fréttum 38 Samsafnið 30c Karlar/Konur 38 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.